Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 11

Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 11
59 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Japanskir úraframleiðendur: Hafa samþykkt takmörk- un útflutnings til E6E FJÓRIR stærstu úraframleiðendur Japans tilkynntu á dögunum, að þeir myndu miða útflutning sinn til Efna- hagsbandalagslandanna við 10% aukningu á þessu ári, en það er gert að tilmælum bandalagsins. Framleiðendurnir, sem um ræð- ir eru Casio Computer Co., Hattori Seiko Co., Orient Watch Co., og Citizen Watch Co., en þessi fyrir- tæki framleiða liðlega 90% af öll- um úrum í Japan. Forsvarsmenn fyrirtækjanna fjögurra áttu langan fund með viðskiptaráðherra Japans, sem lagði mjög hart að þeim, að verða við tilmæium frá Efnahagsbanda- lagi Evrópu um takmörkun út- flutnings til landa bandalagsins. Fyrstu átta mánuði ársins fluttu japanskir framleiðendur samtals 6,19 milljónir úra til landa Efnahagsbandalagsins, en það er um 38,1% aukning frá ár- inu á undan, þegar samtals voru fluttar liðlega 4,48 milljónir úra til landanna. Efnahagsbandalagið hefur síð- an óskað eftir því við japönsk stjórnvöld, að úraútflutningur frá Japan til bandalagslandanna verði takmarkaður við sama magn og á þessu ári. Stjórnimarfélagið efnir til námsstefnu um notkun ársskýrslna: 17 aðilar keppa um ársskýrsluverðlaunin Ársskýrsluverölaun Stjórnunarfé- lags íslands veröa afhent á morgun, miövikudag, í lok námsstefnu fé- lagsins um notkun ársreikninga, sem hefst í fyrramálið. „Markmið félagsins meö því aö veita þessi verðlaun er fyrst og fremst þaö, aö stuðla að framfórum í gerð árs- skýrslu og vekja sérstaka athygli á þessum mikilvæga upplýsingamiðli fyrirtækja og stofnana viö þá sem eiga hagsmuna að gæta aö rekstri þeirra,“ sagöi Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags- ins í samtali við blm. Mbl. „Á námsstefnunni munu koma fram sjónarmið allra þeirra hags- munahópa sem standa að árs- reikningum og þar munu koma fram sjónarmið þeirra varðandi þær upplýsingar, sem þeir telja að ársreikningurinn þurfi að flytja," sagði Árni ennfremur. I ársskýrslusamkeppni Stjórn- unarfélagsins fyrir beztu árs- skýrslu ársins 1982 taka nú þátt 17 félög og fyrirtæki. Dómnefnd, sem er skipuð þeim Árna Vil- hjálmssyni, Helga Bachmann og Stefáni Svavarssyni, hefur farið yfir allar skýrslurnar. Sigurður R. Helgason, formaður Stjórnunarfélagsins, mun setja námsstefnuna klukkan 14.00 á Hótel Loftleiðum. Síðan mun Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingar- félagsins, fjalla um sjónarmið eig- enda. Þorkell Sigurlaugsson, for- stöðumaður áætlunardeildar Eim- skips, mun fjalla um sjónarmið stjórnenda. Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbank- ans mun fjalla um sjónarmið lánastofnana. Gestur Steinþórs- son, skattstjóri í Reykjavík, mun fjalla um sjónarmið skattayfir- valda. Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, mun fjalla um sjón- armið hagtöluvinnslunnar, og loks mun Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi, fjalla um sjón- armið endurskoðenda. Eftir kaffihlé mun Árni Vil- hjálmsson, prófessor, formaður ársskýrslunefndar Stjórnunarfé- lagsins, skýra álit dómnefndar og afhenda ársskýrsluverðlaunin. Breytingar á starfsemi Samanburður við 3. ársfjórðung 1982 Hjá eftirfarandi hlutfalli (%) þátttakenda var starfsemin: Atv.grein Meiri Óbreytt Minni Mism. Verktakastarfsemi 45,9 47,9 6,2 39,6 Húsasmíði 25,2 39,4 35,4 -40,2 Húsamálun 15,5 84,5 0,0 15,5 Múrun 0,0 58,5 41,5 +41,5 Pípulagnir 0,0 42,5 57,5 +57,5 Rafvirkjun 0,0 87,7 12,3 +12,3 Veggfóðrun, dúkal. 0,0 100,0 0,0 0,0 Alls 33,5 50,2 16,3 17,3 Hjá eftirfarandi hlutfalli (%) þátttakenda var vinnutími: Atv.grein Lengri Óbreyttu Skemmri Mism. Verktakastarfsemi 39,3 60,7 0,0 39,3 Húsasmíði 21,6 71,2 7,2 14,4 Húsamálun 15,5 84,5 0,0 15,5 Múrun 0,0 100,0 0,0 0,0 Pípulagnir 0,0 42,5 57,5 +57,5 Rafvirkjun 0,0 87,7 12,3 +12,3 Veggfóðrun, dúkal. 0,0 100,0 0,0 0,0 Alls 28,8 67,9 3,3 25,6 framkvæmda. Þriðjungur þeirra, sem ekki höfðu næg verkefni, töldu ennfremur, að lítil bygg- ingarþörf og aðrar ótilgreindar orsakir ættu hér hlut að máli. Hjá 64% þátttakenda í könnun- inni voru horfur á, að starfsemin yrði svipuð að umfangi á 4. árs- fjórðungi og á hinum þriðja, 35% þátttakenda sáu fram á samdrátt og aðeins 2% þáttakenda bjuggust við aukningu. Samanburður á þessum tölum við niðurstöður samskonar kannana, sem Land- samband iðnaðarmanna hefur áð- ur gert, sýnir, að atvinnuhorfur í byggingariðnaði eru almennt ekki álitnar lakari en undanfarin ár, og t.a.m. ívið betri en á sama tíma í fyrra. Þess ber þó að geta, að hjá mörgum fyrirtækjum var verk- efnastaðan greinilega mjög háð ákvörðunum um fjárveitingar til opinberra framkvæmda. Ljóst virðist því, að atvinnuástand í byggingariðnaði á næstu misser- um mun ekki sízt ráðast af því, hvernig staðið verður að áformum um samdrátt í útgjöldum hins opinbera. í&ijrre KITCHENAID ELRAM litafjliv Váffeljám med teflon H-NCCR ZEROWATT HUGIN GERIÐ VERÐSAMANBURÐ* GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Merki: Vara: Staðgreiðsluverð: • HUGIN ryksuga kr. 5.462,- • HUGIN vöfTlujúrn nv'Teflon kr. 1.971- • ELRAM straujárn kr. 646.- • ELRAM brauðrist kr. 1.016,- • KITCHENAID hrærivél kr. 10.940.- • SINGER saumavél kr. 11.510,- • MELITTE kafTivél kr. 1.889,- • NOVA djúpsteikingarpottur kr. 3.350,- • ZEROWATT þvottavél kr. 14.179,- n * c n 1« É U SAMBANDSINS Ármúla3S. 38900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.