Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
27
Bókauppboð Klaust
urhóla í dag kl. 14
Basar í Kópavogi
KLAUSTURHÓLAR, listmuna-
uppboð Guðmundar Axelssonar,
efna til 116. uppboðs fyrirUekisins
nk. laugardag 5. þ.m. í uppboðssaln-
um á Skólavörðustíg 6b og hefst það
kl. 14.00. Að þessu sinni verða seld-
ar bækur, tímarit, alls konar smá-
prent o.fl. bókverk, alls 150 númer.
Skrá uppboðsins, sem blaðinu
hefur borizt, skiptist eftir efni í:
ýmis rit, verk Jóhannesar úr Kötl-
um, blöð og tímarit, trúmálarit,
lögfræði, æviminningar, þýddar
sögur, ferðabækur, þjóðsögur,
bókmenntir og bókfræði, ljóð,
fornrit, rímur, saga lands og lýðs.
Það verða margir sérstæðir
hlutir, sem skipta um eigendur á
þessu uppboði. M.a. má nefna vott-
orð, ritað Einari Benediktssyni
(sýslumanni) skáldi 25. mars 1893,
íslenzk bygging, verk um ævistarf
Guðjóns Samúelssonar, Chess in
Iceland and in Icelandic Litera-
Fimmta
Dórubókin
komin út
IÐUNN hefur gefið út í annarri
útgáfu unglingasöguna Völu og
Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
Þetta er fimmta bókin í sagna-
flokki Ragnheiðar um þessar
stallsystur, en sögurnar gerast í
Reykjavík á stríðsárunum og þar
á eftir. Vala og Dóra kom fyrst út
árið 1956. Hún er beint framhald
sögunnar Völu sem kom út i nýrri
útgáfu í fyrra. Efni sögunnar er
kynnt svo á kápubaki: „Hér segir
frá skólagöngu þeirra vinstúlkna,
striti þeirra og áhyggjum og líka
ánægjuefnum og gleðistundum.
Kári, bróðir Völu, og Dóra eru
miklir vinir eins og þeir vita sem
lesið hafa fyrri bækur, og Vala
hefur líka eignast góðan vin þar
sem Skúli er og getur veitt honum
styrk í erfiðum aðstæðum. Sjálf
býr hún við sára fátækt, en hún
hefur mikla námshæfileika og
þráir að geta haldið áfram í skól-
anum. I þeim efnum getur Dóra
orðið henni mikill styrkur."
Vala og Dóra er prýdd teikning-
ur eftir Ragnheiði Gestsdóttur og
gerði hún einnig kápumyd. Bókin
er 129 blaðsíður. Oddi prentaði.
(Frétutilkynning.)
ture eftir William Fiske, prentuð
Flórens 1905, flestar eldri bóka Jó-
hannesar skálds úr Kötlum
frumútgáfum, tímaritið Arnfirð-
ingur, sem Þorsteinn skáld Erl-
ingsson gaf út á Bíldudal og I
Reykjavík 1901—1903, fágætt smá
þjóðsagnakver eftir Guðmund
Pjetursson: Draumsjón, pr. í
Winnipeg 1905, Árdegisblað lista-
manna, sem Jóhannes Kjarval gaí
út á sinni tíð um arkitektúr og
byggingamálefni o.fl., en sjald-
gæfasti hluturinn á uppboðinu er
sjálfsagt gaman- og grínblaðið
Láki, komplet það sem kom, en
blað þetta skrifuðu þeir samar
Tómas Guðmundsson og Halldór
Laxness, þá rétt af fermingaraldri
og fengu Pétur Jakobsson skáld og
fasteignasala til að axla ritstjórn-
arábyrgðina, þar sem útgefend-
urnir voru ómyndugir gagnvart
yfirvöldunum. Einnig verður seld
á uppboðinu Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns
I-XI bindi, Kh. 1913-1943.
(FrétUtilkynning)
KVENFÉLAG Kópavogs gengst
fyrir basar sunnudaginn 6. nóv-
ember að Hamraborg 1, Kópavogi.
Basarmunir eru fjölbreyttir,
svo sem ýmiskonar handunnir
munir, prjónavörur, heimabak-
aðar kökur og lukkupokar.
Ágóði rennur í Líknarsjóð
Áslaugar Maack og félagssjóð.
(Úr frétutilkynningn)
Nú gefst einstakt tækifæri
til að eignast nýjan
RENAULT
á ótrúlega hagstæðu verði
Renault 18 Verö frá 337.500.-
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.
Tryggðu þér bíl strax.
Seljum nýja og notaða bíla
laugardaga kl. 1-5
KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 0 RENAULT
BOLLU-
DAGURINN
ERÁ
MORGUN
AÐ VÍSU ER
HINN OPINBERI
BOLLUDAGUR EKKI
FYRR EN í FEBRÚAR
EN BOLLUR ERU SVO
GÓÐAR AÐ VIÐ
HÖFUM SÉRSTAKAN
BOLLUDAG Á MORGUN
PS. VIÐ BÖKUM LÍKA
BOLLURÍDAG
JL-HÚSINU
HAMRABORG4
KÓPAVOGI
KöfeuKúsia
REYKJA VÍKURVEGI62
HAFNARFIRÐI
V/AUSTURVÖLL