Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
„Uppgj afar hlj óð
í kennurum“
Morgunblaðið/Friðþjófur
Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri í íslensku.
— segir Guðmundur
B. Kristmunds-
son námsstjóri
í íslensku
„Kcnnarar eru hvattir til að
sinna málvöndun í kennslu sinni á
hvaða stigi skólans sem er. Farsæl-
ast er að gera það með jákvæðum
umræðum og ábendingum. Til að
mynda ætti að gera það með því að
hvetja nemendur til að fylgjast
með umræðum um málvöndun í
fjölmiðlum."
Höfundur þessara orða er
Guðmundur B. Kristmundsson
námsstjóri í íslensku í skóla-
rannsóknadeild menntamála-
ráðuneytisins. Þau er að finna i
nýjum leiðarvísi um nám og
kennslu sem sendur hefur verið í
alla grunnskóla landsins. Ég
spurði Guðmund um hlut mál-
vöndunar í móðurmálskennslu.
„Þetta er sú lína sem ég við að
kennarar dansi, ef svo má taka
til orða,“ sagði Guðmundur. „I
grunnskólalögunum er farið al-
mennum orðum um málvöndun,
og í aðalnámsskrá eru að auki
ýmsir þættir sem tengjast mál-
vöndun. í kennslubókum sem
notaðar eru í grunnskólanum,
t.d. Móðurmáli eftir Ársæl Sig-
urðsson og Málvísi eftir Indriða
Gíslason, er vikið að nauðsyn
þess að vanda mál sitt, en auð-
vitað má segja að sjálf mál-
fræðikennslan feli í sér mál-
vöndun, málfræðireglur eru
einskis virði ef þær eru ekki sett-
ar í samhengi við lifandi mál.“
Einn þátturinn í málvöndun-
arstarfi í skólum hefur verið að
benda nemendum á að varast
málnotkun sem talin er óæski-
leg. Þágufallssýki er dæmi um
þetta. En svo virðist sem þetta
starf hafi ekki borið mikinn
árangur.
„Ég held að kennarar séu bún-
ir að leggja á sig mikið starf til
að kveða þágufallssýki niður. í
kennslubókum eru heilu kaflarn-
ir sem beinast að því að kenna
notkun falla með ópersónulegum
sögnum. Sú spurning vaknar að
vonum hvers vegna allt þetta
mikla starf hefur borið svo lítinn
árangur sem raun ber vitni. Ég
neita því ekki að ég heyri upp-
gjafarhijóð í kennurum varðandi
þetta atriði. Þeir benda á að
nemendur segi við þá þegar tal-
inu er vikið að þágufallssýki, að
svona tali nú pabbi og mamma,
eða jafnvel afi og amma. Ég held
að meirihluti kennara sé þeirrar
skoðunar að árangur af öllu
þessu starfi sé lítill."
Heldurðu kannski að einhverj-
ir séu þegar hættir að vara við
þágufallssýkinni?
„Ég hef ekki heyrt um það, en
ég veit að margir eru farnir að
velta því fyrir sér hvort þeir eiga
yfirleitt að standa í þessu. Sú
skoðun hefur komið fram á
fundum móðurmálskennara og í
viðræðum við þá að stríðið við
þágufallssýkina sé tapað, að hún
sé orðin það útbreidd að þarna
sé verið að berjast við risa sem
ekki verði felldur."
Hvaða viðhorf eru einkum
ríkjandi í móðurmálskennslu í
grunnskólum?
„Ég held að segja megi að þrjú
meginviðhorf ríki í móðurmáls-
kennslunni. í fyrsta lagi að mál-
ið sé menningararfur sem okkur
ber að flytja frá kynslóð til
kynslóðar, og þetta er það við-
horf sem einkennir flestar
kennslubækur okkar. í öðru lagi
er litið á móðurmálið sem „tæki“
til félagslegra samskipta. Þetta
viðhorf kallar á kennsluhætti
sem byggjast á samvinnu ein-
staklinga og málnotkun þeirra á
milli. A þessu er farið að bera í
skólastarfi. f þriðja lagi er litið
svo á að móðurmál sé nátengt
hugsun mannsins. f því sam-
bandi er hvatt til alls konar
skapandi vinnu sem á að auka
sjálfsrýni nemenda. Einnig má
benda á frjálsan lestur, frjálsa
ritun, leikræna tjáningu og
tækifæri til munnlegrar tján-
ingar. Vinna af þessu tagi er tal-
in efla sjálfstraust nemenda og
sjálfsvitund.
Mér virðist að við verðum að
taka tillit til allra þessara meg-
inviðhorfa í móðurmálskennslu.
Ég er þeirrar skoðunar að ekki
beri að líta á móðurmál ná-
kvæmlega sömu augum og aðrar
námsgreinar. Móðurmálið lær-
um við á annan hátt, og erum að
læra það og nota í öðrum náms-
greinum. Frekar held ég að líta
beri á móðurmálskennsluna í
skólum sem framhald á því mál-
uppeldi sem börn hafa þegar
fengið á heimilum sínum."
lítillar skólagöngu og ættu erfitt
með nám, og væri þarna kominn
vísir að stéttbundnum mállýsku-
mun.
í grein í tímaritinu Skími frá
1979 hefur Gísli Pálsson haldið því
fram að samhengi sé á milli þágu-
fallssýki og þjóðfélagsstöðu og
baráttan geti stuðlað að og skerpt
stéttbundinn mállýskumun auk
þess að vekja málótta meðal al-
mennings, hræðslu við að tjá sig
opinberlega af ótta við að hafa
ekki viðurkennda málnotkun á
valdi sínu. Ásta Svavarsdóttir tel-
ur að rannsókn sín styðji þessa
hugmynd Gísla, og í framhaldi af
því segir hún í áðurnefndri grein í
tslensku máli að full ástæða sé til
að endurmeta það hvort baráttan
við þágufallssýki sé réttlætanleg.
Svo virðist sem margir ungir
málfræðingar séu sammála þess-
um gagnrýnendum. Einn úr þeim
hópi, Eiríkur Rögnvaldsson, reyn-
ir t.d. að rökstyðja þá skoðun í 2.
hefti Skímu 1983, að þágufallssýki
sé ekki aðeins eðlileg og heilbrigð
þróun málsins, heldur jafnframt
að einhverju leyti æskileg.
Þessi róttæku viðhorf má gagn-
rýna frá mörgum hliðum. Mikil-
vægasta ábendingin er sú að þau
styðjast yfirleitt við litlar rann-
sóknir á raunverulegri málnotkun
í landinu. Aldrei hefur verið sýnt
fram á að hér sé fyrir hendi
stéttbundinn mállýskumunur, auk
þess sem draga má í efa þær kenn-
ingar um skiptingu manna í stétt-
ir sem að baki liggja. Hér virðist
vera innfluttur varningur á ferð,
svo notað sé orðalag Halldórs
Halldórssonar í viðtalinu hér til
hliðar, enda eru höfundar þessara
hugmynda menntamenn sem
stundað hafa nám í löndum þar
sem mállýskumunur er raunveru-
legt vandamál.
Hin málfræðilega gagnrýni
virðist m.a. horfa fram hjá þeirri
sögulegu staðreynd að notkun
þolfalls með ópersónulegum sögn-
um hefur verið ríkjandi í íslensku
ritmáli frá upphafi. Hin nýja
sögulega athugun Halldórs Hall-
dórssonar hefur enn staðfest þetta
atriði.
Uppgjöf í skólum?
Það kemur fram í samtali við
Guðmund B. Kristmundsson
námsstjóra í íslensku, hér til hlið-
ar, að margir móðurmálskennarar
eru að gefast upp í baráttunni við
þágufallssýkina. Þeir telja sig ekki
sjá nægan árangur af starfi sínu.
Á fundum móðurmálskennara
heyrast þær raddir að rétt sé að
viðurkenna ósigurinn, og snúa sér
að öðrum og brýnni atriðum á
sviði málvöndunar.
Þessar raddir virðast þó ekki yf-
irgnæfandi, og sennilega er meiri-
hluti kennara á þeirri skoðun að
rétt sé að halda áfram að brýna
hina viðurkenndu fallnotkun fyrir
nemendum. Engin athugun hefur
þó verið gerð á viðhorfum kennara
í þessu efni, en nógu væri það for-
vitnilegt. Það kemur fram í sam-
talinu við Halldór Halldórsson að
hann telur að ein ástæðan fyrir
því hve illa hefur gengið að kveða
þágufallssýkina niður sé linka í
skólakerfinu sjálfu. Móðurmáls-
kennslan sé í röngum farvegi, og
ef til vill séu kennarar ekki nógu
vel menntaðir.
Framtíð þágufallssýki
Af framansögðu er ljóst að með-
al lærðra og leikra eru skoðanir á
þágufallssýki mjög skiptar. Ef
rétt er að kennarar í skólum
landsins séu almennt að gefast
upp á að kenna nemendum sínum
rétta fallnotkun með ópersónu-
legum sögnum hlýtur þágufalls-
sýki að verða ofan á í íslensku
máli. Enn virðist þó vera unnt að
hindra að svo róttæk málbreyting
festist í sessi, en þá hlýtur líka að
þurfa að koma öflugt átak frá yf-
irstjórn menntamála í landinu.