Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 15 Sýning Guðbergs heldur áfram SÝNING Guðbergs Auðunssonar í sýningarsalnum i Þingholtsstræti 23 hefur verið framlengd til 15. nóvember. Á fjórða hundrað manns hafa séð sýninguna í hinum nýja sýningarsal sem einnig er vinnustofa Guðbergs. Sýningin er opin daglega frá kl. 3—6. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 2—6, segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist Rauði krossinn sendir tjöld og teppi til Tyrklands Alþjóða Rauði krossinn hefur sent 6.000 tjöld og 35.000 teppi til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Tyrklandi tóku að sér dreifingu þessara hjálpargagna og að þeirra sögn er mikil þörf einmitt fyrir tjöld og teppi því þúsundir manna hafi hvergi skjól og lítinn fatnað en á jarðskjálftasvæðunum er nú mjög kalt. Alþjóða Rauði krossinn hefur jafnan á að skipa þjálfuðu liði fólks sem er reiðubúið að fara til starfa með stuttum fyrirvara ef þörf krefur og skiptast Rauða kross-félög nokkurra þjóða á að hafa hóp tilbúinn. Að þessu sinni var það hlutskipti Rauða krossins í Noregi að vera á vakt og nokkr- um klukkustundum eftir jarð- skjálftann í Erzurum voru fjórir Norðmenn komnir þangað til þess að taka þátt í hjálparstarfinu. Rauði krossinn í Noregi leigði flugvél, sem flutti fólkið til Ank- ara. Eftir jarðskjálftana í Tyrklandi árið 1976 kom Rauði krossinn þar í landi upp birgðastöðvum fyrir neyðarhjálp og var gert ráð fyrir að ef náttúruhamfarir riðu yfir þá mætti grípa til þeirra hjálpar- gagna. Af hálfu félagsins var gerð sérstök áætlun í þessu sambandi og var strax gripið til hennar nú þegar jarðskjálftarnir urðu í Erz- urum og er talið að það hafi bjarg- að mörgum mannslífum. Alþjóða Rauði krossinn hefur nú sent út hjálparbeiðni til fjöl- margra landa því enn vantar fé til kaupa á hjálpargögnum, sérstak- lega tjöldum og teppum. Rauði kross íslands hefur gíró- númer 90.000-1 og hafa þegar ver- ið gerðar ráðstafanir af hálfu fé- lagsins til að verja fé úr Hjálpar- sjóðnum til bágstaddrra á jarð- skjálftasvæðunum og annast Al- þjóðasamband Rauða kross-félaga í Genf milligöngu í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.