Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Sinfónfuhljómsveitin fnimflytur verk eftir Leif Þórarinsson:
Fékk hugmyndina að
Haustspilinu í 40 stiga hita
„l'KIK segja það strákarnir í Sin-
fóníunni að það sé mikil haust-
stemmning í verkinu. Sem er svo-
lítið skrítið, því ég vann frumdrög-
in suður á ítalíu í sumar, í 40 stiga
hita. En það er kannski heimþrá-
in." Það er Leifur Þórarinsson
tónskáld sem á þessi orð, en í
Sólskinskveðj-
ur frá Balí
í GÓÐUM fagnaði 120 íslendinga
sendir heimsreisuklúbbur Útsýnar
sólskinskveðjur frá draumaeyjunni
Balí. Slíka fegurð hafa víðföriusui
menn í hópnum ekki áður augum litið.
Ferðin hingað um Bangkok hefur öll
verið a'vinlýri líkusl og ótrúlegri en
orð fá lýst. Á föstudag hefst ferðin til
baka með þriggja daga viðdvöl í
Singapore. Við gefum hér út frétta-
blað heimsreisuklúbbsins „Vitann"
með helstu fréttum frá Islandi og ann-
ars staðar úr heiminum, ásamt ýmsu
skemmtiefni og frásbgnum af gam-
ansömum atvikum í þessari drauma-
ferð.
Heilsufar er gott, veðurfar dás-
amlegt. Hitinn hefur verið 29 til 34
stig. Almenn gleði og hrifning ríkti
í allri ferðinni. Komum heim til Is-
lands að kvöldi 24. nóvember. Kær-
ar kveðjur frá þátttakendum í
heimsreisu fjögur.
(Fréttatilkynning fri í'tnýn)
kvöld, fimmtudagskvöld, frumflyt-
ur Sinfóníuhljómsveit Islands nýtt
verk eftir Leif í Háskólabíói,
Haustspil, sem hann byrjaði á í
sumar á ítalíu, en lauk við hér
heima í haust.
„Ég fór til ítalíu í sumar til að
vinna að óperu fyrir óperuna í
Helsinki i Finnlandi, sem ég þarf
að ljúka fyrir næsta vor. En það
sóttu að mér ýmsar hugmyndir
að hljómsveitarverki sem ég
festi á blað og vann síðan end-
anlega úr hér heima í haust. Það
stóð til að Sinfónían flytti verk
sem ég samdi í fyrravetur á
þessum tónleikum nú, en mér
hentaði betur að frumflytja
Haustspilið og fór fram á það við
stjórnandann að skipta.
Það er Páll P. Pálsson, sem
stjórnar tónleikunum í kvöld, en
þetta er fjórða verkið eftir Leif
sem hann frumflytur. „Þetta
verk Leifs er mjög fagmanna-
lega skrifað," sagði Páll, „enda
er Leifur sannkallaður „sinfón-
íker" — hann veit hvernig á að
skrifa fyrir hljómsveit. Vinnan
frá minni hendi er því fyrst og
fremst spurning um túlkun, að
koma réttri stemmningu til
skila. Þessi tónlist er fremur
kyrrlát og líðandi, en þó er í
henni nokkur þungi. Sannkölluð
haustkyrrð."
Fjallaskór
Ósviknlr DACHSTEIN meö tvöföldum saumum, nlö-sterkum
gúmmlsóla, vatnsþéttrl reimlngu. Framleiddir I Austurrlkl og
sérstaklega geroir fyrir mlkið álag og erflöar aöstæóur.
Sántia kr. 2.015 (36—47). Gaisberg kr. 1.323 (36—47).
Achensee kr. 1.323 (36—46). Softy kr. 1.697 (36—46). Flims
kr. 1.526 (36—46). Retz kr. 807 (36—46). Retz Kmder kr. 677
(30—35).
POSTSENDUM SAMDÆGURS.
FÁLKINN
SUDURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
II
Verkið tekur um 15 mínútur í
flutningi, og sagði Leifur að þótt
það gæti fyllilega staðið eitt sér,
væri hann með áform um að
gera það seinna að einum þætti í
stærri sinfóníu.
Tvö önnur verk eru á efnisskrá
tónleikanna í kvöld. Á eftir
Haustspili kemur Flautukonsert
eftir Jacques Ibert, en tónleikun-
um lýkur með Sinfóniu nr. 5 í
d-moll op. 107 eftir Mendels-
sohn.
Manuela Wiesler leikur ein-
leik, en hún er sérstaklega kom-
in hingað til lands nú til að taka
þátt í þessum tónleikum. Hún
hefur nýlega verið á ferðalagi
um Evrópu með sex slagverks-
mönnum og strax í fyrramálið
fer hún til Malmö, þar sem hún
býr nú, en þar heldur hún ein-
leikstónleika á laugardaginn.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30.
Leifur Þórarinsson og Páll P. Pálsson.
Morpinblaðií/ KEE.
Hollenskur, franskur,
ítalskur og enskur
fatnaður nýkominn
Sitt lítiö af hverju
Líttu inn
GARBO
Austurstrætí 22