Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 Forsetamerkið afhent tutt- ugu og sex dróttskátum LAIJGARDAGINN 22. október af- hcnti forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, 26 dróttskátum forsetamerkið. Að venju fór athöfnin fram í Bessa- staðakirkju og fluttu Guðrún Inga Bjarnadóttir aöstoðarskátahöfðingi og Krla Elín Hansdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra skáta, ræður við þetta tæki- færi. Eftir athöfnina í kirkjunni bauð forseti íslands gestum til stofu, þar sem þeim var gefinn kostur á að skoða sig um og þiggja veitingar. Forsetamerkið er æðsta prófmerki sem íslenskir skátar geta unnið til. Til þess að hljóta merkið þarf skát- Tvær nýjar barnabækur BÓKAÚTGÁFAN Björk hefur sent frá sér 2 barnabækur í safninu „Skemmtilegu smábarnabækurn- ar“, sem hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinn- ar og einnig nýst við smábarna- kennslu. Hin fyrri er „Dýrin og maturinn þeirra" endursögð úr dönsku af Stefáni Júlíussyni, rithöfundi, og kemur nú út í fyrsta sinn hér á landi. Hún er 14. bókin í safninu og er vel til hennar vandað. Hin síðari er Skoppa og er það 11. bókin í flokkinum. Hún er gef- in út í þýðingu Vilbergs Júlíusson- ar, skólastjóra, og hefur komið út áður en verið ófáanleg í mörg ár. inn að hafa lokið öllum almennum áföngum skátaþjálfunarinnar og leyst af hendi fjölmörg verkefni á ýmsum sviðum. Einnig þarf hann að ljúka sérnámskeiði í skyndihjálp, rötun og fjallamennsku, svo og grunnnámskeiði Bandalags ís- lenskra skáta. Eftirtaldir skátar hlutu merkið: Frá Kvenskátafélaginu Valkyrj- unni, Akureyri: Ásdís Helgadóttir, Ásta Sveinsdóttir, Eva Björk Guð- jónsdóttir, Halla Hersteinsdóttir, Heiða Eínarsdóttir, Ragna Ragn- arsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og Svava Hauksdóttir. Frá Skátafélagi Borgarness: Atli B. Bachmann. Frá skátafélaginu Garðbúum: Helgi Þorvarðsson. Frá skátafélaginu Árbúum: Björn Axelsson, Friðþjófur Jóhannesson, Gunnar H. Gislason, Kristján Valur Jónsson, Daníela Björgvinsdóttir, Hafdís Viggósdóttir, Kristín Aðal- steinsdóttir, Aðalbjörg Elín Hall- dórsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Linda B. Hassing, Ingibjörg Karls- dóttir, Hulda Jakobsdóttir, Herborg Alda Sigurðardóttir, Guðný Bald- ursdóttir, Sigurður H. Gíslason, Bessi H. Jóhannesson, Guðmundur K. Birgisson og Björn Ólafsson. Á mjög fjölmennum fundi for- ingja skátafélaga landsins, sem haldinn var sömu helgi og afhend- ing forsetamerkisins fór fram, var meða! annars samþykkt eftirfar- andi ályktun: — Fundurinn skorar á stjórnvöld aö þau hætti samkeppni við æsku- lýðsfélög með opinberu launuðu æskulýðsstarfi. í stað þess feli þau æskulýðsfélögum hin ýmsu verk- efni, sem nú eru rekin af launuðum starfsmönnum. Stjórnvöld framkvæmi þetta á þann hátt að gera samning við hin einstöku félög um að annast æsku- lýðsstöðvar og verkefni, en í staðinn fái viðkomandi félög það fjármagn sem í þessi verkefni hafa farið. Tel- ur fundurinn að fjármagn sem þarna kæmi myndi nýtast félögun- um betur en því opinbera og veita almenningi betri þjónustu. — Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhendir forsetamerkið, sem er æðsta prófmerki sem íslenskur skáti getur hlotið. Allra sálna messa og Lúthersminn- ing í Dómkirkjunni á sunnudaginn 1. NÓVEMBER hefur frá fornu fari verið nefndur allra heilagra messa. Þann dag skyldi minnst helgra manna, trúarhetjanna, sem margar höfðu látið lífið fyrir trú sína. 2. nóvember heitir aftur allra sálna messa. Þá var minnst allra látinna mannssálna og fyrir þeim beðið. Slík messa hefur nú lengi verið haldin í Dómkirkjunni næsta sunnudag á eftir þeim degi og verður svo á sunnudaginn kem- ur kl. 11 f.h. Þá prédikar sr. Þórir Stephensen og Kór Dómkirkjunn- ar syngur sem stólvers hið fagra lag Schuberts, Friður sé með öll- um yður. Allra heilagra messu verður svo minnst með minningarmessu vegna 500 ára afmælis trúarleið- togans Marteins Lúthers. Hefst sú messa kl. 5 e.h. og verður henni sjónvarpað í beinni útsendingu. Biskup Islands, herra Pétur Sigur- geirsson, prédikar, en sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Leikmenn lesa ritningartexta. Söngfólk verður úr kórum í Reykjavík og nágrenni. Einsöngv- arar Elín Sigurvinsdóttir, Rut Magnússon og Halldór Vilhelms- son. Organleikari og söngstjóri verður Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. Fólk er hvatt til að fjölmenna í messurnar, um morguninn til að minnast látinna ástvina, síðdegis til að þakka okkar lútherska arf. Frá Dómkirkjunni. „Spúlaö út“ í rekstr- arvanda sjávarútvegs Kafli úr „jómfrúræðu“ Árna Johnsen IIÉR fer á eftir kafli úr fyrstu þing- ræðu „jómfrúrræðu“ Árna Johnsen (S), sem flutt var í umræðu í efri deild Alþingis í umræðu um ráðstaf- anir í sjávarútvegi: Gengismunur í sjávarútvegi er gjald, sem sjávarútvegurinn sjálf- ur hefur lagt til, er hann hefur aflað á sinn hátt, eins og fisks er aflað. Þetta skyldu menn hafa í huga þegar rætt er um það, að þarna sé um að ræða eitthvert óskilgetið afkvæmi í peningamálum þjóðar- innar. Það er ánægjulegt að heyra hér raddir um það, að menn vilji rétta hlut sjávarútvegs, vegna þess að sjávarútvegurinn hefur verið af- skiptur um langa hríð, svo af- skiptur, að hann er með sanni hornreka í islensku þjóðfélagi. Þeir sem stunda sjávarútveg, ef tekinn er jöfnuður þar á, geyma Það eru aðrir, sem það gera í þessu þjóðfélagi. Það á að hætta þeirri þjóðnýt- ingu sem hefur verið á sjávarút- vegi um allt of langt skeið, þjóð- nýtingu sem byggist á því að sjáv- arútvegurinn er látinn byggja upp í þágu lands og þjóðar, umfram getu, en sjálfur bera skarðan hlut frá borði. Það er sagt að verðbólgan sé mikið vandamál. Hún er það vandamál sem hefur verið mest í sviðsljósinu hjá okkur um nokkurt árabil. En það er annað vandamál, sem í raun er miklu djúpstæðara og alvarlegra, og það er rekstrar- vandi sjávarútvegsins. Það er þess vegna kominn timi til að hætta hiki og taka til hönd- um í þessum efnum. Málið snýst einfaldlega um það, að við fáum ekki nægan afla á hvert skip í dag; fáum ekki nægan Árni Johnsen afla miðað við það verð sem við fáum fyrir sjávarvöruframleiðslu. Þess vegna er eðlilegt að upp komi spurningar og hugmyndir um það, að taka þurfi tak markað- söflun landsmanna á öllum svið- um, bæði í sjávarútvegi, landbún- aði og iðnaði. Það er eðlileg gagn- rýni og ætti að vera opin öllum og aðgengileg. Stefán Benediktsson nefndi sjávarútveginn og starf að sjávar- útvegi auðspil. Það má kalla það ýmsum nöfnum að sinna höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar, en auð- spil er lítillækkandi orð. Hann fjallaði um það að stór hluti skulda í landinu væri fyrir aðgerð- ir í sjávarútvegi. Þetta er mergur- inn málsins, en þarna var komið að málinu úr rangri átt. Skuldir í sjávarútvegi eru fyrir þá sök, að sjávarútvegurinn hefur ekki hald- ið sinni stöðu, haldið því sem hann átti skilið. Sami þingmaður kvað landsmenn hafa lánað í heild til sjávarútvegsins. Það er sjávarútvegurinn sjálfur sem hefur byggt upp þá lána- starfsemi, sem hann grípur til. Það er blinda í þjóðfélaginu í dag, allvíða, og sérstaklega í plássum og byggðum þar sem sjávarútveg- urinn er ekki stór og snar þáttur í hversdagslegu lífi, að horfa fram- hjá sjávarútvegi. Menn vilja ekki ræða um hann, þeim finnst hann ekki koma þeim við. Þetta er hættulegt. Þetta er hættulegt fyrir framtíð íslands, vegna þess að við hljótum að leggja ofurkapp á að ná áttum í íslenskum sjávarútvegi. Að ná átt- um í því að nýta skipakost og fiskimið hyggilega — í stað þess að ofnýta, það er að þessu sem við þurfum fyrst og fremst að hyggja. Að setja hrygg í uppbyggingu ís- lensks sjávarútvegs, það er það stóra vandamál sem blasir við að leysa í náinni framtíð. Eiður Guðnason sneri á sinn hátt út úr fyrir fjármálaráðherra, en lagði áherslu á það að við ætt- um að horfa á verðmætasköpun- ina. Auðvitað erum við sammála um það. Þá kemur líka að einum þætti, sem skiptir miklu máli í þessu efni, það er grunnmenntun landsins og yfirbyggingin. Grunn- menntun landsins byggir á því að ljúka ákveðnu skyldunámi, í stað þess að beina námi og menntun að atvinnulífinu: sjávarútvegi, land- búnaði, iðnaði og þjónustu- greinum. í stað þess að vera í beinum tengslum við þessar at- vinnugreinar, þá beinum við menntuninni um þröngan stíg í hefðbundnar háskólagreinar, beinum henni í Háskóla Islands, þar sem sú furðulega staða kemur upp, að jafnvel Háskólarektor lýs- ir því yfir að stórum hluta háskólaborgara nýtist ekki menntun sín í landinu. Háskóli ís- lands er nauðsynleg stofnun og á að búa við fulla reisn, en við höf- um ekki sinnt því sem skyldi, að rækta upp millibrautir, rækta upp möguleika fyrir ungt fólk, úti á landsbyggðinni sem í þéttbýlinu, til þess að sinna arðvænlegum þáttum í íslensku þjóðfélagi. Svo einföld eru málin ekki, sagði Eiður Guðnason um lausnir í sjáv- arútvegi. Auðvitað er ekki um ein- föld mál að ræða, en það er um það að ræða að vinna að þessu máli og taka því tak. Það hefur hins vegar fátt verið einfalt hjá blessuðum Alþýðuflokknum og talsmenn hans hafa átt erfitt með að ná áttum í hversdagslegustu málum. Hér er hugsanlega um að ræða mál, sem við hljótum að taka alvarlega og sýna fulla virðingu. Útvegsmenn taka mesta áhættu í verðmætasköpun þjóðarbúsins og margir, sem eiga best reknu út- gerðir landsins í dag, eru bundnir á klafa. Þótt þeir vildu ganga út úr fyrirtækjum sínum geta þeir það ekki vegna þess að þeir eru þjóð- nýttir; þeir eru bundnir bönkun- um, þeir eru bundnir kerfinu. Þess vegna á að skapa grundvöll fyrir sjávarútveginn, þannig að hann fái notið sín, þannig að þetta fjöregg þjóðarinnar verði ekki að leiksoppi afla, sem gerir sér ekki grein fyrir því, hvað mikið er í húfi. Það er því ástæða til að fagna yfirlýsingum eins og komið hafa fram hjá fjármálaráðherra um tímamót í þessum efnum. Að lokum sagði Árni í umræð- unni: „Ég minni á að ráðstöfun gengismunar í sjávarútvegi er meðferð á eigin fjármagni sjávar- útvegsins, þótt aðrir aðilar í þjóð- félaginu telji það réttmæta eign sína. Það er rétt hjá Ólafi Jóhann- essyni, að ég fagnaði yfirlýsingu hæstvirts fjármálaráðherra, þeirri yfirlýsingu, að komið væri að tímamótum í afgreiðslu og þjónustu við sjávarútveg landsins, þeirri yfirlýsingu að æðstu ráða- menn þjóðarinnar vilja fast og ákveðið vinna að því, að tekið verði til hendinni í rekstrarvanda sjávarútvegsins og spúlað út.“ ekkert feitmeti í skyrtuerminni. Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega basar í dag, laugardag, að Hallveigarstöðum. Á boðstc'um verða munir sem félagskonur hafa unnið og heimabakaðar kökur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.