Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 10
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Olafur S. Magnússon
kennari — Minning
Fæddur 18. júlí 1918
Dáinn 18. október 1983
Á morgun kl. 15.00, mánudaginn
24. október, verður útför Olafs
Sigmars Magnússonar gerð frá
Fossvogskapellu, en hann varð
bráðkvaddur þriðjudaginn 18.
október sl.
Ólafur var ekki kvellisjúkur um
dagana og telja mátti þá daga á
fingrum sér sem hann hafði verið
frá störfum vegna lasleika. Hann
var óvenjulega hraustur og fram-
úrskarandi stundvís og samvisku-
samur í starfi.
Okkur samkennurum hans og
öðru samstarfsfólki við Lækjar-
skóla í Hafnarfirði kom mjög á
óvart hversu andlát hans bar
brátt að. Glaðan og reifan kvödd-
um við hann í vor við skólaslit.
Bladburöarfólk
óskast!
Vesturbær
Skerjafjöröur sunnan flugvallar II.
NIJ
SPÖKUMVIÐ
PENINGA.
og sirnðum sjálf!
Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar
þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús-
innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn-
fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur.
Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög
hjá okkur.
Við veitum fúslega
Þau seinustu sem hann hugðist
vera við, því að hann hafði sagt
starfi sínu lausu, dregið skip sitt í
naust, eftir langan kennaraferil.
Hugði hann sér gott til glóðarinn-
ar að leggja út á nýjar brautir og
rækta áhugamál sín, einkum á
sviði esperantó, en tunga sú var
hans aðaláhugamál og hugsjón, og
tröllatrú hafði hann á því að sú
stund kæmi um síðir að þessi
snilldarlega tilbúna tunga Zam-
enhofs yrði í raun tunga gjörvallr-
ar heimsbyggðarinnar. Þegar sú
stund rynni upp, mætti fyrst gera
ráð fyrir því að örþreytt og
stríðshrjáð mannkyn öðlaðist frið
og lifði í sátt.
Esperantó var heimilismál
Ólafs og konu hans, Gerðu Harm-
inu, en hún er hollensk að ætt og
uppruna, foreldrar hennar voru
Jan Peter Leussink múrari, Loch-
en, Hollandi, og kona hans, Gerda
Harmina, f. Wessels. Alheims-
tungan esperantó átti mestan þátt
í fyrstu kynnum þeirra Gerdu og
Ólafs. Framgangur þessa tungu-
máls var þeim báðum mikið hjart-
ans mál og börn þeirra tvö, Mar-
grét Sólveig, f. 1954, og Einar, f.
1957, drukku í sig alheimsmálið
með móðurmjólkinni. Athygli
vakti það á sinni tíð, að fyrsta
hjónavígsla hér á landi á esper-
antó var hjónavígsla þeirra Gerdu
og ólafs 18. júlí 1953. Á öllum
sviðum reyndist Gerda manni sín-
um hin bezta eiginkona, stoð og
stytta í öllu því, sem hann tók sér
fyrir hendur. Þau hjón voru ný-
komin úr Ameríkuför, þeirri
þriðju til þeirrar álfu, þegar ólaf-
ur kenndi sér nokkurs lasleika.
Þau höfðu verið í tveggja mánaða
heimsókn hjá Margréti Sólveigu,
dóttur sinni, sem er gift þar og
búsett í Kaliforníu. Úr þessari för
komu þau heim 23. september sl.
Við heimkomuna kenndi Ólafur
fyrst þess lasleika, sem dró hann
til dauða 18. október sl. Hann
hafði þó notið Ameríkuferðarinn-
ar í mjög ríkum mæli og einskis
lasleika fundið til meðan á ferða-
laginu stóð.
Ólafur var um margt óvenju-
legur maður, atorkusamur og
kappsfullur að hverju sem hann
gekk og dró ekki af sér, þegar
koma þurfti hlutunum í verk.
Þetta þekkjum við sem störfuðum
með honum í Lækjarskóla. Hinar
fornu dyggðir, stundvísi, reglu-
semi, sannsögli og strangasti heið-
arieiki áttu sér djúpar rætur í eðli
hans öllu. Og þótt hugur hans
væri mjög bundinn við esperantó
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
^Vökvamótorar
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
sem alheimsmál, og í þeim efnum
hugsaði hann fremur í öldum en
árum, gat engan þjóðhollari mann
en hann. íslendingseðlið í honum
var sterkt þrátt fyrir alþjóða-
hyggjuna-
Ungur að árum hófst hann
handa við að leggja stund á esper-
antó. Hann var aðeins 16 ára ungl-
ingur þegar hann tók að læra það
af kappi og sótti þá esperantó-
námskeið hjá meistara Þórbergi
Þórðarsyni á árunum 1934—36 og
hjá Ivan H. Krestanov 1938. 1936
settist hann í Kennaraskóla ís-
lands og var þá aðalhvatamaður
þess að Ólafur Þ. Kristjánsson var
fenginn til þess að halda þar esp-
erantónámskeið fyrir byrjendur.
Aðstoðaði ólafur þá nafna sinn
við kennsluna. Árið 1946 lauk
hann kennaraprófi í esperantó í
Helsingör. Hafði hann frá þeim
tíma haldið öðru hverju námskeið
í málinu, einkum í Reykjavík.
Fjölmörgum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir esperantista og
sótti mörg alþjóðaþing þeirra á
erlendri grund, annaðist útvarps-
kennslu í esperantó um skeið og
bréfanámskeið. Hann gekkst fyrir
stofnun Esperantistafélagsins
Auroro í Reykjavík 1944, formað-
ur þess 1944—49, varaformaður
síðan. Ritari Sambands íslenskra
esperantista frá endurstofnun
þess 1949. Ritstjóri Voco de Is-
lando (meðstj.) 1949—50 og 1958—
60. Hann þýddi mikið úr íslenzku
á esperanto, þ.á m. ýmislegt úr
fagurbókmenntum okkar.
Ólafur lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands 1939,
kenndi síðan við ýmsa skóla. Var
hann skólastjóri barnaskólans í
Vík í Mýrdal 1948-53, en þá gerð-
ist hann kennari við Barnaskóla
Hafnarfjarðar sem hann síðan
kenndi við til æviloka, eða um 30
ára skeið, að þrem árum undan-
teknum er hann var forstöðumað-
ur Fræðsluskrifstofu Hafnar-
fjarðar á árunum 1976—79.
Margs góðs er að minnast í
kynnunum við ólaf S. Magnússon
og margt að þakka.
Fyrir hönd samkennara hans og
samstarfsfólks við Lækjarskóla
eru honum færðar alúðar þakkir
fyrir samstarfið og samfylgdina
um langt árabil. Við kveðjum góð-
an og trygglyndan félaga og send-
um ástvinum hans, eiginkonu,
börnum og öðrum nákomnum ætt-
ingjum hans, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum honum guðs-
blessunar á ókunnum stigum.
Þorgeir Ibsen
Minning:
Þórlaug Bjarna-
dóttir Ijósmóðir
Fædd 7. ágúst 1902
Dáin 10. október 1983.
Þeir kveðja nú óðum þennan
heim hinir sérstæðu persónuleik-
ar, er settu svip sinn á Eyrar-
bakka þegar ég var á mínu
bernskuskeiði og gleymast ekki þó
árin líði. Þórlaug Bjarnadóttir var
í þeirra hópi.
Ég minnist hennar svo ljúfrar í
viðmóti við barnið, sem leit upp til
hinna eldri og spurði kannski
stundum spurninga, sem vöktu
undrun yfir fávisku eða kátínu
vegna ókunnugleika barnsins á
staðreyndum. Þá var viðmótið
ljúft og svörin greið. Ég minnist
hennar einnig sem ijósmóðurinnar
á staðnum og þá sérstaklega er ég
beið spennt úti, 12 ára gömul, eftir
að systir mín fæddist, ég vissi að
Þórlaug var inni að hjálpa henni í
heiminn, þá hlaut allt að ganga
vel.
Þórlaug var fædd að Hellnaseli í
Aðaldal i Suður-Þingeyjarsýslu 7.
ágúst 1902. Foreldrar hennar voru
hjónin Bjarni Benediktsson og
Hólmfríður Eyjólfsdóttir. Þau
áttu 6 börn, 4 komust til fullorð-
insára en eitt er nú aðeins eftirlif-
andi, Eyjólfur, sem var þeirra
yngstur.
Þórlaug lærði ljósmóðurstörf og
var ljósmóðir á Eyrarbakka í 40
ár, frá 1926—1966. Margir Eyr-
bekkingar, sem fæddir eru á þessu
tímabili, gera sér ef til vill ekki
grein fyrir þvi að hún var sú
fyrsta er leit andlit þeirra í þess-
um heimi og sá þá taka sína fyrstu
andardrætti. Þórlaug gerði sér
grein fyrir þessum staðreyndum
og alla tíð voru þau henni kær
ljósmóðurbörnin. Það var ótrúlegt
hvað hún fylgdist með mörgum
þeirra á lífsbrautinni, þó hún
hefði sitt aðalsetur fjarri Eyrar-
bakka sl. ár.
Tryggðin var mikil en orðin fá.
Hún unni Eyrarbakka. Hann var
að vissu leyti hluti af henni sjálfri
og þar vildi hún hvíla eftir þessa
jarðvist hjá vininum sínum kæra
og eiginmanni, Ingvari Magnús-
syni frá öndverðarnesi í Gríms-
nesi, öðlingsmanni, sem reyndist
henni vel.
Dugnaður, tryggð og kjarkur
voru eðlisþættir Þórlaugar. Hún
var heilsteypt og vissi hvað hún
vildi og það sem fáir vissu; hún
var hagmælt svo af bar. Bruðl var
henni fjarri. Hún var ein af þeim
islensku konum, sem þjóðin ætti
að meta að verðleikum fyrir fram-
lag sitt.
Þó Þórlaug væri komin á þann
aldur þegar búast má við að
kveðjustundin nálgist, þá var eins
og hún væri svo ung og ætti eftir
að lifa í fjöldamörg ár, kjarkurinn
og dugnaðurinn var svo mikill,
skipulagningin og fyrirhyggjan
sat alltaf í fyrirrúmi. Af henni
gátum við sem yngri erum lært
svo ótal margt.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Þórlaugu fyrir fæðingarhjálpina,
ótal heimsóknir til mín og þá inn-
sýn er hún veitti mér í gátur lífs-
ins á bernskuskeiði mínu.
Ættingjum og vinum Þórlaugar
votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún Alda Michaels