Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. NÓVEMBER1983 bólg; Metverð- iaog gengis- fellingar Jerúsalem og Brasilíu, 16. nóvember. AP. TILKYNNT var í ísrael í gær, að sett hefði verið vafasamt met þar í landi. Verðbólgan náði nefni- lega því marki að vera 166% og hefur aldrei verið meiri. Verð- bólgan í októbermánuði einum nam 21,1 af hundraði. Mesta verðbólguaukning í einum mán- uði hafði áður verið í aprfl á þessu ári. Nam þá aukningin 13,3 af hundraði. Frá höfuðborg Brasilíu berast þau tíðindi að stjórnvöld hafi fellt gengið í 46. sinn á þessu ári. Að þessu sinni nam gengisfell- ingin 1,5%. Aiis hefur gengi cre- uzeiro-ins þá verið lækkað um tæpt 71% það sem af er þessu ári. Kýpurbúar af grískum ættum hafa efnt til mikilla métmæla vegna ríkisstofnunar Tyrkja á eynni og var þessi mynd tekin á einum slíkum fundi. Hér eru það nimsmenn, sem eru að lýsa yfir andúð á formlegri skiptingu eyjarinnar. ap. Grikkir leita stuðnings gegn ríki Kýpur-Tyrkja Nikosiu, Aþt-nu, Isunhul og vioar, 16. nóvember, AP. SPYROS Kyprinaou, forseti Kýpur, leggur í dag upp í liðsbón til margra þjóða, sem hann vill fá til að fordæma nýstofnað tyrkneskt ríki á norðurhluta eyjarinnar. Grikkir hafa formlega mótmælt ákvörðun Kýpurtyrkja við Breta og Bandaríkjamenn. Tyrkneski her- inn er með nokkurn viðbúnað á landamærunum við Grikkland. NATO-ríkin hafa miklar áhyggjur af þessu máli en telja sig ekkert geta aðhafst. Kyprianou, Kýpurforseti, lagði í dag upp í ferð til Aþenu, Lundúna og New York og hyggst hann leita þar stuðnings til að koma í veg fyrir sjálfstætt ríki Tyrkja á Kýp- ur. { fyrri borgunum tveimur mun hann ræða við fulltrúa stjórn- valda en í New York situr hann skyndifund öryggisráðs SÞ vegna þessa máls. Fréttir eru um, að Rauf Denktash, forseti hins nýja, tyrkneska ríkis, ætli einnig að sitja fundinn. Grikkir og Bretar hafa hvorirtveggja mótmælt ríkis- stofnuninni og segja hana brot á samkomulaginu frá 1960, sem kvað á um sjálfstætt Kýpur en áð- ur hafði eyjan verið undir breskri stjórn. Þessar tvær þjóðir ásamt Tyrkjum ábyrgðust fullveldi Kýp- urbúa samkvæmt samningnum. Grikkir hafa mótmælt sérstak- lega við Bandaríkjamenn og Grikki og grískir ráðherrar eru nu á ferð og flugi víða um álfur í liðsbón. Heimildamenn innan gríska hersins segja, að varalið hersins í sumum greinum hafi verið kallað út og að hermönnum hafi verið fjölgað við tyrknesku landamærin. Handan þeirra er einnig sagt frá nokkrum viðbúnaði en enginn býst þó við, að í odda skerist með herjum þjóðanna. Grikkir hafa hreyft Kýpurmál- inu innan Atlantshafsbandalags- ins en aðrar aðildarþjóðir þess telja sig ekkert geta aðhafst. „Það er ekki hlutverk Atlantshafs- bandalagsins að leysa deilumál aðildarríkjanna heldur að standa saman gegn utanaðkomandi hættu," sagði Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri þess. Efnahags- bandalagslöndin hafa hins vegar fordæmt ríkisstofnunina og ætla ekki að viðurkenna ríkið. Sam- skipti Tyrkja, sem hafa viður- kennt nýja ríkið, og EBE hafa ver- ið fremur stirð og er búist við, að vinskapurinn versni nú enn. Loftárás Israela á skæruliðabúðir Beirut, 16. nóvember. AP. ÍSRAELAR gerðu í dag loftárás á bækistöðvar skæruliða í Bekaa-dal, sem njóta stuðnings írana og eru grunadir utn að hafa valdið dauða 326 banda- rískra, franskra og ísraelskra hermanna. Hermt er að 33 öfgamenn af trúflokki shíta hafi fallið og 80 særst í loftárás ísraela, sem stóð í 25 mínútur og lagði í rúst tvennar skæruliðabúðir. Útvarpsstöð kristinna manna í Líbanon sagði, að nokkrir íranskir byltingarverð- ir hefðu verið í hópi hinna föllnu Skæruliðarnir grunaðir um að hafa valdið morð- unum í Beirut og að auki hefði útvarpsstöð þeirra verið eyðilögð. Var sagt, að Israelar hefðu gert árásina að beiðni Bandaríkjamanna og til að hefna sprenginganna í Beirut í síðasta mánuði, sem ollu dauða hundruða hermanna í alþjóðlega gæsluliðinu, en Israelar bera það til baka. Segjast þeir aðeins hafa verið að hefna eigin harma. Samtök tveggja öfgasamtaka shíta hafa lofað morðin í Beirut sem mikið guðsþakkarverk og tek- ið þá, sem voru þar að verki, í dýrlingatólu. Hafa íranir stutt þessi samtök með ráðum og dáð enda shítar sjálfir. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa og skjólstæðingur Sýrlendinga, sagði í dag, að ef ekkert útlit væri fyrir samkomulag í Líbanonsmál- um í mánaðarlok myndu hermenn hans hefjast handa við borgara- stríðið að nýju. Tíminn leið og brúin beið ... — og loksins var skotið á „skyndifundi" Kóm. 16. nóvember. AP. ÞAÐ voru allir sammála um að vera ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum. Fyrst var ákveðið að smíða skipin og sji svo til hvernig gengi að koma þeim niður ána þótt myndarleg brú væri raun- u í veginum. Nú eru liðin fimm ár og fyrstu skipin hlaupin af stokkunum, þrír tundurduflaslæðarar fyrir ítaiska flotann, en brúin er hins vegar enn á sínum stað. Svo al- varlegt þykir þetta mál, að fimm ítalskir ráðherrar komu í dag saman á „skyndifund" til að finna á því lausn. Meðal tillagn- anna er að rifa ólukkans brúna, breyta henni þannig, að leggja megi upp brúargólfið eða draga skipin á þurrt, skjóta undir þau hjólum og fara Iandveginn til sjávar. „Að sjálfsögðu er síðasta til- lagan tóm vitleysa. Við munum finna eitthvert annað ráð," sagði Umberto Graziani, umhverfis- málaráðherra eftir fundinn. Sagan hefst árið 1978 þegar skipasmiðastöð í Bocca di Magra tók að sér að smíða tundurdufla- slæðara og ðnnur herskip fyrir varnarmálaráðuneytið. Stöðin er við Magra-á, fyrir sunnan La Spezia á norðvesturströnd ítalíu. Skipasmiðirnir bundu vonir sín- ar við, að áður en fyrsti tundur- duflaslæðarinn væri tilbúinn yrði búið að leysa vandamálið með brúna, en í því hefur ekkert verið gert. Er það ekki síst að kenna áköfum umhverfisvernd- armönnum, sem óttast það mest af öllu, að fjörkippur hlaupi í at- vinnulífið ef brúnni verður breytt. í ítölskum blöðum segir, að skipasmíðastoðin eigi nú á hættu að missa smíðasamninga við erlendar þjóðir og að 400 manns eigi von á að missa vinn- una. Rómarblaðið II Tempo læt- ur jafnvel að því liggja, að er- lendir keppinautar stöðvarinnar hafi hönd í bagga með náttúru- verndarmönnunum. Þetta vandamál verður tekið fyrir á fundi umhverfismála- ráðherrans, varnarmálaráðherr- ans, ráðherra opinberra fram- kvæmda, vinnumálaráðherrans og iðnaðarráðherrans, sem fram á að fara á skrifstofu Bettino Craxi, forsætisráðherra. I STUTTU MALI Skröltormur í póstinum Nkhnlls, Georgfu, 16. nóvember. AP. JOEY Tanner fékk heldur betur óvæntan glaðning eða hitt þó heldur er hann reif upp böggul, sem sendur var í pósti heim til hans. Hann hafði ekki fyrr rifið utan af bögglinum, en hann fékk hvæsandi skröltorm nán- ast upp í nasir sér. „Þetta er óskemmtileg lífsreynsla," sagði Tanner. Sá er sendi honum böggulinn mun svarinn fjand- maður og hefur þegar verið hnepptur í varðhald. Metsala á málverkum New Vork, 16. nóvember. AP. TVÖ málverk hinna heims- þekktu snillinga Eduard Manet og Paul Cezanne voru seld fyrir 3,96 milljónir dollara hvort (rúmlega 111 milljónir ís- lenskra króna hvort um sig). Verðið fyrir mynd Manet, „La Promenade", er hið hæsta sem um getur fyrir verk hans. Mynd Cezanne heitir „Sucrier, poires et tapis". AIIs voru 93 verk seld á þessu uppboði og nam heildar- verðið 27,6 milljónum dollara eða 773 millj. ísl. króna. Armbandsúr með FM-bylgju Tokfo, 16. nóvember. AP. S AN YO-hljómtækj averksmiðj - urnar tilkynntu í dag, að þær hefðu lokið hönnun og fram- leiðslu á fyrstu armbandsúrun- um með innbyggðu útvarpstæki fyrir FM-bylgju. Úr þetta verð- ur sett á almennan markað á mánudag og kostar 49 dollara (tæpar 1400 ísl. krónur) út úr búð. Sanyo hefur áður framleitt úr með AM-útvarpsbylgju og hafa þau selst í 360.000 eintök- um til þessa. Hin nýju úr sem hin fyrri eru með rafhlöðum og endast þær í 7 klukkustundir. Stóðmeri seld fyrir metfé Lexington, Kentucky, 16. november. AP. SJÖ vetra stóðmeri var í gær seld fyrir hæsta verð sem um getur í heiminum. Það voru breskir aðilar, sem létu sig ekki muna um að snara 5,25 milljón- um dollara (um 147 millj. ísl. króna) á borðið fyrir merina. Hún ber nafnið Producer. Þessi sala sló fyrra met, sem var ekki nema tveggja daga gamalt, er stóðmerin Two Rings var seld fyrir hálfa fimmtu milljón doll- ara (126 millj. ísl. króna). Báðar merarnar eru undan Northern Dancer, frægum veðhlaupa- hesti. KGB leggur rokksveit í einelti Stokkhólmi, 16. nóvember. Salviska Missionen ÚTSENDARAR KGB halda enn uppteknum hætti og leggja meðlimi rokksveitarinnar „Trumpet Call" í einelti. Að sögn vitna handtók lögregla um 100 áhangendur sveitarinnar, sem safnast höfðu saman fyrir utan baptistakirkjuna í Len- íngrad að kvöldi þess 11. nóv- ember til þess að hlusta á ræðu leiðtoga sveitarinnar, Valerij Barinov og Sergej Timochin. Þeir hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum KGB. Barinov var t.d. lagður inn á geðsjúkrahús í 10 daga í október, en sleppt að nýju fyrir þrýsting frá vestræn- um fjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.