Morgunblaðið - 09.10.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
MICH E L
PLATINI
Öllum leikmönnum
Juventus kemur vel saman
Knattspyrnufélagiö Juventus hefur án efa þrjá af bestu knattspyrnu-
mönnum heimsins innan raða sinna, og jafnframt þá er vekja hvað mesta
athygli: Fransmanninn Michel Paltini, Pólverjann Zbigniw Boniek og ítal-
ann Paolo Rossi. Ef einhver hefði spurt Paltini í apríl 1982 hvaða liði hann
langði mest til að spila með er samningur hans rynni út hjá franska liðinu
AS Saint Etienne hefði hann án efa sagt Juventus. Hefði hann hins vegar
verið spurður hvaða liði hann byggist við að leika með hefði svarið verið allt
annað. Allavega hafði hann ekkert heyrt frá „gömlu konunni" (gælunafn
Juventus) þá og „hún“ ekkert hugsað um að hafa samband við hann.
meðan Platini
stóð í samninga-
viðræðum við
Paris St. Ger-
man ásamt Ars-
enal fór ritstjóri
franska íþrótta-
blaðsins L’Equ-
ipe í sína árlegu
ferð til Torino, þar sem hann
heimsótti Fiat-verksmiðjurnar til
að kynna sér og reynsluaka nokkr-
um nýjum bílum til að geta
skrifað grein um það og
birt í blaði sínu. Það
var óumflýj anlegt að rit-
stjórinn snæddi hádegisverð
með forstjórum verksmiðjanna:
Gianni og Umberto Agnelli. Þeir
félagar hafa allt frá barnæsku
haft fótboitann sem aðaláhugamál
og nú á seinni árum hafa þeir
passað upp á að Juventus, þeirra
stolt, skorti ekki peninga, burtséð
frá því hvort greiðsluhalli hefur
verið hjá liðinu eða ekki.
Hádegisverður þessi fór fram
rétt eins og aðrir hádegisverðir,
menn snæddu, skröfuðu og rit-
stjórinn punktaði hjá sér helstu
atriði varðandi Fiat-bílana nýju,
lagði bók sína frá sér og gleymdi
öllu bílatali í bili. Það var svo ekki
fyrr en hann var sestur við ritvél
sína á skrifstofu blaðsins í Frakk-
landi og ætlaði að skrifa um bíl-
ana að hann sá að glósurnar voru
af skornum skammti. Hann varð
því að hringja í vin sinn og for-
stjóra Fiat, Gianni Agnelli, til að
fá frekari upplýsingar. Þær voru
auðfengnar og er samtali þeirra
var um það bil að ljúka spurði
Agnelli, meira af forvitni: „Segðu
mér, hvar ætlar Platini að spila
næsta keppnistímabil?"
„Já, ég held að það sé ekki fast-
ákveðið ennþá,“ svaraði ritstjór-
inn.
„Hann er sem sagt enn laus og
liðugur," sagði Agnelli. „Heldurðu
að þú gefir mér ekki símanúmer
hans.“
Þetta samtal átti sér stað í byrj-
un apríl, en hvenær Juventus tal-
aði við Platini er ekki vitað með
vissu, en allavega var það innan
fárra daga.
Fyrst er Platini og liðið ræddust
við bar mikið á milli. Hinn 29. apr-
íl voru forráðamenn Arsenal
komnir til Saint Etienne, þar sem
þingað var um kaupin á Platini —
deginum áður en frestur Juventus
rann út til að tilkynna hann sem
löglegan leikmann í fyrsta leik
næsta tímabils. Platini passaði vel
upp á það að láta Juventus vita að
hann stæði í samningaviðræðum
við Arsenal og einmitt það er talið
hafa orsakað að Juventus gekk að
kröfum hans. Deginum eftir við-
ræðurnar við Arsenal flaug Plat-
ini til Torino og skrifaði undir
samning hjá ítalska liðinu. Samn-
ingurinn gildir í tvö ár, en liðið
hefur rétt til að framlengja hann í
eitt ár til viðbótar ef það hefur
áhuga.
Michel Platini þénaði vel á þess-
um félagaskiptum. Þegar hann
gerði þriggja ára samning við Sa-
int Etienne árið 1979 krafðist
hann þess að hann yrði laus allra
mála frá og með 1. júlí 1982 gegn
því að borga liðinu fjórar og hálfa
milijón krónur. Platini lét sitt
nýja félag greiða þessa peninga og
fyrir Juventus var það ekkert
vandamál — og þó. Þegar Platini
gekk til samninga við Juventus
krafðist hann þrjátíu og níu millj-
óna króna auk þess sem hann væri
alveg laus þegar samningi hans
lyki. Juventus gekk að þessu nema
hvað það neitaði að greiða Saint
Etienne til að fá leikmanninn
lausan. Ef Platini ætlaði sér að
spila með Juventus varð hann því
að borga þessa peninga úr eigin
vasa. Hann var hins vegar ekki
alls kostar ánægður með það og
með miklum klókindum tókst hon-
um að lokum að koma því til leiðar
að Juventus borgaði þessa pen-
inga. Það hafði sitt að segja að er
Platini kom til Juventus til að
ganga frá samningum voru aðeins
örfáir tímar þangað til fresturinn
rynni út til að tilkynna hann sem
leikmann.
Allar greiðslur til Platini fara
fram í dollurum og hefur það mik-
ið að segja fyrir hann eins og gef-
ur að skilja þar sem líran er allt
annað en stöðugur gjaldmiðill.
Það hefur líklega gengið á ýmsu í
þessum samningum og jafngott að
Platini hafi haft gott vit á pening-
um, því eitt er víst að forráða-
menn stórliða eins og Juventus
hafa það. En hvað segir Platini
sjálfur:
— Voru það einungis pen-
ingarnir sem réðu því að þú valdir
Juventus fram yfir Arsenal og
önnur stórlið?
Michel Platini: „Nei, öll félögin
sem sýndu mér áhuga gerðu mér
keppnistilboð. Burtséð frá því
hvaða liði ég hefði spilað með,
hefði ég þénað jafn mikla peninga
og hjá Juventus. Ég hafði úr nægu
að velja og Juventus bauð upp á
mestu möguleikana hvort heldur
var innan vallar eða utan, þar
sýndist mér ég geta lifað einna
flestar ánægjustundirnar."
— Af hverju endilega Juvent-
us?
Michel Platini: „Juventus er
íþróttalega séð gífurlegt stórveldi
sem eins og ég áður sagði býður
upp á mikla möguleika. Það hafði
líka sitt að segja að ég er af ít-
ölsku bergi brotinn og mér hefur
alltaf líkað vel við Ítalíu og á
marga vini og ættingja í Mílanó."
— Sagt var að Pierre Garonn-
aire, framkvæmdastjóri Saint Eti-
enne, hafi verið tilbúinn að borga
þér sömu upphæð og þú hefðir
fengið hjá öðrum liðum. Varst þú
kannski óánægður með veru þína
hjá liðinu eða þá möguleika sem
liðið hafði upp á að bjóða?
Michel Platini: „Það er af og frá
að ég hafi yfirgefið Saint Etienne
með gleði. Ég taldi mig bara ekki
geta sýnt meira hjá liðinu. í þau
þrjú ár sem ég spilaði með liðinu
unnum við meistarakeppnina einu
sinni, urðum einu sinni í öðru
sæti, lentum tvisvar í úrslitum í
bikarkeppninni án þess að vinna
og lentum síðan tvisvar sinnum
ofarlega í Evrópu-keppninni."
— Nú hefur þú lýst sjálfum þér
sem manni er ávallt sé tilbúinn til
að takast á við ný og erfið verk-