Morgunblaðið - 09.10.1983, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
Hláturinn
lengir
lífið
Kvikmynd gerð af Peter Bogdano-
vich, með Audrey Hepburn, Ben
Gazzara og Dorothy Stratten, sem
var myrt mánuöi eftir aö tökum
lauk.
Glaðlynda leik-
konan Dorothy
Stratten, sem var
myrt.
Leikstjórinn Pet-
er Bogdanovich.
Peter
Bogdanovich
Peter Bogdanovich; Undra-
barn í heimi kvikmyndanna.
Dorothy Stratten; Tvítug fyrir-
sæta. Playboy-kanína. Bogdano-
vich og Stratten; Elskendur og
vinir. 14 ágúst 1980; Stratten
myrt.
Peter Bogdanovich hefur svo
sannarlega fengið sinn skammt
af bæði sorg og gleði. Ferill hans
hófst árið 1955, þegar hann lék í
„American Shakespeare Festi-
val“. Aðeins nítján ára gamall
leikstýrði hann verki Cliffords
Odet, „Stóra hnífnum".
Árið sem Dorothy fæddist reit
hann greinar um kvikmyndir og
sögu kvikmyndanna í tímaritið
Esquire. Fjórum árum síðar tók
kvikmyndaframleiðandinn Rog-
er Corman að gefa skrifum Pet-
ers gaum, og réði hann til að
endurskrifa handritið að „Villtu
englunum" sem Roger fram-
leiddi. Peter starfaði einnig sem
aðstoðarleikstjóri, en það var
hans fyrsta reynsla af kvik-
myndum.
En frægðarferiil hans á þeim
vettvangi hófst árið 1971, er Pet-
er gerði myndina The Last Pict-
ure Show. Myndin var útnefnd til
átta Óskarsverðlauna, en vann
aðeins tvenn; leikararnir Cloris
Leachman og Ben Johnson.
Árið 1972 gerði hann What’s
Up, Doc? með Barbara Streisand
og Ryan O’Neal í aðalhlutverk-
unum. Vinsælasta mynd ársins.
Ári síðar kvikmyndaði hann
Pappírstunglið og fékk Peter litlu
dóttur Ryans Ó’Neal, Tatum, til
að leika með föður sínum. Tatum
var þá tíu ára og hlaut Óskars-
verðlaun fyrir leik sinn.
Með þessar vinsælu kvik-
myndir að baki gat Bogdanovich
gert það sem hugur hans girnt-
ist. En bestu árin voru raunar þá
að baki, því næstu þrjár myndir
hans voru dýrar í framleiðslu og
kolféllu á markaðinum. Þær
voru Daisy Milier, At Long Last
Love, (með Burt Reynolds) og
Nickeloden með Burt Reynolds
og Ryan og Tatum O’Neal.
Peningamennirnir að baki
myndanna höfðu ekki eins mikla
trú á Bogdanovich eftir að þess-
ar áðurnefndu myndir féllu. Pet-
er dró sig út úr skarkala heims-
ins, sleikti sárin og gerði mynd-
ina Saint Jack í Kina. Þegar
myndin var frumsýnd árið 1979,
hlaut hún mjög góða dóma gagn-
rýnenda, og Bogdanovich var
aftur á réttri braut, þó svo Saint
Jack hlyti sama sem enga að-
sókn. Hann var ánægður með líf-
ið, því nú gat hann starfað sem
sjálfstæður kvikmyndagerðar-
maður. Auk þess hafði hann
fundið stóru ástina í lífinu.
Bogdanovich og
Dorothy Stratten
Vorið 1980 hafði Bogdanovich
lokið við handritið að They All
Laughed, sem var hans næsta
verkefni. Rétt áður en kvik-
myndatakan hófst, hitti hann
unga ljóshærða konu í sam-
kvæmi. Nafn hennar reyndist
vera Dorothy Stratten og hún
var frægust fyrir að láta taka
nektarmyndir af sér fyrir Play-
boy-tímaritið. Það er skemmst
frá því að segja að Peter féll
fyrir henni. Hann breytti hand-
ritinu svo að hún fengið hlutverk
í myndinni:
Hlutverkin í myndinni eru
mörg, en þau helstu eru í hönd-
um Ben Gazzara, Audrey Hep-
burn, John Ritter, Patti Hansen,
Sean Ferrer (sonur Audrey) og
Dorothy Stratten.
Kvikmyndatakan fór fram allt
sumarið 1980, og gekk mjög vel
því samstarfshópurinn var sam-
rýndur. Tökum lauk um miðjan
júlí, og átti Dorothy þá eftir að
lifa einn mánuð.
Dorothy fæddist í Vancouver
árið 1960. Eins og títt er um
unglinga vann hún ýmis störf,
var t.d. hárgreiðsludama, hótel-
þjónn og einkaritari.
Snemma kynntist hún manni
að nafni Paul Snider, sem gerð-
ist umboðsmaður hennar og síð-
ar giftust þau. Paul kynnti hana
fyrir mönnum í Playboy. Þeir
tóku nektarmyndir af henni og
árið 1980 var hún kanína ársins.
Myndirnar vpktu víða athygli og
henni bárust tilboð um fyrir-
sætustörf hvaðanæva úr heimin-
um. Aldrei áður hafði Playboy-
kanínu vegnað svo vel.
En hjónaband hennar og Paul
Sniders gekk skrykkjótt og end-
aði með skilnaði. Dorothy kynnt-
ist Peter Bogdanovich um þær
mundir og þau afréðu að ganga í
það heilaga um leið og Dorothy
losnaði frá Paul. En Paul var
einhvern veginn ekki ánæður
með lífið og tilveruna. Þann 14.
ágúst 1980 skaut hann Dorothy í
höfuðið og sjálfan sig á eftir.
Þegar klippingu myndarinnar
lauk í október 1980, komu leikar-
ar myndarinnar að máli við Pet-
er og lögðu til að myndin yrði
tileinkuð minningu Dorothy
Stratten.
Audrey Hepburn
— síung stjarna
Nafn hennar hefur verið í
sviðsljósinu meira eða minna frá
árinu 1951. Hún hefur alla tíð
verið sérstök, eins og Greta
Garbo var. Hún hefur notið
meiri virðingar meðal gagnrýn-
enda og hins almenna bíógests
en gengur og gerist meðal fólks í
sviðsljósinu.
Nýleg könnun, gerð af Amer-
ísku kvikmyndastofnuninni,
leiddi í ljós að Audrey Hepburn
er: a) önnur vinsælasta leikkon-
an sem kom fram á sjötta ára-
tugnum, á eftir Marilyn Monore,
b) næst virtasta leikkonan undir
sjötugu, á eftir Jane Fonda
(sjötta frá upphafi kvikmynd-
anna, á eftir Katherine Hep-
burn, Bette Davis, Gretu Garbo,
Jane Fonda og Marilyn Diet-
rich), og c) að fleiri bíógestir
vildu frekar sjá mynd með Aud-
rey Hepburn en nokkurri ann-
arri leikkonu undir sjötugsaldri.
Audrey Hepburn fæddist í
Brussel fyrir rúmum fimmtíu
árum og ólst upp bæði í Hollandi
og Englandi, en þar nam hún
danslistina. Sem hún hugðist
leggja fyrir sig. Árið 1951 fékk
hún aðalhlutverkið í leikritinu
Gigi, sem var sett á svið á Broad-
way.
Leikstjórinn frægi, William
Wyler, sá af tilviljun nokkrar
prufutökur af Audrey og fékk
hana til að leika prinsessuna í
myndinni Roman Holyday. Mót-
leikari Audrey var Gregory
Peck. Audrey hlaut óskarsverð-
laun fyrir leik sinn í þeirri
kvikmynd. Og frægðin blasti við
henni.
Þegar Audrey lék í Onedine á
leiksviði, kynntist hún manns-
efni sínu, leikaranum Mel Fer-
rer,. Þau eignuðust soninn Sean,
sem leikur einnig í They All
Laughed.
Roman Holiday var upphafið
að löngum og glæstum kvik-
myndaferli Audrey Hepburn. í
mynd númer tvö sem hét Sab-
rina, lék hún á móti Humphrey
Bogart og William Holden. Aud-
rey var aftur útnefnd til óskars-
verðlauna. Meðal annarra kvik-
mynd sem hún lék í á sjötta ára-
tugnum eru: War and Peace
(gerð af King Vidon), Funny
Face (með Fred Astaire), Loven
in the Afternoon (með Garry
Cooper) og í mynd Fred Zinne-
manns, Saga nunnunnar, en
fyrir leik sinn i þeirri mynd
hlaut Audrey einstaklega góða
dóma.
Hún hélt sigurgöngu sinni
áfram á sjöunda áratugnum, en
hæst ber leik hennar í söngleikn-
um fræga May Fair Lady, sem
George Cukor kvikmyndaði eftir
þekktu leikriti George Bernard
Shaw, Pygmalion. Árið 1967 lék
Audrey í myndinni Wait Until
Dark.og var hún enn einu sinni
útnefnd til Óskarsverðlauna, en
hlaut ekki verðlaunin. Myndin er
af mörgum talin meistaraverk,
en besta spennu- og hryllings-
mynd sem gerð hefur verið.
Audrey skildi við mann sinn
Mel árið 1968 og hvíldi hún sig í
nokkur ár frá amstri kvikmynd-
anna, til að ala upp syni sína tvo.
Átta árum síðar, eða árið 1975,
birtist hún næst í myndinni
Robin and Marian. Mótleikari
hennar var Sean Connery.
Tveimur árum síðar lék hún í
algerlega misheppnaðri mynd,
Bloodline. Aftur liðu tvö ár þar
til hún rakst á handrit henni
samboðið og hét það „The All
Laughed", samið af Peter Bogd-
anovich.
Audrey Hepburn er mjög eft-
irsótt leikkona og fær fjölda til-
boða árlega, en hún er mjög
vandlát og tekur ekki hverju sem
er. Hún segist hafa ákveðið að
leika í mynd Peter Bogdanovich
Audrey Hepburn
Ástarparið Dorothy Stratten og John Ritter í „They All
Laughed” sem Bíóhöllin sýnir á næstunni.
Juom
.UJll
QlSAi