Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Judith f j_ S 1 • X
Læt ímyndunarathð
vinna lír söguþræðinum
„Ein eftirlætisaðrerð mín við að
ná valdi á nýju hlutverki er að lesa
óperutextann frá upphafi til enda og
láta ímyndunaraflið um að vinna úr
söguþræðinum. í huga mínum verð-
ur þá til mín eigin Gréta, mín eigin
norn og mitt eigið piparkökuhús. Og
þegar ég er búin að fá tilfinningu
fyrir hlutverkinu með þessum hætti
þá get ég farið á æfingu sallaróleg
og hlustað á það sem hinir hafa til
málanna að leggja. Væri ég ekki bú-
in að mynda mér mína eigin skoðun
þá setti það mig úr jafnvægi að
hlusta á alla hina.
Þetta segir Judith Blegen óperu-
söngkona hjá Metropolitan, í við-
tali við tímaritið Opera News ekki
alls fyrir löngu og umrætt hlut-
verk er annað titilhlutverkið í
Hans og Grétu eftir Humper-
dinck. Judith Blegen er í hópi
helztu sópransöngvara Metropol-
itan-óperunnar, en hún kemur til
Reykjavíkur nú um helgina á veg-
um Fulbright-stofnunarinnar og
Háskóla íslands og heldur tón-
leika i Háskólabíói á þriðju-
dagskvöld í tilefni af því að um
þessar mundir er Fulbright-
stofnunin hér á landi 25 ára.
Judith Blegen er af norsku bergi
brotin en fædd og uppalin í Mont-
ana í Bandarikjunum. Hún hefur
sungið fjölda hlutverka í flestum
helztu óperuhúsum ásamt stór-
söngvurum eins og Pavarotti og
Placido Domingo, svo dæmi séu
nefnd, en einnig hefur hún hlotið
fjölda verðlauna fyrir söng sinn.
„Hver ópera býður að sjálfsögðu
upp á ný úrlausnarefni fyrir
söngvarann," heldur hún áfram í
áðurnefndu viðtali. „Það sem helzt
hefur háð mér í sambandi við
Hans og Grétu er það að óperu-
gestir eru tregir til að taka óper-
una alvarlega. Þeim er gjarnt að
afgreiða verkið sem „lítið sætt
ævintýri", en sannleikurinn er sá
að ævintýrið er flókið og tónlistin
„wagnerísk" í sniðum. Ég hef ekki
lagt í þetta hlutverk fyrr á ferli
mínum, aðallega af því hve sópr-
anhlutverkið kallar á mikla
vinnu.“
Judith Blegen er liðlega fertug
og hefur staðið hálfa ævina á
óperusviði. Hún er undarlegt sam-
bland af glæsilegum heimshorna-
flakkara og skólastúlku úr dreif-
býlinu. Undir broamildu yfirborð-
inu sýnist vera kona sem er ákveð-
in í að halda öllum taumum í sinni
hendi og hafa fulla stjórn á ferli
sínum. Hún þekkir kosti og tak-
mörk raddarinnar og hikar ekki
við að a pakka hlutverk sem hún
telur að henti sér ekki, hversu
glæsilegt sem tilboðið kann að
vera.
Judith Blegen er af tónlistar-
fólki komin. Hún hóf feril sinn
sem fiðluleikari, en við Curtis-
tónlistarháskólann lagði hún
stund á bæði söng og fiðluleik. Það
var ekki fyrr en á síðasta ári í
þeirri stofnun sem hún komst að
því að hún var löngu hætt að opna
fiðlukassann nema þegar hún kom
í spilatíma. Hún sneri sér þá al-
gjörlega að söngnum og árið 1964
kom hún fyrst fram opinberlega,
og söng þá með Fíladelfíu-
í hlutvcrki Adinu meö Luciano Pavarotti
í Ástardrykknum eftir Donizetti
í Metropolitan-óperunni í New York.
hljómsveitinni. Sama ár bauð
Gian Carlo Menotti henni að taka
þátt í tónlistarhátíðinni í Spoleto
og fyrir hana skrifaði Menotti
hlutverk hins syngjandi fiðluleik-
ara í óperunni „Help! Help! The
Globolinks" og var hún í því hlut-
verki er óperan var frumsýnd
vestanhafs.
Að loknu námi var það ætlun
Judith Blegen að fara til Ítalíu,
Þýzkalands og Frakklands og
dveljast þrjú ár á hverjum stað, í
því skyni að læra tungumál og
kynnast evrópskri menningu og
óperuhefð. Fulbright-styrkurinn
gerði henni kleift að vera við
sönghám á Ítalíu í eitt ár en að því
loknu fór hún til Núrnberg þar
sem hún var næstu þrjú árin. Þá
náði heimþráin tökum á henni.
„Gífurlegur misskilningur er
ríkjandi varðandi erindi amer-
ískra söngvara til Evrópu,“ segir
hún. „Helzti tilgangurinn með því
að fara til Evrópu er alls ekki at-
vinnuleit, eins og svo margir virð-
ast halda. Tilgangurinn er fyrst og
fremst sá að komast að rótum
þeirrar listar sem við erum að
reyna að flytja. Óperulistin tekur
ekki einungis til söngraddarinnar.
Þar hafa bókmenntir og hið talaða
orð líka mjög mikið að segja. Og
hvernig ætti söngvurum að takast
að verða við ýtrustu kröfum varð-
andi túlkun þýzkra, ítalskra og
franskra hlutverka án þess að að
hafa kynnzt þessum þjóðum og
hafa vald á tungumálum þeirra?
Ég mundi ekki dirfast að stíga
fæti mínum á svið helztu óperu-
Hagnýti rýrir ekki
listrænt gildi
- segir Lioyd Herman forstöðumaður Renwick Gallery i Washington
Lloyd Herman
„Sérkenni á bandarískri listiðn?
Ég veit ekki hvort hægt er að
halda því fram að bandarísk list-
iðn sé í einhverjum aðalatriðum
frábrugðin því sem annars staðar
gerist, t.d. í Evrópu, en kannski má
segja, að hún sé afar fjölbreytt og
nánast engum takmörkunum háð.
Bandarískir listamenn, sem fást
við listiðn, vinna úr nánast hvaða
efni sem er og eru algjörlega
ófeimnir við að leggja til atlögu við
við efni sem aðrir vinnna helzt
ekki úr, t.d. gerviefni.“
Þetta sagði Lloyd Herman,
forstöðumaður Renwick Gallery
í Washington, en sú stofnun
starfar í tengslum við Smith-
sonian. Hermann kom hingað í
tilefni sýningar þeirrar á banda-
rískri listiðn sem nýlokið er að
Kjarvalsstöðum og flutti þá
fyrirlestur um þetta efni.
„Ég held að listiðn eigi mikla
framtíð fyrir «ér,“ sagði Lloyd
Herman, „bæði vestan hafs og
austan. Við lifum á tímum hraða
og fjöldaframleiðslu, en þess
verður víða vart að fólk kann æ
betur að meta hluti sem alúð
hefur verið lögð við. Og það er nú
einhvern veginn þannig, að
handunnir hlutir standa mann-
eskjunni nær en hlutir sem
mannshöndin hefur aldrei komið
nálægt. Og þá skiptir ekki máli
hvort um er að ræða hiuti sem
hafa notagildi eða muni sem að-
eins þjóna því. hlutverki að
gleðja augað.“
— Hver er munurinn á listiðn
og annarri myndlist?
„Þetta er spurning sem menn
hafa mjög velt fyrir sér og geng-
ið illa að fá svar við. Það hefur
verið deilt um þetta, en ég held
að það sé alveg óþarfi að gera
það. Það er ekki hægt að halda
því fram með nokkrum rétti að
það rýri listrænt gildi nokkurs
hlutar að hann hafi notagildi
eins og sumir hafa viljað halda
fram. Listrænt gildi veltur ekki
á því hvaða hlutverki tiltekinn
hlutur þjónar, heldur á því sem
veldur því að hann verður til. Og
þegar saman fara kunnátta í
meðferð efnis, sköpunargleði og
hugmyndaauðgi, þá lætur list-
rænn árángur sjaldan á sér
standa."
— Hvernig er menntun í list-
iðn háttað í Bandaríkjunum?
„Það eru gífurlegir möguleikar
á því sviði. Við marga háskóla er
kennd ýmiss konar listiðn en
einnig er starfandi mikill fjöldi
sérstakra listaskóla þar sem list-
iðn er að sjálfsögðu þáttur í
starfseminni. Þessir skólar
leggja mismunandi áherziu á
hinar ýmsu greinar listiðnar.
Sem dæmi má nefna að við vissa
skóla er lögð mikil rækt við
málmsmíði og má þekkja smíðis-
gripi nemenda þaðan af ákveðn-
um stíl og meðferð efnisins sem
er einkennandi fyrir viðkomandi
skóla."
— Eru einstakir aldurshópar
virkari en aðrir í listiðn í Banda-
ríkjunum um þessar mundir?
„Það virðist nokkuð áberandi
að margir þeir sem fást við list-
iðn eru af eftirstríðskynslóðinni
sem svo er kölluð, s.s. á milli þrí-
tugs og fertugs. Margt af þessu
fólki leitaði úr þéttbýli í hinar
dreifðari byggðir í kringum 1970
og á árunum þar á undan. Að
undanförnu virðist svo sem
straumurinn liggi aftur í þétt-
býlið og það færist mjög í vöxt
að þeir sem vinna að listiðn séu
farnir að samræma og skipu-
leggja starfsemi sína. Dreifing
og sala á listmunum hefur verið
vandamál, en nú er víða farið að
reka markaði þar sem fólk kem-
ur með muni sína og kaupmenn
og aðrir viðskiptamenn geta
gengið að þeim og pantað það
sem þeim lízt á. I mörgum borg-
um eru þessir markaðir viða-
miklir og njóta almennra vin-
sælda.“
- Á.R.