Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Undir hausthimni Garðyrkja Hafliði Jónsson Samkvæmt almanakinu hefur Vet- ur konungur nú tekið völdin og víst hefur hann minnst á nálægð sína. Við, sem gróðri unnum, gerum þó allt sem við megum til að halda lífí í smávinunum fogru, m.a. með því að koma upp gróðurskálum, þar sem hægt er að njóta samvista við marg- víslegan gróður, þrátt fyrir vetrarrík- ið. Þeir, sem eiga þess kost að stytta biðina eftir vorgyðjunni í gróðurskálanum, verða léttari í lund en hinir sem verða að þrauka langan vetur án samneytis við lif- andi gróður. Þeim fjölgar stöðugt, sem byggja glerskála yfir svalir eða í tengslum við íbúðarhús sín, en aðrir reisa lítil gróðurhús á lóð- inni. Flest þessara litlu gróður- húsa eru flutt inn og ekki hönnuð fyrir okkar veðurfar. Þau hafa ekki þann styrkleika sem með þarf, til að standast stórviðrin sem hér koma. Það er því mikil- vægt að styrkja þau eftir því sem mögulegt er, fyrir vetrarveðrin. Of mikið er um, að hús þessi leggist saman í hvassviðrum og yfirleitt er glerið í þeim of þunnt og hættir við að brotna. Helst ættu þeir garðeigendur, sem stefna að því að koma sér upp gróðurskála, að huga vandlega að gerð hans, áður en hafist er handa. Umfram allt skal hafa það í huga að byggingin standist slæm veður og sé, ef mögulegt er, í tengslum við íbúð- arhúsið. Þá verða meiri not af gróðurskáianum og hann getur orðið að sannkölluðum vetrar- garði. Arkitektar okkar mættu huga að því, að gróðurskálar kæmu hér að meira gagni en opnar svalir. Nú hafa sjálfsagt allir lokið við að búa um þann gróður, sem ástæða er til að styðja og vernda fyrir vetrarveðrunum og þá er næsta verkefni að ganga frá og búa um garðáhöldin, svo að þau verði til reiðu og í fullkomnu lagi þegar til þeirra þarf að grípa á næsta vori. öll áhöld eru verðmik- il og ómaksins vert að halda þeim vel til haga og í góðri hirðu allan ársins hring, en ekki síst yfir þann tíma sem þau eru ekki i notkun. Sláttuvélina þarf að taka í sundur og smyrja allar legur vel og vand- lega og endurnýja það sem komið er slit í. Skóflur og kvíslar, hrífur, sköfur, klippur og önnur smááhöld þarf að þvo vandlega og bera síðan á alla slitfleti feiti, til að verja þá fyrir ryði, en mála sköft og annað sem minna mæðir á við notkun. Nauðsynlegt er að hafa vísan geymslustað fyrir öll áhöld, svo að þau séu til reiðu þegar með þarf, enda viðbúið að þau skemmist eða glatist, ef svo er ekki. Sólreitaglugga þarf helst að taka inn, þurrka þá og mála, svo að þeir endist betur og séu okkur ekki til vansa þegar viö leggjum þá yfir uppeldisreitinn í garðinum næsta vor. Margir hafa sólreitinn í notkun yfir veturinn. Þeir eru alls ekki fáir sem sá til garðblóma t.d. stjúpublóma, um mitt sumar og dreifsetja síðan í gróðurreit að hausti og hafa glugga yfir. Sumir hafa það einnig fyrir fasta venju að sá seint á haustin fyrir gulrót- um og steinselju og verða þá að hafa gler yfir þeim sáðbeðum. Þegar sólreitagluggar eru notaðir því sem næst allt árið, verður viðhald þeirra að fara fram að sumrinu þegar best hentar. En séu gluggarnir hafðir yfir reitum að vetrarlagi, þarf að festa þá vand- lega við karmana og er það örugg- ast að negla fjöl á öll horn hvers glugga og niður f karminn. Ef gróður (t.d. stjúpur) er í reitnum má frostvindur ekki komast að plöntunum. Frostið þola þær furðu vel, en trekkinn ekki, ef hann fylgir með. Þegar allt lauf er fallið af trján- um, er besti tíminn til að fella þau tré, sem orðin eru gömul og fúin og eiga sér litla möguleika til lengra lífs. Mikinn fjölda af göml- um og lasburða trjám er nú orðið tímabært að fella í eldri hverfum Reykjavíkur og trúlega víðar, en að sjálfsögðu þarf hvert tré vand- lega athugun áður en ákvörðun er tekin um að farga þvf. Þegar göm- ul tré eru felld, er hreinlegra að grafa upp rætur þeirra og í flest- um tilfellum er eðlilegt, að gróð- ursetja önnur tré eða runna í þeirra stað. Samkvæmt nýrri byggingarreglugerð, er þess nú krafist að fólk leiti heimildar til að fella gömul tré og hvet ég ein- dregið til þess að fólk hafi samráð við skrifstofu byggingarfulltrúa áður en hafist er handa við að höggva niður gömul tré, jafnvel þótt þau virðist dauðaleg og lítið augnayndi. Þá er vert að minnast á þann gróður, sem maðkaplágan fór illa með á síðastliðnu sumri. Allar lík- ur eru til þess að þau tré, sem urðu lauflaus eftir ágang maðksins, Svipmynd á sunnudegi: Walid Jumblatt Sagt er, að þegar Yasser Arafat hélt frá Líbanon á síðasta ári hafí W'alid Jumblatt, leiðtogi drúsa, hleypt af sjálfvirka Kalashnikov- rifflinum sínum upp í loftið til merkis um einingu með leiðtoga Pal- estínumanna. Það fylgir einnig sög- unni, að hann hafí lokað augunum þegar riffíllinn tók að gelta. Hvað svo sem rétt kann að vera virðist ofanskráð koma vel heim og saman við persónu Jumblatt. Þegar ferill hans er skoðaður virð- ist hann fremur veikgeðja og óstöðug persóna. Hann hefur verið ákaflega tvístígandi; ýmist forðast átökin í Líbanon eða þá hvatt til þess að vopnum verði beitt. Walid Jumblatt er fæddur þann 7. ágúst 1947 og er því 36 ára gam- all. Faðir hans, Kamal, var leið- togi sterkustu fylkingarinnar á meðal drúsa, en móðir hans var af ætt innan Yazbeka, sem voru and- stæðingar drúsa. Hann er hár og grannur og klæðist gjarnan galla- buxum og leðurjakka. Hár hans er tekið að þynnast, en hann er með mikið yfirskegg. Augun eru stór og stundum er eins og þau ætli hreinlega út úr höfðinu á honum. Á meðan borgarastyrjöldin geisaði í Líbanon á árunum 1975—76 var það helsta hlutverk Jumblatt að skrá menn í herlið drúsa, sem þá voru undir stjórn föður hans. I borgarastyrjöldinni var honum eitt sinn rænt af her- mönnum kristinna, en sleppt að þremur klukkustundum liðnum eftir að Camille Chamoun, þáver- andi forseti landsins, hafði beitt áhrifum sínum. Óvæntur leiðtogi Sagt er, að Jumblatt hafi tekið með semingi við forystuhlutverki drúsa þegar faðir hans var myrtur árið 1977. Kom nokkuð á óvart, að hann skyldi gefa kost á sér í leið- togastöðuna því lengstum var hann talinn hafa takmarkaðan áhuga á stjórnmálaþjarki. Fjöl- skylduvinir segja sér það enn í fersku minni þegar Walid leitaði á unglingsaldri skjóls 1 húsum þeirra kvöld eftir kvöld vegna þess að hann vildi ekki hlusta á hinar heitu umræður föður síns og vina hans um stjórnmál á heimilinu. Hitt mun einnig hafa verið ofarlega í huga hans, að afi hans var myrtur rétt eins og faðir hans. Sjálfur hefur Jumblatt einu sinni sloppið naumlega er honum var sýnt banatilræði. Sprengju var komið fyrir í bifreið hans í des- ember í fyrra, en hann slapp á lífi. Orðrómur komst aftur á kreik í vor, að honum yrði sýnt banatil- ræði. Kvaðst Jumblatt mundu grípa til aukinna öryggisráðstaf- ana, en bætti því jafnframt við, að aldrei væri hægt að vera fullkom- lega öruggur um líf sitt í landinu, þar léki heppnin stórt hlutverk. óhætt er að segja, að stjórn- málaskoðun Jumblatt hafi mótast af skoðun föður hans, sem stofn- aði framfaraflokk sósíalista árið 1947 og fékk m.a. friðarorðu Len- íns 1972. Jumblatt talar frönsku, Waiid Jumblatt með mynd af fbður sínum að baki sér. ensku og arabísku reiprennandi. Flutti hann til Parísar eftir morð- tilræðið, sem honum var sýnt í desember. Einhver óróleiki virðist hafa gripið Jumblatt í kjölfar morðtil- ræðisins og eftir að Palestínu- menn voru hraktir út úr Beirút og hermenn hans fóru í felur. Hann leysti í raun réttri upp stjórn- maálaflokk sinn og virtist kæru- leysið uppmálað er til hans sást í Beirút. Hegðan hans virtist í hæsta máta undarleg. Hann var oft ölvaður á almannafæri og varpaði þar með fyrir róða þeirri reglu drúsa að bragða hvorki áfengi né tóbak í heimalandi sínu. Tímamót Þegar Jumblatt yfirgaf sjúkra- húsið eftir banatilræðið í fyrra lýsti hann því yfir, að hann vonað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.