Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 61 honum og Torell ríðandi yfir fjöll og ár, klifrandi á sokkaleistunum eftir hálum jökulís, deilandi kröppum hversdagskjörum með íslendingum og skammvinnum gleðistundum þeirra á verslun- arstöðum við ströndina í „kauptíð- inni“, reynir allt annað en sá sem fer yfir það á hundavaði í bók og gleymir jafnóðum. Hann lifir sig inn í lífskjör fólksins og þau fest- ast honum í minni. LÖNG BIÐ Að íslandsferðinni lokinni skildi leiðir með þeim félögum. Torell hélt áfram sínum rann- sóknum, en Gadde helgaði sig iæknisstarfinu, sem átti hug hans allan. Hvað það var, sem varð þess valdandi að hann lét aldrei verða af útgáfu ferðasögu sinnar, skal ósagt látið, en kunnugir telja hógværð hans hafa ráðið þar mestu um. Hann hreinritaði þó handrit að bók, en það ílengdist í skrifborðsskúffu hans. Það var ekki fyrr en sonarsonur hans kom handritinu á framfæri, að bókin leit loks dagsins ljós árið 1976 — 119 árum eftir íslandsferð hans. Þessari bók hefur nú verið snar- að yfir á íslensku af Gissuri ó. Erlingssyni. Er hennar að vænta innan skamms undir heitinu „Is- landsferð sumarið 1857 — úr minnisblöðum og bréfum frá Nils Olson Gadde". Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur, yfirfór þýð- inguna og veitti margar gagnlegar ábendingar. Hér á eftir fer kafli úr bókinni, birtur með leyfi útgefanda. Hefst frásögnin í kafla sem ber heitið „Fljótandi markaður — Mannlíf og annað markvert við Berufjörð". „„Johann" hafði varpað akker- um á Djúpavogi þrem tímum áður en við komum þangað og með henni var Anders gamli og meiri- hlutinn af farangri leiðangursins. Komu „Johann" til Djúpavogs mátti með nokkrum hætti kenna um óhapp sem henti annan hluta farangurs okkar. Á Eskifirði höfð- um við látið nokkuð af honum í kassa og skyldi hann sendur til Berufjarðar með skipi sem átti leið þangað. En þegar það var komið inná fjörðinn og hafnsögu- maðurinn hafði látið skipstjórann vita að þá þegar væru komnir þar þrír „spekúlantar" sneri hann samstundis við og sigldi til hafs án þess að afhenda lóðsinum kass- ann. Öll veiðitæki mín — fyrir utan tvíhleypuna — náttserkur minn og yfirfrakki, loðfrakki Tor- ells ásamt fleiru, var þannig á bak og burt og sennilega gætum við ekki náð þessum eigum okkar fyrr en við kæmum til Kaupmanna- hafnar. Faktor Niels P.E. Weyvadt á Djúpavogi hafði heyrt um komu okkar til íslands og áform okkar að dvelja nokkurn tíma við Beru- fjörð, og hann hafði verið svo hug- ulsamur að hafa tilbúið handa okkur herbergi. Við höfðum ætlað að stofna til sérstaks heimilis- haldi, ~n á það mátti faktorinn ekki heyra minnst, heldur var hann svo vinsamlegur að bjóða okkur að matast við sitt eigið borð, og þáðum við það með þökk- um. Enda hefði sá kostur, sem við hefðum sjálfir tilreitt orðið harla fábrotinn þar sem enginn okkar hefur séstaka kunnáttu í hinni göfugu og mikilvægu matargerð- arlist. KAUPTÍÐ Nú var „kauptíð" á Djúpavogi, og fyrir utan skip Thaaes, „Jo- hanne", var þar komin skonnorta í eigu gróssera eins í Kaupmanna- höfn, Knudsen að nafni, og spekúl- antaslúffa að auki. Kauptíð á íslandi stendur í eina viku, og þá koma allir íbúar ná- lægra héraða, og jafnvel lengra að, á verslunarstað til að skipta afurðum sínum — ull, sauðskinn- um, tólg, lýsi og æðardún — fyrir verslunarvarning af ýmsu tagi. Hana bera upp á tvo tíma ársins, þann fyrri í júní, þann síðari í september þegar íslendingar selja sláturafurðir sínar. Fjölda fólks dreif að á hverjum degi með langar lestir og var tjöldum slegið á ströndinni við Djúpavog. Bátar gengu stanslaust milli skipanna og lands, hlaðnir vörum og fólki. Þetta var næsta kynlegt að sjá og líktist, eins og það líka var, markaði á sjó. Hér var líf og fjör. Öllum að- komumönnum þarf auðvitað að vjeita brennivín og kaffi; óráðlegt væri fyrir kaupmennina að leggja niður þann sið. I búðinni og utan- dyra er þröngt á þingi og mikið masað og glatt á hjalla. íslendingar eru geðgóðir að eðl- isfari. Þeir eru málgefnir og hlát- urmildir, nægjusamir og skemmtilegir. Þar að auki er tal þeirra skynsamlegt og í því kemur oft fram furðu mikil kunnátta í landafræði og sögu, sem er vinsæl- asta lestrarefni þeirra. Sín á milli eru þeir hjálpfúsir og flestir örlát- ir. Þeir ávarpa hver annan með blíðuorðum eins og „gæska", „blessaður", „elskan mín“ eða ann- að þvílíkt; hvort alltaf fylgir hug- ur máli skal ósagt látið. Hvað snertir brennivínsneyslu þá súpa íslendingar hressilega á þegar tilefni gefst. En það er ein- ungis í kauptíðinni, einu sinni eða tvisvar á ári, að tækifæri gefst til að afla brennivíns. Þá er og verð á brennivíni mjög lágt. Á þessum tímum árs er varla hægt að koma á bæ og ennsíður hitta „lagsmann" á förnum vegi, þ.e.a.s. kunningja, án þess að imprað sé á því að fá sér staup eða sopa. Sé uppástungan ekki færð í orð þá er það með látbragði og hendinni tekið til pelans eða hornsins í brjóstvasanum. Eink- um kemst bóndi á heimleið úr kaupstað ekki hjá því að bjóða þeim sem hann mætir úr kútnum ef hann vill ekki vera talinn nirf- ill. Einu sinni kom ég á bæ þar sem bóndi lá drukkinn í rúminu með brennivínskútinn við hliðina. í sponsið hafði hann stungið fjöð- urstaf og þar saug hann í gegn hinar dýru veigar. Fyrstu orð hans voru: „Má ekki bjóða þér í staup?" Ég geri ráð fyrir að hinar keyptu birgðir gangi víðast hvar fljótt til þurrðar eins og á þessum stað, og eftir það verði menn að láta sér nægja að sjúga hramminn eins og sagt er. BOTNSKÖFUN OG BASLSÖM VÍSINDASTÖRF í Berufirði var Andres við botnsköfun daglega frá morgni til kvölds og herbergi okkar fylltist af sjávardýrum í flöskum, glösum, þvottaskálum og diskum, svo að þar varð naumast þverfótað. Þar var meiri vínandalykt en í brugg- húsi. Ég hjálpaði Torell eftir því sem ég gat. Ég teiknaði nokkur sjaldgæf dýr eftir náttúrlegum fyrirmyndum til að senda Lovén prófessor. Ég keypti hákarl, squalus bore- alis, og reyndi að hreinsa af brjóskgrindinni. En þegar því starfi var að mestu lokið sá ís- lenskur strákur sér færi meðan ég var að miðdegisverði að krukka í brjóskið og ónýta allt verkið. Síðar fékk ég vitneskju um að stór há- karl hefði veiðst hinumegin fjarð- arins og fór ég þangað sjóleiðina. Þar sem hákarlinn var næstum óskaddaður keypti ég hann og fór með hann til Djúpavogs. Hann var nú gerður til og skyldi sendur líf- færafræðilegu stofnuninni í Lundi. Þetta var erfitt verk. Hér er engin fuglaveiði, þar sem stranglega er bannað að skjóta við ströndina vegna æðarfuglsins sem hér er næsta mikið af, og land- fuglar sjást hér fáir. Mílu vegar frá ströndinni er ey sem heitir Papey þar sem sagt er að mikið sé af sjófugli; en þar er líka mikið æðarvarp. Ég leitaði árangurs- laust eftir leyfi eigandans til að skjóta þar. Hann útskýrði fyrir mér að veiðibannið væri fyrirskip- að í lögum, svo að jafnvel hann sjálfur mætti ekki skjóta á sinni eigin ey. Þær fáu jurtir sem hér er að finna tíndi ég og fergði. Einnig safnaði ég talsvert mörgum geislasteinum (zeólítum) og var svo heppinn að finna eitt fágætt sýnishorn. Besti fundarstaðurinn er við Teigarhorn við rætur hins mikla Búlandstinds sem gnæfir við himin yfir fjörðinn. Um hálfa mílu inn með suðurströnd fjarðar- ins er þverhníptur bergveggur. Geislasteinarnir finnast í holum í meir eða minna veðruðu lagi í berginu. Þegar hásjávað er skolast öldurnar daglega yfir hleinarnar í fjöruborðinu. í vetrarstormum gengur brimið hærra upp. Með tímanum molar það klettana og hreinsar frá eitlunum. Einkum er auðvelt við fjöru að tína upp steina sem þar er að finna. Vilji maður ná í verulega fallega mola þá verður að leita í berginu sjálfu, leita uppi holu og ná úr henni óskemmdum steinum sem eru um- luktir rauðum leir sem þarf að skola varlega af þeim. Með miklum erfiðismunum og áreynslu gekk ég nokkuð upp eftir Búlandstindi. Á tindinn komst ég ekki, því að veginum lokaði djúp sprunga, svonefnd gjá. Útsýnið yf- ir glitrandi fjörðinn, dalinn með ána í botninum og hið háa snævi þakta Kistufell, launaði erfiðið ríkulega. Þó fór ekki allur tíminn í leitir og annað rannsóknarbasl. Á Djúpavogi lék ég venjulega á fiðlu á kvöldin. Hún orkaði eins og töfraflauta á íslendingana. Þeir söfnuðust saman undir gluggann minn og hlustuðu með hrifningu og athygli á hljómana. Þegar ég hætti að leika fóru þeir að syngja. Söngur þeirra er mjög tilbreyt- ingarlaus og allt annað en fagur. Úr fjarlægð líkist hann helst jarmi í sauðahjörð." Ferjustaöur. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430, SKEIFAN 19, SÍMI 85244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.