Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
fiefcMiw
. Óska.r$>u enn e-ftlr £>t/I abfix.
yei&L. dagsins"?"
með afmælisdög-
um ættingja
hans.
Rækjuveiðar á úthafinu
og vinnslustöðvar í landi
M.R.S. skrifar:
„Velgengni rækjubáta á út-
hafsveiði síðastliðið sumar hefur
orðið ansi mörgum þrálátt um-
hugsunarefni, bæði til sjós og
lands. Og virðist þar mörgum von
í skjótfengnum gróða.
Það, sem fram hefur komið í út-
varpi og blöðum undanfarna daga
um umsókn tíu aðila til sjávarút-
vegsráðuneytisins um leyfi sér til
handa um uppsetningu rækju-
vinnslustöðvar, er orsök þessarar
greinar.
Ég er of hræddur um, að áður-
nefndir aðilar séu of skammsýnir,
til þess að geta látið málið kyrrt
bggja.
Það er jú alveg rétt að rækju-
veiði á úthafinu síðastliðið sumar
gekk mjög vel, og jafnvel betur en
bjartsýnustu menn þorðu að vona.
En til þess að ástæða sé til þess að
það þurfi að setja upp fleiri
rækjuvinnslur má að mínu mati
koma mikium mun meira magn af
rækju í land, því þær verksmiðjur
sem fyrir hendi eru í landinu geta
bætt við sig umtaisverðu hráefni
ef það á annað borð er til staðar.
Þetta eitt útaf fyrir sig ætti
kannski að nægja til þess að sýna
fram á að uppsetning nýrra
vinnslustöðva er óþörf í dag, og að
mínu mati óarðbær fjárfesting
fyrir þjóðfélagið í heild. En þar
sem það hefir æði oft orðið raunin
á hér á landi, að ef einhver vinnsla
eða veiðiskapur hefur gengið vel
þá hafa allir viljað í komast, og
handagangurinn orðið það mikill
að hvorki heilbrigð skynsemi né
eðlileg stjórnun hefur þar nokkru
mátt um þoka, og síðan allt endað
með ósköpum. Nægir þar til að
nefna síldina, loðnuna, nú þorsk-
inn og jafnvel karfann. Eigum við
virkilega að þurfa að bæta enn
einu nafni við þennan miður fagra
lista? Ég segi nei, það má ekki ske.
Flestar þær rækjuverksmiðjur
sem nú eru starfandi eru orðnar
tíu ára eða meira, og voru því
löngu byrjaðar vinnslu áður en út-
hafsrækja kom til sögunnar, og
þýðir það að þær byggja að stór-
um hluta afkomu sína á innfjarða-
rækju. Þær hafa getað og munu
geta staðið af sér lélegan afla á
úthafinu vegna þess. Þá á ég við
að það sé ekki gefið mál að það sé
ómælanlegt magn af rækju þarna
úti, og að það geti brugðist, og þá
sérstaklega ef það á að fara að
bjarga flota landsmanna á þessum
veiðum, þegar allt annað hefur
brugðist.
Og nú vil ég spyrja: Hvað á að
gera við þær verksmiðjur sem þá
verða nýbyggðar, og með skulda-
bagga á bakinu?
A að bæta þeim á lista með út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum
sem nú þegar eru á hausnum og
enginn veit hvað gera á við? Svari
hver fyrir sig.
Að lokum þetta: Ég vil biðja
ráðamenn í sjávarútvegsráðuneyt-
inu og fiskifræðinga og alla þá er
þetta mál varðar að athuga mjög
vel sinn gang og allar aðstæður í
þessu máli, áður en til ákvarðana-
töku kemur, svo að við getum
kannski eftir nokkur ár sagt með
sanni að velgengni rækjuveiða við
ísland sé góðri stjórnun að þakka.
Því það er von mín og ósk að það
verði ennþá velgengni í rækjumál-
um landsmanna eftir nokkur ár,
en það verður það örugglega ekki
nema gripið verði í taumana nú af
þeim sem til þess hafa vald, enda
mun sú hafa verið ætlunin með
setningu laga um samræmdan
afla og vinnslu sjávarafurða í maí
1976.
Þó vil ég taka fram að á Aust-
fjörðum, þar sem engin rækju-
vinnsla er, en vart hefur orðið
rækju, finnst mér öðru máli gegna
um stofnun vinnslufyrirtækja
heldur en á Norður- og Vestur-
landi, þar sem nóg er af þeim
fyrir, eins og áður er komið fram."
Þessir hringdu . . .
Vinnst ekkert við
þessi gönuhlaup
A.G. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til
að koma með uppástungu varð-
andi gangbrautarljósin í Lækj-
argötu. Ég held að það sé nauð-
synlegt að koma þar upp hátal-
arakerfi sem útvarpi í sífellu
viðvörunarorðum til vegfarenda
um að ana ekki yfir götuna á
rauðu ljósi. En það er einmitt
það sem fólk gerir; endilega skal
það þurfa að hlaupa af stað. Þó
vinnst ekkert við þessi gönu-
hlaup, nema hvað þau setja
ómenningarbrag á umgengnina
þarna. Svo gætu óeinkennis-
klæddir lögreglumenn haft eftir-
lit með því, að farið yrði eftir
ábendingunum í hátalarakerfinu
og sektað hvern þann um t.d.
1.000 krónur sem út af brygði.
Ætli ástandið tæki ekki skjótum
breytingum til batnaðar?
Ekki hægt að skila
jólagjöfunum nema
kassakvittun fylgi
Helga Valsdóttir (3943-0088)
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Mig langar til að vekja
athygli þeirra, sem ætla að
kaupa jólagjafirnar í Mikla-
garði, á því, að það er ekki hægt
að skila þeim aftur, nema kassa-
kvittunin fylgi með pökkunum.
Fyrir helgi keypti amma nokkur
föt á litla dömu, sem ég þekki;
allt frá toppi til táar, m.a. kjól,
sem reyndist of lítill. Þegar ég
ætlaði að skila kjólnum eða
skipta á honum, kom í ljós, að
slíkt var ógjörningur skv. regl-
um verslunarinnar, nema kass-
akvittun fylgdi. Þetta kostaði
ferð út á Seltjarnarnes til þess
að ná í kvittunina. Ég spurði af-
greiðslumanninn, sem var
ósveigjanlegur eins og reglurnar,
hvernig þeir ætluðu að fara að
eftir jólin, þegar fólk streymdi
að til að skipta á jólagjafavarn-
ingi, en það var fátt um svör. Við
vorum svo heppin, að kassakvitt-
unin fannst eftir nokkra leit, en
sjálfsagt hefur bensínkostnaður-
inn slagað hátt upp í kjólverðið.