Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Upphefst þessi þáttur með
þakklæti eins og sumir fleiri.
Ég er ósjaldan spurður hvern-
ig ég geti haldið svona lengi
áfram að skrifa þætti sem
þessa. Því er auðsvarað og
fljótsvarað. Aðeins vegna þess
að svo margir skrifa mér og
hringja til mín, leggja mér lið
og uppörva mig. Annars væri
þátturinn löngu dauður. Sumir
eru svo brennandi í andanum,
svo trúir vökumenn á verðin-
um, að ég hlýt að leggja mig
fram og láta ekki deigan síga.
★
Helgi Hálfdanarson í
Reykjavík sendi mér bréf sem
mér þótti betur fengið en
ófengið og hljóðar svo:
„Kæri Gísli Jónsson.
Leyfðu mér að bætast í þann
fjölmenna flokk, sem kann þér
alúðar þakkir fyrir prýðisgóða
þætti þína um íslenzkt mál.
Mér dettur í hug að minnast
á vísu Vatnsenda-Rósu, sem þú
hefur fjallað um. Ekki er ég
alls kostar sáttur við þær
skýringar sem þér bárust, þó
vissulega séu þær snjallar
hver á sinn hátt.
Nú er það alkunna, að
skammt er síðan menn tóku
upp á þeim sið að hugsa með
höfðinu. Áður fór sú athöfn
fram í brjóstinu, og umfram
allt var hjartað aðsetur and-
ans og tilfinninganna, svo sem
raunar hefur verið allt fram á
þennan dag í skáldskap og
skáldlegu tali. Ég held að
þarna hafi Rósa búið sér til
kenningu upp á gamla mátann
og látið „anda grund" merkja
brjóst eða hjarta, vettvang
andans, heimkynni hyggjuvits
og kennda, og farið þar að
dæmi skálda á fyrri tíð. Sé
þetta nærri lagi, ætti vísan að
merkja:
Hjarta mitt gæti unað því,
sem betur hefði komið sér á
sínum tíma, að ég hefði elskað
hund og komizt hjá öllu mínu
böli.
Raunar leyfir kenningin
„anda grund“ í þessari
merkingu, að vísan sé tekin
saman og endursögð á fleiri
vegu; en ég hallast að þessu.
Svo endurtek ég þakkir mín-
ar fyrir þættina.
Lifðu heill."
Ég þakka Helga Hálfdan-
arsyni fyrir þetta góða bréf og
frumlegar skýringar, eins og
við mátti búast. Er ég nú al-
búinn að skýra margnefnda
vísu Vatnsenda-Rósu fyrir
námgjörnu fólki.
★
Kjartan Ragnars (eldri) í
Reykjavík skrifar mér svo:
^Heill og sæll.
I Mbl.-pistlum þínum, sem
ég les ávallt mér til fróðleiks
og skemmtunar, kveður þú
orðið „systkin“ skiptast þann-
ig: „Syst-gin“.
Ég hef jafnan talið orðið
skiptast „systk-in“, þar sem
„in“ er afleiðsluending, en k-ið
ættað frá g-inu forna. Leyfi ég
mér því að spyrjast fyrir um
skoðun þína.
Þá telur þú öðru sinni að
Bólu-Hjálmar og Stefán G. séu
alþýðuskáld; nú er alþýðuskáld
að sjálfsögðu sæmdarheiti, en
þó varla eins veglegt og þjóð-
skáld.
Ekki man ég hver hélt því
fram fyrir margt löngu að al-
þýðuskáld væru meiri háttar
skáld sem kynnu að halda á ár
eða orfi, en þjóðskáld hinir
sem væri sú list ekki lagin;
skv. þessu virðist eiga vel við
að telja Bólu-Hjálmar og Stef-
án G. alþýðuskáld, en ætli
kenningin þyki ekki hæpin,
jafnvel tilgerðarleg? Mér virð-
ist einsætt að stórskáld á borð
við Bólu-Hjálmar og Stefán G.
verði talin þjóðskáld — eða
hvað?
Bestu kveðjur."
Bestu þakkir færi ég Kjart-
ani hér á móti. Út af orðinu
systkin er meiningamunur
okkar svo sem enginn. Aðal-
atriðið er það, að við skynjum
báðir að síðari hlutinn á ekk-
ert skylt við orðið kyn, heldur
er k-ið ættað frá g-inu forna,
eins og Kjartan orðar það, sem
ég sagði fyrir skemmstu með
vitnun til ákveðinnar reglu.
Þar sem feðgin er dregið af
faðir, mæðgin af móðir og
systkin af systir, og öll þau
frændsemisorð eru g-laus, hef
216. þáttur
ég talið g-ið hluta viðskeytisins
sem Kjartan hefur g-laust.
Öðru munar ekki, og má þetta
litlu skipta.
★
Ég hef mikið velt því fyrir
mér hvernig skilgreina skuli
alþýðuskáld og helst komist að
þeirri niðurstöðu, að með því
sé átt við þau, sem ekki voru
skólagengin. Samkvæmt því
eru Vatnsenda-Rósa, Bólu-
Hjálmar, Stephan G. Steph-
ansson og Sigurður Breiðfjörð
alþýðuskáld. Lítið er að græða
á Blöndalsorðabók í þessu
sambandi. Þar er orðið alþýðu-
skáld þýtt umsvifalaust með
Almuedigter á dönsku. En
hvorki hef ég fundið „alþýðu-
skáld“ í Orðabók Menningar-
sjóðs né í Bókmenntum Hann-
esar Péturssonar.
Að sjálfsögðu má skýra orð-
ið alþýðuskáld á annan veg en
þann sem áður greindi. Al-
þýðuskáld má t.d. skilja svo að
það sé skáld úr röðum alþýðu,
skáld sem kveður fyrir alþýðu,
í alþýðlegu formi (hvernig sem
það er) o.s.frv.
En ég ætla um sinn að halda
mig við skiptinguna: óskóla-
genginn; lærður. Þannig eru þá
Jónas Hallgrímsson, Benedikt
Gröndal og Matthías Joch-
umsson ekki alþýðuskáld. Um
skiptingu þá sem Kjartan
Ragnars telur hæpna eða jafn-
vel tilgerðarlega, kvæði ég
fastar að orði. Mér þykir hún
fráleit.
Um þjóðskáld ætla ég að
reyna að fjalla síðar, en ljúka
þessum þætti með vitnun í Kol-
beinslag sem Hörður Jó-
hannsson á Amtsbókasafninu
var svo vinsamlegur að benda
mér á. Kolbeinslag er eftir al-
þýðuskáldið Stephan G. Steph-
ansson. Höfðinginn kveður
þar:
En skáldunum sumum mér óþörf er í,
»g enga við meinlegri fundum,
þvi það er sem guðspjöllin, gömul og ný,
í grun þeirra spretti upp á stundum.
Á Fróni hóf latínan mig ekki mjög,
þó málæðið spillti þar huga.
Með dönskunni bef ég nú lærdóm og lög
svo lullað, að vel mætti duga.
En alþýðuskáld eru þröskuldar þar,
í þjóðernið lífseigju kliða.
Og þráin til alls, sem að veglegast var,
hún vaknar er stuðlarnir iða.
MNGIIOLI
Faateignaaala — Bankaatrmti
29455—29680
Opið í dag 1—4
Mýrargata
Stærri eignir
Meistaravellir
Góö ca. 145 fm ibuö ó 4. hæö ásamt 24
fm bílskúr. Stofa, herb. eöa boröstofa,
eidhús meö búrl og þvottahús innaf. Og
á sér gangi 3 svefnh. og gott baöherb.
Góö eign á góöum staö. Ákv. bein sala.
Verö 2,1—2.2 millj.
Blómvangur Hf.
Glæsileg ca. 150 fm efri sérhæö ásamt
25 fm bílskúr. samliggjandi stofur, 4
herb., búr geymsla og þvottahús innaf
eldhúsi, fataherb. innaf hjónaherb.
Stórar suöur- og vestursvalir. Mjög
góöar innréttingar. Ákv. sala Verö 2,9
millj.
Garöabær
Ca. 90 fm nýlegt raðhus á 2 hæðum.
Niðri er stofa, eldhús og bað Uppl:
stórt herb. og geymsla. Bílskúrsréttur.
Verð 1800 þús.
Laxakvísl
Ca. 210 fm raöhús á tveimur hæöum,
ásamt innb. bílskúr. Skilast fokhelt
15.01. Niöri er gert ráö fyrlr eldhúsi
meö búri, stofum og snyrtingu. Uppi 4
herb., þvottahús og baö. Opinn lauf-
skáli, góö staösetning viö Árbæ. Verö 2
millj
Gamalt einbýli úr timbri ca. 130 fm.
Kjallari, hæö og ris. Sér íbúö í kjallara.
Hús í gamla stílnum. Eignarlóö. Mögu-
leiki á bílskúr. Ekkert áhvílandi. Bein
sala Verö 1700 þús.
Tjarnarbraut Hf.
Ca. 70 fm einbýli ó tveim hæöum á fal-
legum staö. Bílskúr fylgir. Traust og
gott steinhús. Miklir möguleikar. Ákv.
sala.
Miðvangur — Hf.
Endaraöhús á tveim hæöum 166 fm
ásamt bílskúr. Niöri eru stofur, eldhús
og þvottahús. Uppi 4 svefnherb. og gott
baöherb. Teppi á stofum. Parket ó hinu.
Innangengt í bitskúr. Verö 3—3,1 millj.
4ra—5 herb. íbúðir
Melabraut
Rúmgóö ca. 110 fm íbúö ó jaröhæö í
þríbýti. 3 svefnherb. og 2 stofur. Gott
eldhús meö parketi á gólfi. Verö 1550
þús.
Krókahraun Hf.
Mjög góð 3/a—4ra herb. íbúð á 1. hæð
í f/ófbýll ca. 95—100 fm. Góö stofa,
2—3 herb., gott baðherb., stórar svalir.
Þvottahús í íbúölnnl. Verö 1500 þús.
Eskihlíð
Ca. 120 fm íbúö á 4. hæö. 2 stórar
stofur 2 rúmgóö herb. Gott aukaherb. í
risi. Nýtt gler. Danfoss hiti. Verö
1650—1700 þús.
Skaftahlíð
Ca. 115 fm íbúö á 3. hæö í góöri blokk.
Mjög stórar stofur, 3 svernherb. Hægt
aö taka viöbótarherb. af stofu. Mjög
góö sameign Mjög góö sala.
3ja herb. íbúöir
Engjasel
Mjög góö ca. 96 fm íbúö á 1. hæö.
Góöar innréttingar. Rúmgóö íbúö. Verö
1450 þús.
Nýbýlavegur
Ca. 90 fm ibúö á 1. hæö i 5 ibúöa
steinhúsi. 3 herb., stofa, eldhús, sér-
geymsla eöa þvottahús. Sérinngangur.
Góöar innréttingar. Ákv. sala. Verö
1300—1350 þús.
Framnesvegur
Ca. 75 fm íbúö á 2. haeö. 2 stcfur, herb.
og baö meö sturtu. Ákv. sala. Laus 1.
des. Verö 1,1 mlllj.
Miövangur Hf.
Ca. 96 fm mjög góö ibúö ó 2. hæö.
Skáli, stofa og 2 herb. og baö á sér
gangi. Þvottahús og búr innaf eldhúsi.
Suöursvalir. Verö 1450—1500 þús.
Flyörugrandi
Ca. 70 fm falleg ibúö ó 3. hæö. Góöar
innréttingar. Þvottahús á hæöinni. Verö
1650—1700 þús.
Hverfisgata
Ca. 85 fm góö ib. á 3. hæö i steinhúsi.
Ekkert áhvílandi. Laus fljótlega. Ákv.
sala. Verö 1100 þús.
Hörpugata
Ca. 90 fm miöhæö i þríbýli. Sér inng.,
tvær stofur og stórt svefnherb. Ákv.
sala. Verö 1300—1350 þús.
Friörik Stefánsson
viðskiptafræöingur.
Ægir Breiðfjörð sölustj.
Opið kl. 1—3
Skyndibitastaöur
á mjög góöum staö
er til sölu. Fyrirtækiö er i fullum
rekstri. Góð velta. Upplýslngar
veittar á skrifstofunni (ekki í
sima).
Söluturn til sölu
Fyrirtækið er í fullum rekstri.
Góð velta. Upplýsingar á
skrifstofunni (ekki í síma).
Viö Síöumúla
220 fm ný skrifstofuhæð (2.
hæö). Laus nú þegar. Verð 3,1
millj. Góðir greiðsluskilmálar.
Glæsilegt raöhús
í Fossvogi
5—6 herb. 200 fm raöhús með
bílskúr. Ákveðin sala.
Viö Barmahlíö
4ra herb. íbúö á efri hæö. Verð
1950 þúa. Nýtt þak. Ekkert
áhvílandi. Ákv. sala. Snyrtileg
eign.
Viö Skipholt
4ra herb. góð íbúð á 4. hæð
ásamt auka herb. í kjallara.
Verð 1800 þúa.
Viö Kvisthaga
4ra herb. góö kj. íbúö. Sérinng.
og hiti. Verð 1500 þúa.
Við Fellsmúla
4ra herb. góð íbúö á jaröhæð.
Sérinng. Ákv. sala. Verö 1,5
míllj.
Við Háaleitisbraut
2ja herb. góð kjallaraíbúö. Verö
1,000—1,050 þúa.
Viö Blikahóla
2ja herb. góð 65 fm íbúð. Verð
1200 þúa.
Vantar — Hólar
3ja herb. íbúð á 1. og 2. hæö í
Hólahverfi. Æskllegt að bíl-
skúrsréttur sé fyrir hendi eða
bílskúr. Góö útb. i boöi.
Fjöldi annarra eigna
á söluskrá
25 EicnAmioLunin
Jftíf/Jr ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
SIMI 27711
Söluatjóri Sverrir Kristinston
Þorleifur Guömundsson sölumaöur
Unnsteinn Beck hrl., sfmi 12320
Þórölfur Halldórsson lögfr.
Kvöldsími sölumanns 30483.
81066
Leitib ekki langt yfir skammt
Skoðum og
verömetum
eignir samdægurs
Opið í dag
kl. 1—3.
Husafell
FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115
( Bætarfetöahusinu ) simi 8 1066
Aöalsteinn Petursson
Bergur Gudnason hd*
28444
Dúfnahólar, 3ja herb. ca. 85 fm
ibúö á 6. hæö i lyftuhúsi. Góö
íbúö. Verð 1350 þús.
Álfheimar, 4ra herb. ca. 100 fm
ibúð á 3. hæö. Suöursvalir. Góö
íbúð. Verð 1600 þús.
Búland, raöhús á 3 hæöum
samt. um 200 fm auk 30 fm
bílskúrs. Fallegt hús á besta
stað í Fossvogi. Verð um 4,3
millj.
Árland, einbýli á einni hæö um
150 fm auk bílskúrs. Gott hús.
Frábær, staösetning.
Selás, einbýli á 2 hæöum um
430 fm. Húsið er m.a. stofur,
hol, 6 sv.herb., o.fl. auk 2ja
herb. íbúðar á jarðhæð. Tvöf.
bílskúr. Bein sala eða skipti á
minna. Verð um 5—5,5 millj.
HÚSEIGNIR
VELTUSUNOM O. ClflD
SlMI 2S444 &L W
'29558'
29555
Opiö 1—4
Skoðum og verö-
metum eignir
samdægurs
2ja herb. íbúöir
Fannborg
Mjög glæsileg 67 fm íbúö á 1.1
hæð. Parket á gólfum, sérinng.,|
vestursvalir. Skipti á 3ja herb.j
íbúö æskileg.
Krummahóiar
Mjög glæsileg ibúö á 6. hæð.l
Stórar suðursvalir. Mikið útsýni. I
Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð í|
Háaleitishverfi. Aörir staðir|
koma til greina.
Ásbraut
55 fm íbúö í blokk. Verð 1100 |
þús.
Gaukshólar
60 fm íbúð á 1. hæð. Verð 1150 |
þús.
3ja herb. íbúðir
Klapparstígur
70 fm íbúö á 3. hæð. Vestur-1
svalir. Gott útsýni. Verð 980 [
þús.
Óöinsgata
Falleg 80 fm íbúð á 1. hæð i I
þríbýli. Panell á veggjum. Verð
1200—1250 þús.
Skipasund
Góð 80 fm íbúð á 1. hæð í fjór-
býli. Verö 1350 þús.
Hverfisgata
80 fm íbúó á 2. hæó. Sérinng.
Verð 1100 þús.
Laugarnesvegur
3ja herb. ibúö á jarðhæð i tvi-
| býli. Snotur íbúö. Verð 1000—
1150 þús.
Boðagrandi
j Mjög falleg 85 fm íbúö á 1.
hæö. Góöar innréttingar.
4ra herb. íbúöir
og stærri
Hlíðarvegur
Mjög góð 130 fm sórhæö í þrí-
býli. Suöursvalir. 40 fm bílskúr.
Verö 2,5 millj.
Sólheimar
Falleg 160 fm sérhæö í þríbýli.
Stór bílskúr. Skipti möguleg á
14ra herb. blokkaríbúö með
bílskúr eða lítilli sérhæð. Verö 3
| millj.
Skipholt
| 4ra—5 herb. 125 fm íbúö á 4.
hæö. Góö íbúð. Verð 1800 þús.
Stórageröi
4ra herb. 117 fm ibúð á 4. hæð.
Verð 1650 þús.
| Þinghólsbraut
145 fm íbúö á 2. hæö. Sérhiti.
I Verö 2 millj.
Einbýlishús og fl.
| Ásbúö Garðabæ
Höfum fengið til sölu afar glæsi-1
legt 220 fm einbýlishús á einni
hæð. Húsiö er mjög gott og inn-
réttingar allar hinar vönduö-
ustu.
Lindargata
Gott eldra einbýlishús á þremur I
hæöum samtals um 110 fm.
Skiþti á 3ja herb. íbúö á svipuö-1
um slóöum. Verö 1900 þús.
Skólatröö Kóp.
Gott 200 fm endaraðhús á I
þremur hæöum. Góður garður, |
stór bílskúr. Verð 2,5 millj.
Mávahraun Hafnarfiröi
Gott 160 fm einbýlishús á einni I
hæö. Stór bilskúr. Skipti mögu-1
leg á minni eign. Verö 3,2 millj.
Mosfellssveit
200 fm einbýlishús, 3100 fm lóö I
ræktuö. 20 fm sundlaug. Verö |
2700 þús.
Skerjabraut
6 herb. einbýli, kjallari, hæö og I
ris. Mætti skipta í 2 íbúöir. Verö |
2200 þús.
Eignanaust
Skipholti 5.
Sími 29555 og 29558.
Þorvaldur Lúvíksson hrl.