Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.1983, Blaðsíða 38
 38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1983 Borg, Miklaholtshreppi: Blíðviðrið nýtist vel til framkvæmda Borg, Miklaholtshreppi, 16. nóvember- UNDANFARANDI daga hefur veðurfar verið hér óvenju gott. Logn og hlý veður, en suma daga hefur þoka lagzt hér að. Eru þessir dagar nú góð uppbót á þau hryss- ingslegu veður, sem voru hér 16. október og 6. nóvember síðastlið- inn. Gamalt mál segir að ef vetrar- kálfurinn komi snemma, þá muni góð veður verða um tíma á eftir. Sannast það einmitt nú, því undanfarandi dagar hafa verið það góðir, að sumir dagar ágústmánaðar voru ekki svona mildir. Kemur þetta sér vel því mikið hefur verið hér um úti- húsabyggingar á liðnu sumri og blíðviðri undanfarandi daga hafa nýtzt vel til frágangs á byggingum. Ekki virðist sam- dráttur í byggingum á næsta ári. Byggingafulltrúi tjáði mér að búið væri að biðja um leyfi til bygginga á 5 íbúðarhúsum og ennfremur nokkrum búpenings- húsum og heygeymslum. Iþróttahús Laugagerðisskóla er nú orðið fokheit, en óvíst er hvort hægt verður að halda áfram þeim framkvæmdum því fjármagnskostnaður við bygg- inguna er orðinn allverulegur. Síðan snemma í sumar hefur vinnuflokkur unnið við að plægja niður streng vegna lagn- inga á sjálfvirkum síma. Er búið að grafa þennan streng heim á alla bæi í Kolbeinsstaðahreppi, Eyjahreppi, Miklaholtshreppi og Staðarsveit. Vonir standa til, að sjálfvirkur sími verði kominn á alla þessa bæi fyrir áramót. Ef- laust er gott að fá sjálfvirkan síma, eykur það öryggi heimil- anna á vissan hátt, en þó hygg ég, að margir sjái eftir gamla símanum að sumu leyti. Heilsufar fólks og fénaðar hefur verið í góðu lagi það sem af er þessum vetri. — Páll ...HALDAPERVIDEFNID! Það fer fátt markvert framhjá fréttariturunum 110 sem halda þér og okkur við efnið frá degi til dags með nýjum fréttum og fróðleik hvaðanæva af landinu. Kannske verður þitt byggðarlag í sviðsljósinu á morgun. Sérðu þá blaðið? Fylgstu með og fáðu Morgunblaðið í áskrift. Fréttirfráfvrstu hendii f LANDIÐ ÞITT ISLAND Landið þitt fjórða bindi LANDID ÞITT, Island, fjórða bindi eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson, er komið út hjá Bókaútgáfunni Örn og Ör- lygur hf. Bókin er 280 blaðsíður og í henni eru um 250 litmyndir af landslagi, munum og minjum. Þetta fjórða bindi tekur yfir bókstafina S—T og er fyrsta upp- sláttarorð þess t.d. Safamýri í Rangárvallasýslu en hið síðasta Tyrðilmýri í Norður-ísafjarðar- sýslu. Á bókarkápu er vitnað til um- mæla Andrésar Kristjánssonar, bókmenntagagnrýnanda, en hann komst m.a. svo að orði um þennan bókaflokk þegar fyrsta bindi hans kom út: „Það er nú orðið sérstætt ágætisverk, ein besta og traust- asta brú í sambúð þjóðar og lands, óbrotgjörn gjöf þessara tveggja afreksmanna til þjóðar sinnar ... þessi bók er á allan hátt öndvegis- verk og eins konar sáttmálsörk lands og þjóðar." Helgi Magnússon BA sá um undirbúning handrits til prentun- ar svo sem hin þrjú fyrri bindin og naut aðstoðar Ögmunds Helgason- ar að þessu sinni. Auk þeirra hef- ur fjóldi manna lagt verkinu lið, segir í frétt frá útgefanda. Landið þitt ísland er að öllu leyti unnin hér á landi. Setning, umbrot og filmuvinna var unnin hjá prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar. Litgreiningar voru gerðar hjá Prentmyndastofunni Brautarholti 16 og hjá Myndamót- um hf. í Morgunblaðshúsinu. Prentun og band var unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Hönnun bókarinnar önnuðust þeir Kristinn Sigurjónsson og Ör- lygur Hálfdanarson og Kristinn hafði jafnframt tæknilega umsjón með höndum. VR-fundur: Tölur sner- ust við TÖLUR snerust við í frásögn af fundi í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur um afgreiðslutíma verslana, sem birtist í blaðinu í gær. Þar sagði að 72 atkvæðaseðl- ar hefðu verið auðir og/ eða ógild- ir. Það áttu að vera 27 og leiðrétt- ist það hér með. Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.