Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 33 Tomas ásamt fjölskyldu, Guðrúnu konu sinni og börnum, Margréti, Brandi og Klöru fyrir framan klasa af kjöttómötum í gróðurhúsinu á Klöpp. Tomas Luwig garðyrkjubóndi: „Það er enn langur listi af grænmeti, sem er ræktan- legt hér á landi n I>EGAR ekiö er inn Reykholtsdal- inn um gróðurhúsahverfið á Kleppjárnsreykjum, er skilti við heimreiðina heim að einu gróður- húsabýlinu, sem vekur athygli. Þar er auglýst til siilu „beefsteak" og „cherry" tómatar. Venjulega held- ur alþýða manna, að í gróðurhús- um séu einungis ræktaðir tómatar og gúrkur. Annað grænmeti, sem krefst inniræktunar, hljóti að vera innflutt og geti varla verið ræktað hér á klakanum. Því lék tíðindamanni Mbl. for- vitni á, hvað þarna væri á ferð- inni og hvort fleiri tegundir af grænmeti sé unnt að rækta hér á landi í viðbót við þær sem fyrir eru. Var því gróðurhúsabóndinn, Tomas Ludwig á Klöpp sóttur heim. Hann var fyrst spurður um afrakstur sumarsins og hvernig gróðurhúsabændur og garðyrkjubændur tækju svona slæmu sumri. „Búið að vera mjög slæmt. Uppskeran er langt fyrir neðan í meðalári. Ég hefi heyrt tölur frá sumum, að uppskeran sé um 60%. — Hvað með tryggingu ykkur til handa til að bæta skaða í svona árferði eða lán? „Við erum nú komnir með foktryggingu, sem ekki var áður, ef rúður brotna í gróðurhúsum. En fyrir skakkaföllum af þessu tagi eru engar tryggingar. Talað hefur verið um það, að einhver hluti af tekjum okkar færi í það að mynda sjóð til að mæta svona skakkafóllum. En ekkert er þó enn orðið ljóst í þeim efnum. f sjálfu sér er ég heppinn. Er með litla stöð með sumarblóm- um, pottaplöntum ásamt grænmetisrækt bæði inni og úti. Þetta hefur bjargað okkur. Þarf því ekki að treysta eingöngu á útirækt. Einnig tók ég eftir því að fólk hafði minna af peningum á milli handanna nú í upphafi sumars í sambandi við kaup á sumar- blómum. Efalaust hefur veðrið spilað þar eitthvað inn í. En þetta munar um 10—15% frá í fyrra. Það er ekki minni vandi að treysta á svona heimasölu held- ur en verið væri einhvers staðar á föstum launum." Kjöttómatar — En svo við víkjum að þess- um kjöttómötum. „Já. Það var fyrir 4 árum að ég fór að rækta eingöngu bufftóm- ata eins og þeir kalla þá hjá Sölufélaginu. Salan hefur aukizt ár frá ári á þeim og nú á þessu ári hafa bætzt við um 1000—1100 m' þar sem þeir eru ræktaðir." — Að hvaða leyti eru þeir frábrugðnir þessum venjulegu tómötum, sem við þekkjum? „Þeir eru stærri og umfram allt þéttari í sér. Það er meiri matur í þeim. Þeir geymast bet- ur, sneiðin heldur sér vel, þótt þunnt sé skorið. Menn, sem ekki hafa getað borðað hina tómat- ana, hafa getað notið þessara ágætlega. Það er eitthvað við þá, sem gerir það að verkum. í upphafi voru þeir dýrari, þar sem uppskeran er minni af hverjum fermetra en hjá þeim venjulegu." — Er þá kílóið þyngra í kjöt- tómötunum? „Nei, ekki er það nú. En það hefur sýnt sig, að það hefur borgað sig að hafa þá samt sem áður. Þeir hafa selzt betur og þar með ekki farið í úrgang. Þeg- ar allt kemur til alls, þá er þetta svipuð útkoma og að vera með venjulega, jafnvel þótt uppsker- an sé minni af kjöttómótunum á m2." — Svo ertu með einhverja „cherry"-tómata? „Þeir eru pínulitlir, á stærð við kirsuber, og sætir á bragðið. Eru yfirleitt notaðir á salatbari og til skreytinga. Veitingastaðir kaupa þá helst enn sem komið er. Ég var með 5 plöntur í ræktun í fyrra og gekk sæmilega þá. En nú er þetta allt óðruvísi vegna sólarleysisins í sumar. Þessir tómatar eru afarviðkvæmir fyrir sólarleysi og ætli uppskeran verði ekki um 50% af því, sem ég bjóst við miðað við uppskeruna í fyrra. Nú er ég með ræktun á þeim á 50 m2, svo þetta er dálítil skakkaföll í ofanálag við annað." Lífið er mesta tilraunin — En hvers vegna ertu þá að þessum tilraunum? „Þetta er mitt byrjunarsvar við offramleiðslu á tómötum. Það er langur listi af alls konar grænmeti, sem má auðveldlega rækta hér á landi, en hefur hingað til verið flutt inn. Má þar nefna ísbergssalat, blaðlauk og belgbaunir, sem farið er að rækta hér á landi. Það er verið að flytja inn ísbergssalat í júní, sem auðveldelga er unnt að rækta í gróðurhúsum hér. Papr- ika var svo til lítt ræktuð hér fyrir nokkrum árum. Nú er nóg af þeirri grænu á ákveðnu tíma- bili. Vantar svolítið enn af þeirri rauðu. Ég tel vitaskuld, að það sé eins gott að rækta þetta innan lands eins og vera að flytja þetta inn. Það sparar sitt fyrir þjóðina." — Er fólk lengi að taka við sér varðandi nýjungar? „Það tekur sinn tíma fyrir fólk að venjast þessu. En við sjáum það, að ísbergssalat er flutt inn, svo það eru nú þegar nokkrir farnir að borða það. Ég sá fyrir 5—6 árum, að við notuðum að- eins W af grænmetismagni því, sem nágrannaþjóðirnar nota. Það er því af nógu að taka." — En eru garðyrkjubændur þá of fastheldnir á það að rækta bara gúrkur og tómata í gróð- urhúsunum? „Ef verið er með nýja vöru á markaðnum, þá er unnt að fá það verð fyrir hana sem maður vill. Síðan verður markaðurinn að ráða um framhaldið. Ef við erum ekki hálfdrættingar í grænmetisáti á við aðrar þjóðir, þá sjáum við að grænmetis- bændur eru ekki of margir í landinu. En þeir sem fyrir eru mega ekki vera of fastheldnir á það sem fyrir er. Þetta er þeirra lifibrauð og því vilja þeir ekki vera með neina tilraunastarf- semi. En er ekki lífið að mestu tilraun. Hvað mig varðar, þá kem ég frá Bandaríkjunum og var þar fyrst auglýsingateiknari, en sneri mér síðan að garðyrkju. Eða eins og ljóðskáld hefur sagt: „Vegurinn greinist í tvennt inni í [gulum skógi. Ég valdi þann, sem minna var troðinn og það hefur skipt sköpum fyrir mig." -pþ. GRÆNMETI Á GÓÐU VERÐI rauð epli 35 kr. gul epli 36 kr. mandarínur 37 kr. *L&& frá Velour-sloppar og innisett, frottesloppar og bómullarnáttföt frá Finnwear tekin upp í dag. mmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.