Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Sídustu námuhestarn-
ir eru aö líða undir
lok eftir að hafa ver-
ið notaðir í námunni
í þrjár aldir. Sú var tíðin að
námusmáhesturinn var án
efa bezti vinur þeirra manna,
sem unnu í kolanámunni. En
senn líður að því að vitn-
eskju um þessa hesta verður
aðeins að finna í orðasöfn-
um.
Púlhestar af New Forest,
Welsh Mountain og Galloway-
kyni sjást vart framar draga
þung kolahlöss eftir þröngum
göngum langar leiðir. En enn er
þó að finna allt að eitt hundrað
smáhesta í kolanámum í Stóra-
Bretlandi.
Þegar árið 1954 birtist bréf í
ensku blaði frá námaverka-
manni, sem kominn var á eftir-
laun. Hann segir: „Annað eins
og það, að þessir smáhestar eru
píndir til að þræla í námunum
við hin verstu skilyrði, sýnir
mannlega grimmd."
En á þessu herrans ári 1983
segir talsmaður brezku kola-
námustjórnarinnar: Við þurfum
framvegis á smáhestum að
halda til þess að draga útbúnað
og birgðir urh námurnar, þar
sem það er óhagkvæmt og
einkar erfitt að vélbúa flutn-
ingana.
I kringum 1950 leystu járn-
brautir og vagnar flesta smá-
hestana af hólmi. í stað gömlu
hestanna sem gengu úr skaftinu
komu engir nýir. Eftir svo sem
2—3 ár, um það bil þrem öldum
eftir að þeir fyrstu voru teknir í
notkun, má gera ráð fyrir að all-
ir smáhestarnir verði horfnir úr
námunum.
Það hefur lengi ríkt sá mis-
skilningur, að hestar verði
blindir af því að lifa í myrkri
niðri í jörðinni. Fyrir þrem ára-
tugum var það bannað að nota
blinda hesta í námunum Hest-
arnir allir hafa málmhh'far fyrir
augum þeim til verndar.
Vondur aðbúnaður hestanna í
námunum er miidaður og bætt-
ur af kolanámumönnunum sem
fara vel með þá og sýna þeim
hlýju og góðvild. Verkamennirn-
ir hafa frá mörgu að segja um
undraverðan trúnað milli
manns og hests, og stundum
neitar hesturinn að vinna nema
með sínum manni. Oft leysa
hestarnir verkið af hendi án
þess að þeim sé skipað fyrir um
það. Svo er líka sagt að skepn-
urnar fylgist með glamrinu í
keðjunum, þegar vagnarnir eru
tengdir saman fyrir aftan þá.
Þegar það hefur átt sér stað að
þrír eða fleiri vagnar hafa verið
tengdir við þá, hafa hestarnir
ekki hreyft sig fyrr en auka-
vagnarnir hafa verið spenntir
frá.
Smáhestarnir
hafa vedur af
hinu og þessu
Næmi smáhestanna fyrir
hættu hefur oft komið að liði. Ef
gólf eða þak í jarðgöngum er að
bresta, verður hestur þess fyrr
var en mennirnir. Hann fer að
hneggja af taugaóstyrk og
stendur grafkyrr. Þeir sem
standa gegn notkun hestanna
verða að viðurkenna að sá tími
er liðinn þegar þeir voru hafðir
djúpt undir yfirboði í kolanám-
um í Easington og Dawden, þar
sem þeir voru þvingaðir til þess
að draga þunga kolavagna til
höfuðganganna í námunni og
snúa síðan aftur eftir dimmum,
löngum aukagöngum og sækja
næsta farm.
En á það hefur verið bent að
fyrr eða síðar fara lungu þeirra
að gefa sig og þá fá þeir að verða
Ekill og smáhestur í Lady Windsor-kolanámunni í Suður-Wales. Eins og stendur eru aðeins áttatíu smáhestar til í
kolanámum Stóra-Bretlands.
Púli smáhestanna
í námunum að ljúka
hestar og smáhestar yrðu ódýr-
ari vinnukraftur en konur og
börn sem starfað höfðu í nám-
unum allt frá upphafi og til
1815.
Árið 1842 var bannað með lög-
um að konur og börn ynnu í
námunum. Hestarnir tóku við
stritinu við kolavagnana.
Það leikur enginn efi á því, að
það var hræðilegt fyrir smá-
hestana fyrr á tímum að púla í
námunum. Hestarnir, sem
draga áttu vagnana eftir teinum
djúpt niðri í jörðinni, voru oft
látnir síga þangað í taug. Þeir,
sem höfðu heppnina með sér,
nutu þeirra fríðinda að fara í
lyftu eða á palli. Jafnvel þá urðu
skepnurnar að gera sér að góðu
að vera í neti eða geysistórri
körfu.
Eitt aðalverkefni hestsins var
að draga dælur og talíur, en þol-
anlegur gangur niður í námuna
kom fyrst til sögunnar á ní-
tjándu öld.
Saga úr námunum, „Lífið
undir jörðinni" eftir L. Simonin
kom út 1869 og lýsir vinnu-
brögðum smáhestanna þegar
þeir voru lokaðir inni í körfunni
og dregnir niður: „Lamaðir af
hræðslu hræra þeir ekki legg
eða lið. Þeir virðast vera dauðir,
en þegar þeir eru komnir til
botns í námunni, rétta þeir sig
smám saman af.“
Margir hestar voru í notkun
árum saman í námunum og end-
uðu þar oft ævi sína. Tilviljanir
réðu oft um aðbúnað og örlög
þeirra. Ábyrgð eftirlitsmanns-
ins í námunum var ærið tak-
mörkuð.
Iðnbyltingin fór eins og eldur
í sinu um Evrópu á árunum
fyrir fyrri heimsstyrjöldina og
jók kolanotkun í stórum stíl.
Árið 1913 framleiddi Stóra-
Bretland þrjú hundruð milljónir
smálesta af svartagulli.
Franskar, þýzkar og seinna
amerískar námur komu til sög-
unnar til þess að fullnægja kola-
eftirspurninni og auðguðu
námaeigendur ákaflega — og
púlvinna hestanna varð meiri en
nokkru sinni fyrr.
Einkum var það siglingaveld-
ið Stóra-Bretland sem sópaði að
sér fé. Það var blómaöld gufu-
skipanna. Kol voru flutt alla leið
Hestur við inngang á kolanámu, viðbúinn að draga nýtt hlass niður í undir-
göngin.
grasbítar á ný, en þó verður það
ekki fyrr en þeir erú illa haldnir
af hungurveiki.
Kolafélagið heldur því fram
að vel sé farið með hestana síð-
ustu æviár þeirra og þeir stund-
aðir af alúð, svo að þeir fái
nokkurn bata.
Vinnuhestar okkar eru einu
dýrin sem eiga heimtingu á um-
önnun samkvæmt brezkum lög-
um. Hvað önnur húsdýr varðar
gilda engin lög.
Sú skoðun, að námuve'ka-
mennirnir séu grimmir hús-
bændur þessara þörfu þjóna
sinna, er orðum aukin. Gamlir
verkamenn hafa gaman af að
segja frá því hvernig eldri hest-
arnir gerðu þeim stundum grikk
og stálu nesti úr treyjuvasa
þeirra, laumuðust burt smáspöl
og átu það.
Allir sem óska þess geta feng-
ið uppgjafahest til að annast, en
kolafélagið áskilur sér þó rétt til
þess að heimsækja hestinn og
líta eftir honum. Og ekki má
leigja hann í vinnu eða ríða hon-
um nema leyfi dýralæknis komi
til.
Smáhestarnir komi
í stad kvenna
og barna
Það er enginn skortur á
mönnum sem vilja taka að sér
hestana, segir talsmaður kolafé-
lagsins, við höfum langan bið-
lista í höndum.
Það var hin mikla verðlækkun
á hestafóðri um 1780 sem vakti
athygli eiganda kolanáma í
Balgonie í Skotlandi á því að
Smáhestur dregur kerru eftir námagöngunum.