Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 49 Dorothy Glen-Smith sagði að þegar gestir koma í litlu raf- magnsvögnunum niður á mark- aðstorg víkinganna, þá muni ekki aðeins kliðinn á íslenzku bera fyrir eyru gesta heldur mun rétt lykt líka berast þeim í nasir, svo sem lykt af fiski, grænmeti og jafnvel mykju, eins og var í þess- ari fyrstu víkingaborg í Bretlandi. Farið er i gegn um sýninguna sitj- andi í þessum vögnum, sem renna hægt um sýningarsvæðið í jörð- inni, fram hjá bústöðum fólksins, víkingaskipi á ánni, brúðum í gervi iðnaðarmanna við iðju sína og fleiru, sem á að gefa fulla mynd af því hvernig lífið raunverulega var f þessari borg. Undir nútíma- borginni York er semsagt komið í aðra borg frá því þúsund árum fyrr. Og að lokum geta gestir skoðað sýningu á hluta af þeim munum, sem grafnir voru upp. Þó er þar aðeins hægt að sýna hluta af því mikla safni, þvi þarna munu hafa fundizt frá víkingaöld um 15 þúsund smáhlutir, 4 tonn af leir- munum og milljónir dýrabeina. Dagurinn sem gesturinn heim- sækir 1000 ára gömlu víkinga- borgina er fagur haustdagur, og öll lýsing og útbúnaður miðaður við það. upplýsingar um þróunina f Eng- landi á síðari öldum og einnig á dögum Rómverja. Við spurðum Dorothy Glen- Smith hvaðan þessi mikli áhugi hennar á menningu og málum Norðurlanda væri kominn. Það kom í ljós að hún er af norrænu bergi brotin, föðurættin norsk og móðurættin dönsk. Og það hefur síðan þróazt svo að hún hefur ver- ið oft á Norðurlöndum og er beðin vegna kunnugleika síns að vinna þar efni fyrir brezka fjölmiðla, auk þess sem hún vinnur líka efni í öðrum löndum. Mun t.d. fara f verkefni í Austurríki eftir að hafa farið í fyrirlestraferð á þessu hausti um Bretland. Af norrænu efni hennar eru væntanlegir í BBC framhaldsþættir um bókina Krist- ínu Lavransdóttur, sem hún hefur raunar líka flutt fyrirlestra um. Þar sem hún er forseti West Yorkshire Anglo-Scandinavian Society sagði hún að kæmi af sjálfu sér að fólki dytti gjarnan í hug að leita til hennar þegar það þarf á upplýsingum að halda um þessi lönd. En sá félagsskapur efn- ir m.a. árlega til íburðarmikillar kvöldveislu, sem hverju sinni er Gestir munu setjast upp í rafmagnsvagna í móttökuhúsinu uppi á torginu og aka gegn um Jórvíkurborg 10. aldar neóanjarðar. Uppgröfturinn á Jórvíkurborg gefur allt aðra hugmynd um víkingana en menn höfðu hingað til. Þeir hafa ekki verið sóðalegir ruddar, heldur hagir iðnaðarmenn og verzlunarmenn. Og þeir hafa a.m.k. getað snyrt sig vel eftir þessum munum að dsma sem fundist við uppgröftinn. Þarna eru munir úr bcini; greiður, nálar, vefnaðarbútar o.fl. Dorothy Glen-Smith sagði að gífurlegur áhugi væri á þessu máli í Bretlandi og raunar víða um heim. Vitað að fólk muni streyma að frá Ameríku og meginlandi Evrópu. Félagið Anglia á íslandi væri farið að hugleiða að efna til hópferðar þegar opnað verður. Hún efaðist ekki um að íslend- ingar muni hafa mikinn áhuga. Forsjálni væri að hafa nokkurn fyrirvara til að þurfa ekki að bíða of lengi, því að sjálfsögðu væri takmarkað hve margir geta farið um þarna niðri í einu. Eflaust mundi vakna áhugi gesta að vita meira um mannlíf á þessum slóð- um á undan og eftir þessum tíma víkinganna og því yrði með sama aðgöngumiða sýningin tengd York-safni, þar sem er að finna helgaður einu Norðurlandanna. Þá boðið sendiherra viðkomandi lands, borgarstjórum í nálægum borgum og matur og matseðill frá viðkomandi landi. Næst kemur aftur að íslandi eftir 3 ár. Sjálf hefur hún komið til Islands áður. — Það fer svolítið í taugarnar á mér hve lítið fólk í mínu landi veit um ísland og hve oft ég hefi rekið mig á að það vill gleymast þegar verið er að kynna Norðurlöndin. Kannski er landið ekki nægilega kynnt. Ég mundi gjarnan gefa tíma minn til að flytja erindi um ísland ef félög í Bretlandi óska eftir og vilja borga far mitt til sín. Eftir því sem tími minn leyfir, en hann er að vísu ekki alltof rúmur, sagði Dorothy Glen-Smith að lok- um. — E.Pá. HVAÐ VILTU MÉR KRISTUR m 9 w m •— í tilefni vetrarkomu og styttri sóiargangs færum við nú vinnudaginn örlítið til á sólarhringnum, - viðskiptavinum og okkur sjálfum til hagræðis. Við byrjum nú klukkan 9 á morgnana í stað 8 og lokum klukkan 17 í stað 16 í sumar. Og þannig er ætlunin að hafa það fram að sumardeginum fyrsta 1984. AUGLYSINGAÞJCDNUSTAN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.