Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra:
Á að elta orlofsfólk til út-
landa með söluskattsálögur?
Stjórnarandstaðan vill viðhalda
sérstökum skatti á ferðagjaldeyri
EYJÓLFUR Konráö Jónsson, for-
maöur fjárhags- og viöskiptanefndar
efri deildar Alþingis, mælti í gær
fyrir nefndaráliti meirihluta nefnd-
arinnar, er leggur til aö bráðabirgöa-
lög rfkisstjórnarinnar um afnám
álags á feröamannagjaldeyri veröi
samþykkt.
★★ Eyjólfur K. Jónsson (S) sagði
meginmál að gera hinn íslenzka
gjaldmiðil að alvörukrónu, eins og
hann komst að orði; hún þurfi að
verða gjaldgengur peningur erlend-
is, en það verði ekki meðan tvöfalt
gengi sé skráð og svartur markaður
viðgangist með gjaldeyri.
★★ Ragnar Arnalds (Abl.) taldi, að
ekki hafi verið tímabært að afnema
þetta álag og auðvelt að fá heimild
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að
viðhalda því. Ragnar sagði þá, sem
færu utan, hafa forgang umfram þá
er heima dveldu eða ferðuðust, en
þeir síðarnefndu þyrftu að greiða
23,5% söluskatt af meirihluta
þeirrar þjónustu er þeir nytu. Hann
teldi stefnt í hallarekstur ríkissjóðs
— og ekki veita af skattinum.
★★ Albert Guömundsson, fjármála-
ráöherra, sagði tímabært að við,
eins og aðrar þjóðir, tækjum mið af
sáttmála um Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn, jafnvel þó undanþága
kynni að hafa fengizt áfram. Þessi
skattur hafi verið ranglátur í alla
staði. Ferðamenn, sem sótt hafi
okkur heim, hafi litið þetta tvöfalda
gengi grunsemdaraugum; þeir hafi
fengið greitt fyrir sinn gjaldeyri á
lægra verði en hann hafi verið
endurseldur íslenzkum ferðalöng-
um.
Er fyrrverandi fjármálaráðherra
að mælast til þess að íslenzkir
ferðamenn skuli „hundeltir til út-
landa til að ná af þeim söluskatti í
orlofi"? Erlendir ferðamenn, sem
hingað koma og skapa nokkurn veg-
innn jafnvægi í öflun og eyðslu
gjaldeyris í ferðamálum okkar,
borga söluskatt af eyðslu sinni hér,
ef það er huggun fyrir þingmenn-
ina. Halli á ríkissjóði, sem ræðst af
haldlitlum fjárlögum hans sjálfs, er
síðan kapítuli út af fyrir sig, sem
vert væri að ræða nánar síðar.
★★ Magnús H. Magnússon (A) taldi
ekki tímabært að fella ferðagjaldið
niður nú, þó að því kæmi síðar. Að-
stæður í þjóðfélaginu leyfi slíkt
ekki; auk þess sem réttara væri að
bera niður í lækkun annarra skatta,
er verr kæmu við fólk.
★★ Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir
(Kvl.) sagðist ekki „í sjálfu sér með-
mælt sérstöku gjaldi á ferðapen-
inga, því sízt af öllu vildi hún tor-
velda landsmönnum að leggjast í
ferðalög, skoða heiminn og koma til
baka reynslunni ríkari ..." Hún
minnti á að „upprunaleg merking
orðsins heimskur í íslenzku er sá
sem heima hefur setið ... “ En eins
og nú ári „þá teljast ferðalög
munaður" sem „þjóðfélagið sem
heild hafi ekki efni á að styrkja“. —
„Ég er því mótfallin þessu frum-
varpi,“ lauk þingmaðurinn máli
sínu.
Frumvarpið var síðan afgreitt til
þriðju umræðu og líkur stóðu til að
það færi milli deilda síðdegis.
Ný þingmál
Aðgerðir gegn skattsvikum —
stöðvun byggingar Seðlabanka
Frestun byggingarfram-
kvæmda Seölabanka
íslands
Karvel Pálmason o.fl. þingmenn
Alþýðuflokks hafa flutt frumvarp
um stöðvun Seðlabankabyggingar:
„Framkvæmdir við hús Seðla-
banka Islands við Ingólfsstræti í
Reykjavík skulu stöðvaðar frá og
með gildistöku laga þessara þar til
annað verður ákveðið af Alþingi.
Sama gildir um aðrar byggingar-
framkvæmdir á vegum ríkisbanka
og stofnun útibúa á þeirra vegum.
Ríkisstjórnin getur þó heimilað
framangreindum aðilum að halda
áfram framkvæmdum samkvæmt
þegar gerðum verksamningum, sé
ótvírætt að riftun eða breyting verk-
samninga vegna laga þessara leiði til
verulegra bótagreiðslna til verk-
taka.“
Aögeröir stjórnvalda
gegn skattsvikum
Jóhanna Sigurðardóttir o.fl. þing-
menn Alþýðuflokks hafa flutt tillögu
til þingsályktunar um aðgerðir gegn
skattsvikum, svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni tafarlausa framkvæmd
eftirtalinna verkefna í þeim tilgangi
að koma í veg fyrir skattsvik og gera
alla skattheimtu ríkissjóðs skilvirkri
og hraðvirkari en nú tíðkast.
1. Að endurskoða lög um skipan
dömsvalds í héraði, lögreglu-
stjórn, tollstjórn o.fl., nr. 74/1972,
með síðari breytingum, í þeim til-
gangi að stofna sérdeild við saka-
dóm Reykjavikur eða sérdómstól
sem fengi a.m.k. eftirtalin afbrot
til meðferðar: skattsvik, bók-
haldsbrot, gjaldeyrisbrot, fakt-
úrufalsanir, verðlagsbrot og fleiri
skyld brot.
2. Að endurskoða lög um meðferð
opinberra mála, nr. 73/1973, með
siðari breytingum. Sérstaklega
skal athuga í því sambandi hvort
hagkvæmt sé að fjölga og sérhæfa
saksóknara í ákveðnum mála-
flokkum eða veita öðrum aðilum
eins og ríkisskattstjóra eða
skattrannsóknarstjóra ákæruvald
'í skattamálum.
3. Að endurskoða refsilöggjöf og
refsiákvæði einstakra laga, svo
sem skatta- og bókhaldslaga, í því
skyni að samræma þau og beita í
auknum mæli sjálfvirkum sektar-
ákvæðum fyrir afmörkuð brot í
stað timafrekra dómsrannsókna á
flóknum, umfangsmiklum afbrot-
um sem leiða af sér refsivist í
lengri eða skemmri tíma.
4. Að undirbúa nauðsynlegar breyt-
ingar á bókhaldslögum, nr.
51/1968, og reglugerð þar að lút-
andi, sem tryggja gleggri og
áreiðanlegri fylgiskjöl með skýr-
um upplýsingum fyrir utanað-
komandi aðila, t.d. skattrann-
sóknarmenn, þar sem fram kemur
nákvæmari sundurliðun reikn-
inga. Enn fremur að skuldbinda
alla aðila til að taka í notkun tölu-
sett eyðublöð og reikningsform
sem eru útgefin eða viðurkennd af
opinberum aðilum, t.d. skattstof-
um.
5. Að beita sér fyrir nauðsynlegum
breytingum á lögum nr. 75/1981,
um tekjuskatt og eignarskatt,
með síðari breytingum, svo og
framtalsreglum til þess að
tryggja áreiðanlegri og fjölþætt-
ari upplýsingar um fyrirtæki og
einstaklinga í atvinnurekstri.
Endurskoða þarf sérstaklega i því
sambandi frádrátt af tekjum af
atvinnurekstri, þ.m.t. risnukostn-
að, bifreiðafríðindi, launamat, af-
skriftir o.fl.
6. Að láta tafarlaust fara fram
gagngera endurskoðun á fyrir-
komulagi söluskattskerfisins með
það að markmiði að koma á skil-
vísara eftirliti með innheimtu
söluskatts. Athuguð verði hvort
hægt sé að fækka undanþágum og
lækka þar með söluskatt.
7. Að beita sér fyrir aukinni hag-
ræðingu og tölvuvæðingu við upp-
lýsingaöflun og úrvinnslu skatt-
framtala og fylgiskjala.
8. Að beita sér fyrir að veitt verði
stóraukið fjármagn til skattaat-
hugana, einkum til rannsóknar-
deildar ríkisskattstjóraembættis-
ins, þannig að hægt sé að taka til
ítarlegrar rannsóknar u.þ.b.
10—20% skattframtala fyrir-
tækja og einstaklinga í atvinnu-
rekstri árlega. Eðlilegt er að
skattsektarfé ríkisskattanefndar
standi straum af rekstri deildar-
innar að einhverju leyti. Að öðr-
um kosti verður að koma til sér-
greint fjármagn úr ríkissjóði eða
frá hinu almenna skatteftirliti á
framtölum launþega."
Arni Gunnarsson o.fl. þingmenn
Alþýðuflokks flytja svohljóðandi
þingsályktunartillögu um stefnu-
mörkun í flugmálum:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að móta opinbera stefnu í
íslenskum flugmálum, er byggist á
eftirtöldum grundvallaratriðum:
1. Stefnt skal að því, að grunneining
í flugrekstri Islendinga verði eitt
flugfélag, er af Islands hálfu hafi
sérleyfi til alls áætlunarflugs til
útlanda. Þetta sama félag hafi
sérleyfi til áætlunarflugs á öllum
aðalflugleiðum innanlands.
2. Öðrum flugfélögum í innanlands-
flugi verði gert kleift, með opin-
berri aðstoð ef nauðsynlegt reyn-
ist, að tengjast neti aðalflugleiða
til að halda uppi áætlunarflugi til
þeirra staða, er aðalflugleiðirnar
ná ekki til. Þessir tveir flokkar
flugleiða verði skýrt afmarkaðir.
3. Verðlagning fargjalda á innan-
landsleiðum verði gerð raunhæf
til að tryggja það, að eðlileg
endurnýjun flugflota, þjónusta og
rekstur geti farið fram og fyllsta
öryggis sé gætt í hvívetna.
4. Ekkert flugfélag skal hafa for-
gangsrétt til leiguflugs og öllum
frjálst að semja við hvaða flugfé-
lag sem er, uppfylli það skilyrði
um öryggismál. Þess verði þó
ávallt gætt, að leiguflug fari ekki
í bága við áætlunarflug.
5. Stefnt skal að því, að allar við-
gerðir og viðhald flugvéla í ís-
lenska flugflotanum fari fram á
íslandi.
6. Framlag ríkissjóðs til flugmála ár
hvert samkvæmt fjárlögum nemi
eigi lægri fjárhæð en 1,5 af
hundraði fjárlaga. Því fé verði
varið í samræmi við þá áætlun,
sem gerð var 1976 um áætlunar-
flugvelli og búnað þeirra, og til-
greindar tölur færðar til verðlags
hvers árs.
7. Þegar í stað verði hafnar fram-
kvæmdir við smíði flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli I samræmi við
þá stefnumörkun stjórnvalda, að
aðskilja beri almenna flugstarf-
semi á flugvellinum frá starfsemi
varnarliðsins.
8. Reykjavíkurflugvöllur verði
framtíðarflugvöllur Reykjavíkur
vegna innanlandsflugs. Með það í
huga verði hann endurbættur eft-
ir föngum og reist ný flugstöð er
öll flugfélög geti haft not af.“
Jarðgöng um Ólafsfjarðar-
múla í árslok 1988
Árni Gunnarsson (A) og Steingrím-
ur Sigfússon (Abl.) flytja tillögu til
þingsályktunar um að skora á ríkis-
stjórnina að láta hraða gerð jarð-
gangna um Ólafsfjarðarmúla. „Verði
við það miðað,“ segir i tillögugrein-
inni, „að göngin verði tilbúin til um-
ferðar eigi síðar en í árslok 1988.“
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Formlegt samstarf um
fjárfestingarstefiiu og
eflingu atvinnulífsins
Formleg ráðgjaf-
arnefnd stjórn-
valda, launþega
og vinnuveitenda
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði til í
framhaldsumræðu um frumvarp
um launamál (bráðabirgðalög),
að tekið verði upp formlegt sam-
starf stjórnvalda, launþega og
vinnuveitenda til eflingar at-
vinnulífi og til þess að móta
stefnu í fjárfestingarmálum.
Samstarf af þessu tagi fari fram í
formlegri ráðgjafanefnd.
Þorsteinn sagði efnislega að
nauðsyn bæri til að stuðla að
víðtækri samstöðu um alhliða
Þorsteinn Pálsson
aðgerðir til að höggva að rótum
helztu meinsemda í efnahagslíf-
inu. Hann taldi eðlilegt og raun-
ar óhjákvæmilegt að samhliða
þeim aðgerðum, sem þegar hafi
verið gerðar í launamálum, verði
með þessum hætti unnið að víð-
tækari aðgerðum til að vinna sig
út úr vandanum.
Þessi ummæli komi fram í
framsögu fyrir nefndaráliti
meirihluta fjárhags- og við-
skiptanefndar neðri deildar Al-
þingis, sem leggur til að frum-
varp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um launamál verði
samþykkt, með þeirri breytingu,
að ákvæðið um samningsréttar-
skerðingu verði niður fellt.
Meirihlutann skipa, auk Þor-
steins, Geir Hallgrímsson (S),
Friðrik Sophusson (S) og Pálí
Pétursson (F).