Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 Verðlagsstofnun gegn rafverktökum og Rafiðnaðarsambandinu: Saksóknari krefst ekki frekari aðgerða EMBÆTTI ríkissaksóknara krefst ekki frekari aðgeröa að lokinni frumrannsókn Rannsóknalogreglu ríkisins vegna kæru Verðlagsstofn- unar á hendur stjórn og fram- kvsmdastjóra Landssambands ís- lenzkra rafverktaka og stjórn Raf- iðnaðarsambands íslands fyrir meint brot á verðstöðvunarlögunum og hefur málið því verið látið niður falla. Mál þetta kom upp í desember 1981. Verðlagsstjóri kærði þessa aðila fyrir að hafa haustið 1980 fjölgað einingum í ákvæðisvinnu án samþykkis stjórnvalda og þannig að mati verðlagsstjóra hækkað laun sín umfram það sem þeir fengu úr almennum kjara- samningum. Verðlagsstjóri taldi þetta brot á 7. grein laga nr. 121/1978 um kjaramál. „Fyrrgreind kæruefni þykja eigi, meðal annars með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar, upp- kveðinna 13. maí 1981, veita efni til frekari aðgerða af ákæruvalds- ins hálfu,“ segir m.a. í bréfi frá embætti ríkissaksóknara til Rann- sóknalögreglu ríkisins og Verð- lagsstofnunar. Afgreiðslutímamálið: „Undrandi á svona málflutningi“ — segir Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, hafði samband við Morgun- blaðið og vildi gera athugasemd við frétt, sem birtist í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá því að JL-húsinu, Hagkaup og Kjötmiðstöðinni yrði lokað klukkan 12 í dag, vegna til- mæla lögreglunnar. „Eg tel að málflutningur af þessu tagi sé alls ekki til að flýta rnálinu," sagði Magnús E. Finns- son. „Ég get fullyrt að allir aðilar hafa lagt sig fram við að fá sem bestu og skjótustu lausn á þessu máli. Það er staðreynd að núgildandi reglur um afgreiðslutíma gilda þar til sá aðili, sem setur þær, ákveður annað. Ég hef ekki trú á að sá aðili láti einn eða fáa hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. Ég er mjög undrandi á því að þeir, sem vilja njóta trausts í viðskiptum, skilgreini málið á svo einfaldan máta sem raun ber vitni. Ég er einnig undrandi á að þeir skuli grípa til svona málflutn- ings og greina rangt frá,“ sagði Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands að lokum. 3 Minningarsteinn um Berg Magnússon Nýlega kom stjórn Landssam- bands hestamannafélaga fyrir minningarsteini um Berg Magnússon, fyrrum fram- kvæmdastjóra Fáks, en hann lést 1. maí sl. Steinninn var settur niður fyrir framan sumarhús Bergs heitins og konu hans Ragnheiðar Vil- mundardóttur að Bergsstöðum í Biskupstungum. Á steininn er fest eftirfarandi áletrun: 1983. í minningu Bergs Magnússon- ar. LH þakkar af alhug marg- vísleg störf í þágu hestamanna. Við minningarsteininn standa f.v.: Valdimar Jónsson, form. Fáks, Stefán Pálsson, form. LH, frú Ragnheiður Vilmund- ardóttir, Kristján Guðmunds- son, varaform. LH, og Sigurður Haraldsson, ritari LH. UNO! 84. NÝ SEND/NG ER KOMIN. SÍÐASTA SENDING SELD/ST UPP Á 3 V/KUM. TRYGG/Ð YKKUR BÍL í TÍMA. HVAÐ SEGJA SÉRFRÆÐINGAR UM FIA T UNO: Sighvatur B/öndal í Morgunb/aðinu: FIA T UNO . . . það er í raun með óllkindum hversu mikið rými er fyrir ökumann og farþega... Aksturs- eiginleikar bílsins komu mér verulega á óvart. Þeir eru mjög góðir. BíHinn h'ggur velhvort heldur ekið er hratt á steyptum vegum eða úti á hefðbundnum holóttum malarvegum. . . Um er að ræða óvenju rúmgóðan smábíl sem hefur auk þess mjög góða aksturseiginleika. CAR MAGAZINE: FIAT UNO er e.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur verið framleiddur (possibly the best smal/ car ever made). Ómar Ragnarsson I DV: Merkasti FIAT / tólf ár. Helstu kostir bí/sins eru: góðir aksturseigin/eikar, óvenju rómgott farþegarými. þróuð hönnun, góð fjöðrun, gott útsýni, þægileg útfærsla á farangurs- rými, sparneytni, hagstætt verð. VEROUR HANN BÍLL ÁRSINS 1984? Iegill / VILHJÁLMSSON HR Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.