Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 38
78
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983
Ný plata — Dropi í hafið:
Ungur Húsvíkingur
lætur frá sér heyra
Enn efast um áreiðan-
leika vinsældalistanna
Súkkulaðistrákamir sívin-
sælu í Kajagoogoo segjast leyfa
sér aö efast stórlega um áreiö-
anleika breska vinsældalistans,
sem er unninn af Gallup-stofn-
uninní. Kajagoogoo er ekki
fyrsta sveitin, sem viörar at-
hugasemdir sínar.
Talsmaöur hljómsveitarinnar
sagöi í vikunni, aö þeim gengi illa
aö skilja hvers vegna lag þeirra
„Big Apple“ gæti hrapaö niöur
um 5 sæti á listanum þrátt fyrir
þá staöreynd aö plötusalan heföi
veriö meiri þessa vikuna en þá
næstu á undan.
Ýmsum bellibrögöum viröist
vera beitt til þess aö hafa áhrif á
listana, sem byggölr eru á sölu í
fyrirfram ákveönum verslunum.
Leggja sum fyrirtæki fram alls
kyns aukavarning með litlu plöt-
unum til þess eins aö auka sölu
þeirra. Þaö hefur jafnframt vakiö
athygli, aö þessir fylgihlutir (bolir,
límmiöar, kassettur o.fl. o.fl.)
fylgja einvöröungu í þeim búð-
um, sem listarnir eru byggðir á.
Járnsíðan man ekki betur en
svipaöar efasemdir hafi komiö
upp fyrst á þessu ári þegar
Mezzoforte flaug upp enska list-
Hljómsveitin Kajagoogoo —
óhress meö listana.
ann. Þá geröist þaö sama; platan
seldist meira en vikuna á undan
en hrapaöi samt niöur um nokk-
ur sæti.
Pax Vobis á sviöi í Safari.
Spjallað við sveinana í Pax Vobis:
Tvær breytingar
innan stórsveita
Tvær breytingar uröu í síöustu
viku á skipan tveggja af þekktari
rokksveitum heimsins.
Mick Moody, gítarleikari White-
snake um margra ára skeiö, hefur
sagt skilið viö Coverdale og Co.
Ekki er þarna um neinn ágreining
aö ræða, heldur hitt, aö Moody
gekk nýlega í þaö heilaga og átti
barn meö konu sinni. Þykir nýgift-
um manninum of mikiö álag aö
þeytast um allar jaröir meö sveit-
inni meö konu og barn heimafyrir.
Whitesnake hefur þegar ákveöiö
að leita eftirmanns hans. Geta
þeir, sem áhuga hafa, hringt í þetta
númer í Lundúnum: 352-9451
(Járnsíöan skorar hér meö á ein-
hvern efnilegan aö slá á þráöinn,
númeriö er ósvikiö). Um leið og
þetta númer var tilkynnt var tekiö
fram, aö Ritchie Blackmore gæti
sparaö sér ómakiö.
Lake fyrir Wetton
Þá hafa þær breytingar oröiö á
skipan hljómsveitarinnar Asia, aö
Greg Lake (fyrrum í Emerson,
Lake and Palmer) hefur tekiö viö
bassanum úr hendi John Wetton,
sem eitt sinn gisti m.a. Uriah Heep.
Mun Lake taka viö strax á næstu
dögum og m.a. leika meö sveitinni
á tónleikaferðalagi í Japan.
Ekkert hefur heyrst frekar af
meintri óánægju Stewe Howe inn-
an Asíu. Þá sakar loks ekki aö geta
þess, aö hljómsveitin hyggst reyna
ööru sinni viö tónleikaferöalag um
Bandaríkin eftir áramótin eftir aö
hún neyddist til aö hætta viö
skipulagöa ferö sína vestra fyrir
nokkrum vikum vegna lélegrar aö-
sóknar.
Höfum lært mikið
af mistökum okkar
Hljómsveitin Pax Vobis hefur aö undanförnu vakiö talsveröa athygli á skemmtistööum
borgarinnar fyrir frumlega og vel flutta tónlist. Hafa menn einnig haft á oröi, að þarna sé
sérlega vönduö tónlist á ferðinni og undir þaö getur umsjónarmaöur Járnsíöunnar tekiö
heilshugar. Sveitin sú hefur enda æft afar stíft undanfarið ár meö það eitt aö markmiöi, aö
koma ekki fram fyrir sjónir almennings nema meö „pottþétt“ efni. Þaö viröist líka hafa
oröiö raunin á.
Pax Vobis er reyndar aö % hlufa
til gamla Exodus-sveitin. Þeir Skúli
Sverrisson, bassaleikari, Þorvald-
ur Þorvaldsson, gitarleikari, og
Ásgeir Sæmundsson, hljómborös-
leikari, voru allir í Exodus, en svo
fór aö þeir uröu allir leiöir á því
fyrirbrigöi. Tóku sér gott hlé og
hófu síðan aö æfa aö nýju í fyrra-
haust meö fyrrgreindu markmiöi.
Þeir fengu Sigurö Hannesson, fyrr-
um trommara í Árbliki og Orghest-
unum, til liðs viö sig og útkoman
varö Pax Vobis.
„Tónlistin hjá okkur hefur þróast
heil ósköp,” sögöu þeir félagar er
Járnsíöan ræddi viö þá ^fyrir
skömmu. Þegar viö komum saman
í fyrra til aö æfa fór ekki á milli
mála aö þar fóru fjórir pólar, sem
tengja þurfti saman. Viö æföum
því í fremur stuttan tíma, en héld-
um svo í hljóðver og tókum upp
„demó“. Hlustuöum síöan mikiö á
þær upptökur til þess eins aö
gagnrýna þær og læra af mistök-
unum. Viö höföum afskaplega gott
af þessu.“
— Nú syngiö þiö á ensku. Hvaö
kemur til aö þiö notiö ekki gamla,
góöa, ástkæra ylhýra ... ?
„Viö reyndum þaö, mikil ósköp,
og reyndum geysilega mikiö. Þaö
var bara sama hvernig viö reynd-
um, textarnir pössuöu bara ekki
viö tónlistina þegar þeir voru á
móöurmálinu. Annars er textinn
hjá okkur oftast miöaöur viö þaö
eitt aö fylgja laglínunni.“
— Er þetta sú tónlist sem þiö
hlustiö mest á sjálfir?
„Já, okkar tónlist hlýtur eölilega
aö taka eitthvert miö af því sem
við hlustum á dag hvern. Þaö getur
enginn neitaö þvi aö hann veröur
fyrir vissum áhrifum viö þaö eitt aö
hlusta á tónlist. Annars reyndum
viö þaö í lengstu lög aö stæla
hvorki einn né neinn og eigum
okkur þar af leiöandi enga sér-
staka fyrirmynd annarri sterkari í
tónlistinni.“
Aö sögn strákanna í Pax Vobis
eru þeir með 13—14 lög á pró-
grammi sínu — allt efni sem þeir
semja sjálfir. Tekur þaö um
klukkustund í flutningi og bar þeim
saman um aö þaö væri heppileg
lengd tónleikaprógramms.
Siguröur Hannesson, trommu-
leikari, er nokkru eldri en hinir þrír.
Ég spuröi hann aö því hvernig
hann „fílaði“ þaö, aö vera í sveit
meö sér talsvert yngri mönnum.
„Þetta er sniöugt, góöur „fíling-
ur“. Þessi strákar kenna mér aö
spila þessa tónlist sem þeir hafa
veriö aö pæla í og fyrir mig er
þetta heilmikill og góöur skóli.
(„Heyr, heyr,“ hvaö viö hjá þre-
menningunum). Auövitaö má ekki
gleyma því, aö þetta er allt önnur
„pæling“ en ég var í á sínum tíma,
en þaö er gaman aö þessu,“ sagöi
hann.
Aö sögn strákanna í Pax Vobis
eru þeir staöráönir í aö þrykkja
tónlist sína í plast, a.m.k. eitthvað
af henni, fyrir jólin. „Viö tökum
a.m.k. upp „demó“, annaö kemur
ekki til greina. Viö erum meö tvo
útgefendur í takinu, en betra er aö
láta ekkert uppskátt um þá fyrr en
þetta verður aö raunveruleika."
Þar meö skildu leiöir, en ef
marka má fyrstu kynni af þessum
strákum eiga þau eftir aö veröa
nánari. Tónlist þeirra er nútímaleg
umfram allt og henni fylgir ferskur
blær. Ekki spillir fyrir aö þetta'eru
strákar sem leggja sinn metnaö í
aö koma efninu vel frá sér. Aö mér
skilst nær metnaöurinn meira aö
segja út í klæöaburðinn og þaö er
ekki verra þegar hljómsveit af
þessu tagi á í hlut.
— SSv.
Segjast
aldrei hafa
tekið fasta
greiðslu
„Stuömenn hafa aldrei tek-
iö fasta greiðslu fyrir aö koma
fram, þeir hafa alltaf samiö
upp á ákveöna hlutfalls-
greiðslu,“ sagöi Egill Ólafs-
son er hann haföi samband
viö Járnsíöuna vegna þeirra
ummæla á síöunni, aö Stuö-
menn heföu tekið 125.000
krónur fyrir að spila í Safari í
sumar.
Sagöi Egill ennfremur, að með
þessu fyrirkomulagi kæmi þaö
jafnt niður á hljómsveitinni og
viðkomandi skemmtistaö/tón-
leikahaldara hvernig svo sem
aðsóknin væri. Væri vel sótt
kæmi þaö báöum til góða, ann-
ars ekki.
Þessu er hér með komið á
framfæri, en hinu hefur ekki ver-
iö hrundiö, þ.e. að Stuðmenn
hafi fengiö áöurnefnda upphæö
fyrir aö spila í Safari í sumar.
Spurningin viröist hins vegar
snúast um sagnoröin aö „fá“ og
„taka“.
Mick Moody.
John Wetton.
„Ég er búinn að vera mikið í
tónlist frá því óg man eftir mér.
Þaö er hins vegar ekki fyrr en á
allra síðustu árum, aö ég hef sett
saman lög,“ sagði Sveinn Hauks-
son, 25 ára Húsvíkingur, sem búiö
hefur á ísafirði undanfarin ár, í
stuttu spjalli viö Járnsíðuna.
Ádes er
vöknuð
Ungir sveinar frá Akranesi
hafa látiö heyra í sér í örstutt-
um greinarstúf. Þetta eru fjór-
menningarnir í hljómsveitinni
Ádes. Þeir eru Jakob Hall-
dórsson, Lárus Heiöarsson,
Gunnar Ragnarsson og Jón Þ.
Ingjaldsson.
í tilkynningu sveitarinnar
segir, aö stutt sé í tónleika og
aö ennfremur gæti svo fariö, aö
opnuö yröi málverkasýning i
æfingahúsnæöinu. Meö til-
kynningunni frá Ádes fylgdi
mynd, en sökum dapurra
myndgæöa varö aö sleppa birt-
ingu hennar.
Sveinn hefur nýlega sent frá sér
plötuna „Dropi í hafið“.
Aö sögn Sveins eru öll lög plöt-
unnar aö einu undanskildu eftir
hann. Sagöi hann þau endurspegla
aö talsveröu leyti þá tónlist, sem
hann aöhyllist mest. Sú tónlist er
aö mestu í þyngri kantinum. Nægir
aö nefna nokkrar uppáhaldssveita
Sveins þvi til stuönings; Yes,
Brand X, Genesis o.fl. Jafnframt
bætti Sveinn því viö, að hann kynni
aö meta flesta tegund tónlistar svo
fremi hún væri vel samin og flutt.
Dropi í hafiö er tekin upp í Stúd-
íó Stemmu af þeim Siguröi Rúnari
Jónssyni og Gunnari Smára.
Sveini tii aöstoöar á plötunni eru
ýmsir vinir hans og kunningjar og
er Helgi Pétursson (Haugurinn) lík-
ast til þeirra kunnastur. Aðrir eru:
Kristinn Lýösson, Jón Steinar
Ragnarsson, Reynir Sigurösson,
Hulda Ragnarsdóttir og Siguröur
Rúnar, sem lagði hönd á plóg.
Þaö er Sveinn, sem gefur plöt-
una út sjálfur. Sagði hann útgáf-
una ekki kosta sig nein ósköp,
enda heföi hún veriö vel undirbúin
á flestan hátt og útgjöldum stillt í
hóf eftir því sem kostur heföi veriö.
Ekki kreppuhljóö í þeim ísfiröing-
um/Húsvíkingum þrátt fyrir annan
barlóm landsmanna og er þaö vel.