Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 53 L /•< 4 *' * 4 ‘ <> f / * :^:®Í ■, ;■ ■., mMm ■ -r >r",.. ■ '+'//, / ' %Æ, / ■ y^T--. :■ •: ;; •.; ;•:• v .:,: //>M4 ■$#<><: '&&/.&/■: ':■ :•' . v&H-ÁtéJtéf . ''■//>$//# ví’/y 'fc/&//// "■ Börn keisarans: María, Tatiana, Anastasia, Olga og Alexei. Alexander Kerensky, sem tók rið forystu bráðabirgðastjórnarinnar, er mynd- uð rar eflir febrúarbyltinguna 1917 í júlí það ár, rið liðskönnun. Kerensky komst undan til Vestur-Errópu og bjó lengst af í Bandaríkjunum. honum kleift að dveljast í höll við hans hæfi. Afdrifarík töf Rússneska stjórnin svaraði ekki strax af ótta við reiði öfgamanna og þessi töf reyndist afdrifarík. Óvinum keisarans tókst að treysta sig í sessi og tvær grímur runnu á Bretakonung eins og fram kom í bréfi Stamfordhams til Balfours utanríkisráðherra 30. marz. Þar sagði: „Konungurinn kemst ekki hjá því að efast um hvort ráðlegt er að keisarafjölskyldan setjist að hér á landi, ekki aðeins með tilliti til þeirrar hættu, sem er siglingu samfara, heidur einnig út frá al- mennum hagkvæmnisjónarmið- um. Konungurinn mundi fagna því, ef þér ráðfærðuð yður við for- sætisráðherrann, þar sem hans hátign skilst að ,-ússneska ríkis- stjórnin hafi enga endanlega ákvörðun tekið í málinu." í svari Balfours 2. apríl kom fram að „ráðherrar hans hátignar teldu ekki mögulegt nú að draga til baka boð það, sem hefði verið sent, nema því aðeins að staðan breyttist, og þess vegna treystu þeir því að konungurinn sam- þykkti að standa við hið upphaf- lega boð .. “ „Hans hátign verður að líta svo á að málið sé útrætt," svaraði Stamfordham, „nema rússneska ríkisstjórnin taki einhverja nýja ákvörðun í málinu." Tveimur sól- arhringum síðar (5. apríl), barst skeyti frá Buchanan, þar sem hann bað um að tveir frændur zarsins fengju að koma til London. Stamfordham skrifaði þá Eric Drummond, einkaritara Balfours, bréf þar sem hann kvað það „per- sónulega skoðun sína“ að endur- skoða þyrfti hvort leyfa ætti keis- aranum og keisarafrúnni að koma til Englands og athuga um leið hvort stórhertogunum Georg og Mikael yrði einnig leyft að koma. Annars mundi konungurinn lenda í erfiðleikum og málið vekja umtal og jafnvel reiði. „Sterk andstaða“ Einum sólarhring síðar beindi Stamfordham skeytum sínum að Balfour og sendi honum tvö bréf. Hið síðara var svohljóðandi: „Hann (konungurinn) biður yð- ur að koma því á framfæri við for- sætisráðherrann að samkvæmt öllu því sem hann heyrir og les í blöðunum mundi dvöl keisarans fyrrverandi og keisarafrúarinnar hér á landi vekja mikla gremju almennings og vafalaust veikja stöðu konungs og drottningar .. Buchanan ætti að fá fyrirmæli um að segja Miliukov að svo sterk andstaða sé gegn því að keisarinn og keisarafrúin komi hingað að við verðum að mega draga til baka áður veitt samþykki við tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar." Nokkrar þeirra röksemda, sem nefndar voru í fyrra bréfinu, voru á þá leið að konunginum bærust bréf frá fólki úr öllum stéttum, þar sem sagði að málið væri mikið rætt, ekki aðeins í klúbbum, held- ur einnig meðal verkamanna, og að þingmenn Verkamannaflokks- ins létu í ljós andúð á hugmynd- inni. Konungurinn hefði talið frá upphafi að það mundi valda alls konar erfiðleikum, ef keisarafjöl- skyldan settist að á Englandi. Málið væri að verða almennings- eign og fólk gerði annað hvort ráð fyrir að konungurinn væri upp- hafsmaðurinn, eða gerði lítið úr þeirri erfiðu aðstöðu, sem hann kæmist í, ef hugmyndin yrði að veruleika. Utanríkisráðherrann lét undan og sendi forsætisráðherranum svohljóðandi bréf: „Ég held að konungurinn sé kominn í erfiða aðstöðu. Ef zarinn kæmi hingað bæri okkur að lýsa því yfir að við (ráð- herrar ríkisstjórnarinnar) hefðum boðið honum — og bæta því við okkur til verndar að við hefðum gert það fyrir frumkvæði rússn- esku ríkisstjórriarinnar (það mun henni ekki falla vel í geð). Ég tel enn að við verðum að gera tillögu um að Spánn eða Suður-Frakkland séu heppilegri dvalarstaðir fyrir zarinn en Eng- land.“ Fjórum dögum síðar sneri Stamfordham sér að forsætisráð- herranum. Hann sagði honum frá mótmælunum, sem konungurinn hefði fengið, og minnti hann á svipaða erfiðleika, sem konungur- inn hefði komizt í, þegar hann tók á móti grísku konungsfjölskyld- unni, sem var talin hlynnt Þjóð- verjum. Jafnvel þótt ríkisstjórnin tæki ábyrgðina mundi fólk segja að hún hefði gert það til að halda verndarhendi yfir konunginum. Máli sínu til stuðnings benti Stamfordham á grein eftir H.H. Hyndham í róttæka blaðinu „Just- ice“ um hörmulegar afleiðingar, sem vera zarsins á Englandi mundi hafa. Lloyd George viður- kenndi að þetta væru sterk rök og lofaði að ráðgast við frönsku ríkis- stjórnina í von um að zarnum yrði leyft að setjast að í Frakklandi. Þegar Stamfordham frétti að Miliukov vonaði enn að zarinn kæmist til Englands sagði hann Balfour að konungurinn vænti þess að Buchanan yrði tjáð að fyrra samkomulag um að taka á móti keisaranum gæti ekki lengur talizt bindandi. Balfour lofaði að senda skeyti til Petrograd. Bandalagið í hættu Nú var svo komið að málið olli brezku stjórninni minni vand- kvæðum en konunginum. Konung- urinn óttaðist að hann mundi glata vinsældum sínum, jafnvel hásætinu, en stjórnin óttaðist að hún mundi glata bandamanni i stríðinu og hikaði því við að vekja ugg meðal nýju valdhafanna, sem voru undir vaxandi þrýstingi frá öfgamönnum. Lítið var hugsað um keisarann og fjölskyldu hans. Báð- ar röksemdirnar komu fram í skeyti utanríkisráðherra til Buch- anans. Fjörutíu árum síðar reyndi dóttir sendiherrans að hrekja ásakanirnar um að faðir hennar hefði enga tilraun gert til að bjarga keisarafjölskyldunni og hann yrði að bera hluta ábyrgðar- innar á afdrifum hennar. Svar sendiherrans við skeyti Balfours frá 13. apríl styður á engan hátt málstað hennar. „Ég er fyllilega sammála þeirri skoðun yðar,“ seg- ir hann, „að ef einhver hætta er á hreyfingu andkonungssinna (þ.e. í Bretlandi) væri langtum betra að keisarinn fyrrverandi kæmi ekki til Englands." Hann var sammála því að vinstriöfgamenn í Rússlandi og þýzkir útsendarar mundu æsa al- menningsálitið gegn Bretum, ef keisarinn færi til Englands, en taldi ekki eins líklegt og Balfour að vera hans á Englandi mundi spilla sambúðinni við Rússa. Að lokum lét hann í ljós von um að Frakkar tækju við keisarahjónun- um. Kúvending konungsins var al- ger. Með hjálp ráðherra sinna hafði hann tryggt að keisarahjón- in stigju aldrei fæti á Englandi, hver svo sem afdrif þeirra yrðu. Boð það um hæli, sem keisara- hjónin fengu í upphafi og bæði konungurinn og forsætisráðherr- ann höfðu samþykkt, var orðið dauður bókstafur. Fyrir sitt leyti gerði rússneska bráðabirgðastjórnin sér enn vonir um að losna við zarinn. En vikurn- ar liðu og fyrirspurnir hennar til brezku stiórnarinnar báru engan árangur. I júlí tók Kerensky við af Lvov fursta, en bolsévikarnir Len- in og Trotsky steyptu fljótt þess- um frjálslynda en valdalausa for- sætisráðherra af stóli. Keisara- fjölskyldan hafði verið flutt frá höllinni Tsarskoe Selo, skammt frá Petrograd, til Tobolsk í Síberíu. í apríl 1918 voru keisar- inn, kona hans og bötn flutt til enn afskekktari bæjar, Ekaterin- burg, í Úralfjöllum. Þar voru þau myrt þremur mánuðum síðar. Að hve miklu leyti bar konung- urinn ábyrgð á endanlegum örlög- - um þeirra? Ef hann hefði strax hvatt forsætisráðherrann til að senda brezkan tundurspilli til Eystrasalts má vera að bráða- birgðastjórnin hefði gripið tæki- færið til þess að koma keisara- fjölskyldunni um borð og losna við hana. Benda má á þau mótrök að þrátt fyrir allar mannúðlegar fyrirætlanir sínar var staða Miliu- kovs og Kerenskys ekki nógu sterk til þess að þeir gætu storkað vilja öfgamanna þeirra, sem reyndu að koma fram hefndum. Hvað sem því líður voru börn zarsins með mislinga og foreldrar þeirra geta vel hafa beðið um frest. En eitt er víst og það er að með því að fá ríkisstjórn sína talið á að draga til baka hið upphaflega tilboð um hæli svipti konungurinn keisara- fjölskylduna beztu og ef til vill einu undankomuleiðinni. Eftir á að hyggja virðist sú af- staða konungsins að neita að hjálpa hinum rússnesku frænd- systkinum sínum illskiljanleg og hún skilst aðeins með því að skoða hana í því sögulega samhengi að um þessar mundir þjakaði stríðs- þreyta og óánægja Englendinga. Fyrsta meginregla sérhvers erfða- veldis er varðveizla þess og Georg konungur V þurfti aldrei að þræða braut sjálfsbjargarviðleitninnar eins gætilega og árið 1917. Hann taldi sér ógnað með tvennum hætti: með hvíslherferð, sem dró ættjarðarást hans i efa, og með lýðveldisstefnu, sem kom upp á yfirborðið. Álit konungsins Einmitt á slíkum öryggisleysist- íma hvatti ríkisstjórn hans hann til að styðja tilboðið um að skjóta skjólshúsi yfir keisara- fjölskylduna, sem hefði bendlað hann við einræðisstjórn zarsins og stofnað áliti hans í hættu. Kon- ungar eru viðkvæmari fyrir bylt- ingarvofunni heima fyrir en er- lendis og hafi Georg V ekki séð það fyrir í marz 1917 að Rússland ætti eftir að sökkva í hyldýpi villi- mennsku bolsévismans var hann engu sljórri en forsætisráðherra hans. Konungurinn óttaðist einkum afleiðingar þess að bjóða konu zarsins til Englands, þar sem hann taldi hana „bera að miklu leyti ábyrgðina á núverandi öng- þveitisástandi, sem ríkir í Rúss- landi“. Þegar Hardinge spurði Bertie lávarð, sendiherra Breta í París, hvort franska stjórnin yrði fáanleg að taka á móti keisara- fjölskyldunni, kvað hann enn fastar að orði: „Ég held ekki að keisaranum fyrrverandi og fjölskyldu hans yrði fagnað í Frakklandi. Keisara- frúin er ekki aðeins fæddur Húni, hún er líka þýzklunduð. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma á samkomulagi við Þjóð- verja. Hún er talin glæpamaður eða hættulegur vitfirringur og keisarinn fyrrverandi er talinn glæpamaður vegna veiklyndis hans og undirgefni fyrir duttlung- um hennar.“ Keisarafrúin átti ekki samúð konungsins, þótt hann kunni að hafa iðrazt þess að hafa brugðizt „Nikka frænda" á fyrstu vikum byltingarinnar. Hlutur Stamfordhams í þessum atburðum verður vart ofmetinn. SJÁ NÆSTU SÍÐU Trotsky kemur til Brest-Litorsk til að semja rið Þjóðrerja (7. janúar 1918). Hann sést standandi til bægri og borfir á þýzka herforingja beilsa bolsérik- unum Joffe (til rinstri með hatt) og Kamener (í miðju).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.