Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Sjötugur:
Gunnar Friðriks
son forstjóri
f dag verður Gunnar Friðriks-
son, forstjóri og fyrrverandi for-
seti Slysavarnafélags íslands,
sjötugur. Ekki ber hann aldurinn
með sér, því enn er hann léttur í
spori og starfar meira en fullan
vinnudag.
Hann hefur haft mikla ánægju
af ferðalögum hér heima og er-
lendis. Þótti honum nú kærkomið
tækifæri að leggja land undir fót
og kanna ókunnar slóðir. Brá
hann sér nú til Austurlanda fjær
og dvelur því erlendis á afmælis-
daginn.
Gunnar Friðriksson er fæddur
29. nóvember 1913, að Látrum í
Aðalvík. Er hann sonur þeirra
merkishjóna Friðriks Magnússon-
ar, útvegsbónda í Aðalvík og
Rannveigar Ásgeirsdóttur.
Að Látrum í Aðalvík var mikil
verstöð upp úr aldamótunum,
Gunnar byrjaði því snemma að
stunda sjómennsku með föður sín-
um. En fljótlega gerðist hann
sjálfstæður útgerðarmaður og
mun þá hafa verið einn yngsti út-
gerðarmaður landsins. Eftir að
hann hafði rekið útgerð sína í
skamman tíma, settist hann á
skólabekk á ísafirði og lauk þar
námi í gagnfræðaskólanum árið
1931.
Eftir skólaveru Gunnars stund-
aði hann jöfnum höndum útgerð
og verslunarstörf. Verslunarstörf-
in voru að verulegu leyti tengd
sjávarútvegi, enda vissi hann þá
að útveginn þyrfti að efla með
nýrri tækni og meiri vélvæðingu.
Þessi verslunarstarfsemi varð til
þess að árið 1940 stofnaði Gunnar
Vélasöluna hf., í félagi við Sæ-
mund Stefánsson.
Ráku þeir félagið sameiginlega í
20 ár, en þá yfirtók Gunnar Véla-
söluna og rekur hana enn.
Fyrirtækið hefur því starfað í
43 ár undir öruggri forystu Gunn-
ars. Stærstu viðskipti Vélasölunn-
ar hf., hafa verið á sviði sjávarút-
vegsins. Hefur þar verið um að
ræða allt frá minnstu skrúfum
upp í stærstu togara landsins. Frá
því að Gunnar hóf fyrst útgerð,
hefur hann ávallt verið tengdur
sjávarútvegi og aflað sér víðtækr-
ar þekkingar á því sviði.
Hann hefur sennilega flutt inn
fleiri skip en nokkur annar, og fáir
munu þeir útgerðarmenn, sem
ekki þekkja Gunnar af hans frá-
bæru störfum og hjálpsemi. Enda
er svo, að viðskiptamenn hans
verða ávallt hans bestu vinir, og
tryggir viðskiptamenn. Þeir finna
að hann leggur sig allan fram
fyrir þá og sparar þá hvorki tíma
né fyrirhöfn til að viðskiptin verði
þeim sem hagstæðust.
Eftir stríðið þurfti ríkisstjórnin
að gera marga vöruskiptasamn-
inga við Austur-Evrópu. Þá var
ákveðið að stofna sérstakt inn-
flutningsfyrirtæki, sem hlaut
nafnið DESA. Þar hefur Gunnar
verið framkvæmdastjóri frá upp-
hafi og lengst af formaður.
Vegna reynslu og þekkingar á
viðskiptum við þessi lönd hefur
viðskiptaráðherra fyrir hönd rík-
isstjórnarinnar marg oft skipað
hann í viðskiptanefndir, til að
semja við stjórnvöld í þessum
löndum um vöruskipti.
Fyrir löngu er Gunnar orðinn
þjóðkunnur maður fyrir félags-
málastörf sín. Ber þar hæst hið
mikla starf hans í þágu Slysa-
varnafélags Islands um þrjá ára-
tugi, þar af forseti félagsins í 22
ár. Undir hans forsæti byggði fé-
lagið upp félagsaðstöðu og björg-
unarstöð á Grandagarði, sem
gerði félaginu m.a. kleift að sinna
björgunarstörfum jafnt á sjó og
landi.
Þá hefur hann átt sæti í stjórn-
um fjölda félaga og samtaka, eins
og t.d. í Verslunarráði íslands,
formaður um skeið í Bátafélaginu
Björg, Lionsklúbbi Reykjavíkur og
víðar.
Þar sem Gunnar hefur lagt
hönd að verki, hefur ávallt munað
um hans framlag, enda víða sóst
eftir hans starfskröftum. M.a. hef-
ur oft verið leitað til hans um að
vera á framboðslista til borgar-
stjórnar eða Alþingis, en án
árangurs.
Árið. 1940 kvæntist Gunnar
Unni Halldórsdóttur, en hún rek-
ur ættir sínar austur á firði. Hafa
þau hjónin verið samhent um að
byggja upp hið indæla heimili á
Hjarðarhaga, þar sem við hjónin
höfum átt margar indælar stundir
með þeim.
Gunnar hefur haldið mikilli
tryggð við Aðalvík. Hefur hann
gert hús foreldra sinna að sumar-
húsi sínu, og er það árviss ferð hjá
þeim hjónum að fara vestur og
njóta friðsældarinnar að Látrum,
en þar lagðist öll byggð af fyrir
nokkrum árum.
Það hefur oft verið glatt á hjalla
þegar Gunnar og Unnur hafa tekið
á móti vinum sinum úr Aðalvík á
hátíðarstund. Þá hefur Gunnar
leikið á alls oddi, sem sannur ætt-
arhöfðingi að vestan.
Gunnar hefur frá fyrstu tíð haft
mikinn áhuga á íþróttum og úti-
veru. Leiðir okkar lágu fyrst sam-
an í skíðaferðum í nágrenni borg-
arinnar fyrir 40 árum síðan. Kom
þá fram að hann var ágætur
skíðamaður, en þá list hafði hann
tileinkað sér á skólaárum sínum á
ísafirði. Ávallt fór hann á hæsta
tindinn og fór síðan í einu bruni
niður, þótt við hin létum nægja, að
vera neðar í hlíðinni og nær jafn-
sléttu, að leika einfaldari listir
skíðamennskunnar, sem þá var á
gelgjuskeiði sínu hér.
Síðan tók hestamennskan við
hjá Gunnari. Fór hann þá víða um
landið á gæðingum sínum. Sér-
staklega er minnisstæð ferð með
þeim hjónum og fleiri þekktum
hestamönnum um Kjalveg þvert
yfir landið. Þá átti Gunnar fágæt-
an viljahest, er hann nefndi
Gimstein. Kom þá berlega fram að
Gunnar var mikill hestamaður og
unni hesti sínum mikið. Enda fór
svo að þegar farga varð Gimsteini,
hætti hann í hestamennskunni.
Þá hafa verið farnar margar
ánægjulegar ferðir um Evrópu
með þeim hjónum. Sú fyrsta var á
ólympíuleikana í London 1948.
Seinna var haldið til Róm, Aþenu
og siglt um Eyjahafið til Rodos og
Tyrklands. Slík ferð er eftirminni-
leg í góðum vinahóp, sem hefur
áhuga á að kynnast hámenningu
liðinna alda. Þarna var Ólympíu-
leikvangurinn frá 1896 skoðaður,
svo og Akrapolis í allri sinni tign,
en ferðin náði hámarki á hinni
kunnu leiksýningu, þar sem Peri-
kles er látinn tala úr klettaberg-
inu um uppbyggingu Akrapolis og
Aþenu fyrir um 2500 árum.
Á árunum upp úr 1955 vann
íþróttabandalag Reykjavíkur að
því að byggð yrði sundlaug í Vest-
urbænum. Var þá ákveðið af
bandalaginu að hrinda af stað um-
fangsmikilli fjáröflun til að
tryggja stuðning borgarinnar við
málefnið. Til að standa fyrir þess-
ari fjáröflun var skipuð fjáröflun-
arnefnd, þar sem Gunnar var
skipaður formaður. Skipulagði
hann þessa fjáröflun með þeim
ágætum, að meira fé safnaðist en
nokkurn grunaði. Varð söfnunar-
féð sá aflgjafi, sem dugði til þess
að borgarstjórnin brá við skjótt og
hóf framkvæmdir við þennan
heilsubrunn og Sundlaug Vestur-
bæjar varð að staðreynd. Gunnar
var mikill áhugamaður um þessar
framkvæmdir og hefur verið einn
af hinum ötulu sundlaugargestum,
sem sækja þangað heilbrigði og
þrótt með góðum sundspretti.
Þá hefur Gunnar iðkað mikið
golf á undanförnum árum og hef-
ur mikla ánægju af þessari ágætu
íþrótt og þeirri útiveru, sem henni
er fylgjandi.
Lengst af hefur Gunnar búið í
Vesturbænum og er því kominn í
tölu sannra Vesturbæinga. Sem
slíkur hefur hann stutt „Vestur-
bæjarlið" KR með ráðum og dáð.
Sat hann meðal annars í hússtjórn
félagsins um áratuga skeið.
Gunnar er fróður um menn og
málefni og kemur þá oft fram að
hann er mikill ættfræðingur og á
létt með að rekja ættir samferða-
manna langt til baka. Hans stál-
minni er þá oft undravert í þess-
um efnum.
Á þessum merkisdegi Gunnars
vil ég þakka honum og konu hans,
alla þá vináttu og stuðning sem
þau hafa sýnt okkur. Góð vinátta,
aðstoð og holl ráð eru mikils virði
í önn dagsins, sem ég met og virði.
Við Margrét færum Gunnari og
allri fjölskyldunni okkar hugheilu
árnaðaróskir á afmælisdaginn.
Gísli Halldórsson
Ég ætlaði varla að trúa því, þeg-
ar mér var sagt, að minn góði vin-
ur Gunnar Friðriksson væri orð-
inn sjötíu ára. Tíminn er fugl, sem
flýgur undarlega hratt. Það er
ótrúlegt, að liðnir séu meira en
fjórir áratugir frá því við hittumst
fyrst hér í Reykjavík í byrjun síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. Ég var
þá nýkominn til bæjarins eftir
fimm ára veru á Ytra-Hvarfi í
Svarfaðardal. Gunnar kom að
vestan frá Látrum í Aðalvík, son-
ur Friðriks Magnússonar, út-
vegsbónda, og Rannveigar Ás-
geirsdóttur. Forfeður hans höfðu
búið að Látrum í marga ættliði.
Líklega hefði hann einnig stundað
sjóinn fyrir vestan, hefði faðir
hans ekki tekið af honum loforð
um að stunda ekki sjó, eftir að
hafa misst syni sína tvo, en þeir
fórust í mannskaðaveðri 15. des.
1924 með vélbátnum Leifi frá Isa-
firði.
Gunnar hafði komið suður
nokkrum árum á undan mér, og
árið 1940 kvæntist hann frænd-
konu minni ágætri, Unni Hall-
dórsdóttur Stefánssonar, sem var
prestur á Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði. Halldór afi minn bjó á
Sandbrekku á Héraði, og þaðan
kom Unnur. — Menn komu úr öll-
um áttum í byrjun stríðs til hinn-
ar ungu, vaxandi borgar, og
mannlífið var litríkt og marg-
slungið. Það varð mér ógleyman-
leg reynsla að kynnast Gunnari
Friðrikssyni. Hann er með greind-
ustu mönnum, sem ég hef hitt.
Allt fas hans vakti virðingu
manna. Hann var frjálslegur í
framgöngu og traustur og veitti
mér sveitastrák að norðan innsýn
inn í margvísleg málefni, sem
voru mér framandi. I raun og veru
var Gunnar engum manni líkur.
Þótt hann væri ungur að árum,
hafði hann ótrúlega lífsreynslu að
baki. Menntun á þessum árum
hlýtur að hafa verið betri en nú
gerist, þótt skólagangan væri að-
eins tveir vetur í gagnfræðaskóla
á ísafirði. — Aðeins sautján ára
að aldri var Gunnar kosinn full-
trúi á Alþýðusambandsþing fyrir
Verkalýðsfélag Sléttuhrepps. Inn-
an við tvítugt var hann orðinn út-
gerðarmaður, eigandi tveggja báta
og hafði fiskverkun á Látrum og
Hesteyri. Þeir eru hressir Vest-
firðingar, djarfir menn og stór-
huga, enda menntaðir af harðri
lífsbaráttu.
Gunnar Friðriksson varð far-
sæll maður og komst vel áfram í
höfuðborginni. Hann stofnaði
Vélasöluna hf. strax árið 1940 og
tók að flytja inn vélar og tækja-
búnað til skipa. Síðan, eða árið
1955, hóf hann innflutning fiski-
skipa og hefur flutt inn hálft ann-
að hundrað skipa frá sjö löndum.
Gunnar Friðriksson er þó kunn-
ari fyrir störf sín að félagsmálum.
Hann varð forseti Slysavarnafé-
lags íslands árið 1960 og gegndi
eigendur
Leitið ekki
langt
yfir skammt
vconKÖNNUN:
novem»£5Í??-
Umboð'O
5267 kr.
sns.xiwi io
3249 kr.
2300 kr
241S><'
~3Sea.*o»r
kr
gílanaust
4015.10 kf'
3079.30 kr
1969.40kr.
TKJ2. 70 kr_
3027.00kr.
fjóOrin
4579 kr.
5203 kr
2755 kr.
1719 kr.
3030 kr.
~3369kr
»f.“rr^Ptn
e\VlaÞÍ»'^aa6ymSÍrVara’
^astvUren.umboöunun,
Kappkostum ávallt að
bjóða Lada-varahluti á sem
lægstu verði.
I Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf ■
-- Ija-Nir- o.i a c:_: oo cnn —3
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600
því starfi í tuttugu og tvö ár, eða
þar til á síðasta ári, en þá baðst
hann undan endurkosningu. Áður
sat Gunnar í stjórn féiagsins frá
1956.
Það hafa orðið miklar mann-
lífsbreytingar frá því í byrjun
stríðs og lífshættir nú í flestu aðr-
ir. En einhvern veginn finnst mér
Gunnar hafa lítið breyst. Hann er
enn vel skyggn á vandamál tím-
ans, eins og hér áður fyrr, þegar
hann ræddi við stórvin sinn, séra
Sigurð Einarsson, skáld í Holti.
Ég hef stundum rifjað það upp í
huganum, hvernig þeir gerðu sér
skynsamlega og raunsæja grein
fyrir hlutum, sem menntamenn
Évrópu skildu almennt ekki fyrr
en tuttugu árum síðar. Nei, Gunn-
ar hefur ekki breyst. Það er sama
hvort ég hef hitt hann á Hjarð-
arhaganum, London, Edinborg,
Tenerife eða í hákarlshjallinum
hans á Seltjarnarnesi (nú er víst
búið að gadda þar bíslagið), alltaf
hef ég hjá þeim hjónum mætt
sömu hlýju og gestrisni.
Gunnar Friðriksson hefur verið
hamingjumaður í lífinu. Hann
missti snemma löngun til að
skipta sér af stjórnmálum. Hann
skildi þá þversögn, að vald er veik-
leiki. Hann ræktaði garðinn sinn
og breytti remmu moldarinnar í
góða ávexti. Hann er traustur
maður í sveit dugmikillar kynslóð-
ar, sem breytti frumstæðu þjóðfé-
lagi í velferðarríki. Og hamingja
hans er ekki síst fólgin í því að
bera gæfu til að kasta út línu til
meðbræðra sinna á erfiðum
stundum.
Ég flyt þér og þinni ágætu konu
mínar innilegustu hamingjuóskir
á þessum merku tímamótum. Og
ég þakka ykkur vináttu ykkar á
liðnum árum.
Gunnar Dal
I dag er Gunnar Friðriksson,
forstjóri og fyrrverandi forseti
Slysavarnafélags íslands, 70 ára,
þótt ekki beri hann það með sér,
svo hraustlegur og hress í bragði
sem hann jafnan er. Á þessum af-
mælisdegi er hann reyndar stadd-
ur í öðru landi ásamt konu sinni í
erindinum fyrirtækis síns við
samningagerð vegna skipasmíði
og sýnir það m.a. að lítið lát er á
starfsþreki hans.
Margs er að minnast á þessum
tímamótum í lífi Gunnars, því
maðurinn hefur verið með ólíkind-
um atorkusamur og duglegur.
Okkur, félögum hans í SVFÍ, eru
auðvitað efst í huga frábær störf
hans sem forseti félagsins í 22 ár.
Það voru hins vegar „aðeins“ frí-
stundastörf hans, en aðalstarf
hans hefur verið á sviði viðskipta
og innflutnings. Þar hefur hann
átt ríkan þátt í hinni öru fram-
þróun íslensks sjávarútvegs und-
anfarna áratugi sem innflytjandi
véla og fiskiskipa. Hann er einn
þessara djörfu og framsæknu
manna, sem eiga sinn stóra þátt í
þeirri miklu umbyltingu, sem
þjóðfélag okkar hefur tekið á þess-
ari öld.
Gunnar Friðriksson fæddist að
Látrum í Aðalvík 29. nóvember
1913, en þar bjuggu foreldrar
hans, Friðrik Magnússon og Rann-
veig Ásgeirsdóttir. Friðrik var
dugmikill útvegsbóndi og formað-
ur, en útgerð var þá talsverð frá
Aðalvík og byggð blómleg. Hóf
Friðrik formennsku sína á sexær-
ingi, en 1907 fékk hann vél í bát
sinn og hófst þá vélabátaöld í Að-
alvík. Hann var farsæll sjósóknari
og m.a. má minnast hér, að hann
var eigandi og formaður annars
bátsins, sem bjargaði farþegum og
áhöfn ms. Goðafoss, er skipið
strandaði 30. nóvember 1916, þ.e.
daginn eftir þriðja afmælisdag
Gunnars.
Gunnar ólst upp í Aðalvík við
gott atlæti foreldra sinna. Þegar
hann var nýorðinn 11 ára varð
byggðin fyrir því þunga áfalli, að 7
menn, búandi þar, fórust með mb.
Leifi frá ísafirði, þar á meðal tveir
bræður Gunnars, Magnús og
Brynjólfur. Má nærri geta hvílíkt
áfall þetta var fyrir fjölskyldurn-
ar og byggðarlagið. Gunnar hefur
sagt, að þetta slys hafi ekki síst
átt þátt í að móta afstöðu sína til