Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 25 ca. 84 m ca. 74 m ¦•* -JC' Morgunblaðio/ Hilmar Þ. Helgason Teikning sem sýnir dýpið sem þyrlunni var bjargað af, samanborið við Hallgrímskirkjuturn, hæstu byggingu á íslandi. Vélbáturinn sem hifði þyrluna er Siggi Sveins. Þyrlunni var snúið á 10 metra dýpi. Stólalyftan í Bláf jöllum: Tjónið talið nema 250—300.000 kr. Hugsanlegt að stóll hafi sargað sundur vírinn Hugsanlegt er talið að einn stóll- inn í nýju stólalyftunni í Bláfjöllum hafi festst í ákveðinni stöðu og síðan sargað vírinn sundur og hafi það valdið óhappinu í Bláfjöllum á dög- unum, þegar burðarvír slitnaði og stólarnir í lyftunni féllu niður. Þess- ar upplýsingar fékk Mbl. hjá Stefáni Kristjánssyni, íþróttafulltrúa borgar- innar í gær. Þrír erlendir sérfræðingar sem hingað komu í fyrrakvöld hafa nú lokið rannsóknum sínum á lyft- unni og vírnum og fara utan með vírinn til rannsóknar. Sverleiki vírsins er um 28 millimetrar. Auk bess að virinn slitnaði, skemmdust nokkrir stólar lyftunnar, og sagði Stefán að þess hefði verið krafist að nýr vír og nýjir stólar í stað hinna skemmdu yrðu útvegaðir, borginni að kostnaðarlausu. Hins vegar sagði hann að lyftan væri ekki tryggð hér, en áætlað tjón á vírnum og stólunum væri talið nema 250.000 til 300.000 krónum og er þá ekkí vinna við viðgerð talin með. Ekki sagði Stefán vitað hve fljótt yrði hægt að útvega nýjan vír í stað þess sem slitnaði, en ver- 15—20 stólar skemmdust, þegar vfr- inn slitnaði. ið væri að kanna það mál. Talið er að 15—20 stólar lyftunnar hafi skemmst, en mismikið. 10 umsóknir um rækjuvinnslu — f leiri á leið til ráðuneytisins RÆKJUAFLINN á þessu ári stefnir í á milli 5.000 og 6.000 lestir, sem er um þreföldun frá síðasta ári. Munar þar mestu um aukningu á úthafs- veiðum. I kjölfar þessa hefur áhugi manna víða um land £ rækjuvinnslu aukizt og nú liggja um 10 umsóknir um leyfi til rækjuvinnslu hjá sjávar- útvegsráðuneytinu og von er á fleir- um. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins, er áhugi á vinnsl- unni allt frá Austulandi og rang- sælis með landinu allt til Suður- nesja þó hér sé um úthafsrækju að ræða, sem að mestu veiðist fyrir norðanverðu landinu, en veiðitím- anum er nú nánast lokið. Jón sagði, að ætlun ráðuneytisins væri að reyna að að fá heildarmynd af ástandinu og hefði verið haft sam- band við fiskifræðinga og þeir beðnir um álit á því hver þróun veiðanna gæti orðið. Þess vegna yrði fjallað um þessar umsóknir í heild með tilliti til heppilegrar fjárfestingar og vonazt væri til að niðurstöður lægju fyrir um ára- mót. Vitað væri að afkastageta vinnslustöðva við ísafjarðardjúp, Húnaflóa, í Siglufirði, a Akureyri, Húsavík og Kópaskeri væri mikil og ekki virtust sjómenn vera í vandræðum með að losna við afl- ann, sem nú hefði um það bil þre- faldast á milli ára. Tillaga um rýmkun afgreiðslutíma: Gæti komið til fram- kvæmda um aðra helgi — verði tillagan samþykkt BKEYTINGAR á reglugerð um afgreiðslutíma versiana, sem koma til end- anlegrar afgreiðslu borgarstjórnar Reykjavíkur i dag, fimmtudag, og verða að líkindum samþykktar, munu trúlega ekki koma til framkvæmda fyrr en um aðra helgi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á borgarskrifstofun- um í gær. Til þess að reglugerðarbreyting- in öðlist gildi, þarf hún staðfest- ingu félagsmálaráðuneytisins, eft- ir að borgarstjórn hefur samþykkt hana, en síðan er krafist birtingar í Stjórnartíðindum. Hinar nýju reglur munu því ekki taka gildi fyrr en eftir þá birtingu, sem hugsanlega getur orðið fyrir aðra helgi. Eins og kunnugt er felast þær breytingar í tillögunum að mánu- daga til fimmtudaga verður heim- ilt að hafa verslanir opnar frá 8.00-20.00, á föstudogum frá 8.00-22.00 og á laugardogum á tímabilinu 8.00—16.00. Þá eru sérstök ákvæði um af- greiðslutíma í desember, en þau eru að annan laugardag í mánuð- inum verður heimilt að hafa opið til klukkan 18.00, þriðja laugar- daginn til klukkan 22.00 og 23. desember til kl. 23.00. Beri 23. des- ember upp á sunnudag, verður þó heimilt að hafa opið til klukkan 23.00 laugardaginn 22. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.