Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 77 VELVAKANDI SVARAR ( SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Nokkrar spurning- ar til yfirvalda Guðbjörn Jónsson, Hofsósi, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er með nokkrar spurningar, sem ég hefði óskað eftir að yrði svarað, en þeim er bæði beint til stjórnvalda og ráða- manna á Patreksfirði: 1) Hvað hafa margir aðilar rekið Frysti- húsið Skjöld frá því að 0. Jó- hannsson hætti rekstri? 2) Ef Skjöldur verður seldur á 7,5 millj- ónir: Hvað kostar þá hver rúm- metri í húsnæðinu? 3) Er það eðli- legt, að Byggðasjóður styrki stofn- un fyrirtækis, sem beinlínis skað- ar rekstrargrundvöll annars fyrir- tækis á sama stað? 4) Nú er vitað, að fjárfesting í vinnslu sjávarafla á Patreksfirði er nóg: Er það þá stefna núverandi stjórnar að auka fjárfestingu þessa að óþörfu? 5) Hvernig er Skjöldur búinn tækj- um til vinnslu? 6) Hver er meðal- nýting hjá Frystihúsinu Skildi, þegar það var í rekstri? 7) Hver er meðalnýting hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar? 8) Hver er hugs- anleg þörf á fjármagni til þess að kosta bátakaup og annað sem þarf til að eðlileg nýting geti orðið í þessum rekstri á Patreksfirði? Er það undarlegt þótt lífskjör al- mennings séu léleg? H.SJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eftir að hafa hlustað á þátt frá Patreksfirði í útvarpinu í gær, datt mér eftirfar- andi í hug: Er virkilega ekkert at- hugavert við það að selja almenn- ingi hlutabréf í gjaldþrota fyrir- tæki? Er undarlegt, þótt lífskjör almennings á íslandi séu léleg, ef fyrirtækjunum er yfirleitt stjórn- að eins og margumræddu frysti- húsi á Patreksfirði? Er undarlegt þótt lífskjör sjómanna séu léleg, ef rekstur vinnslustöðvanna í landi er svo ömurlegur, að þær þurfi að borga 25 milljónir króna á ári að- Vísa vikunnar 99 Þá er búið að fella þig ... “ - s>l!«i v»r»foim»ðui VMSl við Bj»rnfrí»i LeósdóUur eflir ko.sningu ■ H*mhAndssljórnin» AFAB MINCT Mw» I v :,fc M 1 -- ■ffrvrnnrfðtnfl. « .ÞW»' ,,r úr itjörni frlli mig lit hugmyndir nú’ Þ«r h»í» v»n« I |«,A út úr k»ff«ré.r h*r t þtngtnu »f Þ»»»u I Bi.rnfrlAur I »»m h«gf.r. f6lki. Mm .lluf vlll W 1 Morgunhl.ft.in. t og K»f« vnd.l.u- frwU NO « Kratasnáöinn brosir breitt því Bjarnfríður er dottin, en „jakinn“ ekki játar neitt þó jafnan kippist spottinn. Hákur. eins í vexti og afborganir. Það var ekki á forráðamönnum frystihúss- ins að heyra, að þeir bæru neina ábyrgð á þessu fáheyrða bruðli, enda auðheyrt að það kæmi í hlut okkar skattborgaranna að borga brúsann. Eftir hverju er fólk að slægjast? Guðbjörg Calmon hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi vegna slyssins sem varð á Breiðholtsbraut í gær (fimmtud. 20. okt.). Mig langar til að skora á landa mína að temja sér þá hátt- semi í framtíðinni að leyfa lög- reglunni að vinna störf sín f friði, ég tala nú ekki um þegar hún er að sinna björgunarstörfum. Þeir Breiðholtsbúar sem þurftu að komast heim til sín í gærkvöldi, komust ekki áleiðis á bílum sínum fyrir örtröðinni á slysstaðnum. Ég er ansi hrædd um, að slíkur mannfjöldi eins og þarna safnað- ist saman, geti beinlínis boðið hættunni heim og valdið slysum. Eftir hverju er fólk eiginlega að slægjast, þegar svona á sér stað? Að sjá hinn slasaða? Getur ein- Ljósm.: Snorri Snorrason hver svarað því? Þarna var jafn- vel fullorðið fólk með börn. Mér finnst það hneykslanlegt. Að það skuli þurfa að kalla á liðsauka lögreglumanna til að bægja fólki frá slysstað. Ja, slíkt sæi maður hvergi erlendis, svo mikið er víst. Smekkleysa B.G. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hlusta oft á útvarpið á fimmtudögum, yfirleitt á kvöldin, þegar eitthvað bita- stætt er í því. Og í gærkvöldi (20. okt.) lagði ég við hlustir hjá „vara- dagskrárstjóra" nokkrum. f sem fæstum orðum: Mér finnst ekki leyfilegt að demba svona rugli yfir landslýð, svona þvælu. Þetta hlýt- ur að hafa gengið fram af fólki. Sami „dagskrárstjóri" var með sjónvarpsþátt sl. vetur, og þar var sama sagan. Hann er talinn snið- ugur, en hvorugur þessara þátta var til vitnis um það. Eitt dæmi: Gullfallegt lag, „Söngur villiand- arinnar", var leikið af hljómplötu. Á meðan gall við hver skothvellur- inn eftir annan. Annað var í svip- uðum dúr: Smekkleysa. Frá slysstað á Breiðholtsbraut. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Tjóniö nemur tugum milljónum króna. Rétt væri:... nemur tugum milljóna króna. SIGGA V/GGA £ iiLVtVAU Hundaeigendur og aðrir vinir hunda Sýnum samtakamótt og sameinumst um áhugamál okkar í öflugu félagi Hundaræktarfélag íslands er félág þeirra sem vilja óskoruö réttindi til aö njóta félagsskapar hundsins: • stuöla aö hreinræktun þeirra kvnja sem til eru í landinu, • bæta meðferö og ögun hunda, • fræða um eðli hundsins, og • sýna ræktarsemi öllum hundum. Viö þurfum á aöstoð ykkar aö halda til aö ná settu marki. Þú getur aðstoöað okkur meö því aö gerast félagi. Tekiö á móti innritunarbeiönum í félagiö í símum: 9-1-31529 skrifstofan, 91-44984 Guörún, 91-45699 Sigríö- ur, og hverfastjórnin um land allt. SPARISKÍRTEINIRÍKISSJOÐS: sötugengi midaó vii 4,5% vexti umfram veritr. pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. Sölugengi pr. 100 kr. 4,5% vextirgilda til ööíugengi pr. 100 kr. 4,5% vextir gilda til 1970 _ _ 16.023 05.02.84 1971 13.975 15.09.1985 - - 1972 12.910 25.01.1986 10.475 15.09.1986 1973 8.026 15.09.1987 7.808 25.01.1988 1974 5.079 15.09.1988 - - 1975 3.799 10.01.1984 2.814 25.01.1984 1976 2.544 10.03.1984 2.126 25.01.1984 1977 1.841 25.03.1984 1.558 10.09.1984 1978 1.248 25.03.1984 995 10.09.1984 1979 856 25.02.1984 644 15.09.1984 1980 564 15.04.1985 437 25.10.1985 1981 374 25.01.1986 280 15.10.1986 1982 261 01.03.1985 194 01.10.1985 1983 150 01.03.1986 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 gialddöqum á ári Með 1 gialddaga á árí Láns- Ávöxtun Söluqem 3! Söluqen 3! tími Sölu- umfram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV" ársvextir ársvextir HLV" 1 95,18 2 9 79 80 89 72 73 83 2 92,18 2 9 67 69 82 60 62 75 3 90,15 21/2 9 58 60 75 51 53 68 4 87,68 21/2 9 51 53 69 44 46 61 5 85,36 3 9 47 49 67 41 43 59 6 82,73 3 91/4 7 80,60 3 91/4 Athugið að sölugengi veðskuldabrófa er háð 8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað út 9 75,80 3 91/2 fyrir hvert bréf sem tekið er i umboðssölu. 10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir. Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega Getur bú ávaxtað betur bitt pund? Notfærðuþérþá möguleika sem verðbrefaviðskiptibjóða. - þú verðtryggir sparife þitt og getur fengið allt að 10% ársvexti þar ofan á - vaxandi verðbréfaviðskipti auðvelda endursölu verðbréfa ef þu vildir losa fé fyrr en þú ráðgerðir. KAUPÞING HP\ Husi Verzlunarinnar, 3. hæð simi 86988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.