Morgunblaðið - 05.11.1983, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
Til sölu
Skanía Vabis frambyggður 140 árg. ’75, tveggja
drifa, Volvo F 1225 árg. ’79, Volvo 6 hjóla meö fram-
drifi árg. ’63, Man 26321 '81, Chevrolet Superban
Custon 10 Deluxe með diesel, árg. ’75.
Uppl. í síma 99—1133.
Nissan/Datsun Cherry
1,5 GL árg. 1983
Einstaklega vei meö farinn bfll, hlaöinn aukahlutum. Eklnn 13.000
km. Til sýnis og sölu hjá Ingvari Helgasyni hf., alla daga, einnig
laugardag og sunnudag kl. 2—5. Sími 33560.
Jörð í Rangár-
vallasýslu
Til sölu er jörðin Heiöarbrún, Holtahreppi, Rangár-
vallasýslu, ásamt útihúsum, íbúðarhúsi, vélum og
verkfærum. Einnig Land Rover árg. 1971.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fann-
bergs sf., Hellu.
Þrúóvangi 18, 850 Heliu.
Simi 5028 — Pósthólf 30
Opið
r
1
dag
til kl. 4.
Hagsýnn velurþað besta
HUSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÓFDA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410
■
Gleð eyra þitt og brjóst
— eftir sr. Sigurð
Hauk Guðjónsson
Hafir þú ánægju af góðum
kórsöng þá eiga þessar línur er-
indi við þig, því að með þeim er
ég að vekja athygli þína á að enn
einu sinni eiga slíkir góða stund
í vændum. I dag, laugardaginn 5.
nóv., klukkan 5 efnir Kór Lang-
holtskirkju til söngskemmtunar
í Bústaóakirkju.
Það eru 30 ár síðan kórinn
steig fyrstu skrefin á þeirri
listabraut sem hann síðan hefir
verið á. Og nú koma þau saman
og minnast þessa. Lofsöngvar
munu hljóma, lagperlur utan úr
henrii veröld og einnig úr ís-
lenzkri þjóðarsál. Þau munu
syngja eins og kórinn er skipað-
ur nú, — þau munu bjóða eldri
félögum að taka lagið með sér,
— karla- og kvennakórar munu
koma fram. Já, þau hafa lagt að
sér við gerð þessarar hátíðar, og
við, sem höfum fengið að kynn-
ast undirbúningnum vitum, að
enn einu sinni mun tónsprota
Jóns Stefánssonar sveiflað og
barkar kórfélaga þandir þannig,
að hrifnæm brjóst munu fyllast
gleði. Svík ekki eyra þitt um
þessa stund, og eigir þú vin, sem
þú vilt gleðja, hnipptu þá í hann,
bjóð honum með þér.
Sig. Haukur
Malcolm Rutherford á fundi SVS og Varðbergs:
Friðarhreyfingin farin að
dragast
„ÉG TEL að friðarhreyfingin sé tek-
in að dragast saman," sagði Maic-
olm Rutherford, stjórnmálaritstjóri
Financial Times í Lundúnum, á
fundi hjá Samtökum um vestræna
samvinnu og Varðbergi laugardag-
inn 29. október. „Líklega gerist það
sama nú og fyrir rúmum tuttugu ár-
um þegar friðarhreyfing lét síðast til
sín taka í Evrópu, ekki síst í Bret-
landi, að starfsemi hreyfingarinnar
hvetur stjórnvöld til að hafa hugann
við stjórnun vígbúnaðar og afvopn-
unarmál en kemur ekki í veg fyrir
endurnýjun vopnabúnaðar. Að mínu
áliti er óhjákvæmilegt að kjarnorku-
vopn verði áfram til staðar í veröld-
inni og menn hljóta að velta þessari
spurningu fyrir sér: Stuðla kjarn-
orkuvopn ekki að friði eins og mál-
um er háttað?“
Yfirskrift fundarins var: Stefna
Breta í varnarmálum og öryggis-
mál Evrópu, en í upphafi hans gat
Björn Bjarnason, formaður Sam-
saman í
taka um vestræna samvinnu og
fundarstjóri, þess, að Malcolm
Rutherford hefði frjálsar hendur
til að fjalla um það sem nú væri
efst á baugi í alþjóðamálum. Gerði
ræðumaður það í máli sínu og
ræddi einkum innrásina á Grena-
da og áhrif hennar á samstarfið
innan Atlansthafsbandalagsins.
Taldi hann ekki síður nauðsynlegt
að skapa jafnvægi í samskiptum
„vesturs og vesturs" það er Vest-
ur-Evrópu og Bandaríkjanna en
austurs og vesturs. Innrásin á
Grenada kynni að koma róti á
vestur-vestur sambandið á við-
kvæmum tíma þegar innan
skamms yrði hafist handa við að
koma bandarískum kjarnorkueld-
flaugum fyrir í Vestur-Evrópu.
Malcolm Rutherford taldi ekki
óeðlilegt að áherslu- og jafnvel
stefnumunur væri í viðhorfum
Vestur-Evrópubúa annars vegar
og Bandaríkjamanna hins vegar
Evrópu
til Sovétríkjanna. Vegna nábýlis-
ins í Evrópu og aldagamalla sögu-
legra tengsla við Rússland væru
Evrópubúar tregari til að höggva
á tengslin við Sovétríkin en
Bandaríkjamenn. Til langframa
væri affarasælast að skapa
spennulaust samband við Sovét-
ríkin, þótt þau sæki ekki styrk
sinn til annars en hernaðaraflsins
— hafi ekkert að bjóða í hug-
myndafræðilegum og menning-
arlegum efnum. Þrátt fyrir
hugmyndafræðilegan ágreining
við Sovétmenn ætti ekki að heyja
krossferðarstríð gegn þeim.
Að lokinni ræðu svaraði Malc-
olm Rutherford fjölmörgum fyrir-
spurnum fundarmanna. Kom oft-
ar en einu sinni fram að miðað við
stöðuna í öryggis- og alþjóða-
málum væri staða íslands ákaf-
lega mikilvæg fyrir varnir Vestur-
landa.
Kjörbúð SS
Glæsibæ
hefur opið til
kl. 4 í dag
og er þaö gert meö leyfi samstarfsnefndar
um opnunartímc. sölubúöa.
Malcolm Rutherford, stjórnmálaritstjóri Financial Times, flytur ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs. (Ljósm. Mbl./Friðþjófur)