Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 21 SUU-UR OO FÍLAGAR 17 mnmimmnm ^ Þrjár bækur um Sval og félaga IÐUNN hefur gefið út þrjár nýjar teiknimyndasögur um Sval og félaga eftir belgíska teiknarann Franquin og eru það sextánda, sautjánda og átjánda bókin í þessum flokki. Bskurnar eru gefnar út í samvinnu við Interpresse f Kaupmannahöfn, en Bjarni Fr. Karls- son þýddi textann. I frétt frá útgefanda segir m.a. um efni bókanna: „Sú fyrsta þessara bóka heitir Með kveðju frá Z og fjall- ar um Zorglúbb þann sem frá sagði í bókinni Z fyrir Zorglúbb, en hann er hinn mesti þrjótur og fjölkunnugur mjög. Seinni tveir bækurnar gerast neðansjávar, nánar til tekið á 200 metra dýpi. Þar heldur sig hin hættulega múrena, sem í þessu til- viki er að vísu maður, en ekki síður hættulegur en fiskurinn múrena. Segir frá því í Svamlað í söltum sjó. Síðasta bókin heitir svo Sjávarborgin og er beint framhald á neðan- sjávarævintýrum félaganna. Þar segir frá viðureiginni við Jón Hark- an sem gengur undir nafninu múr- enan, en raunar fer svo að þeir verða í sameinigu að kljást við nýjan óvin: mennina í kúlunum. Ásamt þessari sögu er í síðasttöldu bókinni sagan Dullarfulla líkneskið. Þar greinir frá því er Valur breytist í 12 cm brúðu." Samgönguráðherra fær bíl á ráðherrakjörum MATTHÍAS Bjarnason sam- gönguráðherra hefur notað sér lagaheimild til að fá felld niður aðflutningsgjöld af nýrri Range Rover bifreið. Hefur ráðherrann keypt bifreiðina á þessum svo- kölluðu „ráðherrakjörum" og þar með greitt fyrir hana liðlega 600 þúsund krónur en verð til almennra kaupenda er um 1,2 milljónir króna. Björn Hafsteinsson, deildar- stjóri í tolladeild fjármálaráðu- neytisins, staðfesti í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að beiðni ráðherrans um niðurfell- ingu gjaldanna hefði verið af- greidd með bréfi til tollstjórans í Reykjavík 1. nóvember sl. Var tollstjóraembættinu falin af- greiðsla málsins. Matthías Bjarnason telur að með því að kaupa sjálfur bifreið sína á þess- um kjörum spari hann ríkissjóði talsverðar fjárhæðir og að auki kjósi hann að aka um á eigin bíl. Tveir ráðherrar í núverandi stjórn hafa því notfært sér um- rædda lagaheimild frá 1970 til að kaupa bíla án aðflutningsgjalda, hinn er Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra. Ríkissjóður hefur nýverið keypt og endurnýjað bifreiðir fyrir tvo ráðherra, þá Sverri Hermannsson iðnaðarráð- herra (Range Rover) og Jón Helgason landbúnaðarráðherra (Toyota Land Cruiser). Aðrir ráðherrar hafa einnig ríkisbifreið- ir til afnota að undanskildum Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra, sem ekur eldri bíl, keyptum með „ráðherrakjörum". Ráðherrar úr síðustu ríkis- stjórn, sem notað hafa sér um- rædda heimild, eru Friðjón Þórð- arson, Pálmi Jónsson, Ingvar Gíslason og Tómas Árnason, skv. upþlýsingum, sem Mbl. fékk hjá forsætisráðuneytinu. Þormóður rammi á Siglufirði: Ný stjórn ky nnt á hluthafafundi ERFIÐLEGA hefur gengið að fínna menn í hina nýju „starfsstjórn" l'orinóðs ramma hf. á Siglufirði, sem fjármálaráðuneytið fvrir hönd rikis sjóðs hefur ákveðið að setja fyrir tækinu í erfiðleikum þess. Er ætlun- in, eins og fram hefur komið í Mbl., að nýju stjórnarmennirnir verði í nánari tengslum við fjármálavaldið f landinu en sú stjórn, sem síðast var kosin, og hafði höfuðstöðvar sínar á Siglufirði. Nýja stjórnin á að leysa af hólmi þá sjö menn, sem setið hafa í stjórn Þormóðs ramma hf. að undan- förnu. Nýja stjórnin mun þó nú um það bil vera að fæðast og verður hún væntanlega kynnt á hluthafafundi í Þormóði ramma hf., sem haldinn verður á Siglufirði 25. nóvember næstkomandi, að því er fram kom í spjalli Mbl. við Höskuld Jónsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, í gær. Þar verður greint frá þeim hugmyndum, sem á kreiki eru um lausn á vanda fyrir- tækisins, en auk slæmrar lausa- fjár- og eiginfjárstöðu er vandinn helstur sá, að bankar hafa ekki viljað taka fyrirtækið í föst við- skipti, eins og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu. Nígería: Ósk um nýja greiðsluskip- an á gjaldíollnum skuldum STJORN Nígeríu hefur óskað eftir því við erlenda lánardrottna, að koniið verdi á nýrri skipan á greiðslu skammtíma viðskiptaskuida lands- ins, sem gjaldfallnar eru. Var frá þessu skýrl í blaðinu W'all Street Journal fyrir skömmu. Hefur fregn þessi komið mörgum á óvart, því að fyrr á þessu ári gerði Nígería tvisvar sinnuin samninga við erlenda banka um endurnýjunarlán vegna við- skiptaskulda, sem námu um 2 millj- iirðum dollara. Þar sem endur- greiðsla þessara lána á ekki að hefj- ast fyrr en í janúar nk., þá stóðu vonir til þess að Nígería réði yfir nægilega miklum gjaldeyrisinni- stæðum til þess að draga úr skuld- um sinum við erlenda viðskiptaaðila, það sem eftir væri ársins. Þrír erlendir viðskiptabankar hafa tekið að sér að vera stjórn Nígeríu til aðstoðar nú. Eru það S. G. Warburg & Co, Lehman Broth- ers Kuhn Loeb og Lazard Brothers &Co. Undanfarin tvö ár hafa útflutn- ingslánastofnanir alls staðar í heiminum fyllst æ meiri ugg varð- andi lán til Nígeríu og hafa hert á skilyrðum sínum varðandi Jáns- ábyrgðir. Talið er, að fyrirhuguð- um aðgerðum Nígeríustjórnar nú verði samt tekið vel af mörgum fyrirtækjum, sem eiga fé inni hjá Nígeríumónnum. „Það er ágætt að fá formlega viðurkenningu á þeim vandamáium, sem fyrir hendi eru," var haft eftir talsmanni brezks fyrirtækis, sem á bæði tryggðar og ótryggðar viðskipta- skuldir inni hjá Nígeríumönnum, er hann frétti um áform Nígeríu- stjórnar. Á hinn bóginn má þó búast við því, að beiðni Nígeríustjórnar um nýtt greiðslufyrirkomulag á gjald- föilnum skuldum verði til þess að staöfesta óttann um, að fjár- hagsstaða Nígeríu fari versnandi, sem geri það örðugra en áður að eiga viðskipti við landið. LANDSLEIKIR KVENNALANDSLEIKIR í HANDB0LTA Island Fimmtud. 17. nóv. Seljaskóla kl. 21.00 Föstud. 18. nóv. Laugardalshöll kl. 19.15 Laugard. 19. nóv. Selffossi kl. 15.00 Bandaríkin P.s. Muniö bingó í Sigtúni 20. nóv. kl. 20. Hermann Gunnarsson stjórnar. Bergþóra og Pálmi skemmta. Handknattleikssamband íslands m SKIPADBLD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJÁVÍK SÍMI 28200 ~^gk STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT N/ELONSTYRKT DOKKBLA FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAOUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR BORÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR OLÍUOFNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10,15, 20 LÍNA ARINSETT FÍSBELGIR VIÐARKÖRFUR • BAUJULUKTIR „AUTRONICA" og allir varahlutir • TJORUHAMPUR SKÓLPRÖRAHAMPUR BIK, svart og hvítt • LÓÐBYSSUR LÓÐBOLTAR LÓÐTIN 50% í stöngum LÓÐTIN í rúllum LÓÐFEITI LÓÐVATN DRAGHNOÐBYSSUR DRAGHNOÐ SMAKEÐJUR brúnar og gulllitar, margar geroir og stærðir • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SPISSSKÓFLUR • GALV. VÍR EINÞÆTTUR 1,2-2,0-2,6-3,2 M/M Ananaustum Simi 28855 Opid laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.