Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 25 fMwgttttlrlfifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Landsfundur Alþýðubandalagsins Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hefst í dag. Það er eðlilegt að stefnumótandi sam- koma af þessu tagi horfi um óxl, yfir fimm ára stjórnaraðild Alþýðubandalagsins og þann „árangur" sem hún hefur skilað í þjóðarbúið og í lífskjörum landsmanna; og fram á veg, til þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að vera stjórnarandstöðuflokk- ur á erfiðleika- og örlagatímum í sögu þjóðarinnar. Engum blandast hugur um að almenn lífskjör í landinu hafa þrengst á stjórnarárum Alþýðubandalagsins; sumpart vegna ytri aðstæðna, sem ekki var á valdi stjórnmálamanna að ráða við; en mestpart vegna rangrar stjórnarstefnu og að- gerðarleysis, sem fyrst og fremst verður að skrifa á reikn- ing Alþýðubandalagsins, eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega og rækilega á í sjón- varpsþætti á þriðjudagskvöldið. Arfleifð fimm ára stjórnarað- ildar Alþýðubandalagsins kom ekki sízt fram í verðbólgu, meiri en dæmi vóru um áður, viðskiptahalla, erlendri skulda- söfnun, rýrnun þjóðartekna, sem til skipta eru, rekstrar- vanda í undirstöðuatvinnu- greinum, hruni húsnæðislána- kerfis og almennri lífskjara- þrengingu. Lífskjaraþrengingin var að stórum hluta komin fram í stjórnartíð Alþýðu- bandalagsins og rætur þeirrar skerðingar, sem síðar er komin upp á yfirborð, liggja að stærst- um hluta í þess jarðvegi. Alþýðubandalagið sat í fimm ár í aðildarstjórn að NATO og varnarsamnings við Bandarík- in, og varnarframkvæmdir hafa ekki í annan tíma verið meiri. Það lýsir hinsvegar meira en litlum tvískinnungi, þegar þingflokkur Alþýðu- bandalagsins sviðsetur hverja „Keflavíkurgönguna" á fætur annarri á Alþingi, dagana fyrir landsfund flokksins. Þessi „leiklist" er gegnsæ og grát- brosleg. Það sem mesta athygli vekur, þegar litið er til þróunar Al- þýðubandalagsins liðin ár, er, hvernig flokkurinn hefur fjar- lægzt það, sem hann í orði kveðnu lagði mesta áherzlu á fyrr á tíð, þ.e. hlutverk sitt sem „verkalýðsflokks". Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður og formaður VMSÍ, segir í viðtali við Þjóð- viljann í gær: „En eins og ég sagði áðan er ég óánægður með að Alþýðubandalagið virðist ekki ná nógu vel til hins al- menna verkafólks; það er rót þeirrar óánægju, sem ég hef haft uppi.“ Á öðrum stað í viðtalinu seg- ir Guðmundur: „Ég hef sagt það í vinahópi að ég óttist að fylgið (þ.e. Alþýðubandalags- ins) muni þverra, vegna þess að barátta hins almenna verka- fólks hljómi ekki nógu sterkt í AlþýðuSandalaginu sem heild." Og enn segir hann í Þjóðvilj- anum: „Allir eru þessir þrýsti- hópar á margfalt hærri launum en verkafólk og þeir eru miklu harðskeyttari og illvígari en verkalýðshreyfingin. Þessir hópar eiga sterka talsmenn innan Alþýðubandalagsins á meðan rödd hins almenna verkamanns verður veikari að mínum dórni." Hér þarf ekki fleiri orð um að hafa. Hér talar sá sem gerst til þekkir og hefur ekki ástæðu til að gera hlut þess flokks, sem hann er þingmaður fyrir, verri en hann er. Staðreyndin er sú, að verkafólk ræður engu um störf og stefnumörkun Alþýðu- bandalagsins. Þar eru annars konar valdahópar við stjórnvöl. Þeir hafa sjónarmið fjarlæg hinum dæmigerða launamanni. Einn af hinum nýju stefnu- vitum Alþýðubandalagsins skrifar grein í flokksblaðið í Kópavogi fyrir skömmu og gef- ur landsfundarfulltrúum „lín- una“, ekki „línu“ láglaunafólks, heldur „harðlínufólks". Hann segir orðrétt: „Kjarni þessara skipulagsbreytinga (á Álþýðu- bandalaginu) miðar einmitt að því að efla raunverulegt lýð- ræði í flokknum en skerða (og vonandi afnema) hið borgara- lega lýðræði meirihlutavalds- ins.“ Það er vert að skoða þessi orð í ljósi þess, að mikill meiri- hluti íslendinga er launafólk, — og að hér er talað í sömu veru og forystumenn „fyrir- myndarríkjanna" í austri gera gjarnan; m.a. þeir, sem halda pólskri verkalýðshreyfingu í flokksfjötrum. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hlýtur einnig að horfa til framtíðar; marka flokks- stefnu með hliðsjón af viðblas- andi staðreyndum í þjóðar- búskapnum á líðandi stund. Hinn almenni launamaður hefur fyrst og fremst hags- muna að gæta hvað það varðar að vinna þjóðarbúið út úr við- blasandi vanda efnahagskreppu og aflasamdráttar, tryggja rekstrar- og atvinnuöryggi, og skapa skilyrði til hagvaxtar, þ.e. aukinna þjóðartekna, til að bera uppi batnandi lífskjör í landinu. Við skulum vona að „rödd hins almenna verka- manns" sé ekki svo „veik“ orðin, að þessu meginatriði lífskjara- baráttunnar verði úthýst á landsfundi Alþýðubandalags- ins. Morgunblaðid/ KÖE. Morgunbladið/ Hilmar Þ. Helgason Teikning sem sýnir dýpið sem þyrlunni var bjargað af, samanborið við Hallgrímskirkjuturn, hæstu byggingu á íslandi. Vélbáturinn sem hífði þyrluna er Siggi Sveins. Þyrlunni var snúið á 10 metra dýpi. ca. 84 m ca. 74 m Unnið var við rannsókn á TF- RÁN í flugskýli Flugmálastjórnar í gær. MorgunblaAið/ Kristján Einarsson. metra dýpi á fimmudagsmorgun, með aðstoð manna frá VarnarliÓinu á Keflavíkurflugvelli, sem notuðu til þess tæki sem miðar út hljóð- merki frá neyðarsendum flugvéla neðansjávar. Á sama stað sást einnig koma upp olíubrák og loft- bólur. Eftir hádegi á fimmtudag hóf vélbáturinn Siggi Sveins, sem er 30 tonna bátur frá ísafirði, tilraunir með að láta kvikmyndavél, sem not- uð hefur verið við veiðarfærarann- sóknir, síga niður að flakinu til að kanna ástand þess. Kvikmyndavélin er þannig út- " búin, að hún er fest á tunnulaga grind og getur myndað 360 gráður, eða allt umhverfis sig. Mjög erfitt var að hemja og stjórna vélinni á þessu mikla dýpi, og til að mynda sást flakið ekki nema samtals í 3 mínútur fyrstu 3 klukkutímana sem vélin var niðri. Þegar björgunar- menn skoðuðu flakið, festist grind neðansjávar. Sú vél tók upp í lit, en erfiðara reyndist að stjórna þeirri vél en hinni fyrri. Var hún því notuð áfram og ákveðið að reyna að koma einnig böndum á hitt hjól vélarinn- ar með því að beita sömu aðferð. Var hafist handa um það um mið- nætti á föstudagskvöldið og hafði tekist um miðjan dag á laugardag. Tók það lengri tíma í það skiptið, vegna þess að fleiri strengir voru í sjónum, sem vildu flækjast fyrir, og tilraunirnar sem misheppnuðust voru óteljandi. Það var síðan á mánudeginum sem byrjað var að hífa vélina upp, og um sjöleytið um kvöldið var hún komin á 30 metra dýpi. Þá fóru kaf- arar niður að henni og komu traust- ari böndum á hana og frá eftirleikn- um var sagt í Morgunblaðinu í gær. Allt verkið við aÓ koma böndum á vélina og ná henni úr sjó var unnið úr vélbátnum Sigga Sveins, nema þegar að því koma að hífa hana úr sjó, sem strandfiutningaskipið Askja gerði. Sagði Skúli Jón Sigurð- arson, hjá loftferðaeftirliti flug- málastjórnar, að af öðrum ólöstuð- um, þá ættu mennirnir um borð í Sigga Sveins miklar þakkir skildar, það hefði ekki síst verið fyrir þol- inmæði og þrautseigju þeirra, að svona skyldi takast til. Um borð I Sigga Sveins voru skipstjórinn, Þór- arinn Jóhannesson, Þorbergur Jóhannesson, vélstjóri, Einar Hreinsson, útgerðarfræðingur og Magni Guðmundsson, neta- gerðarmeistari. Taldi Skúli þessa björgun vera einsdæmi, en forsenda hennar hefði verið þessi myndavél, sem notuð hefur verið við veiðar- færarannsóknir frá ísafirði. Nefndi hann að ekki hefði tekist að ná þyrlu upp á yfirborðið, sem lægi á um 100 metra dýpi í Michigan vatni í Bandaríkjunum. BJÖRGUN TF-RÁN, þyrlu Landhelg- isgæslunnar í Jökulfjörðum af 84 metra dýpi, hlýtur að teljast talsvert afrek, enda var mannskapurinn, sem unnið hafði að björguninni, greinilega ánægður, þrátt fyrir áberandi þreytu- merki, þegar þyrlan var komin um borð í varðskipið Óðin, tæpri viku eftir að slysið átti sér stað. Til samanburð- ar má geta þess að Hallgrímskirkju- turn, hæsta bygging á íslandi, er 74 metrar á hæð. Auk þess er ölduhreyf- ing alltaf talsverð, þó að einstaklega vel hafi viðrað meðan á björgunarað- gerðum stóð. Einn viðmælenda Morg- unblaðsins orðaði það svo, aðspurður um hvernig tekist hefði að koma böndum á þyrluna, að það hefði tekist með „íslensku aðferðinni", eins og hann sagði. Þyrlan fórst á þriðjudagskvöldið fyrir viku síðan. Hún fannst á 84 kvikmyndavélarinnar f öðru aðal- hjóli þyrlunnar. Það gaf björgunar- mönnum þá hugmynd, að nota tæki- færið og reyna að koma böndum á hjólið. Var það gert með því móti að kaðallykkja var útbúin inn í vír- hring og látin síga niður umhverfis leiðslurnar sem lágu í kvikmynda- vélina. Vírinn hélt kaðallykkjunni í sundur og þyngdi hana, þannig að auðveldara var að láta hana síga niður. Vírinn og kaðallinn voru fest saman með einangrunarbandi, og þegar tekist hafði að koma lykkj- unni utan um hjólafestingu þyrl- unnar, var hert að þannig að ein- angrunarbandið rifnaði, og kaðall- inn losnaði frá vírnum og hertist utan um hjólafestinguna. Um hádegi á föstudag kom Óðinn til ísafjarðar og sótti aðra kvik- myndatökuvél til kvikmyndunar Varðskipið Óðinn lagðist að bryggju kl. tæplega 10 í gær- morgun með þyrluna TF-RÁN innanborðs og lík mannanna tveggja sem fundust um borð í henni, þeirra Þórhalls Karls- sonar, flugstjóra, og Bjarna Jóhannessonar, flugvélstjóra. Myndin sýnir áhafnarmeðlimi á Oðni bera líkkistu frá borði. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar standa heiðursvörð. Þyrlunni bjargað með „íslensku aðferðinni“ Stólalyftan f Bláfjöllum: Tjónið talið nema 250—300.000 kr. Hugsanlegt að stóll hafi sargað sundur vírinn Hugsanlegt er talið að einn stóll- inn í nýju stólalyftunni í Bláfjöllum hafi festst í ákveðinni stöðu og síðan sargað vírinn sundur og hafi það valdið óhappinu í Bláfjöllum á dög- unum, þegar burðarvír slitnaði og stólarnir í lyftunni féllu niður. Þess- ar upplýsingar fékk Mbl. hjá Stefáni Kristjánssyni, íþróttafulltrúa borgar- innar í gær. Þrír erlendir sérfræðingar sem hingað komu í fyrrakvöld hafa nú lokið rannsóknum sínum á lyft- unni og vírnum og fara utan með vírinn til rannsóknar. Sverleiki vírsins er um 28 millimetrar. Auk þess að vírinn slitnaði, skemmdust nokkrir stólar lyftunnar, og sagði Stefán að þess hefði verið krafist að nýr vír og nýjir stólar í stað hinna skemmdu yrðu útvegaðir, borginni að kostnaðarlausu. Hins vegar sagði hann að lyftan væri ekki tryggð hér, en áætlað tjón á vírnum og stólunum væri talið nema 250.000 til 300.000 krónum og er þá ekki vinna við viðgerð talin með. Ekki sagði Stefán vitað hve fljótt yrði hægt að útvega nýjan vír í stað þess sem slitnaði, en ver- ið væri að kanna það mál. Talið er að 15—20 stólar lyftunnar hafi skemmst, en mismikið. 15—20 stólar skemmdust, þegar vfr- inn slitnaði. 10 umsóknir um rækjuvinnslu — fleiri á leið til ráðuneytisins RÆKJUAFLINN á þessu ári stefnir í á milli 5.000 og 6.000 lestir, sem er um þreföldun frá síðasta ári. Munar þar mestu um aukningu á úthafs- veiðum. í kjölfar þessa hefur áhugi manna víða um land á rækjuvinnslu aukizt og nú liggja um 10 umsóknir um leyfi til rækjuvinnslu hjá sjávar- útvegsráðuneytinu og von er á fleir- um. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins, er áhugi á vinnsl- unni allt frá Austulandi og rang- sælis með landinu allt til Suður- nesja þó hér sé um úthafsrækju að ræða, sem að mestu veiðist fyrir norðanverðu landinu, en veiðitím- anum er nú nánast lokið. Jón sagði, að ætlun ráðuneytisins væri að reyna að að fá heildarmynd af ástandinu og hefði verið haft sam- band við fiskifræðinga og þeir beðnir um álit á því hver þróun veiðanna gæti orðið. Þess vegna yrði fjallað um þessar umsóknir í heild með tilliti til heppilegrar fjárfestingar og vonazt væri til að niðurstöður lægju fyrir um ára- mót. Vitað væri að afkastageta vinnslustöðva við ísafjarðardjúp, Húnaflóa, í Siglufirði, á Akureyri, Húsavík og Kópaskeri væri mikil og ekki virtust sjómenn vera í vandræðum með að losna við afl- ann, sem nú hefði um það bil þre- faldast á milli ára. Tillaga um rýmkun afgreiðslutíma: Gæti komið til fram- kvæmda um aðra helgi — verði tillagan samþykkt BRLYTINGAR á reglugerd um afgreiðslutíma verslana, sem koma til end- anlegrar afgreiðslu borgarstjórnar Reykjavíkur í dag, fimmtudag, og verða að líkindum samþykktar, munu Irúlega ekki koma til framkvæmda fyrr en um aðra helgi, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á borgarskrifstofun- um í gær. Til þess að reglugerðarbreyting- in öðlist gildi, þarf hún staðfest- ingu félagsmálaráðuneytisins, eft- ir að borgarstjórn hefur samþykkt hana, en síðan er krafist birtingar í Stjórnartíðindum. Hinar nýju reglur munu því ekki taka gildi fyrr en eftir þá birtingu, sem hugsanlega getur orðið fyrir aðra helgi. Eins og kunnugt er felast þær breytingar í tillögunum að mánu- daga til fimmtudaga verður heim- ilt að hafa verslanir opnar frá 8.00—20.00, á föstudögum frá 8.00—22.00 og á laugardögum á tímabilinu 8.00—16.00. Þá eru sérstök ákvæði um af- greiðslutíma í desember, en þau eru að annan laugardag f mánuð- inum verður heimilt að hafa opið til klukkan 18.00, þriðja laugar- daginn til klukkan 22.00 og 23. desember til kl. 23.00. Beri 23. des- ember upp á sunnudag, verður þó heimilt að hafa opið til klukkan 23.00 laugardaginn 22. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.