Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
TEXTI O G VIÐTÖL: GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Nýjar rannsóknir málfrædinga benda til þess ad þágu-
fallssýki sé verulega útbreidd en þó ekki ríkjandi.
Módurmálskennarar, sem um árabil hafa brýnt fyrir
nemendum sínum ad varast þessa málvillu, telja árang-
ur lítinn. Meðal ungra málfræðinga og kennara gætir
aukinna efasemda um réttmæti hefðbundinna við-
horfa. Er þágufallssýki orðin föst í sessi eða er enn
unnt og æskilegt að vinna bug á henni?
Mamma, mamma — mér hlakkar
svo til þegar...
Mig hlakkar, leiðrétti Haraldur.
Mig hlakkar svo til þegar ...
Ég hlakka til, áréttaði Ásta.
Ég hlakka svo til þegar ...
Ertu eitthvað klikkuð kona, hróp-
aði Haraldur.
(Pétur Gunnarsson: Punktur
punktur komma strik, 1976.)
f nýjasta hefti tímaritsins ís-
lenskt mál eru birtar niðurstöður
tveggja nýrra rannsókna á
svonefndri þágufallssýki, þ.e.
þeirri tilhneigingu að nota þágu-
fall í frumlagssæti ópersónulegra
setninga sem samkvæmt uppruna
taka með sér þolfall. Orðið er líka
haft um notkun þágufalls með
nokkrum persónulegum sögnum
sem upprunalega taka nefnifall.
Hér er um að ræða grein eftir
Ástu Svavarsdóttur „„Þágufalls-
sýki“. Breytingar á fallnotkun í
frumlagssæti ópersónulegra setn-
inga“, og grein eftir Halldór Hall-
dórsson „Um méranir. Drög að
samtímalegri og sögulegri athug-
un“. Báðar eru þessar greinar í
senn forvitnilegar og tímabærar.
Um nokkurt skeið hefur þágu-
fallssýki verið mikið til umræðu
meðal málfræðinga, móðurmáls-
kennara og ýmissa annarra sem
áhuga hafa á íslensku máli. Fram
hafa komið margvísleg og ólík
sjónarmið, en það hefur háð um-
ræðunni að ekki hefur verið unnt
að styðjast við neinar tölulegar
upplýsingar um útbreiðslu og tíðni
þágufallssýki, og ekki verið ljóst
hvenær þróun í átt til þessarar
málbreytingar hófst. Rannsóknir
Ástu og Halldórs bæta mjög úr í
þessu efni.
Rannsókn Ástu
Svavarsdóttur
Rannsókn Ástu Svavarsdóttur
„Rétt að endurmeta hvort baráttan
við þágufallssýki sé réttlætanleg“
„Ég get ekki talað fyrir aðra en
sjálfa mig, en ég held að það sé
ríkjandi skoðun meðal ungra mál-
fræðinga að hlutverk þeirra sé
fyrst og fremst að rannsaka málið
og lýsa því, en ekki að halda fram
boðum og bönnum um málnotkun.
Á sviði málvöndunar tala málfræð-
ingar ekki sem fræðimenn heldur
sem hverjir aðrir málnotendur. í
reynd er svo sem enginn ágrein-
ingur um það milli yngri og eldri
málfræðinga að mönnum beri að
vanda mál sitt, og skrifa og tala á
þann hátt að skiljanlegt sé hvað
þeir eru að fara. Aftur á móti eru
skiptar skoðanir um eðli þessarar
málvöndunar. Ég er sjálf á þeirri
skoðun að of mikil áhersla hafi
verið lögð á ýmis formleg atriði.
I»egar við stöndum andspænis því í
móðurmálskennslu að margir
unglingar eru ekki sendibréfsfærir
verða atriði eins og hvort fremur
beri að segja „mig langar" en
„mér langar“ léttvæg."
Þetta segir Ásta Svavarsdótt-
ir, ungur málfræðingur sem
stundar framhaldsnám við
heimspekideild Háskóla íslands
og sinnir jafnframt stunda-
kennslu þar. Hún lauk BA-prófi
í íslensku árið 1981 og fjallaði
prófritgerð hennar um þágu-
fallssýki. í nýjsta hefti tímarits-
ins íslenskt mál birtir hún grein
um sama efni sem að stofni til er
byggð á prófritgerðinni. Rann-
sókn Ástu á fallnotkun 11 ára
— segir Asta
Svavarsdóttir
máifræðingur
skólabarna með nokkrum al-
gengum ópersónulegum sögnum
bendir til að þágufallssýki sé
talsvert útbreidd, þótt ekki sé
hún ríkjandi. Ennfremur gefur
rannsókn hennar vísbendingu
um að þágufallssýki sé algengari
hjá börnum sem gengur illa í
skóla og börnum úr stétt ófag-
lærðra verkamanna en öðrum. I
ljósi þessa telur hún rétt að
endurmeta hvort baráttan við
þágufallssýki sé réttlætanleg.
Eg hitti Ástu að máli og
spurði hana nánar um þetta
sjónarmið. En fyrst forvitnaðist
ég um af hverju hún notaði orðið
„þágufallssýki" alltaf innan
gæsalappa í ritgerð sinni.
„Ástæðan er sú að orðið sjálft
felur í sér ákveðið mat og hentar
því illa í fræðilegri ritgerð.
Sama er raunar að segja um ým-
is önnur hugtök í íslenskri
málfræði, eins og Gísli Pálsson
benti á í grein í Skími 1979. Mér
líst að mörgu leyti ágætlega á
tillögu Halldórs Halldórssonar
um að nota í staðinn orðið „mér-
un“. Hins vegar er orðið „þágu-
Áata Svavarsdóttir málfræöingur
Morgunbladið/Friðþjófur.
fallssýki" orðið fast i málinu og
allir vita við hvað er átt. Það
verður sennilega notað áfram í
daglegu máli, enda þótt menn
forðist það í fræðilegum ritgerð-
um.“
Þú segir að í ljósi niðurstaðna
rannsókna þinna á útbreiðslu
þágufallssýki sé rétt að endur-
meta hvort baráttan við hana sé
réttlætanleg. Geturðu skýrt nán-
i ar hvað þú átt við?
i „í fyrsta lagi er það álitamál í
hvað á að eyða orku móður-
málskennara. Það er ekki mitt
að dæma um það heldur skóla-
manna.
En mér finnst það umhugsun-
aratriði hvort íþyngja eigi
krökkum sem gengur illa í skóla
enn frekar með málfræðireglum,
sem ekki eiga sér stoð í máltil-
finningu þeirra. Mér sýnist að
það að nota þolfall með ákveðn-
um ópersónulegum sögnum sé
lærð málnotkun og að vissu leyti
í andstöðu við það sem mörgum
er eiginlegt. Svo virðist sem börn
myndi sér málkerfi á grundvelli
þess sem þau heyra og það virð-
ist vera tilhneiging í þessu kerfi
til að merkja ópersónulegar
sagnir þágufalli. Þegar þau
koma síðan í skóla eru þau
skikkuð til að læra reglur sem
eru í andstöðu við þetta sjálf-
mótaða málkerfi þeirra og það
veitist sumum þeirra erfitt. Börn
sem eiga almennt auðvelt með að
læra eiga líka auðvelt með að til-
einka sér þessar reglur um notk-
un þolfalls og varast þágufallið.
Börnum sem eiga almennt í erf-
iðleikum í námi gengur á sama
hátt illa að tileinka sér reglurn-
ar. Þarna myndast því málfars-
legt bil. Sú spurning vaknar
hvort við eigum að líta á móð-
urmálið sömu augum og hverja
aðra námsgrein, eða hafa í huga
að börn læra mál á náttúrulegan
hátt, á sama hátt og þau læra
t.d. að ganga."
Öttastu ekki að eftirgjöf á
þessu sviði leiði til ringulreiðar í
málkerfinu og bjóði frekari und-
anhaldi heim?
„Nei, ég held að þetta atriði
þurfi ekki að tengjast öðrum á
sviði málvöndunar. Ég er alls
ekki á móti því að lögð sé áhersla
á málvöndun í skólastarfi, þvert
á móti, hins vegar held ég að
ýmsir aðrir þættir séu mikilvæg-
ari en einstök formleg atriði eins
og þágufallssýki. Sú hætta er
jafnvel fyrir hendi að barátta
gégn breytingum á málkerfinu
leiði til enn meiri ringulreiðar.
Eitt af því sem kom mér mest á
óvart í niðurstöðum rannsóknar-
innar voru dæmi eins og „mig
þykir" — ég hélt satt að segja í
fyrstu að þau mætti rekja til
þess að krakkarnir sem ég próf-
aði væru svo ung að þau hefðu
ekki náð tökum á þessum hluta
málkerfisins. En athugun Hall-
dórs Halldórssonar styður tilvist
slíkra dæma því hann var með
eldra fólk. Það sem þarna gerist
er að menn beita tillærðu regl-
unni víðar en þar sem hún á við
— væntanlega vegna þess að hún
á sér ekki stoð í málkennd
þeirra. Þetta er sambærilegt við
það þegar sagt er „Ég hringdi í
Loftleiði", þar sem menn eru
með orð eins og „læknir“ í huga.“