Morgunblaðið - 24.11.1983, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
Jón Þ. Árnason:
— Lífríki og iífshættir XCIV.
Spurningin er: Hvers vegna draga
spekingarnir með alvizkuna von úr
viti að sgna töframátt kenninga
sinna í verki?
Hin spaugilega gráglettni, er
eignuð hefur verið franska
skáldinu Paul Valéry
(1871—1945), að framtíðin sé
ekki lengur lík því sem hún áður
var, hefir næstum alveg glatað
hinni tvíræðu merkingu sinni á
aðeins fáum næstliðnum árum.
Merking hennar er orðin skila-
boð, bæði eindregin og ægileg,
sem naumast verða misskilin.
Meginástæða þess að boðin
ættu að komast til skila, er án
nokkurs efa sú, að framtíðin er
sannarlega allt öðruvísi en þegar
hún var endalaus straumköst og
farvegur framfara, sem ætlað
var að slíta fjötra fortíðarinnar
af nútíðinni, græða sár liðinna
alda og stýra öllu inn á betri
brautir. Framtíðin er, þvert á
móti, orðin aurflaumur öryggis-
leysis, sem beljar fram að feigð-
arósum, eða eins konar vítisvél,
er sífellt nær sterkari og víðtæk-
ari völdum yfir aðgerðum og að-
gerðarleysi fólks og forystu.
För án fyrirheits
Framtíðin ber varla fyrirheit í
skauti sér lengur, heldur stöðugt
höstugri hótanir. Hún er ekki
heldur einungis þar, sem hún
hefir ávallt átt sinn stað, nefni-
lega handan buskans. Hún á sér
líka stað í nútíðinni, hún er þeg-
ar orðin hluti af henni og líklega
viðkvæmasti blettur.
Af úlfaldalestum á leið um
eyðimerkur fara margar sorg-
arsögur, þegar þær hafa látið
leiðast af hillingum eða loft-
speglunum, svonefndum Fata
Morgana. Örlög þeirra hafa
sjaldan orðið nema á einn veg.
Þjóðfélagsmálastefnur, sem
reistar eru á hugarburði og
draumsýnum, leiða aldrei til
annars en ófarnaðar. Þegar al-
systurnar, lygin og hræsnin, eru
afl- og orkugjafar, verða leið og
leiðarlok auk þess smán og sví-
virða. Þegar bjálfabjartsýnin
hefir öskrað raunsýni niður í
grafarþögn getur árangurinn
aldrei orðið annað en úrræða-
leysi og síðan uppgjöf, sem
oftast jafngildir tortímingu.
Flestu vitibornu fólki ber nú
orðið saman um, að einmitt tor-
tímingin, skelfilegri en nokkurn
gat órað fyrir, bíði manns og
heims á næsta leiti. Ekki sízt
sökum þess, að enn sem áður
mun sannast, að þeir, sem missa
vitið, þegar vel vegnar, missa og
kjarkinn, er syrtir í álinn.
Engar ýkjur þurfa því að fel-
ast í þeirri staðhæfingu, að
framtíðin sé nú allt öðruvísi en
hún áður var. Ekki heldur í því,
að hún sé þegar gengin í garð —
alltof snemma, og sæki fast að
öllum vanbúnum. Vanbúnum
vegna þess, að marxhismi og
markaðstrú, í einu orði mamm-
onismi, hafa — eðli málsins
samkvæmt — reynzt auðmeltara
atkvæðafóður en djúphygli og
framsýni Nietzsches og Spengl-
ers, eða niðurstöður rannsókna
„The Club of Rome“ og höfunda
„Global 2000. Report to the
President".
Erfitt
úrlausnarefni
Ég hefi aldrei ætlað mér þá
dul að reyna að brjóta til mergj-
ar, hvaða bábilja sósíalismans
væri fáránlegust. Til þess er úr
alltof risavöxnum feiknum að
velja. Hins vegar hefi ég gizkað
á, að þessi alkunna skruggu-
þvæla Marx sjálfs hlyti að kom-
ast í úrslit: „Þess vegna ræðst
mannkynið alltaf í þau verkefni
aðeins, sem það getur leyst.“
í alveg sama streng tekur
frjálshyggjumaðurinn Werner
Lychy í forystugrein sinni í „Die
Welt“ daginn eftir að vísinda-
menn Hitlers höfðu komið
Bandaríkjamönnum — ekki þó
öllum — til tunglsins hinn 21.
júlí 1969, er hann segir: „Maður-
inn getur allt, sem hann bara
vill.“
íslenzkir efnishyggjumenn
heimspekingur hans, svo og að
hann skuli hafa látið rit- og
ræðusnillinginn dr. Goebbels
semja bók á einhvers konar
skollaflæmsku.)
Allt kunna þeir,
allt geta þeir
Síðan hin sovézk/bandaríska
samfylking bar sigurorð af synd-
inni og þar með hinu „illa i
heiminum" og tók til við að
tryggja mannkyninu öllu „frelsi
til tjáningar, frelsi til trúariðk-
ana, frelsi frá skorti, frelsi frá
ótta“ eins og hátíðleg heit stóðu
til, hefir sízt skort á að urmull
pólitískra gullgerðarmanna, sem
kalla sig hugmyndafræðinga,
hafi verið örlátur á úrræði gegn
sérhverjum vanda. Á pappírn-
um, en pappír tekur við öllu og
er afar umburðarlyndur.
nú alveg nýverið, að fjöldinn tók
að óttast allt, jafnvel efast um
eigin dómgreind, öðlast m.ö.o.
skynsemisvott, hafa um víða
veröld geisað margvíslegar, en
þó í innsta eðli sínu ákaflega
samansaumaðar draumsýnir
undir firmaheitinu „framfarir".
Óvíst er að nokkurt tályrði,
nema ef vera skyldi Jöfnuður",
hafi haft illkynjaðri sálarbækl-
un í för með sér, enda hafa nán-
ast allar breytingar, hversu van-
hugsaðar sem völ hefur gefizt á,
talizt framfarir. Þannig hafa
óteljandi, þrautreynd lífernisboð
verið dæmd úrelt, gerð útlæg og
fallið í gleymsku.
Avallt hefir verið hygginna
manna háttur að bera saman orð
og athafnir, loforð og efndir
þeirra, sem hiut áttu að máli,
áður en þeir mynduðu sér skoð-
f/ íé - '
■ <. ' . ■.
Á þaki heimsins
Einnig þar festir „velferðin" rætur.
Hugmyndafræði
yillu og svima
+ Heitið var að draga úr vígbún-
aði, leysa deilur með samning-
um og sáttum, og tryggja
mannkyninu ævarandi frið —
— efndir hafa orðið æðislegur
vígbúnaður, sífelldar styrjald-
ir og síðasta stríðið vofir yfir.
+ Heitið var að varðveita og efla
persónufrelsi og mannréttindi
— efndir hafa orðið linnulaus-
ar borgarastyrjaldir, þjóða-
morð á fárra ára fresti,
mannrán eru sums staðar orð-
in sjálfstæð atvinnugrein, af-
tökur án dóms og laga daglegt
brauð, og löghlýðnir, heiðvirð-
ir borgarar geta ekki farið
óhultir ferða sinna og þurfa
víða að vígbúa heimili sín.
+ Heitið var að tryggja verald-
lega velferð alþýðu frá vöggu
til grafar —
— efndir hafa orðið skrifræði
og spilling „velferðarríkisins",
hrottaskapur verkalýðsrek-
enda, svimandi verðbólga, at-
vinnuleysi milljónatuga.
+ Heitið var aukinni og bættri
menntun og blómstrandi
menningarlífi —
— efndir hafa orðið dekur við
meðalheimskuna, óbeit á nem-
endum, er skara framúr,
„sjálfsþroskanám" vegna leti
og kæruleysis kennara, fjöldi
háskóla brautskráir auðnu-
leysingja.
+ Heitið var lífvænlegu og
mannbætandi umhverfi —
— efndir hafa orðið viðstöðu-
laus náttúruspjöll, sökkvandi
borgir í skarni, sorpi og skolpi.
+ Heitið var að útrýma fátækt,
skorti og örbirgð, að tryggja
öllum áhyggjulausa framtíð —
— efndir hafa orðið fjallgarð-
ar óleystra (óleysanlegra?)
framtíðarvandamála.
+ Heitið var bjartsýnu þjóðfé-
lagi frjálsra þegna, sem njóta
skyldu réttaröryggis í hví-
vetna —
— efndir hafa orðið þjóðfélag
þrúgandi bölmóðs og réttar-
ríki, sem orðið er hriktandi
hjallur.
Mount Everest líka
„Framfara“-buslið og hag-
vaxtartrúin hófu fána Fata
Morgana hátt á loft. Undir hon-
um átti mannkynið að stika
hröðum skrefum inn á lendur
gulls og grænna skóga. Framtíð-
arland hugmyndafræðinga allra
vinstrivíta breiðir nú út faðminn
og býður alla „velferðar“-sjúka
hjartanlega velkomna.
En götur þess og torg eru
hvorki gulli stráð né skreytt.
Á valdi Fata Trúin á almætti Flatneskja
Morgana mannsins framtíðar landsins
hafa ekki heldur dregið af sér í
manndýrkun og draumaiðnaði.
Á meðal þess, sem þeir hafa
miðlað, glitra perlur eins og
þessar: „Náttúrugæðin eru
óþrjótandi, því að mannlegt
hugvit er óþrjótanai," og „Verðið
ræður magni.“ Ef síðari fullyrð-
ingin væri rétt, hlyti að mega
hressa fiskistofna við með því
einu, að einhver ríkisnefnd
ákvæði óskaverð.
Af þessu má m.a. skilja, að
Ólafur Björnsson óð ekki reyk í
hinni gagnlegu eftirmælabók
sinni um frjálsa samkeppni
(„Frjálshyggja og alræðis-
hyggja“, Reykjavík 1978), þegar
hann veltir því fyrir sér í all-
löngu máli, en miður sannfær-
andi, að hversu miklu leyti Marx
hafi í rauninni verið frjáls-
hyggjumaður. (Annars er það
dálítill galli á góðum grip, að
höfundurinn skuli ekki hafa vit-
að, hvað ægilegasti fjendaflokk-
ur sinn hét né heldur þekktasti
Ekki er kunnugt um neitt
mannlegt mein eða vandamál,
sem marxistar og markaðsmenn
hafa ekki leyst með bleki, blaðri
eða bjartsýni. Hitt er bersýni-
legt, að blekiðja og orðabálviðri
hefir reynzt ákaflega árangurs-
lítið í baráttunni við staðreyndir
náttúruríkisins. „Réttar" hug-
myndir, stefnur og ismar alls
konar hefir hvergi vantað. Miklu
fremur hefir verið offramboð af
ágætinu. Á hinn bóginn hefir
ekki orðið vart við neitt offram-
boð af mönnum, sem hafa horfzt
í augu við líf og dauða eins og
hvort tveggja er og hafa því ekki
talið skynsamlegt að bregðast
við raunveruleikanum eins og
tíðarandinn helzt óskar að hann
ætti að vera.
Allt frá því að Atlantshafs-
sáttmáli þeirra Roosevelts og
Churchills var gerður utan um
„frelsin fjögur" og reigði ásjónur
manna til himins og þangað til
anir. Ef þessari gullvægu reglu
væri beitt á „framfaraöfl" síðari
hluta líðandi aldar, þau litin
opnum og gagnrýnum augum, og
þess vegna án tillits til snögg-
soðinna, fjöldaframleiddra
vinstrifordóma, hlyti að verða
degi ljósara, að öll hugmynda-
fræði, allar töfraformúlur, allar
hamingjuhallir lýðræðis og sósí-
alisma væru rjúkandi rústir þar
sem ekki stendur steinn yfir
steini og hvergi grillti í gegnum
bræluna.
„Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá“ var hollráð, gefið
endur fyrir löngu, sem alltaf
hefir reynzt ómetanlegt, en aldr-
ei þó fremur en nú, þar sem
ávextir vinstrimennsku ógna
öllu er lifir og lífsvon ætti að
eiga. Verkin tala, eða réttara
sagt, þau hrópa — og fyrir því
hefir aldrei verið brýnna en nú,
máski á síðustu stundu, að bera
saman orð og athafnir, loforð og
efndir:
Grænu skógarnir eru líka að
verða æ sjaldséðari og sífellt
nöturlegri.
Fátt bendir því til að gull og
grænir skógar muni verða höf-
uðprýði framtíðarlandsins. Flest
rök hníga til þess nú, að þegnar
þess muni verða að sætta sig við
sand og ösku.
Eða annað ekki geðslegra.
Fyrir nokkrum árum hófu
„velferðar“-afurðirnar landnám
í hlíðum Himalajafjalla og á
tindum Alpanna.
Fyrir 30 árum sté Sir Edmund
Hillary fyrstur manna fæti á
hæsta fjall jarðar, fjallið Mount
Everest, 8.848 m að hæð miðað
við sjávarmál. Hann stóð bók-
staflega á þaki heimsins. I vor
lét hann hafa eftir sér í blaða-
viðtali:
„Mount Everest er nú útatað í
rusli og sorpi frá rótum og upp á
tind.“
Þó mun það smáræði í sam-
anburði við Alpafjöllin.