Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 9 Rússnesku keisarahjónin voru fórnarlömb byltingarinnar 1917 — var hægt að bjarga þeim? Sveik Georg V frænda sinn Nikulás II? Kafli úr nýrri bók um ævi Georgs V eftir Kenneth Rose Frændurnir Nikulás (til rinstri) og Georg í Englandi hegar sá sídarnefndi var prins af Wales. Móðir Nikulásar, María keisarafrú, rar systir módur Georgs, Alexöndru drottningar. Lloyd George, forsætisráðherra Breta í fyrri heimsstyrjöldinni, hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að hafa komið í veg fyrir að Nikulási II Rússakeisara yrði veitt hæli á Englandi eftir byltingu bolsévika 1917 og leyft að setjast þar að. Nú er því haldið fram að í raun og veru hafi það verið Georg V Breta- konungur, náfrændi keisarans, en ekki Lloyd George, sem kom í veg fyrir að keisarinn flýði til Bretlands. Tákn keisarastjórnarinnar brennd eftir raldaafsal Nikulásar. Fyrir framan böll Maríu ekkjukeisarainnu. etta kemur fram í nýút- kominni bók eftir Kenneth Rose um ævi Georgs V. Kon- ungurinn óttað- ist að óvild al- mennings í Bretlandi í garð rússn- esku keisarafjölskyldunnar kynni að einhverju leyti að færast yfir á brezku konungsfjölskylduna og lýðræðislega þingræðisstjórn Breta, ef zarnum og fjölskyldu hans yrði leyft að fara til Bret- lands eins og bráðabirgðastjórnin, sem mynduð var eftir febrúarbylt- inguna 1917, lagði til. Heimildir Kenneth Rose sýna að ritari konungs, Stamfordham lávarður, sem kom fram í umboði húsbónda síns, varaði brezku stjórnina þráfaldlega við því að veita keisarafjölskyldunni hæli. Konungurinn taldi að öllum stétt- um mundi gremjast það að keisar- afjölskyldunni yrði leyft að koma til Bretlands og setjast þar að, lík- lega í Balmoral-höll, þar sem aðrir staðir komu varla til greina. Hann taldi að þetta gæti stofnað stöðu konungdæmisins í hættu. Vegna afstöðu konungsins reyndi brezka stjórnin að víkja sér undan því að taka afstöðu til til- mælanna um að keisarafjölskyld- unni yrði boðið til Bretlands. Á sama tíma jukust áhrif róttækari afla í Rússlandi og allir möguleik- ar, sem kunna að hafa verið á því að bjarga keisaranum og fjöl- skyldu hans í brezkum tundur- spilli, urðu að engu. Nauðalíkir Georg V og Nikulás II voru systkinabörn og nauðalíkir. Mjög var kært með þeim, þótt þeir hitt- ust sjaldan. Hagsmunaárekstrar Breta og Rússa í Persíu og Afg- hanistan á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu engin áhrif á vináttu þeirra. Síðast hitt- ust þeir 1913 í Berlín, þar sem þeir voru gestir Vilhjálms II, en næstu fjögur ár skrifuðust þeir á. Þrettánda marz 1917 skrifaði konungurinn í dagbók sína: „Slæmar fréttir frá Rússlandi, raunveruleg bylting hefur brotizt út í Petrograd (áður St. Péturs- borg, nú Leníngrad) og nokkrar lífvarðarsveitir hafa gert uppreisn og myrt foringja sína. Þessi upp- reisn beinist gegn ríkisstjórninni, en ekki zarnum." „Ég er í öngum mínum," skrif- aði hann tveimur dögum síðar þegar honum var tilkynnt að Nik- ulás hefði verið neyddur til að undirrita valdaafsal. „Hugur minn er stöðugt hjá þér,“ sagði hann í skeyti til Rússlandskeisara, „og ég mun ávallt vera þér trúr og trygg- ur vinur .. “ Rússneska bráða- birgðastjórnin kom í veg fyrir að Nikulás fengi þetta skeyti í hend- ur. Undirrót þjóðsögunnar Lloyd George, sem hafði meiri samúð með bráðabirgðastjórninni en keisaranum, sendi hinum nýja forsætisráðherra, Lvov fursta, fleðulegt skeyti, þar sem hann kallaði byltinguna „merkasta framlag rússnesku þjóðarinnar til málstaðar Bandamanna í stríð- inu“. Konungurinn var óánægður með tóninn í skeytinu og Stam- fordham lávarður, ritari hans, kvartaði yfir því við Lloyd George að hann hefði kveðið of fast að orði. Lloyd George tók gagnrýn- inni vel, en benti á að bylting hefði markað upphaf konungsstjórnar í Bretlandi og Stamfordham gat ekki neitað því. Þessi ágreiningur konungsins og forsætisráðherrans varð kveikjan að þeirri þjóðsögu, að það hefði verið konungurinn, sem hefði reynt að bjarga frænda sínum úr þeim háska, sem hann komst í af völdum byltingarinnar, en Lloyd George hefði komið í veg fyrir það af miskunnarleysi og með henti- stefnusjónarmið að leiðarljósi. Mountbatten lávarður, sem ráðinn var af dögum fyrir fjórum árum (móðir hans var systir rússnesku keisarafrúarinnar), ýtti undir þessa þjóðsögu og hélt því fram til dauðadags að hendur Lloyd Georges væru ataðar blóði keis- arafjölskyldunnar. Bréfaskipti konungsins og keis- arans í marz og apríl 1917 leiða annað í ljós. Þau sýna að brezka ríkisstjórnin hefði verið fús að bjóða keisaranum og fjölskyldu hans hæli, ef konungurinn — en ekki hinn róttæki forsætisráð- herra sem sagt var að vildi kaupa frið við stuðningsmenn sína — hefði ekki látið í ljós ugg um af- leiðingarnar og brugðizt frænda sínum þegar hann og fjölskylda hans voru í hvað mestri hættu stödd. Utanríkisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar, Pavel Miliukov, vakti fyrstur máls á hugmyndinni um að keisarafjölskyldan færi til Englands. Áður en brezka stjórnin gat tekið afstöðu til tillögunnar sendi Miliukov annað skeyti með beiðni um að keisarafjölskyldan fengi hæli. Utanríkisráðuneytið sendi varkárt svar: brezka stjórn- in mundi fagna því ef keisarinn færi frá Rússlandi, en velti því fyrir sér hvort Danmörk eða Sviss yrðu ekki hentugri dvalarstaðir. Brezki sendiherrann í Moskvu, Sir George Buchanan, bað þá um að fá að bjóða keisaranum hæli á Eng- landi og tilkynna rússnesku stjóminni að hann fengi að dvelj- ast þar meðan á stríðinu stæði. Stamfordham sagði að á fundi, sem hann og Lloyd George áttu um framtíð keisarans 22. marz með Bonar Law, leiðtoga íhalds- manna, og Hardinge, ráðuneytis- stjóra utanríkisráðuneytisins, hefði ríkt almennt samkomulag um að ekki væri hægt að hafna beiðninni um að veita keisaranum hæli, enda væri þörf á góðum tengslum við Rússa. Konungsritarinn benti á að keisarinn gæti aðeins setzt að í Balmoral-höll, sem væri „ekki við- eigandi aðsetur á þessum árs- tíma“. Samþykkt var að þegar Buchanan byði zarnum hæli skyldi hann fara fram á að rússneska stjórnin legði fram fé til að gera *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.