Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 79 Bergþóra á sér enn von Þau mistök urðu í viðtalinu við Bergþóru Árnadóttur é síöustu Járnsíðu, að sagt var að hún heföi ekki fengið neitt svar frá Menn- ingarsjóöi varöandi fyrirspurn sína um styrk til að vinna aö laga- smíðum við Ijóð úr Skólaljóðum. Hið rétta er, aö hún fékk svar, stutt og laggott, þar sem beiðni hennar var hafnaö. Bergþóra mun hafa ætlaö sér að sækja um þennan styrk ööru sinni nú í haust og hefur Járnsíöan fregnaö, aö e.t.v. kunni umsókn hennar aö veröa betur tekiö að þessu sinni. Má víst aö einhverju leyti rekja þaö til hingaökomu bandarísks manns, Paul Westwind aö nafni. Westwind þessi kom hingaö til lands fyrir skemmstu og ætlaöi sór aöeins aö vera „stopover". Fyrir einskæra tilviljun heyröi hann í Bergþóru í útvarpi og heillaðist af söng hennar. Westwind er ekki meö öllu ókunnur þjóölagatónlist. Hann er lektor í nútíma þjóölaga- tónlist og kom hingað til lands til þess aö viöa að sér efni í doktors- ritgerö, sem hann er aö vinna aö. Á hún aö fjalla um nútíma þjóö- lagatónlist á Noróurlöndum. Tomas Ledin og konungshjónin TOMAS Ledin er sænskur kappi, sem við höfum skýrt frá hér á Járnsíðunni. Ekki er hann bara kappi, heldur er hann að auki fádæma vinsæll í Svía- veldi. Hefur hann á hverju ári í heilan áratug efnt til heljarmik- illar tónleikaferðar um skemmtigarða Svíþjóðar og jafnan skemmt þúsundum áhorfenda í hvert sinn. Sænska drottningin Sylvia, eiginkona Karls Gústafs, Svía- konungs, er einlægur aðdáandi Ledins og fer ekkert í launkofa meö þá skoðun sína. Mætti hún galvösk á eina tónleika hans í sumar og aö sjálfsögðu var kóngurinn meö í förinni. Með- fylgjandi mynd var tekin er kon- ungshjónin heilsuöu upp á Led- in aö tónleikunum loknum. Aö- dáunarsvipurinn í andliti Sylvíu leynir sér vart, eða hvað finnst ykkur. Kiss-flokkurinn án farða, en Ijótur sem fyrr. Fjórmenningarnir í Kiss farðalausir — reiðarslag fyrir alla litlu „grísina“ Þá er þaö komið á hreint. Fjór- menningarnir í Kiss hafa ákveöið að nema brott andlitsfarðann, sem verið hefur helsta einkenni þeirra á sviði, allt frá því sveitin kom fyrst fram. Ef marka má viöbrögö í bresku poppritunum er þessi ákvöröun hljómsveitarinnar áhangendum hennar sannkallaö reiöarslag og ætla má, aö viöbrögö allra litlu „grísanna" hér á landi veröi i sama dúr. Kiss er um þessar mundir aö leggja síöustu hönd á undirbúning tónleikaferöalags um Bretlandseyj- ar. Mun flokkurinn troöa þar upp án alls faröans, þannig aö sumir af nýrri aödáendunum fá aldrei aö sjá goöin sín í réttum umbúöum. London - London - London Skemmti-, skoðunar- og verslunarf.erö til London 9. til 16. nóv. Búiö verður á hinu glæsilega Penta hóteli í London. Heimsóttir margir merkisstaðir s.s. Westminster Abbey, Traf- algar Square, Barbican listamiöstööin, vaxmyndasafn Madame Tussaud’s og önnur heimsfræg söfn og sögustaöir. Auk þess heilla glæsileg verslunarhverfi, Regent- og Oxfordstræti, og heimsfrægar stórverslanir, Harrods o.fl. Leikhús, óperur og söngleikir, nýjustu stórkvikmyndir veraldar og knattspyrna um helgar. Verö feröar: kr. 14.163. Innifaliö: Rug, gisting í 2ja m. herb., morgunveröur, flutningur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. FLUCFERDIR » SÓLARFLUG Vesturgata 17, símar 10661 — 15331 og 22100. II. | : « $ • • •■-H -—"1“ FULLKOMIÐ ORYCCI í VETRARAKSTRI Á GOODYEAR VETRARDEKKJUM Öruggari akstur á ísilögðum vegum Cott grip í brekkum með lausum snjó Góðir aksturseiginleikar á ójöfnum vegum Stöðugleiki Góðir hemlunareiginleikar í hálku við erfiðar aðstæður coodyear vetrardekk eru gerð úr sér- stakri gúmmíblöndu og með mynstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. GODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. Fullkomin hjóibarðaþjónusta Tölvustýrö jafnvægisstiiiing OOOD^rCAR |H]HJKIAHe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.