Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983
35
ferð. Grænmetistorg hefur undir
einu þaki úrval garðávaxta og suð-
rænna aldinna, sem viðskiptavin-
urinn velur sjálfur og vigtar. Veg-
legt hlaðborð er með brauðum frá
þekktum bakaríum. Tímarit og
dagblöð fást m.a. í bóka- og rit-
fangadeildinni. Verkfæri og máln-
ing verða til sölu í versluninni.
Önnur nýjung er blómaskáli. Enn
má nefna sportvörudeild, og í
snyrtivörudeild leiðbeina sérfræð-
ingar um val á milli þekktra vöru-
merkja. Loks má nefna deild, sem
býður olíur á bílinn, bón, tvist og
aðrar rekstrarvörur bifreiða.
Við bjóðum með öðrum orðum í
einni og sömu versluninni til sölu
bæði oiíu á bílinn og matarolíu, og
allt þar á milli, en slíkt hefur ekki
áður verið reynt hér á landi, að
bjóða svo ólíkar vörur til sölu á
einum og sama stað, og vöruteg-
undir eru samtals um 30 þúsund."
Krakkakrókur og kaffihorn
„Þá get ég nefnt, að við munum
brydda upp á ýmsum nýjungum til
þæginda fyrir viðskiptavinina.
Krakkakrókur verður til dæmis
við innganginn, þar sem yngstu
börnin geta unað sér við föndur,
leikföng eða myndasýningu. A
sama stað er kaffihorn þar sem
verður unnt að fá sér kaffi eða
gosdrykki. Á miðju gólfi versiun-
arinnar verður svo notalegur
hvíldarstaður í hlýlegu umhverfi,
þar sem viðskiptavinir geta sest
niður í verslunarferðum sínum.
Á bílastæðinu verða nokkur sér-
staklega merkt stæði, sérstaklega
ætluð fötluðum og hjólastólar
verða til taks.
Enn get ég nefnt, að verslunin
mun bera fulla ábyrgð á öllum
þeim vörum, sem seldar verða.
Hafi viðskiptavinur ástæðu til að
vera óánægður getur hann fengið
vöruna endurgreidda í peningum."
Tækninýjungar og sjálf-
virkt eldvarnakerfi
— Er verslunin að öllu leyti
eins og aðrar stórverslanir á höf-
uðborgarsvæðinu hvað varðar
uppbyggingu og afgreiðslu, eða er
hér bryddað upp á einhverju nýju
og áður ókunnu hér á landi?
„Já, hér verða ýmsar tækninýj-
ungar reyndar í fyrsta skipti, en
verslunin er að mestu hönnuð af
sænskum sérfræðingum, og segja
má að fyrirmynd Miklagarðs séu
nokkrar stórverslanir í Svíþjóð og
Danmörku. Ég hef áður minnst á
tækninýjungar, og eru þessar
helstar: Tölvustýrðir afgreiðsukass-
ar eru tengdir við móðurtölvu, sem
gefur reglulegar upplýsingar um
vörustreymi og veltuhraða. Inn-
kaupastjórinn getur með hjálp
þessa tækis áttað sig á því hvernig
sala hvers smáhlutar í versluninni
gengur frá degi til dags. Árvekni i
þessum efnum skiptir miklu máli
ef lækka á vöruverð með því að
draga úr tilkostnaði. Tölvukass-
arnir hafa einnig verðminni, en
það þýðir að þær u.þ.b. 500 vörur,
sem hraðast seljast, hafa númer,
sem stimplað er inn á kassana í
stað verðsins. Kassinn skráir þá
rétt verð. Starfsmönnum er hlíft
við að iæra í sífellu ný verð á þess-
um vörum, og villum fækkar.
Jafnframt verðinu skráir kassinn
á kvittunina heiti vörunnar. Það
ættu að vera góðar fréttir fyrir
alla, sem færa heimilisbókhald
eða nota verðskyn sitt. Sjónvarps-
kerTi er notað til eftirlits með öllu,
sem fram fer í versluninni. Slíkur
búnaður er ekki aðeins notaður til
að draga úr rýrnun, hann gegnir
miklu víðtækara hlutverki, bæði í
sambandi við verkstjórn og hag-
ræðingu. Hillubúnaður er sænskur
og hannaður með það í huga, að
merking og öll meðhöndlun vör-
unnar verði sem fyrirhafnar-
minnst. Mjólkurkælar eru með
hurðum, og bætir það geymsluþol
auk þess sem orkukostnaður lækk-
ar. Sjálfvirkt eldvarnakerfi er í þaki
verslunarinnar. Það er þriggja
kílómetra löng leiðsla með um 700
úðurum, með áfestum skynjurum
sem hleypa vatni á, ef eldur kemur
upp í einhverjum hluta hússins.
„Eiturlyfja-
hringurinn“
— spennusaga eftir
Robert Ludlum
NÝLEGA er komin út skáldsaga eftir
Robert Ludlum, „Eiturlyfjahringur-
inn“. „Robert Ludlum er um þessar
mundir einhver allra víðlesnasti
spennusagnahöfundur hins enskumæl-
andi heims,“ segir í frétt frá Setbergi,
sem gefur bókina út. „Hann skipar
öndvegi sem meistari í atburðaflækj-
um og spennu. Sigurför bóka hans er
óslitin, hver bókin eftir aðra er endur-
útgefln og tungumálunum sem þær eru
þýddar á fjölgar stöðugt."
„Eiturlyfjahringurinn" er fyrsta
bókin sem kemur út á íslensku eftir
Robert Ludlum. Þýðandi er Gissur
Ó. Erlingsson.
í
Loksins á tslcnsku!
Bók eftir mcistara spennusi'gutin.n
Yfir 25 miljónir eintaka bóka hans
bafa þcgar sclst um allan hcim.
Morgunblaðið/Steinar Guðmundsson.
Stöðvarfjörður:
Grunnskólinn stækkaður
í maí sl. hófust framkvæmdir við stækkun Grunnskóla Stöð-
varfjarðar. Núverandi skólahús sem er 320 m2 gólfflötur er löngu
orðið of lítið. Viðbyggingin verður 550 m2 ásamt 170 m! kjallara,
myndirnar voru teknar nýlega þegar unnið var við að steypa kjall-
ara nýbyggingarinnar.
KVttLDSÝNING
_____fimmtudaq_
Opið til 10 í kvöld^________—
ar
:nat \ bi\um 11 • * Uags^æðu
\ ábyigð 09
\ ^naIS Átg-^0
"•S \ * ’83 t0.800
\ Ger -rnidyraH't 2 34.000
\ 929LTD2dV ollvst. 8 tó,000
£O \ 929T ,Lv°'"'aat' 8\ w.O00
26
iQI ‘ií'--
.81 19.00°
,o\ 29.000
8\ 25.000
82 27-000
31.000
80 «.000
Mest fyrir peningana!
BlLABORG HF
Smiöshöfða 23 sími 812 99
ALMANÖK
FYRIR 1984
ERU KOMIN
SENDUM í
PÓSTKRÖFU
Stærð 68x99 cm
MYNDIN
Dalshrauni 13 S. 54171