Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 55 sóknarprestur sé ekki einráður um það, hvaða störf hann taki að sér og hafi þannig samráð við prófast sinn. Prófastur er verkstjóri í prófastsdæminu og þarf að geta fylgzt með störfum sóknarpresta. Þetta frv. er fyrst og fremst lagt fram hér á Kirkjuþingi til kynn- ingar, áður en endanlegt frv. verð- ur samþykkt. Hins vegar er mér það mikið áhyggjuefni og það brennur á mér gagnvart sóknarprestunum, að þeir þurfi ekki að hafa um of fjár- hagsáhyggjur. Þeir hafa ekki að- eins um sjálfa sig að hugsa, heldur og fjölskyldu sína. Það er bæði ný og gömul saga, að skilningur á hinu andlega starfi er oft á tíðum lítill. Sóknarprestar eru á vakt myrkranna á milli og inna af hendi margvísleg störf, sem ekki eru auglýst, svo sem sáttaumleit- anir o.fl. Kjaranefnd hefur unnið gott starf til að auka skilning manna á þessari sérstöðu og er það vel. - PÞ. á milli landa. Þó eru nægir pen- ingar til að skutla rándýru drasli út í geiminn og allra rannsókna í þeim efnum. Ég held, að það sé í raun og veru kirkjan ein, sem geti frjálst — ekki bundin á klafa pólitískra öfga — rætt þessi mál og henni sé bezt treystandi af öllum þeim félagas- amtökum, að öðrum ólöstuðum, sem láta sig þetta einhverju varða. Að vísu skal það viður- kennt, að kirkjan mætti hafa meira fjármagn til þess að rann- saka friðarmálin, ráða til sín sér- fræðinga á þessum vettvangi og rannsaka þetta fræðilega eins og í Hollandi, Bandaríkjunum og víð- ar. Þrátt fyrir það hefur kirkjan nóg að leggja fram til að vera tal- Ef menn fást til starfa innan kirkj- unnar, þá halda þeir þar áfram íslenzk kirkja hefur verið talin af mörgum ferleg prestakirkja. Að það sé sóknarpresturinn, sem sé allt í öllu. Aðrir hafi þar lítið um að segja. Fram kom á Kirkju- þingi tillaga, þar sem lögð er áherzla á þýðingu leikmanna- starfs innan kirkjunnar og minnt er í því sambandi á Leikmanna- skólann á Hólum. Hvatt er til þess, að sambærileg starfsemi verði hafin á fleiri stöðum á land- inu. Flutningsmaður þessarar til- lögu var Gunnlaugur Kristins- son félagsmálafulltrúi KEA á Akureyri. Var hann inntur eft- ir því, hvort honum fyndist in í fremstu röð þeirra, sem fjalla um þetta, eðli sínu samkvæmt. Mér finnst það vera sorglegt, hvernig margir hægri menn og málgögn þeirra hafa brugðizt við friðarumræðunni með hleypi- dómafullri afstöðu sinni. Þannig hafa þeir eftirlátið ýmsum öfga- öflum á vinstri kantinum alla málefnalega umræðu um friðar- mál, leyft þeim að tileinka sér þau eingöngu. En það hefur orðið til þess að forblinda þá marga og sjá rautt, þegar minnzt er á friðar- mál. Það er bara kirkjan ein, sem getur hjálpað hægri mönnum út úr þessari sjálfheldu og þannig snúið sér að alvarlegri umþenk- ingu og umfjöllun um friðarmál. - Pþ- áhrif leikmanna innan kirkj- unnar vera of lítil. — Mér finnst eins og þau mættu vera meiri. Hinn al- menni leikmaður mætti láta meira til sín taka. Hvernig helzt? — Það byggist fyrst og fremst á því, að menn sæki guðsþjónustur. Hreyfing er fyrir þvi að auka áhrif leikm- anna innan kirkjunnar. Kirkj- an er oyin fyrir því að auka —áhrif þeirra að mun og biskup hefur margoft látið þá skoðun í ljósi. Hvaða brautir telur þú vera beztar til þess? — Ég hefi fundið það, að ef menn fást til starfa innan kirkjunnar þá haldi menn þar áfram að starfa. Tilhneigingin er til staðar hjá manninum að trúa. Oft þarf einhverja reynslu til þess að menn beini huganum að trúmálum. Þar er uppeldið ekki sízt í þeim efn- um. Hver hefur reynsla þín verið af Leikmannaskólanum á Hól- um? — Hún er mjög jákvæð. Ég hefi verið tvisvar þar, og var skólinn í fimmta sinn í sumar. Þar mættu sóknarnefndar- menn, meðhjálparar, safnaðar- fulltrúar og sóknarprestar eða Gunnlaugur Kristinsson þeir, sem mest starfa saman við þetta allt saman. Þarna skapast kynni þeirra á milli, sem eru að fást við þetta sama og sjá, hvernig aðrir taka á vandanum og segja frá því. Menn sjá, að þeir eru ekki einir að fást við þessi vandamál. Það huggar þá að ræða við aðra um þessi sömu vandafhál og þeir eru að fást við heima hjá sér. Þeir komast að því, að þeir eru ekki einir í þessum fræðum. í leikmannaskólanum var sérstaklega rætt um samstarf sóknarnefnda og sóknarpresta, jafnt á veraldlega sem og á andlega sviðinu. Milli 40—50 manns komu saman á Hólum. Skipt var niður í 5—6 manna hópa og sóknarnefndarfundur settur á svið. Menn skiptu með sér verkum í hópunum, eins og væri verið að byrja sóknar- nefndarfund með dagskrá, sem ráða þurfti fram úr. Þarna kom ýmislegt fram, sem menn vissu ekki um og fengu haldgóða reynslu. Sum atriði voru þau sömu hjá öllum, og gátum við séð, hvernig aðrir tóku á þess- um málum hjá sér. Enda er eðlilegt, að þeir sem koma nýir inn í sóknarnefndir viti ekki mikið, hvað þar fer fram. Reynslan var dýrmæt á Hól- um og ég fann á mínu með- nefndarsóknarfólki að það var ánægt með þetta og fór fróðara heldur en það kom. Andrúms- loftið á Hólum er einnig sér- stakt og félagsskapurinn hafði örvandi áhrif á alla þá, sem sóttu námskeiðið. Því vona ég, að þetta verði tekið upp víðar á landinu en á Hólum. Hefur komið fram önnur tillaga á Kirkjuþingi sem hnígur í sömu átt og mín, þ.a. vonandi verður eitthvað gert í þessum málum að loknu Kirkjuþingi. — pþ. (íiiifin uuhiil Nnar fínnskar bleyjur gott-veró^ pk. stk. 3-5 kr. 79.95 kr. 5.00 5-8 kr. 71.95 kr. 7.20 8-11 kr. 79.95 kr. 8.00 10 og yfir kr. 79.95 kr. 8.00 helpP0 mtam HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.