Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Aðalheiður er eini skósmiðurinn í stéttinni, sem fæst ein- göngu við nýsmíðar. Hún hannar, sníður, sauma og sólar og kaupir ekkert tilbúið. Arnviður alsæll í nýjasta söðlinum hennar Arndísar, þótt hestamönnum þyki eflaust eitthvað athugavert við ásetuna ef betur er að gáð. litla skó, sem einhver á von á i saengurgjöf á næstunni. „Byrjaöi snemma að rífa í sundur hljóðfæri Viðfangsefni Snorra Arnarsson- ar eru hvað nútímalegust af því, sem þremenningarnir fást við, en Snorri smíðar rafmagnsgítara og gerir auk þess við slík hljóðfæri. „Ég fór snemma að grípa í hin ýmsu hljóðfæri og jafnframt að rífa í sundur þau sem ég eignað- ist,“ segir Snorri, aðspurður hvernig þetta áhugamál hans hafi komið til, og bætir því við að mis- jafnlega hafi gengið að koma „græjunum" saman aftur. „f Menntaskólanum í Reykjavík kynntist ég manni með svipuð áhugamál, Hans Jóhannssyni, sem nú er orðinn fiðlusmiður. Við sökktum okkur niður í þetta og hættum báðir í skólanum áður en yfir lauk. Hans fór til útlanda til náms í fiðlusmíði en ég hafði ekki áhuga á smíði klassískra hljóð- færa og þar sem hvergi er boðið upp á skipulegt nám í smíði raf- magnshljóðfæra, hef ég orðið að fikra mig áfram, læra af sjálfum mér og fylgjast með því sem aðrir eru að gera í útlöndum. Það eru ekki nema um það bil 40 ár síðan rafmagnshljóðfæri komu til sög- unnar. Rafmagnsgítarinn er í stöðugri þróun og aragrúi kenn- inga uppi um það, hvernig hinn fullkomni rafmagnsgítar eigi að vera. Ég legg aðaláhersluna á að hægt sé að ná eins fjölbreyttum hljómum úr hverju hljóðfæri og unnt er. Svo hef ég verið að gera tilraunir með smíði kennsluhljóð- færa, s.s. sílafóna og nýja gerð af rafmagnspíanói, þar sem strengir eru notaðir sem tóngjafar í stað tónkvísla og þannig komist nær hinum upprunalega píanóhljómi. Hljóðfærasmíði hefur frá fornu fari verið sveipuð ákveðnum dul- arljóma," segir Snorri, „en þetta Snorri er bér væntanlega upptekinn vió að „klæðskera- sníða“ hljóm og útlit rafmagnsgítars eftir sérþörfum ein- hvers vandláts viðskiptavinar. „Góður andi í panelnum“ er bara nákvæmnisvinna — í bland við smánæmleika." — Hvaðan færð þú hugmyndir í tengslum við hljóðfærasmíðina? „Aðalstarfið felst, eins og er, í viðgerðum og breytingum á hljóðfærum en hugmyndir að hinu fæ ég bara hist og her. Mér líður vel í þessu húsnæði og það er alveg einstaklega góður andi í panelnum hérna," segir Snorri og glottir við. „Annars eru engin takmörk fyrir þvthvað hægt er að gera við raf- magnsgítar," bætir hann við. „Draumaviðskiptavinurinn er sá, sem hefur ákveðnar hugmyndir og getur þróað sitt eigið, persónulega „sánd“ í samvinnu við hljóðfæra- smiðinn. Það er hægt að „klæð- skerasníða" bæði hljóm og útlit hljóðfæris eftir þeim sem í hlut á.“ — En hvernig stendur þú að vígi gagnvart innfluttum hljóðfærum? „Ég hef verið að grufla talsvert í því,“ segir Snorri, „og komist að þeirri niðurstöðu, að með lág- marks fyrirgreiðslu í „kerfinu" gæti maður keppt við ódýrustu innfluttu rafmagnsgítarana. í fyrra felldi þáverandi ríkisstjórn niður tolla af innfluttum hljóð- færum en ég hef hins vegar þurft að borga fulla tolla af efni í hljóð- færi, sem ég smíða hér heima. Ég hef margoft sótt um niðurfellingu, því eg held að hér sé hreinlega einhver misskilningur á ferðinni, en ekkert gengur," segir Snorri og hefur heldur þyngst á honum brúnin. „Það er einhver melur í fjármálaráðuneytinu, sem hefur með þetta að gera en hann er bara aldrei við. Svo finnst mér kominn tími til að íslendingar losi sig við minni- máttarkennd gagnvart íslenskum vörum," segir Snorri að lokum. „Gerði viö brunabíla, blæjujeppa og barna- vagna á ísafiröi „Ætli það hafi ekki verið viss rómantík, sem varð til þess að ég fór út í þetta," segir Arndís Jó- hannsdóttir, eini kvenkyns söðla- smiðurinn á Islandi. „Bæði fannst mér handverkið heillandi og einn- ig það að vinna sjálfstætt og þurfa ekki að vera undir stjórn eins eða neins." Arndís kveðst hafa verið eitt ár í London þar sem hún lærði reið- tygjasmíði við Cordwaiwers Technical College og síðan í læri hjá tveimur meisturum hér á landi. Nú er Arndís sjálf orðin meistari með einn lærling, sem heitir Dagmar Eiríksdóttir og seg- ist staðráðin í því að læra listina til fullnustu. Svo er ein í læri á Selfossi, eftir því sem Arndís kemst næst. Stétt söðlasmiða er því ekki í bráðri útrýmingar- hættu, frekar en skósmiðirnir, a.m.k. ekki þar sem kvenþjóðin er annars vegar. — Arndís bjó á ísafirði síðast- liðið ár og þar sem Isfirðingar eru kunnari fyrir aðrar íþróttir en hestamennsku spyr blm. hvernig henni hafi gengið að finna sér viðfangsefni þar. „Mér gekk vel að vinna á ísa- firði en seldi mest suður," segir Arndís. „Það er lítið um hesta- mennsku á ísafirði en hins vegar gerði ég við brunabíla, þ.e. „statív" fyrir gírstengur og þess háttar, blæjujeppa, barnavagna og kafarabúninga, svo ég var ekki verkefnalaus. En ég var ein með litla vinnustofu og það var ekki laust við það að það yrði leiði- gjarnt að sitja ein við vinnu alla daga. Það er því breyting til hins betra að vera komin hingað. Sá útgjaldaliður, sem vegur þyngst þegar verið er að koma sér upp verkstæði, eru verkfærakaup- in,“ segir Arndís aðspurð, „það þarf að kaupa allt slíkt að utan en nú er ég komin með það sem til þarf, þó að alltaf megi bæta við sig. Helstu viðskiptavinirnir eru auðvitað hestamenn en ég hef líka gert fellingarútbúnað fyrir dýra- lækna og sérsmíðað reiðtygi fyrir fatlaða, s.s. tauma fyrir einhenta og sérstaka hnakka. — Er samkeppnin mikil? „Já, hún er töluverð því það er mikið flutt inn af útbúnaði fyrir hestamenn og Þjóðverjar eru meira að segja farnir að framleiða hnakka, sem eru sérstaklega ætl- aðir íslenskum hrossum. En ég hef nóg að gera og hef enga ástæðu til að kvarta," segir Arndís og aftek- ur með öllu að vera með neinn barlóm. Upp á síðkastið hef ég aðallega verið í nýsmíði, en núna — þegar hross eru komin í haustbeit — á ég von á því að meira verði um viðgerðir." — Eru óskir fólks varðandi það hvernig það vill hafa reiðtygin eitthvað að breytast? „Nei, það hef ég ekki orðið vör við,“ segir hún. „Eg geri t.d. lítið af því að flúra út og þvíumlíkt. Hins vegar er oft komið með kvensöðla til viðgerðar. Þeir eru notaðir sem stofustáss og svo er víst vinsælt að gifta sig í Árbæj- arkirkju um þessar mundir og þá kemur brúðurin stundum ríðandi til kirkju í söðli á íslenskum bún- ingi. Að því slepptu veit ég ekki til þess að nokkur kona ríði í söðli nú.“ — Skarast handverk ykkar þriggja á einhvern hátt þannig að þið getið haft gagn af? „Við Heiða notum báðar leður, stundum sömu tegundir og lánum þá hvor annarri. Svo er oft hlaupið á milli með verkfæri og alltaf er einhver til þess að hella upp á könnuna," segir Arndís og bætir því við að samvinnan sé góð og sér finnist afar jákvætt að reka svona verkstæði í sameiningu. „Við erum ekki eins bundin við staðinn og svo veitum við hvort öðru andlegan stuðning. Við höfum öll upplifað sömu tilfinninguna; að finnast við vera ein í heiminum með það sem við höfum verið að gera og vera jafnvel komin á fremsta hlunn með að hætta við það á tímabili. En því er ekki að heilsa núna.“ h.h.s. Texti: Helga Sigurðardóttir. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.