Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 24
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Fundur var í MS-félaginu á dögunum ... tr ... þar sem Gyða Ólafsdóttir talaði um þingið f Vancouver. „MS er bundinn við tempraða beltið og algengastur í hvíta kynstofninunf Spjallað við Gyðu Ólafsdóttur, sem veiktist af MS fyrir nokkrum árum — „Sem betur fer eru lífslíkur þeirra, sem veikj- ast af MS-sjúkdómnum (multiple sclerosis), mjög góöar í flestum tilvikum. Oftast eins og hjá heil- brigdum, en auðvitað minni hjá þeim verr settu. Um þann hluta heimsins, þar sem MS-sjúkdómur er, vinna menn af miklu kappi að rannsóknum, sem vonandi geta leitt til þess aö við sjúkleikanum finnist einhver þau lyf, sem gætu alltjent hægt á framvindu hans eöa jafnvel læknaö hann. Þetta segir Gyða Ólafsdóttir í spjalli við Morgunblaðið. Hún er sjálf með MS og er að aðstoða við rannsóknir á þessum sjúkdómi. Hún er nýkomin af alþjóðlegu þingi í Vancouver, en það sat einn- ig John Benedikz læknir. Gyða Ólafsdóttir er í fjáröflun- arnefnd MS-félagsins hér og segir, að það sé ákaflega brýnt, að félag- ið reyni að koma sér upp aðstöðu fyrir dagvistun, og fyrir iðju- og sjúkraþjálfun, fræðslu og al- menna aðstoð. Eins til þess að fólk geti hitzt og miðlað hvert öðru af reynslu og fengið upplýsingar um þennan sjúkdóm, sem margir hafa rangar hugmyndir um. Gyða segir að þetta séu aðalmarkmið MS-fé- lagsins og í 4. grein laga félagsins er talað um að það skuli vera í forsvari fyrir MS-sjúklinga gagn- vart stjórnvöldum og almenningi, svo og hliðstæðum félögum hér og erlendis. Einnig að kynna MS- sjúklingum hvar aðstæður eru til ferðalaga, starfa, þjálfunar, skemmtana og dvalar fyrir hreyfi- hamlaða og að vinna á annan hátt að bættri líðan og aðstöðu MS-sjúklinga. — Ég veiktist af MS fyrir sjö eða átta árum, segir Gyða. — Það lýsti sér fyrst sem dofi í hægri helmingi líkamans, sem leið hjá á nokkrum vikum. En ári seinna varð ég blind á öðru auga. Ég gerði mér enga grein fyrir, hvað kynni að valda þessu og ég man, að ég hringdi upp á Slysa- varðstofu til að spyrja hvað þetta gæti verið, sjálfri datt mér helzt í hug blæðing inn á augað. Síðan hef ég fengið eitt eða tvö köst á ári, en ég hef sjúkdóminn á það vægu stigi, að ég hef getað stund- að vinnu megnið af tímanum. En ég hef stundum orðið að leggjast inn á sjúkrahús um tíma. Þú spyrð um viðbrögð? Ég geri ráð fyrir, að þau séu ákaflega misjöfn, þá á ég við, eftir að sjúkdómurinn hefur verið greindur og manni er sagt frá því að maður sé með MS. Auð- vitað verða margir mjög áhyggju- fullir og það tekur tíma bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur að fá fullan skilning á, hvað um er aö vera. Ég ítreka að við lítum alveg sérstaklega á það sem hlutverk fé- lagsins okkar að reyna að veita fræðslu, upplýsingar og stuðning, því að fáfræði um sjúkdóminn gerir mörgum sjúklingum og að- standendum lífið mjög erfitt eins og eðlilegt er. — Hér á íslandi eru nú um það bil 170 greind MS-tilfelli, sem er sambærilegt við það sem gerist í þeim löndum, þar sem sjúkdóms- ins hefur orðið vart. Benda má á að tíðni hans er víðast hvar þar frá 60—250 tilfelli á hverja hundr- að þúsund íbúa. Einkenni MS geta verið af margvíslegum toga. Fyrstu einkenni geta til dæmis verið blinda, oftast er hún tíma- bundin, eins konar rafstraumstil- finning niður hrygginn, stjórn- leysi og dofi á útlimum. Sjúkling- ur fær köst misjafnlega oft, einu sinni á ári eða tvisvar, stundum sjaldnar. Það getur staðið yfir í nokkrar vikur, jafnvel nokkra mánuði. Oftast nær sjúklingurinn sér bærilega eftir að kast er geng- ið yfir, en ef köst versna eða ef sjúkdómurinn er á háu stigi getur útkoman orðið binding við hjóla- stól eða alger rúmlega. En ég legg þó enn og aftur áherzlu á að lang- oftast getur sjúklingurinn haldið áfram í starfi, verður í ýmsum til- vikum að fá aðstoð til að komast á vinnustað og/eða fá vinnu á vernduðum vinnustað. Aðdrag- andi þessara kasta getur verið mjög mismunandi langur og oft tekur drjúgan tíma að greina sjúkdóminn. Engin lyf eru til sem geta læknað hann, þó eru sjúkling- um í ýmsum tilfellum gefin lyf eins og ACTH og Prednisolon, en þessum lyfjum, sem fleirum fylgja oft og einatt aukaverkanir, svo að það er vafasamt hvert gildi þeirra er enn sem komið er. Gyða sagði að mjög umfangs- miklar rannsóknir væru m.a. í Bandaríkjunum á sjúkdómnum, en þar eru greind um 200 ný til- felli í hverri viku. MS-félagið þar hafði safnað á síðasta ári um sex milljónum dollara til að bæta að- stöðu MS-sjúklinga og efla rann- sóknir. Þar á ofan bætist talsvert fé frá opinberum aðilum og trygg- ingarstofnunum. Það kom til dæmis fram á þessu þingi, að beinn kostnaður í sambandi við MS í Bandaríkjunum er 3 millj- arðar dollara. MS er algengasti bæklunarsjúk- dómur í miðtaugakerfi í ungu fólki. Hann lýsir sér með bólgum í slíðri taugaþráða. Bólgublettir birtast án skýranlegra ástæðna, bólgan hjaðnar oftast, en skilur oft eftir ör. Fyrir kemur, að bólg- an hverfur ekki og sjúkdómurinn færist smátt og smátt á verra stig. Sjúkdómurinn er algengastur á aldrinum 18—48 ára, en þekkist í öðrum aldurshópum. Hann grein- ist oftar í konum en körlum eða 3 á móti 2. Talið er að orsök sjúk- dómsins megi rekja til sýkingar í æsku, væntanlega vírus sem býr um sig í líkamanum vegna galla í ofnæmisvarnarkerfi líkamans. Það er athyglisvert, að sjúk- dómurinn er nánast einvörðungu bundinn við tempraða beltið og er algengastur í hvíta kynstofninum. MS hefur verið afar sjaldgæfur meðal svertingja en hefur þó skot- ið upp kollinum vegna blöndunar við hvíta menn. Nefna má, að í Kína og Japan er sjúkdómurinn sjaldgæfur, en mun illskeyttari en víðast hvar annars staðar, ef fólk veikist af honum á annað borð. Sem dæmi um hversu háttar til með útbreiðslu eða tíðni sjúk- dómsins má nefna rannsókn, sem gerð var fyrir nokkrum árum og var unnin af Geoffrey Dean, sem var einn ræðumanna á þinginu í Vancouver. Þar kom fram að tíðni MS í Suður-Afríku er um 9 á hverja hundrað þúsund og í Eng- landi að meðaltali 100 á hverja hundrað þúsund. í þessu felst eig- inlega þetta: Flytji barn frá Eng- landi til Suður-Afríku, þá eru lík- urnar á að það fái MS jafnlitlar og í innfæddum þar. En flytji það eftir ca. 15 ára aldur, bæri það með sér sömu áhættu og í Eng- landi. Einnig að barn sem flytur frá Suður-Afríku til Englands er með aukna hættu í sér, sbr. ensk börn. Flytji barnið til Englands eftir 15 ára aldur er áhættan ámóta og hjá suður-afrísku fólki. Þessi mál öll, svo og frekari rannsóknir á sjúkdómnum, voru til umræðu á þinginu í Vancouver. Gyða Ólafsdóttir sagði að það væri ómetanlegt, að haldnar væru slíkar ráðstefnur þar sem ekki að- eins kæmu sérfræðingar og bæru saman bækur sínar, heldur einnig fólk, sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. í MS-félaginu í Reykjavík eru skráðir um 270 manns, sjúklingar, aðstandendur og styrktarfélagar. MS-félag er einnig í Skagafirði með um 170 félaga. Það hamlar svo því miður starfsemi félag- anna, að fé er af skornum skammti til þeirra ætlunarverka, sem félagið álítur nauðsynleg. Meiningin er að gera átak í þess- um efnum til að geta framfylgt því sem lög félagsins kveða á um og sár nauðsyn er á. Fjáröflunar- leiðir eru nú ýmsar í athugun og m.a. ætlar MS-félagið að efna til basars í Domus Medica þann 13. nóvember. Gyða sagði að lokum, að allur stuðningur væri auðvitað ákaflega vel þeginn. Það skipti miklu máli fyrir þá sem eru með sjúkdóminn að finna að þeir væru gjaldgengir í þjóðfélaginu þrátt fyrir bæklun í mörgum tilvikum og fræðslan og upplýsingin væri þar einna mest- ur þáttur. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Kðupnriðnnð höfn Verð frá krónum 8.984.- Nánari upplýsingar fást hjá Sóluskrif- stofum Flugleiða umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Gott fótk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.