Morgunblaðið - 09.10.1983, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
Farin aö skipta um ham í maímánuöi.
Á útkikki.
Ljóamynd KEE
Hvít í Heiömörkinni í mars.
Rjúpa situr í tré. Myndin er tekin f
VeiÖi talin hafa lítil áhrifd stofninn
Fáar fuglategundir ísienskar vekja jafn mikinn áhuga á meðal
landsmanna og rjúpan og kemur þar margt til. Bæði er það að rjúpan
þykir fallegur fugl, hvít á vetrum og móbrún með hvíta vængi á
sumrum, og einnig hitt að rjúpan hefur verið mönnum ráðgáta og er
enn, og koma þar einkum til hinar sérkenniiegu stofnsveiflur henn-
ar, en frá því að menn fóru að gera skýrslur um útflutning á rjúpum,
árið 1864, eru til skjalfestar heimildir um sveiflur í stofninum.
Megin reglan hefur verið sú að rjúpnastofninn hefur náð hámarki og
hrunið tíunda hvert ár, en tvær undantekningar eru þó frá því, eins
og síðar greinir. Hins vegar virtist sem í fyrra væri að „rofa til“ í
rjúpnastofninum, en þá virtist sem um væri að ræða allmikla upp-
sveiflu í stofninum um land allt og var fjölgunin talin nema nálægt
50%. Var það von margra, ekki síst veiðimanna að fjölgunin héldi
áfram í ár, og virðist svo vera á Norðausturlandi, en hinsvegar
virðist stofninn standa í stað á Suður- og Vesturlandi, hvað sem
veldur. Vegna langvarandi stöðugleika rjúpnastofnins undanfarin
ár, þ.e. allt þangað til á síðasta ári, hefur mönnum verið tíðrætt um
hvort ekki ætti að friða rjúpuna. Hafa menn haft þá skoðun af
ýmsum orsökum. Einhver hluti veiðimanna taldi, og telur kannski
enn, að eina leiðin til að rjúpunni fjölgi sé að friða hana um
nokkurra ára skeið. Síðan eru aðrir sem hafa viljað, og vilja trúlega enn,
friða fuglinn fyrir veiðimönnum, sem þeir álíta hina mestu varga, —
morðóða, — sem ekkert kvikt megi sjá, og ekki fari rjúpnastofninn
að rétta við fyrr en veiðum verði hætt og þá helst að eilífu.
í þessari grein er leitast við að
segja frá þesum fugli, sem lengi
hefur staðið styrr um, og rann-
sóknum sem á rjúpum hafa verið
gerðar. Er greinin byggð á ritgerð
eftir Arnþór Garðarsson líffræð-
ing, sem um árabil hefur stundað
rannsóknir á rjúpum. Ritgerðin
birtist í riti Landverndar, Fuglar,
sem út kom árið 1982.
Eini villti
hænsnfuglinn
Rjúpan, sem er allstór fugl, veg-
ur að jafnaði um hálft kíló og er
karrinn — karlfuglinn — yfirleitt
ívið þyngri, eða sem nemur um 50
grömmum. Rjúpan er eini villti
fuglinn íslenski sem er af ættbálki
hænsnfugla, en til þess ættbálks
teljast um 240 tegundir alls. Ber í
þeim flokki fyrst að nefna hin góð-
kunnu hænsni, kalkúna, ýmsa fas-
ana og fleiri tegundir. Rjúpan er
af ætt orra, en heimkynni þeirra
eru einkum fjöll, heiðar og skógar,
eins og menn þekkja af íslensku
rjúpunni.
Talið er að rjúpan hafi numið
iand hér frá Grænlandi, þar sem
íslenska rjúpan er í útliti mjög lík
rjúpnastofnum Norður-Ameríku
og Grænlands. Þá hafa oftsinnis
flækst hingað til lands rjúpur fá
Norðaustur Grænlandi á vetrum
og einnig hafa grænlenskar rjúpur
náðst á skipum út af landinu um
vetrartímann. Grænlensku rjúp-
urnar má þekkja frá hinum ís-
lensku á litnum og má m.a. nefna
að fjaðurstafirnir í handflugs-
fjöðrunum eru hvítir í stað
svartra hjá íslensku rjúpunni, en
einnig er hitt að grænlensku fugl-
arnir eru mun feitari en hinir ís-
lensku. Hins vegar sker það að
jafnaði úr að fyrri hluta vetrar má
finna grænlenska steina í fóörnum
fuglanna. Heyrst hefur sú kenning
að íslenskar rjúpur flækist til
Grænlands, eða fari jafnvel þang-
að í stórum flokkum, en ekki hafa
slíkar kenningar verið sannaðar.
Skiptir þrisvar litum
Flestum er kunnugt um að rjúp-
an íslenska skiptir litum eftir
árstímum og dregur þannig dám
af umhverfi sínu og klæðist þann-
ig „felulitum". Veitir þetta rjúp-
unni vörn gegn ránfuglum, en
fálkinn hefur frá aldaöðli reynst
rjúpunni skeinuhættur, enda er
hún megin uppistaðan í æti hans.
Rjúpan skiptir um lit þrisvar
sinnum á ári. Klæðist hún sumar-
búningi, haustbúningi og vetrar-
búningi. Búningur sumarsins og
haustsins er brúnn og er karrinn
einkum dökkur á haustin, en vetr-
arbúningurinn er að mestu hvítur,
eins og flestum er kunnugt. Þó eru
stélfjaðrir rjúpunnar svartar allt
árið og flugfjaðrir vængjanna
hvítar.
Fyrri hluta vetrarins er rós-
rauður blær á hinum hvíta bún-
ingi fuglsins, en það stafar af lit-
arefninu karótínóðíi, en það er í
fæðu rjúpunnar. Þá eru fætur og
tær rjúpunnar „loðnir", en fiðrið á
fótunum er til þess að varna hita-
tapi, en auk þess auðveldar þessi
fótabúnaður fuglinum gang í snjó.
Loks má geta þess að andlitsfall
rjúpna er talsvert breytilegt. Eru
karrarnir með svartan borða frá
nefi og aftur um augun, en einung-
is sumir kvenfuglar eru með slík-
an taum. Er slik gríma algengari
hjá ungum kvenfuglum en göml-
um. Þá á rjúpan það sammerkt
með mörgum öðrum hænsnfuglum
að hún er með nakta kamba, en
kambarnir, sem eru yfir augunum
eru einkum áberandi hjá körrun-
um á vorin, þegar þeir stíga í
vænginn við kvenfugla. Þenja þeir
þá kambana, sem eru mjög æða-
ríkir, út með blóðþrýstingi og
standa þeir oft upp yfir hvirfilinn,
svo að það virðist lýsa af þeim,
kvenþjóðinni til mikillar ánægju.
Lífréttur fálkans
Eins og áður gat, er rjúpan fálk-
anum mikilvæg hér á landi sem
annarstaðar og segja má að hún sé
lífréttur hans. Fer fjöldi fálka og
viðkoma mjög eftir stofnstærð
rjúpunnar, en ekki er talið að fálk-
ar hafi nein veruleg áhrif á stærð
rjúpnastofnsins, undir öllum
venjulegum kringumstæðum.
Drepa fálkar einkum karra á vor-
in og ungar rjúpur á haustin, en
þessir hópar skipta einmitt
minnstu um heildarviðgang
stofnsins. Rjúpnakarrar verða
einkum fyrir barðinu á fálkanum
á tímabilinu mars til júní, en þá
skera þeir sig talsvert úr landslag-
inu, en ungamorðin standa yfir-
leitt frá júlílokum og fram eftir
vetri. Þegar vetur ríkir og snjór er
yfir kjörlendi rjúpunnar fellur
hún mjög vel inn í landslagið og á
þá fálkinn erfitt með að finna
rjúpuna. Sama vandamál er vel-
þekkt meðal veiðimanna.
Af öðrum þeim fuglum sem
rjúpur veiða má nefna hrafninn,
en í þeirra hlut falla einkum veik-
ir fuglar og lasburða og svo hræ,
en á vorin er hrafninn skæður
eggjaþjófur. Ekki er talið að
hrafnar hafi nein teljandi áhrif á
stofninn.
Þá má nefna að refur veiðir
rjúpu, en hann drepur rjúpur allt
árið. Á vorin drepur refurinn oft
kvenfugla á hreiðrum og étur þá
einnig egg og unga. Undir vissum
kringumstæðum gæti refurinn
haft áhrif á stofninn, en þá þyrfti
rjúpnastofninn að vera í miklu
lágmarki.
Skæðasti óvinur rjúpunnar er
þó maðurinn, en hann veldur
miklum afföllum meðal hennar.
Um tíma var mikið flutt út af
rjúpum, en mest kvað að útflutn-
ingi árið 1927, en þá voru fluttir út
um 250 þúsund fuglar, en næstu
þrjú árin á undan var útflutning-
urinn litlu minni. Á fyrri hluta
þessarar aldar stunduðu allnokkr-
ir rjúpnaveiðar eins og hreina at-
vinnu, en nú eru rjúpnaveiðar í
flestra augum skemmtileg íþrótt
og heilsubót.
Kvenfuglinn lauslátur
Það var áður nefnt að rjúpna-
karrar yrðu mjög fyrir barðinu á
fálkanum á vorin, en það stafar af
því að karrinn helst hvítur langt
fram eftir vori og er því mjög
áberandi í landinu. Dreifa karr-
arnir sér um varplöndin og verja
umráðasvæði sín af hörku fyrir
ágangi annarra rjúpnakarra.
Virðist því hvíti liturinn einkum
vera ætlaður til auglýsingar, til að
gera fuglinn áberandi, þannig að
engum öðrum körrum dyljist að
viðkomandi svæði sé frátekið.
Vegna hins áberandi litar er karr-
inn fálkanum auðveld bráð og eru
þess dæmi að allt að þriðjungur
karra á ákveðnu svæði sé drepinn
af fálkum. Þrátt fyrir þetta álag
er ekki talið að mikil afföll
rjúpnakarranna hafi áhrif á
stofnstærð rjúpna.
Þó rjúpnakarrarnir sperri sig
hver framan í annan um varptím-
ann og séu staðbundnir hver á
sínu yfirráðasvæði, þá verður hið
sama ekki sagt um kvenfuglana.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
21
Þórtmörk í maimánuði
síðasta stofnhrun rjúpunnar hófst
með miklum ungadauða af völdum
veðurs í júlímánuði árið 1966.
Mikilvirk jurtaæta
Það er talið vafalaust að
rjúpnastofninn getur takmarkast
af fæðuskorti vegna eigin ofbeitar
þegar stofninn er í hámarki, en
hins vegar er ekki vitað hve lengi
gróðurinn er að ná sér eftir slíka
ásókn. Ekki er heldur vitað hvort
áhrifa ofbeitar gætir lengi á
gróðri eftir rjúpnahámörk.
Hugsanlegt er talið að rándýr
hafi veruleg áhrif á viðgang
stofnsins, en aðeins þegar hann er
í lágmarki. Einnig er hugsanlegt
að veiðar hafi sömu áhrif undir
sömu kringumstæðum, það er ef
veiðiálag er mjög mikið og stofn-
inn óvenjulítill.
Þó það kunni að koma mörgum
á óvart, er rjúpan mikilvirk jurta-
æta, einkum í hámarksárum og
valda stofnsveiflur rjúpunnar því
að gróðurinn fær hvíld með
nokkru millibili og getur náð sér
aftur eftir ofbeitina I hámörkum
stofnsins.
Hins vegar getur Arnþór Garð-
arsson þess, að stofnsveiflur rjúp-
unnar séu á meðal flóknustu og
forvitnilegustu fyrirbæra náttúr-
unnar og eigi menn langt í land
með að skilja þær til nokkurrar
hlítar. Varla sé við því að búast að
skilningur á sveiflunum aukist
verulega, nema þær séu kannaðar
um langan tíma og í samhengi við
marga aðra þætti vistkerfisins
ásamt umfangsmikilli tilrauna-
starfsemi.
Heppilegra að byrja
veiðar fyrr
Veiðitíminn á rjúpum hefst
Kvenfugl á hreiðri upp við Skjaldbreið. Myndin er tekin í júnímónuði.
Ljósmynd/ Grétar Eiríksson
Kvenfuglinn er að verulegu leyti
óháður landamerkjum karranna
og hjá þeim á mikið lauslæti sér
stað. Þegar einn karri fellur í val-
inn fyrir fálka eða af öðrum
orsökum, er hans landsvæði sam-
stundis yfirtekið af nágranna-
karranum, sem um leið tekur sam-
an við ekkju hins látna. Eftir því
sem á vorið líður eykst fjölkvæni
karranna og fleiri karrar láta líf-
ið, en þetta lauslæti rjúpnanna
leiðir til þess að nánast allir
kvenfuglarnir verpa eggjum og
kom upp ungum að einhverju
leyti.
Á vorin eru það karrarnir sem
byrja á því að helga sér svæði, en
um hálfum mánuði síðar mæta
kvenfuglarnir til leiks. Varp fugl-
anna hefst í maílok og þegar kom-
ið er fram í fyrstu viku júnímán-
aðar er talið að flestir fuglarnir
séu fullorpnir. Eru egg rjúpunnar
10—11 að meðaltali, en eggin geta
verið allt frá 8 og upp í 16 í
hreiðri. Það tekur rjúpuna um
þrjár vikur að unga út, en ungarn-
ir skríða úr eggjunum síðla í júni-
mánuði. Það tekur ungana um það
bil tíu vikur að ná fullum vexti, en
fullri þyngd hafa ungarnir náð f
byrjun september. Hins vegar tek-
ur það ungana ekki nema tfu daga
að verða fleygir, en það skapast af
því að vegna hins öra vaxtar þurfa
ungarnir að ná mikilli yfirferð
vegna fæðuöflunar. Lifa ungarnir
einkum á skordýrum og kornsúru-
laukum í upphafi, en sú fæða er
mjög næringarrík. Smám saman
safnast ungfuglinn á staði þar
sem gnótt er fæðu, en rjúpnakarr-
arnir blandast hins vegar ekki
hópnum, heldur halda sig stakir
eða fáeinir saman, en þegar ung-
arnir eru komnir úr eggjunum
hætta karrarnir innbyrðis stríði
sínu.
Tíu ára stofnsveifla
Það hefur löngum verið ein-
kennandi fyrir rjúpnastofninn að
fjöldi fuglanna hefur sveiflast til,
en slfkar sveiflur eru og einkenn-
andi fyrir ýmsar aðrar tegundir
jurtaæta. Nefna má að hérastofn-
ar hafa tíu ára sveiflu, ýmsir
rjúpnastofnar hafa sveiflu á bil-
inu þrjú til tíu ár, stofnar stúf-
músa og læmingja sveiflast á
þriggja til fjögurra ára fresti.
Hafa þessar sveiflur mikil áhrif á
stofna þeirra rándýra og ránfugla
sem á þeim lifa og einnig hefur
verið hægt að sýna fram á sam-
svarandi breytingar á þeim gróðri
sem jurtaæturnar hafa viðurværi
sitt af.
íslenski rjúpnastofninn hefur
yfirleitt verið með tíu ára stofn-
sveiflu, hann hefur náð hámarki,
hrunið og náð öðru hámarki á tíu
ára tímabili. Tvær undantekn-
ingar hafa þó verið á þessum
sveiflum stofnsins. Sú fyrri var á
árunum 1900—1920, en þá var
rjúpnastofninn í langvarandi há-
marki, en frá árinu 1968 hefur
stofninn haldist stöðugur og til-
tölulega lítill, eða allt þangað til
1982, þegar veruleg fjölgun mæld-
ist um land allt, eða um 50%. Hins
vegar virðist hafa komið aftur-
kippur í fjölgunina í ár hvað Vest-
urland og Suðurland varðar, en
áframhaldandi fjölgun hefur átt
sér stað á Norðausturlandi, en það
sýna talningar sem gerðar hafa
verið á vissum svæðum þar.
Nokkrar kenningar eru uppi um
það, hvað veldur sveiflum í
rjúpnastofnum og öðrum dýra- og
fuglastofnum. Má þar fyrst nefna
að árferði er talið hafa áhrif á
stofnstærðina, í öðru lagi er litið
til fæðukeðja í vistkerfinu, þ.e.a.s.
samspils gróðurs, jurtaætu og
rándýrs. Loks er bent á að sýnt
hefur verið fram á reglubundnar
breytingar á erfðaeiginleikum og
atferli með breyttum þéttleika
stofna. Arnþór Garðarsson líf-
fræðingur telur í ritgerð sinni, að
allar eigi þessar kenningar nokk-
urn rétt á sér.
Varðandi íslenska rjúpnastofn-
inn er talið ljóst að tíðarfar al-
mennt hefur veruleg áhrif á við-
gang stofnsins. Bendir hið lang-
varandi hámark í stofninum á
árabilinu 1900—1920 til þess, en
þá voru einnig stofnar æðarfugls,
svo og anda og silungs í Mývatni í
hámarki. Þá ber þess að geta að
samkvæmt núgildandi Iögum
þann 15. október, en áður fyrr var
veiðitíminn mun lengri en nú er,
en rjúpur eru nú veiddar til 22.
desember.
Ekki er talið að veiðar á haustin
hafi alla jafna áhrif á stærð
stofnsins næsta vor, vegna þess að
aukning dauðsfalla af einni orsök
leiðir til minnkandi dauðsfalla af
annarri orsök. Virðast heildar-
dauðsföllin ákvarðast af öðrum
þáttum en einstökum dauðsföll-
um. Talið er að mun heppilegra sé
að byrja rjúpnaveiðar fyrr en nú
er gert, en það er vegna mikillar
veltu i rjúpnastofninum og mikilla
og hraðra affalla unga á haustin.
Með því myndi rjúpnastofninn
nýtast mun betur en nú er, án þess
að áhrif veiða ykjust.
Fyrir nokkrum árum komu
fram tillögur um breytingu á
veiðitíma, sem miðuðu að því að
færa upphaf veiðanna lengra fram
á veturinn. Telja sérfræðingar
fulla ástæðu til þess að vara við
slíkum hugmyndum, þar sem slíkt
myndi leiða til minnkandi nýt-
ingar á stofninum og hugsanlega
auka áhrif veiða á hann.
Við fyrstu sýn geta veiðarnar
virst ráðandi þáttur í afföllum
rjúpunnar og hafa menn gert sér
hugmyndir um að með friðun væri
hægt að rétta stofninn við úr
þeirri lægð sem hann hefur verið í.
Hægt er að meta viðkomu og afföll
rjúpna og byggjat þær aðferðir á
því að meta þéttleika, viðkomu og
dauðsföll á vissum athugunar-
svæðum yfir sumartímann. Þá er
einnig litið til aldurshlutfalls í
afla veiðimanna á haustin og
fjölda og aldursskiptingar á at-
hugunarsvæðunum á vorin. Sýna
þær athuganir sem gerðar hafa
verið, að árleg dánartala fullorð-
inna rjúpna er um 50% að jafnaði,
en fer upp í 70% í fækkunarárum.
Hvað ungfuglana varðar er fækk-
unin á fyrsta ári um 80% í fjölg-
unarárum, en fer upp í 95% í
fækkunarárum. Heildarafföll
rjúpnastofnsins á tímabilinu 1.
ágúst til 1. maí eru um 62% í þeim
árum sem fjölgun er mest. Hins
vegar eru afföllin um 76% þegar -
stofninn er stöðugur á milli ára,
eins og frá árinu 1968, en afföllin
ná um 88% þegar fækkun verður
um 50% á milli ára, eins og átt
hefur sér stað þegar hrun hefur
orðið í rjúpnastofninum. Á veiði-
tíma virðast afföllin vera um 20%
af öllum vetrarafföllum og er talið
óvarlegt að áætla hlutdeild veið-
innar meiri en 10—15% af árlegri
dánartölu rjúpnanna. Af því má
sjá að veiði hefur tiltölulega lítil
áhrif á rjúpnastofninn.
í hraunum og háfjalla-
urðum á haustin
Rjúpan lifir í hópum frá því í
júlímánuði og fram til mánaða-
móta apríl og maí, og eru fyrstu
hópar rjúpnanna á sumrin sam-
ansettir af ungum og kvenfuglum.
Gegna kvenfuglarnir því hlutverki
að vernda ungana fyrir veðrum og
óvinum, eða þar til ungarnir verða
óháðir mæðrunum, en þá eru þeir
um mánaðar gamlir. Fara þá að
myndast ört stækkandi hópar
rjúpna.
Síðla í ágústmánuði fara fyrstu
rjúpurnar til fjalla, en þar er um
fullorðna fugla að ræða. Safnast
þeir í urðir og snjódældir og halda
sig oft við efstu fjallseggjar. í
septembermánuði fylgja síðan
fyrstu ungarnir í kjölfarið og um
mánaðamótin september-október
eru flestar rjúpur komnar til
fjalls. Áður en snjór er orðinn
stöðugur, eru fuglarnir í háfjalla-
urðum og hraunum á daginn, en
eiga náttstað í mólendi og fljúga
þær oft langar leiðir í ljósaskipt-
unum til og frá náttstað. Á daginn
eru þær oft svo umsetnar fálkum
að þær mega sig lítið hræra og
geta því lítið nærst. En þegar
rökkva tekur, vænkast hagur rjúp-
unnar og geta þær þá nýtt sér
beitilöndin svo til ótruflaðar af
loftárásum fálkanna. Einnig auð-
veldar það rjúpunni fæðuöflun
þegar jörð er hvít og sama má
segja um þoku.
Kjörlendi rjúpunnar á haustin
eru snjóþungar og raklendar heið-
ar, oft 300—500 metra yfir sjávar-
máli, þar sem mikið vex af korn-
súru og smjörlaufi.
Gamlir fuglar ríkjandi
Þegar snjór liggur yfir rjúpna-
svæðunum, fækkar ferðum rjúp-
unnar til og frá náttbólum. Þær
setjast smám saman að í snjó-
dældum og grasvíðimóum og á
öðrum þeim stöðum þar sem gnótt
er fæðu. Yfirleitt verða þessir
staðir undirlagðir af snjó um
miðjan veturinn og flytja þá rjúp-
urnar sig niður á láglendið á ný og
hasla sér völl í kjarrlendi og í
snjóléttum hlíðum og móum.
Á vetrarferðum rjúpunnar fara
gamlir fuglar jafnan fyrstir, en
síðan koma ungfuglarnir í kjölfar-
ið. Eru gömlu rjúpurnar dreifðari
en ungfuglinn og í smærri hópum
og veldur ferðahraði gömlu fugl-
anna því að þeir ná alla jafna í
betri beit en þeir ungu og því eru
lífslikur þeirra meiri, og einnig
eru eldri rjúpur yfirleitt í smærri
hópum en ungfuglinn og því er
minna um afföll í þeirra hópi af
völdum manna og rándýra. Þá eru
innan vetrarhópa rjúpnanna virð-
ingarstigar og líklegt talið að þar
séu gamlir fuglar ríkjandi og því
virðist ýmislegt hjálpast að við
það að draga úr afföllum gamalla
rjúpna á kostnað ungfuglsins.