Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 LADA Vetrarskoðun ,1983—198' Nú er rétti tíminn fyrír Ladaeigendur aö koma meö bif reiöir sínar í vetrarskoöun 1 Athuga ástand ökutækisins. 2 Athuga ofíu á vét, stýrísvél og vökva á raf- geymi, kælikerfi, rúöusprautum, bremsum og kúplingu. 3 Mæia frostlög og bæta á ef þarf. 4 Mæla rafgeymi og bleöslu og hrefnsa geyma- sambönd. 5 Hreinsa síur í bensíndælu og blöndungí. 6 Athuga og skipta um ef þarf, þétti, pfatínur, kveíkjuhamar, kveikjulok, kertaþræöí, kerti, foftsíu og viftureim. 7 Athuga ventlalokspakknfngu og vföbragös- dælunál. 8 Strekkja tímakeöju. 9 Stilla kveikju og blöndung. 10 Athuga sviss, startara, mæla, kveikjara, þurrk- ur og miðstöo. 11 Athuga öll Ijós. 12 Stillaljós. 13 Athuga huröir, þéttikanta og smyrja læsingar. INNIFALIÐ £s1-690 Hver man ekki eftir síðasta vetri? Bein lína á verkstæöi 39760 LÁTIÐ FAGMENN YFIRFARA ÁSTAND BIFREIDARINNAR E "^v Bifreiöar og Landbúnaðarvélar hf 2 iisNir Suðurlandsbraut 14 — Simi 38600 — 31236. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DREW MTDDLETON Þessi SA-I-flugskeyti voru sýnd i KauAa torginu á byltingarafmælinu 7. nóvember sl. Erfiðara er hins vegar ad komast yfir myndir af SS-20-eldflaugunum. Stýriflaug skotið frá kafbát. Hvað breyttist með meðal- drægu NATO-eldflaugunum? Með komu fyrstu stýriflauganna til flugstöðvarinnar í Greenham Common í Englandi hefur Atlantshafsbandalagið stigið fyrsta litla skrefíð í pá átt að koma á nokkru jafnvægi hvað varðar meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. í þeirri umræðu, sem verið hefur um eldflaugarnar og friðar- málin, hefur það hins vegar viljað gleymast, að eldflaugarnar 572, sem fyrirhugað er að setja upp, koma í stað miklu fleiri kjarnorkuvopna, eldflauga og sprengjuflugvéla, sem fyrir voru, en af áróðrinum má helst skilja, að vestræn riki séu nú í fyrsta sinn að koma upp kjarnorkuvopnum sér til varnar. Ástæðan fyrir því er augljós. Gömlu eldflaugarnar voru skammdrægar, náðu aðeins til fylgirfkja Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, en þær nýju ná til Sovétríkjanna sjálfra. Ifyrsta áfanga verður komið upp 41 eldflaug í Vestur- Evrópu, 16 stýriflaugum í Eng- landi, 16 á Sikiley og níu Persh- ing 2-eldflaugum í Vestur- Þýskalandi. Þessi vopnabúnaður er þó aðeins brotabrot miðað við yfirburði Sovétmanna, sem beina meira en 260 SS-20-eld- flaugum að flugvöllum, brúm, höfnum, herstjórnarmiðstöðvum og þýðingarmiklum samgöngu- leiðum í Vestur-Evrópu, og öðr- um 100 að Miðausturlöndum og Kína. SS-20-eldflaugarnar eru hreyfanlegar og búnar þremur kjarnaoddum hver, þannig að um er að ræða rúmlega 1000 kjarnaodda alls, en allar stýri- og Pershing 2-eldflaugarnar, sem taka á í notkun fyrir árið 1988, eru búnar einum kjarna- oddi. Sovésku eldflaugarnar eru miklu langdrægari en þær bandarísku, draga 3100 mílur á móti 1120 mílum, en Atlants- hafsbandalagið leggur líka áherslu á, að nýju eldflaugarnar séu ekki árásarvopn, heldur til varnar, til að gera hugsanlega árás ólíklegri. Um margra ára skeið hefur Atlantshafsbandalagið ráðið yf- ir Pershing-eldflaugum og þús- undum kjarnorkusprengna í Vestur-Evrópu en eldflaugarnar gátu ekki borið þær nema til Austur-Þýskalands, Póllands og Tékkóslóvakíu, ekki til Sovét- ríkjanna sjálfra. Loftvarnir sín- ar hafa svo Sovétmenn byggt upp með það fyrir augum, að þeir geti grandað sprengjuflug- vélum NATO-ríkjanna, sem bera kjarnorkusprengjur, áður en þær komast inn yfir sovéskt land. Með tilkomu nýju eldflaug- anna hafa þessar aðstæður hins vegar breyst. Vestur-Evrópa hótar nú að svara fyrir sig ef Sovétmenn gera árás á hana og Það er einmitt meginástæðan fyrir því, að Sovétmenn gera nú allt hvað þeir geta til að kynda undir ótta Vestur-Evrópubúa við kjarnorkustyrjöld. Þannig hyggjast þeir hræða svo almenn- ing á Vesturlöndum, að hann sætti sig við, að Sovétmenn hafi áfram ótvíræða yfirburði hvað kjarnorkuvopn snertir og geti lagt Vestur-Evrópu í rúst þegar þeim þóknast. Innan NATO hefur þeirri skoðun verið hreyft, að vegna nýju eldflaugnanna kunni Sov- étmenn að freistast til að velta fyrir sér árás með venjulegum vopnum, oðrum en kjarnorku- vopnum. Rússar og bandalags- ríki þeirra hafa mikla yfirburði hvað varðar venjulegan herbún- að, flugvélar, skriðdreka, bryn- vagna og stórskotaliðsvopn, og með það í huga kynnu þeir að afráða árás á Vestur-Evrópu og beita þá í fyrstu atlögu efna- vopnum en ekki kjarnorkuvopn- um. Þessar skoðanir fara í bága við hugmyndir Sovétmanna sjálfra, sem telja, að í árás á Vesturlönd verði að beita jafnt kjarnorkuvopnum sem venju- legum vopnum. Sovésku her- deildirnar í Austur-Þýskalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu eru þjálfaðar í að berjast við að- stæður, „sem líkjast kjarnorku- styrjöld", og eru búnar farar- tækjum og fatnaði, sem gerð eru með það fyrir augum. Eldflaugar NATO-ríkjanna einar sér munu því sennilega hafa mjög tak- mörkuð áhrif í þá átt að draga úr líkunum á sovéskri árás en NATO-ríkin telja þær samt sem áður mjög mikilvægar. Fyrst og fremst vegna þess, að þeim er beint að hernaðarlega mikilvæg- um stöðum handan járntjaldsins og ekki aðeins í fylgiríkjum Sov- étríkjanna, heldur einnig í þeim sjálfum. Af þessum sökum telja sumir hernaðarsérfræðingar á Vestur- löndum, að nýju NATO-eld- flaugarnar muni valda sams konar „skelfingarjafnvægi" og nú ríkir hvað langdrægu eld- flaugarnar snertir. „Skelfingar- jafnvægið er vissulega óttalegt," er haft eftir breskum hermála- sérfræðingi, „en jafnvægisleysi Sovétmönnum í hag er óhugs- andi." Ef til átaka kemur er þó aug- ljóst, að stýrieldflaugastöðvarn- ar liggja vel við höggi og Sovét- menn eins og allir aðrir vita ná- Bandarísk eldflaug Pershing 2. af gerðinni kvæmlega hvar þær eru niður komnar. Þær yrðu því fyrsta skotmarkið í hugsanlegri árás þeirra á vestrænar þjóðir. Allt frá því að Atlantshafs- bandalagið kom fyrst upp kjarn- orkuvopnum sér til varnar hefur verið gengið út frá því, að til að beita þeim þyrftu þjóðþing að- ildarþjóðanna fyrst að leggja blessun sína yfir það. Á þetta hafa Bandaríkjamenn líka alltaf lagt áherslu og margítrekað, að samþykkis ríkisstjórna aðildar- ríkjanna yrði leitað áður en kjarnorkuvopnum yrði beitt. Bandarískir hernaðarsérfræð- ingar telja hins vegar, að á þessu máli séu tveir annmarkar. í fyrsta lagi, að vegna ótta við eig- in tortímingu er það vafamál, að vestur-evrópsk þjóð gæfi leyfi til að kjarnorkuvopnum yrði beitt, og í öðru lagi, sem skiptir ríkis- stjórnir í Vestur-Evrópu miklu máli, hvort Bandaríkjamenn færu eftir þessum samþykktum þegar til kæmi. Með þetta í huga telja þeir, sem best þekkja til, að nýju NATO-eldflaugarnar í Vestur- Evrópu kunni e.t.v. að verða Sov- étmönnum eitthvert umhugsun- ar- og áhyggjuefni en heldur ekki meir. Drew Middleton er hermálafrétta- ritari New York Times og hefur skrífað margar bækur um her- og stjórnmil, m.a. um orrustuna um Bretland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.