Morgunblaðið - 25.09.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.09.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 25 allir aðrir mundi ég aðeins sitja á kaffihúsi og drekka bjór.“ FLÚÐI FRÁ NOREGI I ófriðarlok hörfaði Degrelle frá rússnesku vígstöðvunum með leif- um Vallónaherdeildarinnar og tók þátt í síðustu örvæntingarfullu til- raununum til að stöðva sókn Rússa til Berlínar. Hann var staðráðinn f að ljúka bardagaferli sínum með glæsibrag og fór til fundar við Himmler yfirmann sinn í nýjum aðalstöðvum hans nálægt Kiel til að ráðfæra sig við hann. Himmler sagði honum frá dauða Hitlers og fréttin fékk mikið á hann. Belgískir og franskir hermenn Degrelles voru komnir til Dan- merkur og voru þar á víð og dreif svo að hann gat orðið leiðtoga sín- um að takmörkuðu liði. Hann sagði Himmler að hann ætlaði til Dan- merkur og síðan Noregs, þar sem hann mundi halda áfram barátt- unni gegn bolsévisma unz yfir lyki. Þegar hann spurði Himmler hvað hann hygðist fyrir benti hann ho- num á eiturhyiki uppi í sér. Degrelle flúði um Danmörku til Noregs og hitti að máli Vidkun Quisling í konungshöllinni 7. maí, daginn sem herir Þjóðverja gáfust upp án skilyrða. Quisling virtist gersamlega bugaður. Næsta hálf- tíma talaði hann aðeins um veðrið og Degrelle hvarf vonsvikinn á braut. Hann leit svo á að hann hefði gert allt sem í hans valdi stóð og veitt viðnám unz yfir lauk. Síðan gekk hann á fund dr. Jos- efs Terbovens, þýzka ríkiskomm- issarsins, í höll ólafs ríkisarfa. Degrelle var boðið í glas eins og allt væri með felldu. „Eg hef beðið Svía að veita þér hæli, en þeir neita,“ sagði Terboven. „Ég vonaði að ég gæti sent þig til Japan í kaf- bát, en uppgjöfin er svo alger að kafbátar komast ekki úr höfn.“ Hins vegar hafði Terboven einka- flugvél Speers tiltæka og spurði: „Viltu freista gæfunnar og reyna að fljúga til Spánar í kvöld?" Adalatödvar rexista í BrUasel, þaktar áróó- ursspjöldum og slag- oröum í kosningunum 1936, þogar þoir uhnu óvæntan sigur. Klukkan átta um kvöldið sótti flugmaður þakinn heiðursmerkjum Degrelle, sem var enn í einkennis- búningi SS. Norðmenn höfðu fag- nað uppgjöf Þjóðverja um daginn þrátt fyrir nærveru þýzka her- námsliðsins og enn var mikil um- ferð á götum Oslóar þegar þeir óku út á flugvöll. Nokkrir forvitnir vegfarendur tóku eftir þeim, en þeir voru ekki stöðvaðir. Laust eft- ir miðnætti hóf flugvélin sig á loft. Vegalengdin frá Ósló til Pýreneafjalla var 2.150 km, en flugþol vélarinnar aðeins 2.100 km og Degrelle segir að engin leiðsagn- arkort hafi verið í flugvélinni. Flugvélin varð benzínlaus og flug- maðurinn nauðlenti I sjónum rétt hjá San Sebastian í Baskahéruðun- um. Degrelle beinbrotnaði á fimm stöðum, en var kominn heilu og höldnu til griðlands Francos. SK JÓLST ÆÐINGUR FRANCOS Hann varð að dveljast 15 mánuði í sjúkrahúsi og segir að dvölin þar hafi komið í veg fyrir að hann var framseldur. Hann hafði hitt Flóttamenn í Belgíu eftir innróa Þjóóverja í maí 1940. Franco þegar hann dvaldist þrjár vikur á Spáni í borgarastríðinu og nú kom Franco honum til hjálpar. „Hann fyrirskipaði brottvísun mína, en sagði mér frá því,“ sagði Degrelle. „Hann afhenti mér fölsuð skilríki til að gera mér kleift að fara í felur og gaf mér 25.000 pes- eta í kaupbæti.“ „Að lokum heimtaði bandaríski sendiherrann, sem beitti hann mestum þrýstingi, að fá að hitta mig. Franco sagði: „Hvernig vogið þér yður: Heiður Spánar er f húfi! Enginn Spánverji er svikari!" Síð- an lagði hann til að sendiherrann liti í skjalamöppu á borðinu meðan hann sneri sér við. Mappan hafði að geyma allar upplýsingar um mig — m.a. falsað skjal þess efnis að ég hefði verið fluttur til Portúgal. I margar vikur á eftir leituðu Banda- ríkjamenn í bátum, sem komu frá Portúgal, en ég var allan tímann í Madrid!" Tengsl við valdamikla leiðtoga spænskra falangista björguðu Lóon Degrelle í einkenniabún- ingi SS og í út- legö á Spáni. Tveir óbreyttir borgarar aö- atoöa örygg- iaaveitir í viöur- eign þeirra viö þýzkar leyni- akyttur í aept- ember 1944. Degrelle mörgum sinnum að hans sögn. Meða! annars gerði Gyðingur tilraun til að ræna honum eftir handtöku Adolf Eichmanns (maí 1960). Hann hefur dvalizt á Spáni æ sfðan, lengst af undir verndarvæng Francos, en hann lézt 1975. Hann hefur staðið af sér margar tilraun- ir til að fá hann framseldan og sex tilraunir, sem hann telur að hafi verið gerðar til að ræna honum. EINN AF MÖRGUM Eitt fyrsta verk belgískra stjórn- valda eftir frelsun Belgíu var að dæma hann til dauða fyrir landráð að honum fjarstöddum. En sam- kvæmt nýjum lögum í Belgíu um fyrningu stríðsglæpa er ekki lengur hægt að höfða mál gegn honum. Degrelle lét lítið fara fyrir sér á stjórnarárum Francos samkvæmt samkomulagi sem þeir gerðu með sér. En síðan Franco lézt fyrir átta árum hefur hann talið óhætt að nota eigið nafn og umgangast hægrimenn og jafnvel að veita blaðamönnum viðtal öðru hverju til að hefja Hitler til skýjanna, á þeirri forsendu að hann hafi verið hernaðarsnillingur og „Ijúfmenni”. „Ég færi mér í nyt það tjáningar- frelsi, sem ríkir hér í þessu nýja lýðræðislandi,“ sagði hann í viðtali við John Darnton, N.Y. Times News Service, nú í sumar. Degrelle er öfgafullur andkomm- únisti. Þegar hann er spurður hvaða tekjulindir hann hafi neitar hann að svara. Hann kveðst vera trúaður — „ég biðst fyrir á hverju kvöldi“ — og hann segist ekki hafa vitað um stríðsfangabúðir, þrátt fyrir náin samskipti við æðstu leið- toga Þriðja ríkisins. Hann segist heldur ekkert vita um skuggaleg samtök, sem hann er oft bendlaður við, Die Spine, sem eru sögð hjálpa nazistum. „Engin slík samtök eru til — því miður,“ sagði hann. Margir fyrrverandi nazistar og stuðningsmenn þeirra hafa dvalizt langdvölum á Spáni og margir þeirra iðrast einskis, þeirra á með- al Degrelle. Margir nazistar flýðu um Spán á leið til Suður-Ameríku, en nokkrir urðu um kyrrt á Spáni og settust að á stöðum eins og eynni Ibiza. „Nazistaveiðarinn" Simon Wies- enthal í Vín segir að Spánverjar séu „furðulegir": „Þeir veittu um 25.000 Gyðingum hæli í stríðinu og neituðu að framselja þá og eftir stríðið veittu þeir einnig þúsundum nazista hæli. Eini munurinn var sá að Gyðingarnir gerðu ekkert af sér og að nazistarnir voru sekir." FRAMSAL HEIMILAÐ Nýlega úrskurðaði spænskur dómstóll að 62 ára gamall fyrrver- andi SS-foringi, Hauke Bert Patt- ist Joustra, skyldi framseldur yfir- völdum í Hollandi þar sem hann er fæddur. Pattist, sem rak tungu- málaskóla í Oviedo, hafði verið búsettur á Spáni i 32 ár og öðlazt spænskan ríkisborgararétt. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem spænskur dómstóll hafi heimilað að maður, sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi, skuli framseldur öðru ríki. Pattist-málið olli því að þing- maður úr flokki belgískra sósíal- ista, Willy Burgeon, hvatti ríkis- stjórn Belgíu til þess í sumar að fara fram á framsal Degrelles. Hann segir að áskoruninni hafi verið vísað á bug á þeirri forsendu að Degrelle hafi öðlazt spænskan ríkisborgararétt. „Málið er útrætt," sagði Burgeon í viðtali við New York Times. „Mál Hollendingsins styrkir röksemdir mínar. Degrelle hefur ekki orðið að gjalda þeirra glæpa sem hann framdi. Hann var ákærður fyrir glæpi gegn ríkinu — við teljum að hann hafi einnig gert sig sekan um glæpi gegn mannkyninu, annað hvort beinlínis eða vegna gerða undirmanna sinna.“ „Tilgangurinn er ekki sá að koma fram hefndum," sagði hann. „Ég er of ungur til að hafa áhuga á því — ég er fæddur 1940. Þetta er hlið- stætt máli Barbies í Frakklandi. Unga fólkið verður að fræðast um fasismann, einkum vegna þess að hópar hægriöfgamanna sækja í sig veðrið nú um stundir." Aðrir Belgar efast hins vegar um að löglegt sé og viturlegt að stíga slíkt skref að sögn N.Y. Times. „Ef þessi maður hefði verið skotinn til bana eftir stríðið hefði það verið það bezta sem hann gat hent,“ seg- ir Albert Guerisse hershöfðingi, valdamikill andspyrnuleiðtogi, sem var tekinn til fanga og sendur til Dachau. „Hann er landráðamaður. Það er dómur, sem hann á skilið." „En jafnvel þegar lagalega var hægt að fá hann framseldan gerðu belgísk stjórnvöld enga raunveru- lega tilraun til þess. Fyrir því voru margar pólitískar ástæður — hann vissi of mikið um vissa áhrifamenn í stjórnmálum. Nú höfum við ekki lengur áhuga á manninum. Það kæmi sér ekki vel fyrir Belgíu (að hann yrði framseldur) við þær póli- tísku aðstæður sem við búum við nú.“ Sjálfur er Degrelle sammála því að viss öfl í Belgíu séu treg til þess að fá hann framseldan. Hann gefur í skyn að þessi öfl hafi nokkrum sinnum gripið í taumana til að koma í veg fyrir framsal hans. „Ég veit heilmikið um þá og ýms- ar tilraunir sem voru gerðar til að bjóða vopnahlé og frið í stríðinu," sagði hann og átti við tímann frá innrás Þjóðverja í maí 1940 til myndunar útlagastjórnar í Lund- únum í september sama ár. „Auk þess,“ sagði hann, „yrði gerð upp- reisn ef ég yrði sendur heim eftir sex mánuði." , ., „„ Samantekt GH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.