Morgunblaðið - 17.11.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
8VRLUR OO FÉLAGAR *j ~J
Þrjár bækur
um Sval
og félaga
IÐUNN hefur gefið út þrjár nýjar
teiknimyndasögur um Sval og félaga
eftir belgiska teiknarann Franquin og
eru það sextánda, sautjánda og átjánda
bókin í þessum flokki. Bækurnar eru
gefnar út í samvinnu við Interpresse í
Kaupmannahöfn, en Bjarni Fr. Karls-
son þýddi textann.
I frétt frá útgefanda segir m.a. um
efni bókanna: „Sú fyrsta þessara
bóka heitir Með kveðju frá Z og fjall-
ar um Zorglúbb þann sem frá sagði í
bókinni Z fyrir Zorglúbb, en hann er
hinn mesti þrjótur og fjölkunnugur
mjög. Seinni tveir bækurnar gerast
neðansjávar, nánar til tekið á 200
metra dýpi. Þar heldur sig hin
hættulega múrena, sem í þessu til-
viki er að vísu maður, en ekki síður
hættulegur en fiskurinn múrena.
Segir frá því í Svamlað í söltum sjó.
Síðasta bókin heitir svo Sjávarborgin
og er beint framhald á neðan-
sjávarævintýrum félaganna. Þar
segir frá viðureiginni við Jón Hark-
an sem gengur undir nafninu múr-
enan, en raunar fer svo að þeir verða
í sameinigu að kljást við nýjan óvin:
mennina í kúlunum. Ásamt þessari
sögu er í síðasttöldu bókinni sagan
Dullarfulla líkneskið. Þar greinir frá
því er Valur breytist f 12 cm brúðu."
Samgönguráðherra fær
bíl á ráðherrakjörum
MATTHÍAS Bjarnason sam-
gönguráðherra hefur notað sér
lagaheimild til að fá felld niður
aðflutningsgjöld af nýrri Kange
Rover bifreið. Hefur ráðherrann
keypt bifreiðina á þessum svo-
kölluðu „ráðherrakjörum“ og
þar með greitt fyrir hana liðlega
600 þúsund krónur en verð til
almennra kaupenda er um 1,2
milljónir króna.
Björn Hafsteinsson, deildar-
stjóri í tolladeild fjármálaráðu-
neytisins, staðfesti í samtali við
blm. Morgunblaðsins í gær, að
beiðni ráðherrans um niðurfell-
ingu gjaldanna hefði verið af-
greidd með bréfi til tollstjórans í
Reykjavík 1. nóvember sl. Var
tollstjóraembættinu falin af-
greiðsla málsins. Matthías
Bjarnason telur að með því að
kaupa sjálfur bifreið sína á þess-
um kjörum spari hann ríkissjóði
talsverðar fjárhæðir og að auki
kjósi hann að aka um á eigin bíl.
Tveir ráðherrar í núverandi
stjórn hafa því notfært sér um-
rædda lagaheimild frá 1970 til að
kaupa bíla án aðflutningsgjalda,
hinn er Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra. Ríkissjóður
hefur nýverið keypt og endurnýjað
bifreiðir fyrir tvo ráðherra, þá
Sverri Hermannsson iðnaðarráð-
herra (Range Rover) og Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
(Toyota Land Cruiser). Aðrir
ráðherrar hafa einnig ríkisbifreið-
ir til afnota að undanskildum Geir
Hallgrímssyni, utanríkisráðherra,
sem ekur eldri bíl, keyptum með
„ráðherrakjörum".
ERFIÐLEGA hefur gengið að finna
menn í hina nýju „starfsstjórn"
Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, sem
fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkis-
sjóðs hefur ákveðið að setja fyrir-
tækinu í erfiðleikum þess. Er ætlun-
in, eins og fram hefur komið í Mbl.,
að nýju stjórnarmennirnir verði í
nánari tengslum við fjármálavaldið í
landinu en sú stjórn, sem síðast var
kosin, og hafði höfuðstöðvar sínar á
Sigiufirði. Nýja stjórnin á að leysa af
hólmi þá sjö menn, sem setið hafa í
stjórn Þormóðs ramma hf. að undan-
förnu.
Nýja stjórnin mun þó nú um það
Ráðherrar úr síðustu ríkis-
stjórn, sem notað hafa sér um-
rædda heimild, eru Friðjón Þórð-
arson, Pálmi Jónsson, Ingvar
Gíslason og Tómas Árnason, skv.
upþlýsingum, sem Mbl. fékk hjá
forsætisráðuneytinu.
bil vera að fæðast og verður hún
væntanlega kynnt á hluthafafundi
í Þormóði ramma hf., sem haldinn
verður á Siglufirði 25. nóvember
næstkomandi, að því er fram kom
í spjalli Mbl. við Höskuld Jónsson,
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu-
neytinu, í gær. Þar verður greint
frá þeim hugmyndum, sem á
kreiki eru um lausn á vanda fyrir-
tækisins, en auk slæmrar lausa-
fjár- og eiginfjárstöðu er vandinn
helstur sá, að bankar hafa ekki
viljað taka fyrirtækið í föst við-
skipti, eins og frá hefur verið
greint í Morgunblaðinu.
Þormóður rammi á Siglufirði:
Ný stjórn kynnt
á hluthafafundi
Nígería:
Ósk um nýja greiðsluskip-
an á gjaldföllnum skuldum
STJÓRN Nígeríu hefur óskað eftir
því við erlenda lánardrottna, að
komið verði á nýrri skipan á greiðslu
skammtíma viðskiptaskulda lands-
ins, sem gjaldfallnar eru. Var frá
þessu skýrt í blaðinu Wall Street
Journal fyrir skömmu. Hefur fregn
þessi komið mörgum á óvart, því að
fyrr á þessu ári gerði Nígería tvisvar
sinnum samninga við erlenda banka
um endurnýjunarlán vegna við-
skiptaskulda, sem námu um 2 millj-
örðum dollara. Þar sem endur-
greiðsla þessara lána á ekki að hefj-
ast fyrr en í janúar nk., þá stóðu
vonir til þess að Nígería réði yfir
nægilega miklum gjaldeyrisinni-
stæðum til þess að draga úr skuld-
um sínum við erlenda viðskiptaaðila,
það sem eftir væri ársins.
Þrír erlendir viðskiptabankar
hafa tekið að sér að vera stjórn
Nígeríu til aðstoðar nú. Eru það S.
G. Warburg & Co, Lehman Broth-
ers Kuhn Loeb og Lazard Brothers
& Co.
Undanfarin tvö ár hafa útflutn-
ingslánastofnanir alls staðar í
heiminum fyllst æ meiri ugg varð-
andi lán til Nígeríu og hafa hert á
skilyrðum sínum varðandi láns-
ábyrgðir. Talið er, að fyrirhuguð-
um aðgerðum Nígeríustjórnar nú
verði samt tekið vel af mörgum
fyrirtækjum, sem eiga fé inni hjá
Nígeríumönnum. „Það er ágætt að
fá formlega viðurkenningu á þeim
vandamálum, sem fyrir hendi
eru,“ var haft eftir taismanni
brezks fyrirtækis, sem á bæði
tryggðar og ótryggðar viðskipta-
skuldir inni hjá Nígeríumönnum,
er hann frétti um áform Nígeríu-
stjórnar.
Á hinn bóginn má þó búast við
því, að beiðni Nígeríustjórnar um
nýtt greiðslufyrirkomulag á gjald-
föllnum skuldum verði til þess að
staðfesta óttann um, að fjár-
hagsstaða Nígeríu fari versnandi,
sem geri það örðugra en áður að
eiga viðskipti við landið.
LANDSLEIKIR
KVENNALANDSLEIKIR í HANDB0LTA
ísland — Bandaríkin
Fimmtud. 17. nóv.
Föstud. 18. nóv.
Laugard. 19. nóv.
Seljaskóla kl. 21.00
Laugardalshöll kl. 19.15
Selfossi kl. 15.00
P.s. Muniö bingó í Sigtúni 20. nóv. kl.
20. Hermann Gunnarsson stjórnar.
Bergþóra og Pálmi skemmta.
Handknattleikssamband
íslands
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200
21
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
NÆLONSTYRKT
DÖKKBLÁ FYRIR
BÖRN OG FULLORONA
SOKKAR
MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI
REGNFATNAÐUR
KULDAFATNAÐUR
VINNUFATNAÐUR
VINNUHANSKAR
KLOSSAR
GÚMMÍSTÍGVÉL
ÖRYGGISSKÓR
sACadjdm,
BOROLAMPAR
HENGILAMPAR
VEGGLAMPAR
OLÍUOFNAR
GASLUKTIR
OLÍUHANDLUKTIR
OLÍULAMPAR
10, 15, 20 LÍNA
ARINSETT
FÍSBELGIR
VIÐARKÖRFUR
BAUJULUKTIR
„AUTRONICA“
og allir varahlutir
•
TJORUHAMPUR
SKÓLPRÖRAHAMPUR
BIK, svart og hvítt
•
LÓÐBYSSUR
LÓÐBOLTAR
LÓÐTIN
50% í stöngum
LÓÐTIN í rúllum
LÓÐFEITI
LÓÐVATN
DRAGHNOÐBYSSUR
DRAGHNOÐ
SMÁKEÐJUR
brúnar og gulllitar,
margar geröir og
stæröir
•
SNJÓÝTUR
SNJÓSKÓFLUR
SALTSKÓFLUR
ÍSSKÓFLUR
SPISSSKÓFLUR
•
GALV. VÍR
EINÞÆTTUR
1,2-2,0-2,6-3,2 M/M
Ánanaustum w
Sími 28855
Opiö laugardaga 9—12.