Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 18

Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF UMSJÓN: SIGHVATUR BLÖNDAHL Janúar — júní: Raforkunotkun jókst um 2,75% — Aukningin að stærstum hluta í almennri notkun Október: RAFORKUNOTKUN jókst hér á landi um 2,75% á fyrri helmingi þessa árs, þegar alls voru notaðar 1.829 gigawattstundir, en til sam- anburðar var notkunin á sama tíma í fyrra um 1.780 gigawattstundir. Raforkunotkunin skiptist í for- gangs- og afgangsorku. Notkun á forgangsorku jókst um 4,12% á umræddu tímabili, þegar notkunin var samtals um 1.744 gigawatt- stundir, borið saman við 1.675 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. Hvað afgangsorkuna áhrærir, þá dróst notkun hennar saman um 19,05% á fyrri helmingi ársins, þegar samtals voru notað- ar 85 gigawattstundir, borið sam- an við 105 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. Ef litið er nánar á skiptingu for- gangsorku milli almennrar notk- unar og stórnotkunar kemur í ljós, að aukningin kemur að mestu fram í almennri notkun, þegar aukningin er um 7,4% á fyrri helmingi ársins. Alls var almenn notkun um 827 gigawattstundir, en til samanburðar um 770 giga- wattstundir á sama tíma í fyrra. Aukningin í stórnotkun fyrstu sex mánuði ársins var samtals um 1,32%, þegar samtals voru notað- ar 917 gigawattstundir, borið sam- an við 905 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. Við skoðun á stórnotendum kemur í ljós, að um 2,94% sam- dráttur var hjá ÍSAL, sem notaði samtals um 655 gigawattstundir á fyrri heimingi ársins, borið saman við 675 gigawattstundir á sama tima í fyrra. Hjá íslenzka járn- blendifélaginu var um að ræða 2,31% aukningu, þegar alls voru notaðar 133 gigawattstundir, bor- ið saman við 130 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. Aukningin hjá Áburðarverksmiðjunni var um 47,4%, eða 84 gigawattstundir á móti um 57 gigawattstundum árið á undan. Sementsverksmiðjan var með sömu notkun milli ára, eða um 8 gigawattstundir. Á Keflavík- urflugvelli jókst notkunin um 5,71%, þegar alls voru notaðar 37 gigawattstundir, borið saman við 35 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. ÍSAL notaði enga afgangsorku á fyrri helmingi ársins, en notaði hins vegar um 11 gigawattstundir á sama tíma í fyrra. íslenzka járn- blendifélagið notaði hins vegar um 85 gigawattstundir á móti um 94 gigawattstundum á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var um 9,6% milli ára. Um 3,8% aukning á mjólkurframleiðslu INNVIGTUN á mjólk hjá mjólkur- samlögunum í október sl. var um 3,8% meiri en á sama tíma f fyrra, samkvæmt upplýsingum í nýjasta fréttabréfi Upplýsingaþjónustu land- búnaóarins. Mjólkursamlögin tóku samtals á móti um 8,1 milljón lítra af mjólk á umræddu tímabili, en til sam- anburðar liðlega 7,8 milljónum lítra í októbermánuði á síðasta ári. Um samdrátt er aðeins að ræða hjá þremur mjólkursamlögum, á ísafirði, Þórshöfn og Neskaupstað. í lítrum talið varð aukningin mest hjá mjólkursamlagi KEA, eða lið- lega 99 þúsund lítrar, en hlut- fallslega varð mest aukning hjá mjólkursamlaginu á Djúpavogi, eða tæplega 22%. Þá er þess getið, að hjá Mjólkurbúi Flóamanna hafi aukningin verið um 70 þúsund lítrar, eða 2,4%. Samtals hafa mjólkursamlögin tekið á móti 91 milljón lítra fyrstu 10 mánuði ársins, en það er um 1,98% aukning frá sama tíma í fyrra, þegar samtals var tekið á móti um 89,25 milljón lítrum af mjólk. í fréttabréfinu er þess getið, að mest hafi aukningin orðið hjá mjólkursamlaginu á Sauðárkróki, ef litið sé á fyrstu tíu mánuði árs- ins. Aukningin er liðlega 603 þús- und lítrar. Hjá Mjólkurbúi Flóa- manna hefur orðið samdráttur upp á um 280 þúsund lítra það sem af er ársins. Um 75% veltuaukning hjá Innflutningsdeild SÍS FYRSTU níu mánuði ársins var heildarvelta Innflutningsdeildar Sambandins 927,0 milljónir króna. Er það 76,0% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Af undirdeildum Innflutnings- deildar er Birgðastöð með mesta aukningu, 110%, en næst kemur Fóðurvörudeild með 91% aukn- ingu í krónutölu, en 18% aukningu í magni. Samdráttur í bygginga- framkvæmdum landsmanna kem- ur fram í því að í byggingavöru- sölunni var aukningin talsvert undir því sem er á öðrum sviðum, eða aðeins 47% fyrstu níu mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra. Árleg úttekt Hannars á ástandi og horfum í útflutningi ullarvara: Steftiir í betri útkomu en verið hefur síðan 1970 Ráðgjafafyrirtækið Hannar hefur nýverið lokið sinni árlegu úttekt á ástandi og horfum í útflutningi ull- arvara, að sögn Sigurðar Ingólfsson- ar, tæknifræðings, sem vann verkið. Helstu niðurstöðurnar eru að 14,1% samdráttur var í útflutn- ingi prjónavöru árið 1982 miðað við árið áður, en útflutningur í lok júlí á þessu ári var 6% meiri en á sama tíma 1982. Sé Vesturlanda- markaðurinn skoðaður einn sér var þar um 20% samdrátt að ræða 1982 og 15% janúar—júlí 1983. Aukningin er því öll á Rúss- landsmarkað og gott betur. Verðin hækkuðu ’82 þrátt fyrir að meira var framleitt fyrir Ráðstjórnar- ríkin, og er það í samræmi við áætlanir Hannars. Hækkun var um 70% eða í raun 10—15% sé tekið tillit til verðhækkana. Þetta ár sýnir enn raunhækkun á verð- um. Fyrirliggjandi verkefni eru 30—40% meiri nú en á sama tíma sl. ár, en starfsmannafjöldi er svipaður og gefur það e.t.v. til kynna mat framleiðenda á horfun- um á framleiðslumagni ársins. Vinna vegna endurpantana virðist ætla að teygja sig lengra fram á veturinn nú en sl. ár og draga þannig úr þeirri iægð sem árlega myndast þegar verið er að ákveða framleiðslu næsta árs. Ástæða er til að vekja sérstak- lega athygli á stöðu krónunnar sem er mjög lág miðað við undan- farin ár og er það skýringin á góð- um útflutningsverðum. Hæpið er að reikna með að þetta ástand vari og ber að vara við að taka mið af því við samninga um útflutnings- verð. Meðalútflutningsverð á Vestur- landamarkað var á sl. ári kr. 593,80 á kg. — 562,50 kr./kg ef Ráðstjórnarríkin eru meðreiknuð. Á tímabilinu janúar til júlí á þessu ári var meðalútflutnings- verð upp á kr. 1.080,70 á kg, sem er meira en tvöfalt á við meðalverð ársins 1982. Þetta er um 50% meiri hækkun en launahækkun er á sama tíma. Sé tekið tillit til kaupmáttar- rýrnunar (eða spár þar um upp á 25%) er þessi hækkun þó í raun verulega minni, eða um 10% (66,0/0,75 = 88,0). Með hliðsjón af þessu og fyrri árum er það okkar mat að kostnaðarverð megi ekki nota um útflutningsverð þar sem þau verð sem markaðurinn býður upp á yrðu þá ekki nýtt og fram- leiðendur myndu stefna I tap- rekstur. Okkar hugmyndir eru að vegna kaupmáttarrýrnunar þurfi að bæta 5%* ofan á kostnaðarverðin og vegna lágs raungengis íslensku krónunnar þurfi að bæta til viðbótar 14% eða samtals um 20%. ■•Forsendur launaliður hækki um 25% og vægi hans: í bandi 20% í voð 15% í flíkur 25% Útflutningsþátturinn er ekki tekinn með, en ef svo væri myndi prósentan hækka. Útflutningur prjónavöru hefur vaxið undanfarin ár meira en ann- ar útflutningur og skiptir orðið verulegu máli í útflutningstekjum þjóðarinnar og hefur skapað mörgum atvinnu. Hægt er að skipta útflutningn- um í tvennt; sölu á Vesturlanda- markað og sölu til Ráðstjórnar- ríkjanna (USSR). Sala til Ráðstjórnarríkjanna var um 102 tonn árið 1970 og 82 tonn árið 1982. Oftast hefur salan á þennan markað verið á milli 100 til 200 tonn frá 1970, eitt árið þó meira og fjögur ár minna. Hér hefur því ekki verið um markvissa uppbyggingu að ræða á þeim markaði, heldur misstóra samn- inga, sem gerðir hafa verið á mis- jöfnum tímum. Vesturlandamarkaðurinn sýndi aftur á móti eðlilega þróun fram að árinu 1981 með mikilli aukn- ingu á árabilinu ’75—’80. Á árinu 1981 dró heldur úr aukningunni og árið 1982 sýndi 20% minnkun í magni og er um 15% minnkun á þessu ári, (janúar—júlí) miðað við sama tíma árið 1982. Trúlega verður samdráttur þó minni þegar upp verður staðið. Það sem vakti athygli var að á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.