Morgunblaðið - 15.10.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 15.10.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 25 SÝNING Á íslandskortum frá fyrri tímum opnar í dag klukkan tvö í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Alls verða 95 kort á sýningunni, í eigu Þjóðminjasafnsins, Seðlabanka íslands, Háskóla íslands og Þjóðverjans Oswalds Dreyer Eimbcke, ræðismanns íslands í Hamborg. Eimbcke á eitt fullkomnasta safn íslandskorta sem vitað er um og eru um 40 kort hans á sýningunni í Þjóðminjasafninu. Það er þó aðeins brot af heildarsafni hans. 1558 er til sýnis nú í Þjóðminjasafn- inu. Mörg fleiri kort mætti nefna, en ég held ég láti þetta duga,“ sagði Eimbcke að síðustu. Sýningin í Þjóðminjasafninu stendur til 27. nóvember og er opin á venjulegum safntíma, þ.e.a.s. á þriðjudögum, fimmtudögum, laug- ardögum og sunnudögum frá kl. 13.30 til 16. Það er lokað mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Hafnarfjörður: Sýning á málverkagjöf Sýning á málverkagjöf hjónanna Ingibjargar Sig- urjónsdóttur og Sverris Magnússonar, lyfsala, verður opnuð í Háholti í Hafnarfirði í dag. Á 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar færðu hjón- in Hafnfirðingum að gjöf veglegt málverkasafn og bækur auk fasteignarinnar Strandgötu 34 í Hafn- arfirði. Skal gjöfinni varið til stofnunar og starf- rækslu lista- og menningarmiðstöðvarinnar, er beri heitið Hafnarborg. Bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar hefur nú ákveðið að efna til sýningar á mál- verkagjöf þeirra hjóna í Háholti, Dalshrauni 9, Hafnarfirði. Á sýningunni eru um það bil 130 verk 70 listamanna frá ýmsum tímabilum í íslenskri myndlist. Sýningin verður opin daglega kl. 14—23 til sunnudagsins 23. október. Aðgangur að sýning- unni er ókeypis. Hluti sýningarinnar í Háholti. Sýningarnefnd Haustsýningar FÍM, ásamt gesti sýningarinnar. Talið frá vinstri Valgcrður Bergsdóttir, form. FÍM, Pétur Behrens, Sigrún Eldjárn, Sigurður Þórir, Roj Friberg, Sigurður Örlygsson, Gunnsteinn Gíslason, Sigrún Guð- mundsdóttir og Hringur Jóhannesson. Morgunblaftið/Ól.K.M. ákveðin stefna sé áberandi ríkjandi. Myndlistarmenn í dag eru mjög opnir fyrir nýjum stefnum ..." Sigurður Þórir grípur nú fram í fyrir nafna sín- um. „Hérna fyrir nokkrum árum, var abstrakt-hugtakið allsráðandi hjá flestum myndlistarmönnum og sú stefna var yfirgnæfandi, en þú sérð það nú bara best á þeim verkum sem hérna eru til sýnis, hve mikil fjöl- breytni ríkir í myndlistinni í dag.“ Gestur haustsýningar FÍM, er sænskur listamaður sem heitir Roj Friberg. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við Roj og sagði hann að honum litist vel á sýningu íslensku lista- mannanna á Kjarvalsstöðum. Að- spurður sagði hann að myndir sínar flokkuðust helst undir symbólisma og súrrealisma. Sagðist hann vinna myndir sínar út frá dökkum flötum, en nota síðan sérstakt strokleður og terp- entínu til að fá fram mjúkar línur og hvíta fleti. „Það er mér mikill heiður að vera gestur á svo athyglisverðri sýningu," sagði Roj Friberg að lokum. Gullinbrú, Fjalla- fold og Fjörgyn Á SÍÐASTA borgarstjórnarfundi var prófessor, þar sem hann gerir tillögu um bréfinu er getið nýstárlegra götuheita, s svo sem sjá má af bréfinu, sem hér birt Hið nýja íbúðarhverfi er I landi jarðanna Gufuness og Keldna. í Gufunesi bjó Bjarni Vigfússon Thor- arensen skáld og dómari í landsyfir- rétti, síðar amtmaður, lengst af á árunum 1816—33. í Gufunesi orti Bjarni sum kunnustu kvæði sín. Lagt er til, að mið verði tekið af kveðskap Bjarna, þegar götum í fyrsta íbúðarhverfinu í landi Gufu- ness verða gefin nöfn. Kvæðið Vetur- inn, sem Bjarni orti á Gufunesárum sínum, árið 1823, hefst með ljóðlín- unum: Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu ... Aðalvegurinn upp í Gufunes á að liggja um nýja brú á Grafarvogi, og er lagt til, að brúin og vegurinn verði nefnd Guliinbrú. Þvert á þann veg, norðan íbúðarhverfisins og sunnan t fram bréf frá Þórhalli Vilmundarsyni, götuheiti f hinu nýja Grafarvogshverfi. í a sem Gullinbrú, Funafold, Fjörgyn o.fl., it: kirkjugarðsins nýja, á að koma aðal- braut upp á Vesturlandsveg, og er stungið upp á, að hann heiti Vetr- arbraut, sbr. heiti fyrrnefnds kvæðis. Götunöfn innan hins nýja íbúð- arhverfis, austan Gullinbrúar og sunnan Vetrarbrautar, verði valin með hliðsjón af tveimur öðrum frægum kvæðum Bjarna: Eldgamla ísafold og ísland (Þú nafnkunna landið). Meginvegurinn (safnbraut- in) gegnum hverfið heiti Fjallkonu- vegur, en síðari liðir annarra götu- nafna í hverfinu verði -fold (sbr. Eld- gamla ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð). Fyrri liðir nafnanna verði valdir með hliðsjón af ljóðlín- um Bjarna í Þú nafnkunna landið: Fjör kenni' oss eldurinn, frostift oss [herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná. En þessi hugsun, að umhverfið móti mennina, var mjðg uppi á dög- um Bjarna, og má rekja hana til franskra heimspekinga á 18. öld (Montesquieu). Átta íbúðargötur fái samkvæmt þessu nöfnin Funafold, Logafold, Hverafold, Reykjafold, Fannafold, Frostafold, Jöklafold og Fjallafold. Gatan,sem liggur við viðskipta- og menningarmiðstöð hverfisins, fái nafnið Fjörgyn með hliðsjón af þeirri hugsun í kvæði Bjarna, að baráttan við náttúruöflin auki mönnum fjör. Nafnið Fjörgyn Jörð“ kemur fyrir í kvæði Bjarna, Vetrinum. Það er kvenkynsorð og beygist eins og hið kunna norska borgarnafn Björgvin eða Björgyn (eignarfall Fjögrynjar). Sumir mál- fræðingar hafa talið nafnið sam- stofna no. fjör „líf“, og a.m.k. minnir nafnið Islendinga á líf og fjör. Reykjavík, 10. okt. 1983. Þórhallur Vilmundar- son. VMSÍ er reiðubúið að ganga að samningaborði — Skiptar skoðanir um kjaramálaályktun Vestmannaeyjum, 14. olUéber 1983. Frá blaftamanni Morgunblaftsins, Ómari Valdimarssyni. FIILLTRÚAR Á ellefta þingi Verkamannasabands íslands hafa tekið fálega til- lögu sambandsstjórnarinnar um drög að kjaramálaályktun. Önnur tillaga og mun harðorðari hefur komið fram, og var að heyra á fulltrúum sem tóku til máls við fyrstu umræðu um kjaramálaályktunina, að verulegra breytinga sé að vænta á endanlegri gerð ályktunarinnar. Þingfulltrúar, sem eru um 140 frá 53 aðildarfélögum VMSl, hafa gagn- rýnt efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar harðlega. Sumir hafa einnig beint spjótum sínum að verkalýðs- hreyfingunni sjálfri, fyrir að hafa ekki staðið fastar gegn afnámi vísi- tölubóta á laun og afnámi samnings- réttar. Ekki er þó að heyra að hug- myndir um hefðbundnar og harðar aðgerðir af hálfu hreyfingarinnar eigi mikinn hljómgrunn meðal full- trúa, enda hafa ýmsir verkalýðsfor- ingjanna hér varað við frekari kjaraskerðingu, vaxandi rýrnun kaupmáttar og ótta við atvinnuleysi. I tillögu um kjaramálaályktun, sem lögð var fram 1 morgun af Guð- mundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambandsins og Karli St. Guðnasyni varaformanni, segir meðal annars að enn muni þrengjast fyrir dyrum hjá launafólki á næsta ári. Verkamannasambandið sé nú sem fyrr reiðubúið að leggja sitt af mörkum í baráttu við verðbólguna, „enda hefur það áður bent á að verð- bólguhjöðnun getur verið kjarabót, séu byrðarnar bornar jafnt af öllum ... árangur ríkisstjórnarinnar í lækkun verðbólgu má rekja til launalækkana. Sá árangur stenst ekki nema launakjör verði skert til langframa." Síðan segir að VMSÍ muni ekki una þessari stefnu, þingið telji nauðsynlegt að þegar verði hafnar viðræður við ríkisstjórn og VSÍ um nýjan grundvöll kjaramála í landinu, þar sem lagðar verði fram nýjar kröfur. Helstar þeirra verði að tafarlaust verði felld úr gildi öll ákvæði bráða- birgðalaganna, sem afnemi eða skerði samningsrétt. Fellt verði úr gildi bann við vísitöluhækkun launa, og teknar upp viðræður við VSl um fyrirkomulag „dýrtíðarbóta". Dag- vinnutekjutrygging verði hækkuð með beinum iaunahækkunum, kaup- máttur almennra dagvinnulauna verði aukinn, þannig að dag- vinnulaun nægi til sómasamlegs lífsframfæris, áhersla verði lögð á gerð atvinnugreinasamninga i kom- andi samningum, og endurskoðuð verði ýmis réttindi verkafólks, m.a. viðurkenndur réttur til fjarveru frá vinnu vegna veikinda barna. I lok ályktunartillögu þeirra Guðmundar og Karls Steinars segir að vandi þjóðarinnar verði ekki leystur nema með samningum, og Verkamanna- sambandið sé reiðubúið til slikra samninga. I annarri tillögu, sem lögð hefur verið fyrir þingið af Pétri Tyrfings- syni fulltrúa frá Dagsbrún, er kveðið fastar að orði um flest atriði. Þar er m.a. lagt til að í viðræðum við at- vinnurekendur setji VMSÍ fram tvær lágmarkskröfur: Dagvinnu- tekjutryggingin hækki 1. nóvember í 15 þúsund krónur og allir launa- flokkar Verkamannasambandsins hækki um 15%. Tillagan gerir ráð fyrir að VMSÍ geri samning við VSl til skemmri tíma, eða til 1. mars 1984, enda feli hann í sér framan- greindar hækkanir. Tillögunni lýkur með þessum orðum: „Ellefta þing VMSI beinir því til ríkisstjórnar og atvinnurekenda, að verkafólk í land- inu getur ekki búið við þau launakjör sem því hafa nú verið skömmtuð með gerræðislegum lagasetningum. VMSI mun leita réttar verkafólks og beita til þess þeim ráðum sem duga. Þar eru verkfallsaðgerðir meðtald- ar,“ segir í ályktunartillögunni. Tuttugu manna kjaramálanefnd fær nú tillögurnar til umfjöllunar og gæti hún lokið starfi í kvöld. I fyrra- málið verður svo önnur umræða um kjaramálin. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði í dag, að útilokað væri að hans mati, að tillaga hans og Karls Steinars fengist samþykkt; greinilegt væri að þingfulltrúar vildu hafa hana harðorðari. Góð sætanýting í Útsýnarferðum: Spánarferðir nú allt árið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatil kynning frá Ferðaskrifstofunni Útsýn: „Það sem af er árinu hafa um 10% færri íslendingar ferðast til útlanda en á sama tíma í fyrra. Þótt reynt hafi verið að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi að ferðir til sólarlanda væru ekki lengur í tízku, er reyndin önnur, hér á landi sem annars staðar I norðlægum lönd- um. Um 5.000 farþegar hafa ferðast í leiguflugi Útsýnar til Portúgals, Spánar og Ítalíu í sumar og notið þar sólar og blíðviðris í 1—4 vikur. Var framboðið minnkað nokk- uð í upphafi ársins, t.d. með niðurfellingu ferða til Sikil- eyjar, en sú ákvörðun var tekin til að tryggja betri heildarnýtingu. I flestum ferðanna var sætanýting 100% en að meðaltali allt sumarið 95%, sem telst mjög gott. Á sama tíma hefur Útsýn selt um 10.000 flugfar- seðla milli landa og annast margvíslega fyrirgreiðslu fyrir farþega sína I útvegun gistingar, þílaleigu og skipulagningu ferða. Útsýn hefur nú á að skipa full- komnasta tölvubúnaði sem völ er á, IBM-tölvu með sérhönnuðu bókunarkerfi fyrir sínar eigin ferðir og tölvubókunarkerfin ALEX og CORDA, svo að hægt er að panta flug um allan heim og fá svar á svipstundu, auk margvíslegra annarra upplýsinga, t.d. um hótel og bílaleigur. Er að þessu mikill tíma- og vinnusparnaður, eins og vænta má. Það telst til nýjunga hjá Utsýn i ár, að ferðir til Costa del Sol á Suður-Spáni verða á boðstólum í allan vetur, enda eru vetrarmánuðirnir þar hlýrri en beztu sumar- mánuðir á Islandi og verðlag miklu lægra á veturna en á sumrin. Ferðamannastraumur til Suður-Spánar er mik- ill árið um kring vegna veðursældar, enda er meðaltal sólardaga 320 á ári á Costa del Sol, og æ fleiri dveljast þar að vetrarlagi í skjóli fyrir nöprum vindum norðurs- ins. Tekizt hafa samningar um hagstætt fargjald, og geta farþegar valið um 2—4 vikur eða jafnvel lengur og haft viðdvöl í London í heimleið, ef óskað er. Leiguflugi sumarsins er að ljúka, en eftir er heims- reisa Útsýnar til Austurlanda, þar sem viðkomustaðir eru Bangkok, töfraeyjan Bali og heimsborgin Singapore, sem kölluð er „hlið Asíu“, enda orðin ein blómlegasta miðstöð verzlunar og viðskipta í heiminum. Aðsókn í ferðina var svo mikil, að hún seldist upp á nokkrum dögum i vor, en nú eru 4 sæti laus vegna forfalla. Ferðin cr farin á vegum Útsýnar og Heimsreisuklúbbsins og eru þátttakendur um 130.“ Ný ferðaáætlun Útsýnar um fjölbreyttar vetrarferðir bæði sólarferðir austan og vestan hafs, skíðaferðir, höf- uðborgarferðir, námsferðir og viðskiptaferðir kemur út í næstu viku. (FréUatilkynning frá fllnýn)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.