Morgunblaðið - 29.11.1983, Side 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983
Búreikningur 1982:
Afkoma sauð-
fjárbúanna
betri en kúa-
búanna
FYKIR stuttu kom út skýrsla Bú-
reikningastofu landhúnaðarins fyrir
árið 1982. Það voru 192 bKndur sem
færðu búreikninga en aðeins 128
voru teknir með til frekari úr-
vinnslu. Meðalstærð þessara 128
búa var 598 ærgildi. Kúabúin voru
stærst eða 782 ærgildi, blönduðu bú-
in voru 506 ærgildi, en sauðfjárbúin
371 ærgildi.
Höfuðstóll rýrnaði að meðaltali
39 þúsund kr. Mest var tapið hjá
mjólkurframleiðendum, þar rýrn-
aði höfuðstóllinn um 81 þúsund
krónur, en um 9 þúsund á sauð-
fjárbúunum. Mest voru fjölskyldu-
launin á kúabúunum eða 196 þús-
und kr., á sauðfjárbúunum 179
þúsund, en lægst á blönduðu búun-
um, 170 þúsund kr. Ef litið er á
fjölskyldutekjurnar miðað við
ærgildi voru þær hæstar á sauð-
fjárbúunum eða 485 kr. Tímalaun-
in reyndust einnig hæst á sauð-
fjárbúunum eða tæplega 47 kr. á
tímann. Rekstrartekjur miðað við
ærgildi voru langhæstar á sauð-
fjárbúunum eða 1258 kr. á ærgildi,
á blönduðu búunum voru þær 1093
kr., en lægstar á kúabúunum,
1.013 kr. á ærgildi.
Mjólkurframleiðsla á árskú
reyndist vera 3.468 lítrar á kúa-
búunum, en að meðaltali fyrir öll
búin var hún nokkru hærri eða
3.532 lítrar. Ull eftir vetrarfóðr-
aða kind var 1,9 kg., og kjöt eftir
vetrarfóðraða kind var 15,7 kg.
Það sem vekur mesta athygli í
skýrslu Búreikningastofunnar og
kemur mest á óvart er hvað af-
koma sauðfjárbúanna virðist mun
betri en kúabúanna og raunar
betri en menn áttu von á, segir í
frétt frá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.
Vésteinn Lúðvíksson
Guðmundur
Hreinn með
gull í nögl
Út er komin ný íslensk barnabók
hjá Máli og mcnningu, ævintýrið
Guðmundur llrcinn með gull í nögl
eftir Véstein Lúðvíksson, mynd-
skreytt af Kobert Guillemette.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Sagan segir frá sveininum Hreini
sem fæðist undir Dimmubjörgum
í Ljósalandi, eftirlæti foreldra
sinna. En sælan endist ekki lengi.
Hreins litla bíða margvísleg
ævintýri þar sem hið góða tekst á
við hið ilía og ljósið heyr baráttu
við myrkrið. Um sinn verður sag-
an afar spennandi en eins og í öll-
um góðum ævintýrum sigrar hið
góða og allt fer vel að lokum."
Bókin er 45 bls. Högun og filmu-
vinna fór fram í Repró, setning og
prentun í Formprenti, Bókfell batt
bókina.
Fram kom tillaga um breytingar á fimmgangi þannig að ekki þurfi að krefja hesta um skeið á litlum hringvelli. Var tillögunni vísað til stjórnar íþróttaráðs til
frekari athugunar. Þessi mynd er einmitt tekin í fimmgangskeppni og á hesturinn að sýna skeið en um það má deila hvorri gangtegundinni hann er á.
Ljósm. VK
6. ársþing íþróttaráðs LH:
Nýju keppnisreglurnar
frá í fyrra kolfelldar nú
íslandsmótið 1984 haldið á Vindheimamelum aðra helgina í ágúst
SJÓTTA ársþing íþróttaráðs LH var
haldið um síðustu helgi á Hótel
Valborg á Akureyri. Voru mættir
fulltrúar frá flestum íþróttadeildum
sem starfandi eru en þær eru orðnar
átján með stofnun sameiginlegrar
íþróttadeildar Léttfeta og Stíganda í
Skagafirði. Af þeim málum sem tek-
in voru fyrir á þinginu bar hæst til-
laga frá íþróttadeild Sleipnis.
Var hún á þá leið að breytt yrði
aftur í fyrra form hvað varðar
stigaútreikning í íþróttakeppni.
Verður nú aftur á nýjan leik farið
að reikna út stig í forkeppni en
ekki reiknuð meðaleinkunn eins og
gert var á síðastliðnu sumri.
Stigaútreikningur fyrir tvíkeppni
þ.e. tölttvíkeppni og skeiðtví-
keppni verður samkvæmt unnum
stigum keppenda í forkeppni.
Einnig falla niður svokölluð af-
reksstig sem tíu efstu hestar í
hverri grein fengu og voru þessi
stig notuð til að reikna út stiga-
hæsta keppanda. Voru þessar
breytingar eða réttara sagt leið-
réttingar samþykktar með mikl-
um meirihluta atkvæða enda auð-
sætt mál að þær breytingar sem
gerðar voru fyrir ári fljótfærnis-
legar þar sem segja má að hróflað
hafi verið við grundvallaratriðum
hvað varðar reglur um íþrótta-
keppni. Slíkt á ekki að vera hægt
að gera að láta einn mann hanna
nýjar reglur eftirlitslítið eins og
gert var.
Gerðar voru lítilsháttar breyt-
ingar á lögum íþróttaráðs á þann
veg að fjölgað var um tvo í stjórn
ráðsins þannig að nú sitja sjö
menn í stjórninni en engir vara-
menn kosnir þess í stað. Einnig
var bætt inn í lögin svohljóðandi
málsgrein: „Æskilegt er að hver
landshluti þar sem starfandi eru
íþróttadeildir eigi minnst einn
fulltrúa í stjórn hverju sinni.“ Var
þessu bætt inn í þar sem ríkt hef-
ur sambandsleysi milli stjórnar
íþróttaráðs og Norðlendinga. Þess
má einnig geta að tveir norðan-
menn voru nú kosnir í stjórnina,
þeir Ingimar Ingimarsson úr
Skagafirði og Ragnar Ingólfsson
Akureyri. Reglum fyrir hindrun-
arstökk var breytt og verður nú
meira lagt upp úr stílnum en gert
var áður.
Á þinginu voru nokkrar athygl-
isverðar tillögur sem ekki hlutu
náð hjá meirihluta þingfulltrúa og
einni var vísað til stjórnar
íþróttaráðs sem skipar væntan-
lega nefnd sem skilar áliti fyrir
næsta þing. Kom þessi tillaga frá
íþróttadeild Gusts og kvað hún á
um breytingar á keppni í fimm-
gangi þannig að ekki verði hestar
krafðir um skeið inni á 200 metra
hringvelli. Það hefur lengi verið
ljóst að 200 metra völlur er of lítill
til að sýna gott snerpuskeið á. Má
segja að krafan um skeið sé mjög
ósanngjörn því raunin hefur verið
sú að hestar fara á flæmingstölti
hálfa langhliðina eða meira og
þegar þeir eru farnir að ná
skeiðgripunum byrjar knapinn að
hægja niður áður en hann kemur í
beygjuna og síðan er þetta endur-
tekið á seinni langhliðinni. Er það
spurningin hvernig hægt sé að
koma skeiðinu á langa og beina
braut án þess að slíta sýningu
hvers hests of mikið í sundur. í
sambandi við þessa 200 metra velli
má geta þess að ástæðan fyrir því
að hann var ekki hafður lengri í
upphafi er sú að þegar fyrsta mót
í hestaíþróttum var haldið 1970 í
Þýskalandi var ekki meira pláss
fyrir hendi á mótsstað og síðan
hafa vellirnir verið tvö hundruð
metrar. Athyglisvert ekki satt.
Frá Mána í Keflavík kom fram
tillaga um breytingar á reglum
um fótabúnað í íþróttakeppni. Var
lagt til að leyfð yrði notkun tíu
millimetra skeifna án plastbotna.
Leyfilegt er að nota 8x20 milli-
metra skeifur með plastbotnum og
fyllingu og hámarks þyngd hóf-
hlífa er 250 gr. Ef þessi tillaga
hefði verið samþykkt hefðu val-
kostir manna óneitanlega aukist
án þess að verið sé að auka þyngd
leyfilegs fótabúnaðar frá því sem
nú er. Virðist sem fordómar gagn-
vart tíu millimetra skeifum ætli
að verða langlífir og má fullyrða
að aðalástæðan fyrir því séu
óhóflegar þyngingar sem stundað-
ar voru hérlendis fyrrihluta átt-
unda áratugsins.
Töluverðar mannabreytingar
urðu í stjórn íþróttaráðs en Sig-
urður Sæmundsson gaf ekki kost á
sér til endurkjörs í stöðu for-
manns. Gunnar Friðþjófsson og
Guðbjörg Kristinsdóttir gáfu
heldur ekki kost á sér til endur-
kjörs. Er nýja stjórnin því þannig
skipuð: Guðmundur Jónsson for-
maður, Þorvaldur Ágústsson,
STEFÁN Hermannsson verkfræð-
ingur hjá borgarverkfræðingsemb-
ættinu í Reykjavík hefur verið ráð-
inn aðstoðarborgarverkfræðingur og
var ráðning hans samþykkt sam-
hljóða á fundi borgarráðs í gær.
Stefán hefur hingað til gegnt starfi
forstöðumanns byggingardeildar.
Þá var og samþykkt á fundinum
breyting á starfsskipulagi emb-
ættisins. Gert er ráð fyrir að þrjár
deildir borgarverkfræðingsemb-
Hallgrímur Jóhannesson, ólafur
Örn Pétursson, Ingimar Ingi-
marsson, Ragnar Ingólfsson og
Þórarinn Þórarinsson. Eingöngu
er kosið í stöðu formanns en að
öðru leyti skipta stjórnarmenn
með sér verkum væntanlega á
fyrsta stjórnarfundinum.
Valinn var staður þar sem halda
skal næsta íslandsmót en fram
komu tvö boð um mótsstaði,
Skagfirðingar buðu Vindheima-
mela og Eyfirðingar Melgerðis-
mela. Eins og kunnugt er kepptu
þessir aðilar um að fá síðasta
landsmót og ríkti mikil spenna nú
þegar fjallað var um þetta mál og
var beðið um skriflega kosningu
þegar þingið kaus um þessa staði.
Fór svo að lokum að Vindheima-
melar urðu ofan á og verður því
næsta Islandsmót þar, sennilega
aðra helgina í ágúst.
ættisins heyri beint undir aðstoð-
arborgarverkfræðing, en það eru
byggingardeild ásamt trésmíða-
stofu, malbikunarstöð, grjótnámi
og pípugerð og einnig ný deild,
sem er þróunar- og gagnavinnslu-
deild.
Þá er aðstoðarborgarverkfræð-
ingi ætlað að fjalla um ýmis sér-
stök málefni sem lúta að húsbygg-
ingum og öðrum mannvirkjum
sem borgin reisir.
Breytingar á skipulagi borgarverk-
fræðingsembættisins:
Stefán Hermannsson
ráðinn aðstoðarborg-
arverkfræðingur