Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
fflgffgttnfrfafttft
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á manuoi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Landsfundur
Alþýðubandalagsins
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins hefst í dag. Það er
eðlilegt að stefnumótandi sam-
koma af þessu tagi horfi um
6x1, yfir fimm ára stjórnaraðild
Alþýðubandalagsins og þann
„árangur" sem hún hefur skilað
í þjóðarbúið og í lífskjörum
landsmanna; og fram á veg, til
þeirrar ábyrgðar sem fylgir því
að vera stjórnarandstöðuflokk-
ur á erfiðleika- og örlagatímum
í sögu þjóðarinnar.
Engum blandast hugur um
að almenn lífskjör í landinu
hafa þrengst á stjórnarárum
Alþýðubandalagsins; sumpart
vegna ytri aðstæðna, sem ekki
var á valdi stjórnmálamanna
að ráða við; en mestpart vegna
rangrar stjórnarstefnu og að-
gerðarleysis, sem fyrst og
fremst verður að skrifa á reikn-
ing Alþýðubandalagsins, eins
og Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, benti
réttilega og rækilega á í sjón-
varpsþætti á þriðjudagskvöldið.
Arfleifð fimm ára stjórnarað-
ildar Alþýðubandalagsins kom
ekki sízt fram í verðbólgu,
meiri en dæmi vóru um áður,
viðskiptahalla, erlendri skulda-
söfnun, rýrnun þjóðartekna,
sem til skipta eru, rekstrar-
vanda í undirstöðuatvinnu-
greinum, hruni húsnæðislána-
kerfis og almennri lífskjara-
þrengingu. Lífskjaraþrengingin
var að stórum hluta komin
fram í stjórnartíð Alþýðu-
bandalagsins og rætur þeirrar
skerðingar, sem síðar er komin
upp á yfirborð, liggja að stærst-
um hluta í þess jarðvegi.
Alþýðubandalagið sat í fimm
ár í aðildarstjórn að NATO og
varnarsamnings við Bandarík-
in, og varnarframkvæmdir
hafa ekki í annan tíma verið
meiri. Það lýsir hinsvegar
meira en litlum tvískinnungi,
þegar þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins sviðsetur hverja
„Keflavíkurgönguna" á fætur
annarri á Alþingi, dagana fyrir
landsfund flokksins. Þessi
„leiklist" er gegnsæ og grát-
brosleg.
Það sem mesta athygli vekur,
þegar litið er til þróunar Al-
þýðubandalagsins liðin ár, er,
hvernig flokkurinn hefur fjar-
lægzt það, sem hann í orði
kveðnu lagði mesta áherzlu á
fyrr á tíð, þ.e. hlutverk sitt sem
„verkalýðsflokks".
Guðmundur J. Guðmundsson,
alþingismaður og formaður
VMSI, segir í viðtali við Þjóð-
viljann í gær: „En eins og ég
sagði áðan er ég óánægður með
að Alþýðubandalagið virðist
ekki ná nógu vel til hins al-
menna verkafólks; það er rót
þeirrar óánægju, sem ég hef
haft uppi."
Á öðrum stað i viðtalinu seg-
ir Guðmundur: „Ég hef sagt
það í vinahópi að ég óttist að
fylgið (þ.e. Alþýðubandalags-
ins) muni þverra, vegna þess að
barátta hins almenna verka-
fólks hljómi ekki nógu sterkt í
Alþýðubandalaginu sem heild."
Og enn segir hann í Þjóðvilj-
anum: „Allir eru þessir þrýsti-
hópar á margfalt hærri launum
en verkafólk og þeir eru miklu
harðskeyttari og illvígari en
verkalýðshreyfingin. Þessir
hópar eiga sterka talsmenn
innan Alþýðubandalagsins á
meðan rödd hins almenna
verkamanns verður veikari að
mínum dómi."
Hér þarf ekki fleiri orð um að
hafa. Hér talar sá sem gerst til
þekkir og hefur ekki ástæðu til
að gera hlut þess flokks, sem
hann er þingmaður fyrir, verri
en hann er. Staðreyndin er sú,
að verkafólk ræður engu um
störf og stefnumörkun Alþýðu-
bandalagsins. Þar eru annars
konar valdahópar við stjórnvöl.
Þeir hafa sjónarmið fjarlæg
hinum dæmigerða launamanni.
Einn af hinum nýju stefnu-
vitum Alþýðubandalagsins
skrifar grein í flokksblaðið í
Kópavogi fyrir skömmu og gef-
ur landsfundarfulltrúum „lín-
una", ekki „línu" láglaunafólks,
heldur „harðlínufóíks". Hann
segir orðrétt: „Kjarni þessara
skipulagsbreytinga (á Alþýðu-
bandalaginu) miðar einmitt að
því að efla raunverulegt lýð-
ræði í flokknum en skerða (og
vonandi afnema) hið borgara-
lega lýðræði meirihlutavalds-
ins." Það er vert að skoða þessi
orð í ljósi þess, að mikill meiri-
hluti íslendinga er launafólk,
— og að hér er talað í sömu
veru og forystumenn „fyrir-
myndarríkjanna" í austri gera
gjarnan; m.a. þeir, sem halda
pólskri verkalýðshreyfingu í
flokksfjötrum.
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins hlýtur einnig að horfa
til framtíðar; marka flokks-
stefnu með hliðsjón af viðblas-
andi staðreyndum í þjóðar-
búskapnum á líðandi stund.
Hinn almenni launamaður
hefur fyrst og fremst hags-
muna að gæta hvað það varðar
að vinna þjóðarbúið út úr við-
blasandi vanda efnahagskreppu
og aflasamdráttar, tryggja
rekstrar- og atvinnuöryggi, og
skapa skilyrði til hagvaxtar,
þ.e. aukinna þjóðartekna, til að
bera uppi batnandi lífskjör í
landinu. Við skulum vona að
„rödd hins almenna verka-
manns" sé ekki svo „veik" orðin,
að þessu meginatriði lífskjara-
baráttunnar verði úthýst á
landsfundi Alþýðubandalags-
ins.
Þyrlunni
bjargað með
„íslensku
aðferðinni"
BJÖRGUN TF-RAN, þyrlu Landhelg-
isgæslunnar í Jökulfjörðum af 84
metra dýpi, hlýtur að teljast talsvert
afrek, enda var mannskapurinn, sem
unnið hafði að björguninni, greinilega
ánægður, þrátt fyrir áberandi þreytu-
merki, þegar þyrlan var komin um
borð í varðskipið Óðin, tæpri viku eftir
að slysið átti sér stað. Til samanburð-
ar má geta þess að Hallgrímskirkju-
turn, hæsta bygging á íslandi, er 74
metrar á hæð. Auk þess er ölduhreyf-
ing alltaf talsverð, þó að einstaklega
vel hafi viðrað meðan á björgunarað-
gerðum stóð. Einn viðmælenda Morg-
unblaðsins orðaði það svo, aðspurður
um hvernig tekist hefði að koma
böndum á þyrluna, að það hefði tekist
með „íslensku aðferðinni", eins og
hann sagði.
Þyrlan fórst á þriðjudagskvöldið
fyrir viku síðan. Hún fannst á 84
kvikmyndavélarinnar í öðru aðal-
hjóli þyrlunnar. Það gaf björgunar-
mönnum þá hugmynd, að nota tæki-
færið og reyna að koma böndum á
hjólið. Var það gert með því móti að
kaðallykkja var útbúin inn í vír-
hring og látin síga niður umhverfis
leiðslurnar sem lágu i kvikmynda-
vélina. Vírinn hélt kaðallykkjunni í
sundur og þyngdi hana, þannig að
auðveldara var að láta hana síga
niður. Vírinn og kaðallinn voru fest
saman með einangrunarbandi, og
þegar tekist hafði að koma lykkj-
unni utan um hjólafestingu þyrl-
unnar, var hert að þannig að ein-
angrunarbandið rifnaði, og kaðall-
inn losnaði frá vírnum og hertist
utan um hjólafestinguna.
Um hádegi á föstudag kom Óðinn
til ísafjarðar og sótti aðra kvik-
myndatökuvél til kvikmyndunar
Varðskipið Óðinn lagðist að
bryggju kl. tæplega 10 í gær-
morgun með þyrluna TF-RÁN
innanborðs og lík mannanna
tveggja sem fundust um borð í
henni, þeirra Þórhalls Karls-
sonar, flugstjóra, og Bjarna
Jóhannessonar, flugvélstjóra.
Myndin sýnir áhafnarmeðlimi
á Oðni bera líkkistu frá borði.
Starfsmenn Landhelgisgæsl-
unnar standa heiðursvörð.
Unnið var við rannsókn á TF- RÁN í flugskýli Flugmálastjórnar í gær.
Morgunblaoið/ Kristján Einarsson.
metra dýpi á fimmudagsmorgun,
með aðstoð manna frá Varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli, sem notuðu
til þess tæki sem miðar út hljóð-
merki frá neyðarsendum flugvéla
neðansjávar. Á sama stað sást
einnig koma upp olíubrák og loft-
bólur. Eftir hádegi á fimmtudag hóf
vélbáturinn Siggi Sveins, sem er 30
tonna bátur frá ísafirði, tilraunir
með að láta kvikmyndavél, sem not-
uð hefur verið við veiðarfærarann-
sóknir, síga niður að flakinu til að
kanna ástand þess.
Kvikmyndavélin er þannig út-
búin, að hún er fest á tunnulaga
grind og getur myndað 360 gráður,
eða allt umhverfis sig. Mjög erfitt
var að hemja og stjórna vélinni á
þessu mikla dýpi, og til að mynda
sást flakið ekki nema samtals í 3
mínútur fyrstu 3 klukkutímana sem
vélin var niðri. Þegar björgunar-
menn skoðuðu flakið, festist grind
neðansjávar. Sú vél tók upp í lit, en
erfiðara reyndist að stjórna þeirri
vél en hinni fyrri. Var hún því notuð
áfram og ákveðið að reyna að koma
einnig böndum á hitt hjól vélarinn-
ar með því að beita sömu aðferð.
Var hafist handa um það um mið-
nætti á föstudagskvöldið og hafði
tekist um miðjan dag á laugardag.
Tók það lengri tíma í það skiptið,
vegna þess að fleiri strengir voru í
sjónum, sem vildu flækjast fyrir, og
tilraunirnar sem misheppnuðust
voru óteljandi.
Það var síðan á mánudeginum
sem byrjað var að hífa vélina upp,
og um sjöleytið um kvöldið var hún
komin á 30 metra dýpi. Þá fóru kaf-
arar niður að henni og komu traust-
ari böndum á hana og frá eftirleikn-
um var sagt í Morgunblaðinu í gær.
Allt verkið við að koma böndum á
vélina og ná henni úr sjó var unnið
úr vélbátnum Sigga Sveins, nema
þegar að því koma að hífa hana úr
sjó, sem strandflutningaskipið
Askja gerði. Sagði Skúli Jón Sigurð-
arson, hjá loftferðaeftirliti flug-
málastjórnar, að af öðrum ólöstuð-
um, þá ættu mennirnir um borð í
Sigga Sveins miklar þakkir skildar,
það hefði ekki síst verið fyrir þol-
inmæði og þrautseigju þeirra, að
svona skyldi takast til. Um borð í
Sigga Sveins voru skipstjórinn, Þór-
arinn Jóhannesson, Þorbergur
Jóhannesson, vélstjóri, Einar
Hreinsson, útgerðarfræðingur og
Magni Guðmundsson, neta-
gerðarmeistari. Taldi Skúli þessa
björgun vera einsdæmi, en forsenda
hennar hefði verið þessi myndavél,
sem notuð hefur verið við veiðar-
færarannsóknir frá ísafirði. Nefndi
hann að ekki hefði tekist að ná
þyrlu upp á yfirborðið, sem lægi á
um 100 metra dýpi í Michigan vatni
í Bandaríkjunum.
HJ