Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 1
Þágufallssýki 44/45/46 Víkingar í York 48/49 Georg V 52/53 Garðyrkja 56/57 Svipmynd 56/57 Pottarím/Ostur 58 Nils 0:son 60/61 Sunnudagur 23. október Sjúkdómurinn MS 64 William Golding 66 Myndasögur 70 Á förnum vegi 71 Dans/bíó/leikhús 72/75 Velvakandi 76/77 Popp 78/79 Spjallað við ungt handverksfólk í gömlu húsi við Laugaveginn Brakandi leðurlykt leggur fyrir vit þeirra, sem leggja leið sína á efri hæð hússins Laugavegi 21. Og skyldi engan undra, því í þessu gamla húsi eru þrír ungir handverks- menn að leggja síðustu hönd á verkstæði þar sem leður kemur ekki lítið við sögu. Húsið Laugavegur 21 verður hundrað ára á næsta ári en Magnús Pálsson, múrari, hófst handa við byggingu þess árið 1884. Skömmu fyrir aldamót seldi Magnús norskum manni, Ole Halldorsen, húsið og hafði Halldorsen, eða Óli norski eins og hann var almennt kallaöur, þá stækkað það og endurbætt. Óli norski var atkvæðamikill kirkjubyggingamaður og vagnasmiður í Reykjavík um aldamótin og munu afkomendur hans, þar á meðal listmálarinn Þorlákur Halldórsson, hafa komið við sögu hússins á Laugavegi í gegnum tíðina og auðvitað margir fleiri. Sú saga verður ekki rakin hér en nú er húsið í eigu Björgvins Jónssonar, kaupmanns, og hefur Gerður Pálmadóttir, kaupmaður, það á leigu. Gerður er hugmynda- rík kona og hefur gert ýmsar tilraunir með nýtingu hússins. En það er einmitt sífelld endurnýjun, sem heldur lífinu og sálinni í gömlum húsum og ekki er verra þegar endurnýjun- in helst í hendur við gamalt og gott handverk. „Hingað geta allir komið, sem ganga í skóm, stunda hesta- mennsku og spila á gítar," segja þau Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, skósmiður, Arndís Jóhannsdóttir, söðlasmiður, og Snorri Arnarsson, hljóðfærasmiður, og brosa í kamp- inn. Þau hafa líka ástæðu til þess að vera ánægð því þeim hefur tek- ist að koma sér upp einstaklega vistlegri og skemmtilegri vinnu- aðstöðu. Hvert um sig hefur sína vinnustofu, í sameiginlegri stofu gefur að líta afrakstur vinnunnar upp um alla veggi og út um glugg- ana iðandi mannlífið á Laugaveg- inum. Gamlir munir og veglegir kola- ofnar eiga sinn þátt í að skapa andrúmsloft sem á vel við vinnu- brögðin, sem viðhöfð eru innan veggja, því þau eru þau sömu og fyrir tíma fjöldaframleiðslunnar. Það er því ekki fyrir hávaðanum að fara á þessum vinnustað þó að stöku sinnum heyrist lágvært suð í saumavél og Arnviður, lítill son- ur Snorra og Aðalheiðar, suði svolítið í foreldrum sínum svona endrum og eins þegar athygli þeirra beinist um of að öðru en honum. „Erfitt en spennandi að vinna hjá sjálfum sér „Við erum búin að leggja mikla vinnu í þetta en sjáum ekki eftir því. Það er góður og hlýlegur andi í húsinu og þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég þarf ekki að borga með mér í þessu starfi, vinna aukavinnu o.s.frv. Svo hefur hún Gerður verið okkur mjög hjálpleg við allt sem hér hefur þurft að gera,“ segir Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, en hún er önn- ur af tveimur stúlkum á landinu, sem eru útlærðir skósmiðir og sú eina í stéttinni sem leggur ein- göngu stund á nýsmíðar. — Hvað kom til að þú ákvaðst að læra þess iðn? „Ég byrjaði í menntaskóla," seg- ir Aðalheiður, „en fann mig ein- hvern veginn ekki þar. Svo datt ég niður á þetta, ákvað að sjá hvernig mér líkaði og fór í læri. Það varð úr að ég lauk náminu, en það tekur þrjú ár í læri á verkstæði, auk bóklegs náms í Iðnskólanum en það fékk ég mikið til metið úr menntó." — Nú var talað um það fyrir nokkrum árum, að hart væri í ári hjá skósmiðum því fólk væri hætt Handverkshópurinn, lærlingurinn og barnið „í tvíriti" ef svo má að orði komast. F.v. Arndís, Dagmar, Aðalheiður og Snorri með soninn Arnvið á handleggnum. að láta gera við skóna sína. Hefur þetta breyst? „Já, nú er kappnóg að gera hjá skósmiðum," segir Aðalheiður. „Fólk er í auknum mæli farið að láta gera við skóna sína, sérstak- lega ef það á vandaða skó, sem því er annt um. Ég fæst hins vegar ekkert við viðgerðir nema hvað ég lita stundum skó. Mér finnst nýsmíðin miklu skemmtilegri og heid mig við hana. Ég hanna, sníð, sauma og sóla og kaupi ekkert til- búið.“ — Hvaða efnivið notar þú mest? „Aðallega nautshúðir, en annars hef ég verið að gera tilraunir með önnur efni og að blanda þeim sam- an, t.d. leðri og rússkinni. Síðan ég fékk svona góða að- stöðu hef ég eiginlega ekki undan að vinna. Ég er aðallega með barna- og kvenskó þó að ég geri líka karlmannaskó, stígvél og fleira eftir pöntunum. Barna- skórnir eru vinsælastir og þeir eru líka það, sem mér finnst skemmti- legast að búa til. Svo er talsvert um það að fólk komi með upp- áhaldsskóna sína og láti sníða eft- ir þeim. Fólki finnst gaman að taka þátt í vinnunni og þannig vil ég líka gjarnan hafa það,“ segir Aðalheiður og bætir við að því fylgi bæði kostir og gallar að vinna „hjá sjálfri sér“ eins og hún kemst að orði. „Það er erfitt en líka spennandi og skemmtilegt," segir Aðalheiður og snýr sér að því að svo búnu að sníða efni, — SJÁ NÆSTU SÍÐU „Góður andi í panelnum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.