Morgunblaðið - 05.11.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
Frá fréttaritara MM.,
Bob Hamwny I Lof>don
Framkvæmdastjóri Man.
Utd., Atkinsaon, sagöi í dag
aö leikmaðurinn snjalli,
Frank Stapleton, vasri liöi
sinu ómetanlegur. „Staple-
ton er svo snjall leikmaöur
aö ég myndi ekki einu sinni
ræöa við þaö félag sem byöi
mér 2 milijónir punda í hann
þó um staógreióslu vsari aö
ræöa,“ sagói Atkinson.
Ron Greenwood hefur tek-
ið við framkvæmdastjóra-
stööu hjé Brighton. Green-
wood, sem er 61 érs gamall,
var fyrrum þjálfari enska
landsliösins í knattspyrnu í
síöustu HM-keppni sem
fram fór é Spéni.
Stjórn Watford ékvað í
gærdag aö helmingur af öll-
um ágóöa félagsins í
Evrópukeppninni myndi
renna til leikmanna félags-
ins. Gróöinn hefur veriö 50
þúsund sterlingspund fram
aö þessu og því fá leikmenn
25 þúsund pund. Þessari
upphæö var skipt á milli 16
leikmanna og fékk hver
þeirra 1500 pund. Leikmenn
liósins voru yfir sig ánægöir
meö þessa ákvöröun stjórn-
arinnar og eru ákveönir í aö
gera vel í næstu umferö
keppninnar.
— • —
Knattspyrnufélagiö Luton
mun aó öllum líkindum
brjóta blaö í sögu enskrar
knattspyrnu árið 1985. Þá
gerir stjórn félagsins ráö
fyrir því aö liöiö leiki á nýjum
velli meö gervigrasi innan-
húss. Völlur þessi, sem er í
byggingu, er 20 mílur fyrir
utan Luton. Völlurinn tekur
25 þúsund manns í sæti.
• Frank Stapleton
Sex Valsmenn
til Sovétríkjanna
— á þjálfaranámskeið og handboltaskóla
Moskvu og sækja þar þjálfara-
námskeiöiö. Allt uppihald og
kostnaöur í Rússlandi yröi greidd-
ur bæði fyrir hann og þá fimm
ungu Valsmenn sem kæmu til meö
aö fara til Rússlands. En fargjöldin
yröu þeir sjálfir aö greiöa.
Þorbjörn sagði aö Boris heföi
haft mjög gott samstarf viö yngri
flokka þá sem hann þjálfaöi hjá Val
og leikmenn þeir sem hann heföi
augastaö á aö fá til Moskvu væru
nú aö stíga sín fyrstu skref meö
meistaraflokki félagsins. En þaö
eru þeir Jakob Sigurðsson, Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson, Elías
Haraldsson og Valdimar Gríms-
son. Jafnframt hefði Hermundi
Sigmundssyni veriö boðiö en hann
væri nú ekki lengur í Val heldur
spilaði með Stjörnunni svo líklega
myndi hann ekki veröa í hópnum.
Jakob Sigurösson er einn af ung-
um nýliðum í íslenska landsliöinu í
handknattleik. Líklegt er aö hópur-
inn fari til Rússlands um mitt
næsta sumar og dvelji þá ytra í
rúman mánuö ef aö líkum lætur.ÞR
RÚSSNESKI handknattleiksþjálf-
arinn Boris Akbashev hefur boðið
fimm ungum handknattleiks-
mönnum úr Val aö koma til
Moskvu og dveijast þar í rúman
mánuó viö æfingar ( frægum
handknattleiksskóla. Þá hefur
Boris boöió Þorbirni Jenssyni Val
aö koma jafnframt til Moskvu og
dveljast þar á þjálfaranámakeiöi (
skólanum. Boris Akbashev sem
er fyrrum handknattleiksþjálfari
hjá Val er nú framkvæmdastjóri
Kunsova sem er eitt besta hand-
knattleiksiið Rússlands, og jafn-
framt er hann aöstoóarmaöur
landsliösþjálfarans. Reiknaó er
meö því aó Boris komi hingaó til
lands meö rússneska landsliöinu
þegar þaö leikur hér i febrúar á
næsta ári.
Aö sögn Þorbjörns Jenssonar
leikmanns meö meistaraflokki Vals
i handknattleik hefur Borls mjög
sterkar taugar til Vals og vill allt
fyrir handknattleiksdeildina gera.
Þorbjörn sagöist hafa mikinn
áhuga á því aö reyna aö fara til • Jakob Sigurösson, Val, ungur og efnilegur handknattleiksmaöur.
• Hið nýja og glæsilega (þróttahús i Kópavogi.
Nýtt íþrótta-
hús vígt í dag
í DAG veróur opnunarhátíó nýs
íþróttahúss viö Skálaheiði i
Kópavogi. Hefst athöfnin kl.
14.00. í upphafi mun Hornaflokkur
Kópavogs leika, en síóan veróa
flutt ávörp. Að þeim loknum mun
íþróttafélag bæjarins veróa með
stutt sýningaratriöi í þeim
íþróttagreinum sem stundaöar
eru í Kópavogi.
Nú verða um 3Æ hússins teknir í
notkun. Grunnflötur er 3.200 m2 og
heildargólfflötur 5.200 m2. Stærö
íþróttasalarins er 44x27 m. Sá hluti
sem nú verður tekinn í notkun er
salurinn ásamt fjórum búningsklef-
um. Um 600 manns geta fylgst
meö leikjum úr stæöum, en gert er
ráö fyrir viöbótaráhorfendaaö-
stööu síöar meö færanlegum
bekkjum.
Dagskrá opnunarhátíöarinnar í
dag er þannig:
1. Hornaflokkur Kópavogs.
2. Forseti bæjarstjórnar flytur ávarp.
3. Formaöur skólanefndar flytur ávarp.
4. Formaöur tómstundaráös flytur ávarp.
5. Hópganga íþróttafólks.
6. Formaöur samstarfsnefndar íþróttafólag-
anna í Kópavogi flytur ávarp.
7. Fimleikasýning Gerplu.
8. Knattspyrnukeppni 5. fl. karla ÍK/UBK.
9. Handknattleikskeppni 4. fl. karla
HK/UBK.
10. Atriöi frá Augnabliki.
11. Judo-sýning frá Gerplu.
12. Blak HK/UBK.
13. Tennis frá ÍK.
14. Körfuknattleikskeppni mfl. karla HK/UBK.
15. Karate-sýníng frá Gerplu.
Dregió í UEFA-keppninni:
mætir Tottenham
Bayern Munchen
DREGIÐ VAR í 16-lióa úrslitum UEFA-keppninnar ( knattspyrnu (
gær. Stórleikir umferðarinnar veröa að teljast leikir Bayern MUnch-
en og Tottenham, Nottingham Forest og Celtic og Lens og Ander-
lecht. Annars er drátturinn þannig:
Sparta Rotterdam (Holl.) — Spartak Moskva (Sovótr.)
Radnicki Nis (Júgósl.) — Hajduk Split (Júgósl.)
Lens (Frakkl.) — Anderlecht (Belgíu)
Watford (Engl.) — Sparta Prag (Tékkósl.)
Bayern Munchen (V-Þýskal.) — Tottenham (Engl.)
Nottingham Forest (Engl.) — Celtic (Skotl.)
Austria Vin (Austurr.) — Inter Milano (ital.)
Sturm Graz (Austurr.) — Lokomotiv Leipzig (A-Þýskal.)
Fyrri leikirnir fara fram miövikudaginn 23. nóvember og hinir síöari
miövikudaginn 7. desember. Ekki veröur leíkiö í hinum Evrópukeppn-
unum tveimur fyrr en eftir áramót, enda er komið í átta liöa úrslit þar.
Vcrkfall dómara í Bandaríkjunum:
Enn ekki samið
KEPPNI í NBA-atvinnumanna-
deildinni í körfubolta, í Bandaríkj-
unum hófst á dögunum. Eins og
viö höfóum sagt frá höföu dómar-
ar hótaö verkfalli yröi ekki gengió
að launakörfum þeirra. Enn hefur
ekki veriö samiö.
Einn umdeildasti dómari vestan
hafs, Darrell Garrettson, er einn
þeirra sem ekki eru í félagi í körfu-
knattleiksdómara, og fékkst hann
ásamt nokkrum öörum til aö
dæma í fyrstu umferðinni. Fyrir
utan Forum, íþróttahöllina frægu í
Los Angeles, höföu dómarar raöaö
sér upp meö kröfuspjöld sín, áöur
en leikurinn þar hófst. En Darrell
og félagi hans komust í gegnum
„múrinn“ og dæmdu leikinn. Vakti
þetta þó töluverða athygli.
Þaö þótti tíðindum sæta aö
Boston Celtics tapaöi fyrsta leik
sínum í deildinni, og er þaö í fyrsta
skipti sem liöiö tapar fyrsta leik
sínum á keppnistímabili eftir aö
Larry Bird kom til liösins. Los Ang-
eles Lakers og Philadelphia 76ers
unnu bæöi sína leiki. — SH.
Opiðída ig til hádegisj
HAGKAUP Skeifunni15