Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
51
„Það yrði mitt
fyrsta verk að
segja af mér“
- segir Paul Eddington (Jim Hacker)
aðalstjarna þáttanna „Já, ráöherra“
„Frammámenn íhaldsflokksins hafa haft tilhneigingu til þess að
heilsa mér kumpánlega, en aðrir stjórnmálamenn eru einhverra
hluta vegna þurrari í minn garð, hverju svo sem það sætir.
Kannski er það vegna þess, að mörgum finnst þeir sjá glitta í
dæmigerðan íhaldsráðherra í hlutverki mínu í þáttunum „Já,
ráðherra“,“ segir Paul Eddington, sá er fer með hlutverk ráð-
herrans, Jim Hacker, í þáttunum vinsælu.
„Staðreyndin er nefnilega sú,
að þótt aldrei hafi verið að því
látið liggja, að Jim Hacker sé
persónugervingur einhvers af
ráðherrum Thatcher hófu þættir
þessir göngu sína um svipað
leyti og ríkisstjórn Margaret
Thatcher tók við völdum," segir
hann ennfremur.
Óhemju vinsældir
Vart leikur nokkur vafi á, að
bresku þættirnir „Já, ráðherra"
hafa verið með allra vinsælasta
sjónvarpsefni hér á landi um
langt skeið. Reyndar eru vin-
sældirnar síður en svo einskorð-
aðar við ísland. Hvar sem þætt-
irnir hafa verið sýndir hafa þeir
vakið stormandi lukku. Ástæðan
er einföld, allt hjálpast þar að;
frábær leikur, hnyttið handrit
og síðast en ekki síst sannleiks-
broddurinn mikilvægi í öllu
orðagjálfrinu, sem einkennir
samskipti þeirra Jim Hacker,
ráðherra, Sir Humphrey Apple-
by og Bernard Woolley.
Ástralir hafa tekið „Já, ráð-
herra" með slíkum kostum og
kynjum, að Jim Hacker fremur
en Paul Eddington var boðið
þangað fyrir skemmstu til þess
að halda ræðu á ársþingi sam-
taka ástralskra auglýsingastofa.
„Vinsældir þáttanna eru með
ólíkindum þarna niðurfrá,“ segir
Eddington. „Kvöldið eftir að ég
kom þangað, og ég var ekki einu
sinni búinn að jafna mig eftir
flugferðina, hafði forsætisráð-
herra landsins samband við mig
og bað mig um að halda opnun-
arræðu kvöldsins á framboðs-
fundi. Ég tók þetta að mér með
semingi, en ræðan held ég ..afi
heppnast ágætlega." Þess skal
getið, að ræðan var mjög í stíl
Humphrey Appleby.
Viðbrögðin við blaðamanna-
fundi, sem efnt var til með hon-
um í Tasmaníu, voru slík, að for-
síður allra blaða voru undirlagð-
ar daginn eftir. „Þetta var allt
saman ævintýri líkast," segir
Eddington um ferðina.
Til þessa hefur verið gerður 21
þáttur um Jim Hacker og ráðu-
neyti hans eftir handriti þeirra
Anthony Jay og Jonathan Lynn.
Þrátt fyrir fádæma vinsældir
þáttarins, sem m.a. hlaut verð-
laun sem besti gamanþátturinn í
bresku sjónvarpi árið 1981, eru
engin áform um að framleiða
fleiri þætti að sinni.
Á hinn bóginn hafa átta þess-
ara þátta verið endurskrifaðir
fyrir útvarp og hófu þeir göngu
sína í Radio 4 í Bretlandi fyrir
skemmstu. Þá hafa þrjár bækur
um þríeykið óviðjafnanlega verið
gefnar út til þess að fullnægja
eftirspurn breskra bókaorma.
Fráneygir fréttahaukar komu
meira að segja auga á eintak
einnar bókarinnar inni í stofu
hjá Cecil Parkinson þegar hann
var sem mest í fréttunum um
daginn. Sú sjón varð skammvinn
því áður en langt um leið sást
óþekkt hönd koma bókinni úr
augsýn.
56 ára fjölskyldufaðir
En hver er leikarinn í hlut-
verki Jim Hacker, ráðherrans,
sem ævinlega virðist í vanda
Þríeykið óborganlega. Sir
Humphrey Abbleby, Jim
Hacker og Bernard Wool-
ley úr „Já, ráðherra“.
staddurV
Paul Eddington heitir maður-
inn og er 56 ára gamall, kvæntur
og fjögurra barna faðir. Um
þessar mundir eru nákvæmlega
39 ár frá því hann steig sín
fyrstu spor á leiklistarbrautinni,
þá 17 ára gamall. Sjálfur segist
hann muna lítið eftir fyrsta
hlutverki sínu. Hins vegar segir
hann það vera sér minnisstæð-
ara, að áður en hann varð 18 ára
hafði hann nælt sér í ástkonu og
var farinn að drekka óhóflega.
Ferillinn á leiklistarbrautinni
hófst í Colchester, en þaðan lá
leið hans til Birmingham, þar
sem hann deildi kjörum með
listamönnum um hríð. Sat m.a.
fyrir hjá mörgum þeirra og segir
þar komna skýringuna á undar-
legum fjölda mynda af sjálfum
honum í dagstofunni. Frá Birm-
ingham hélt hann til Sheffield
og þaðan áfram til Ipswich. Frá
Ipswich flutti hann til Lundúna
og hefur búið þar lengst af.
Eddington hefur leikið jöfnum
höndum á sviði og í sjónvarpi
undanfarin ár. Árið 1975 tók
hann við framkvæmdastjóra-
stöðu Old Vic-leikhússins í
Bristol og hóf jafnframt að leika
í sjónvarpsþáttunum „The Good
Life“ með Richard Briers, Pene-
lope Keith og Felicity Kendal á
sama tíma og hann lék í tveimur
verkum á sviði. Eftir að fyrstu
þættirnir um „Já, ráðherra"
voru gerðir bauðst honum hlut-
verk í leikritinu „Illuminations"
í Hammersmith og síðan lék
hann í „Who’s Afraid Of Virg-
inia Woolf“ í National-leikhús-
inu. Sú uppfærsla þótti þó illi-
lega misheppnuð.
„Ég gæti aldrei lagt stjórnmál
fyrir mig. Ef ég einhvern tímann
þyrfti að axla pólitíska ábyrgð
myndi ég láta það verða mitt
fyrsta verk að segja af mér,“
segir Paul Eddington.
Velúrgallar — Velúrsamfestingar
— Velúrsloppar — Velúrheimakjólar
Stæröir 38 til 46.
Kreditkortaþjónusta — Póstsendum.
IVFnpís
Laugavegi 26, Glæsibæ,
sími 13-300. sími 31-300.