Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 26
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Myrkrið í mannshjartanu Um William Golding eftir Jóhann Hjálmarsson Þegar skáldsagan Lord of the Flies (1954) kom út var höfundur hennar, William Golding, fjöru- tíu og þriggja ára. Hann hafði að vísu fengist nokkuð við ritstörf áður, m.a. sent frá sér Ijóðabók- ina Poems (1934). En Lord of the Flies var fyrsta skáldsaga hans. Fyrir hana öðlaðist hann heims- frægð og hún seldist í tíu milijón- um eintaka. Bókin kom út í ís- lenskri þýðingu þeirra ólafs Hauks Árnasonar og Snæbjörns Jóhannssonar 1970, nefndist Höf- uðpaurinn og útgefandi var Al- menna bókafélagið. Vera má að hún sé enn fáanleg hjá forlaginu. Þýðing þeirra ólafs Hauks og Snæbjörns er vönduð. Þýðing tit- ilsins er umdeilanleg, betur hefði átt við að margra mati að kalla bókina Flugnahöfðingjann á ís- lensku eða blátt áfram Myrkra- höfðingjann. Vissulega á höfund- urinn við sjálfan Satan. í lok Lord of the Flies grætur drengurinn Ralf yfir glötuðu sakleysi og myrkrinu í hjarta mannsins. Hann hefur fengið margt að reyna ásamt félögum sínum. Á flótta undan atómstyrj- öld lendir hópur enskra skóla- drengja á óbyggðri eyju í Kyrra- hafi. Þeir reyna í fyrstu að móta samfélag eftir grundvailarreglum lýðræðis, eins konar paradís frjálsra manna, en fyrr en varir taka hin myrku öfl við: tor- tryggni, drápsfýsn og blóðug átök hefjast milli hópa og einstakl- inga. Það er heimur óhugnaðar sem Golding sýnir okkur. Hinir veikgerðu eru smáðir og þeim er tortímt, hinir sterku berjast um völdin af mestu grimmd. Dýrið í manninum nær yfirhöndinni, enda er Golding í mun að sanna kenningu sína þess efnis að það er ekki samfélagið sem er sjúkt heldur maðurinn sem stjórnar því, hann er í eðli sínu illur. Menn framleiða illsku eins og býflugur hunang sagði hann um reynslu sína af stríðinu, en hann gegndi á sínum tíma herþjónustu í breska flotanum. Þótt Lord of the Flies sé myrk bók og eiginlega hrollvekjandi er yfir henni viss ævintýrablær og hún er aðgengilegasta skáldsaga Goldings. Eins og bent hefur ver- ið á á hún sér fyrirmynd: High Wind in Jamaica eftir Richard Hughes. Myrkrinu í mannheimum hefur Golding verið óþreytandi að lýsa. Nefna má skáldsögur hans: The Inheritors (1955), Pincher Martin (1956), Free Fall (1959) og The Spire (1964). Einna athyglisverð- ust sagnanna er Pincher Martin, en hún lýsir hugrenningum manns sem er að drukknun kom- inn úti á miðju Atlantshafi, freistar þess að skríða upp á klett, en það virðist óhugsandi. Hann rifjar á dauðastundinni upp mótsagnakennt líf sitt. Við höfum á tilfinningunni að það skipti ekki máli hvort hann bjargast eða ekki. Hann er jafn dauðadæmdur þótt hann komist upp á klettinn. Free Fall segir frá listamanni sem reynir að gera sér grein fyrir hvenær hann hafi glatað hinum frjálsa vilja sínum. Þetta er metnaðarfull saga, dreg- ur upp mynd sakleysis bernsk- unnar andspænis helsi fullorðins- áranna, en þykir að mörgu leyti yfirdrifin. Golding hélt áfram að semja skáldsögur, skrifa ritgerðir og fékkst einnig við leikritagerð. Þótt margt gott væri að finna í þessum verkum þótti lesendum hans eins og hann hefði misst þráðinn úr höndum sér og væri búinn sem rithöfundur. Svo var ekki. Nýtt blómaskeið hófst í skáldsagnagerð Goldings með skáldsögunum Darkness Visible (1979) og Rites of Passage (1980). I Darkness Visible er lýst helvfti á jörðu, ungur maður verður fyrir brunaskaða sem gerir hann líkari skrímsli en manni. Þessi ungi maður er fullur af lífsvilja og samkennd með öðru fólki, en ásjóna hans vekur viðbjóð og ótta. Rites of Passage þykir ólík öilum öðrum skáldsögum Gold- ings. í henni er sagt frá manni sem tekur sér far með skipi til Ástralíu, þar sem hans bíður gott embætti. Sagan byggist á dagbók mannsins. Gagnrýnendur hafa sagt að í þessari sögu birtist Engiand nýlendutímabilsins, en farþegarnir séu fulltrúar ensks samfélags. Frásagnarlist Gold- ings rís hátt í þessari sögu og er í klassískum anda. Golding fékk þekkt ensk bókmenntaverðlaun fyrir Rites of Passage: Booker- William Golding verðlaunin. Er ekki að efa að tvær síðastnefndu skáldsögurnar hafa átt sinn þátt í að Golding hefur nú hlotið bókmenntaverð- laun Nóbeis. William Golding fæddist árið 1911 í smábænum Newquay í Cornwall, en fluttist ungur með foreldrum sínum til Wiltshire og býr þar nú í þorpinu Broad Chalke. Eftir háskólanám í Ox- ford fékkst hann lengi við kennslu. Lord of the Flies hafði á sínum tíma svo mikið að segja fyrir hann að eftir útkomu bókar- innar gat hann helgað sig rit- störfum óskiptur. Áhugamál Goidings eru ekki síst tengd forn- leifafræði og grískum bókmennt- um, en snúast einnig um sigling- ar, tónlist og skák. Golding vinnur nú að skáld- sögu sem á að koma út á næsta ári og mun kallast The Paper Men. I fyrra kom frá hans hendi ritgerðasafnið A moving Target, þar sem hann skrifar m.a. um Wiltshire. Það sem honum finnst eftirsóknarverðast við þetta hér- að er hin forna og leyndardóms- fulla saga sem svo margt vitnar um. Ef menn hryllir við feigðar- gusti skáldsagna Goldings ættu þeir að lesa ástarjátningu hans til Wiltshire. Vissulega hefur sænska aka- demían verið gagnrýnd fyrir að verðlauna William Golding. Margir hafa beðið eftir því að Graham Greene, landi hans, fengi hin eftirsóttu verðlaun. Aðrir nefna með nokkrum rétti Anthony Burgess. En óhætt er að segja að Golding er verðugur verðlaunanna þótt ekki verði hann talinn í hópi þeirra sem með verkum sínum og lífi hafa átt ríkan þátt í þróun skáldsög- unnar á okkar tímum. Skáldsögur Goldings eru heim- spekiieg umræða, fjalla um vanda mannsins í óruddum skógi til- finninganna og umfram allt sekt- arkennd hans. Þau eru bölsýn, en í þeim er líka glæta. í goðsagna- kenndri birtu stígur maðurinn stundum fram með ósigur sinn að vopni. Eina von hans er ef til vill fallið sem bíður hans, hrap hans niður í myrkrið. Tækninýjung - Veröbylting Viö kynnum nýja gerö af gólfteppum Króný-gólfteppin Alullargólfteppi á aöeins 421 kr. pr. fermetra af rúllu eöa 633 kr. álögö meö gömlu handverksaðferðinni okkar. Leggja þófann (filtið) sér og teppiö sér. Viö nýtum 25 ára reynslu okkar í framleiöslu og sölu gólfteppa viö hönnun þessara teppa. Gjöriö svo vel aö líta inn í verslun okkar aö Vesturgötu 2 og tryggiö ykkur teppi í tíma. Góöir greiösluskilmálar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.