Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 Að gefnu tilefni: Um töltandi menn og hesta Hestar Valdimar Kristinsson Á mánudagskvöldið 7. nóvember síðastliðinn var á dagskrá útvarpsins þátturinn „Um daginn og veginn“ og talaði þar Sigurður Óskar Pálsson skólastjóri. Gerði hann meðal ann- ars að umræðuefni grein sem undir- ritaður skrifaði að aflokinni úrtöku fyrir Evrópumót í hestaíþróttum. Við lestur á þessari grein virðist Sigurð- ur „uppgötva" hluti sem hann ekki vissi áður, en það er að íslenskir íþróttamenn séu farnir að iðka tölt og skeið. Ef góður vilji er fyrir hendi er hægt að misskilja jafnvel einföld- ustu hluti. En satt best að segja er ég dálít- ið hissa á að athugasemd sem þessi skuli ekki vera komin fram fyrir löngu því þegar fjallað er um hestaíþróttir vill það oft vera ruglingslegt fyrir þá sem ekki eru þess betur inni í málunum. Ástæð- an fyrir þessu er fyrst og fremst sú að hinar ýmsu keppnisgreinar innan hestamennskunnar eru með mismunandi móti. Þar sem mikið er fjallað um hestamennsku hér í Morgunblaðinu þykir rétt að gera grein fyrir því hvernig og á hvaða hátt þessar keppnisgreinar eru ólíkar hvor annarri. En áður en lengra er haldið er rétt að leiðrétta misskilning eða uppgötvanir Sigurðar skólastjóra. Hann segist ekki vita til þess að íþróttamenn hafi iðkað tölt eða skeið og ég held ég geti tekið undir það en hinsvegar eru ein sex ár síðan menn fóru að taka þátt í tölti eða töltkeppni eins og það heitir, fimmgangi og fjórgangi. í svokölluðum hestaíþróttum er það maðurinn sem er keppandinn en ekki hesturinn og því er fullkom- lega rökrétt að segja að Aðal- steinn taki þátt í töltinu þótt ekki tölti hann sjálfur. Við höfum hliðstæð dæmi úr öðrum íþróttum og má í því sambandi nefna bíla- íþróttir. Þar er bíllinn aðeins tæki í höndum mannsins á sama hátt og hesturinn er í höndum knapans í hestaíþróttunum. Ýmist maðurinn eða hesturinn sem keppir En þá erum við komin að því sem ruglar menn hvað mest í rím- inu þegar talað er um hestaíþrótt- ir. Innan hestamennskunnar eru fjögur keppnisform, þ.e.a.s. kyn- bótadómar, kappreiðar, gæðinga- keppni og íþróttakeppni. í öllum þessum atriðum er hesturinn keppandinn nema í íþróttakeppn- inni. Keppnisgreinar þar eru sex: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, hlýðniæfingar og hindrunarstökk. Þarna er knapinn keppandinn en ekki hesturinn. Unglingar eru einnig gjaldgengir í íþróttakeppninni og keppa þeir í tveimur aldursflokkum. Gæðingakeppninni er skipt í tvo flokka, A og B, og eru alhliða hest- ar í A-flokki, en klárhestar í B-flokki. Alhliða hesturinn sýnir fimm gangtegundir en klárhestur- inn fjórar (sleppir skeiðinu). Unglingar hafa sína gæðinga- keppni og keppa þá í tveimur ald- ursflokkum. Einkunnir eru gefnar fyrir hverja gangtegund og þarna eru dæmd gæði hestsins á þeirri stund sem hann er sýndur:’ Kappreiðar eru sá hluti hesta- íþrótta sem flestir virðast skilja út á hvað leikurinn gengur. Þar er hesturinn í aðalhlutverki og spurningin er bara sú hver er fljótastur. Keppnisgreinar innan kappreiða eru sennilega einar níu og hestarnir fara í þremur gang- tegundum, skeiði, stökki og brokki. Vegalengdirnar eru frá 150 metrum og allt upp í 800 metra. Fjórði og síðasti þátturinn í þessari upptalningu er dómur kynbótahrossa og má segja að það sé alvaran í keppni á íslenskum hestum en það sem áður hefur verið talið telst þá leikur. í kyn- bótadóm fara bæði hryssur og stóðhestar og má segja að dómar skiptist í tvo meginþætti, ein- staklingsdóm og afkvæmadóm. Gefnar eru einkunnir fyrir bæði byggingu og hæfileika hrossanna og þeim skipað í verðlaunaflokka eftir því hversu háar einkunnir þau fá. Einstaklingsdómar skipt- ast í þrjá aldursflokka, fjögurra vetra, fimm vetra og sex vetra og eldri. Afkvæmadómar skiptast í tvo flokka, annarsvegar almennur afkvæmadómur og hinsvegar heiðursflokkur. Dóm tólf af- kvæma þarf til að stóðhestur fái heiðursverðlaun og má meðalein- kunn þeirra ekki vera undir 8,10. Ef ekki er reynt við heiðursverð- laun þarf aðeins sex afkvæmi í Hér lætur Sigurbjörn Bárðarson hestinn Rekk frá Kirkjubæ um töltið en telst eigi að síður sjálfur þátttakandi í töltkeppninni. dóm og þurfa þau að ná 7,90 í með- aleinkunn til að ná 1. verðlaunum. Hryssur þurfa hinsvegar færri af- kvæmi enda úr margfalt færri af- kvæmum að velja. Ef reynt er með hryssu í heiðursverðlaun þarf sex afkvæmi í dóm en ef ekki þá þarf aðeins tvö afkvæmi. Lágmarkskunnátta Þessi upptalning er langt í frá að vera tæmandi skýring á keppn- isformi því sem hestamenn notast við þegar þeir leiða saman hesta sína i keppni en telja má að við lestur á þessari grein öðlist menn þá lágmarksþekkingu á hesta- íþróttum sem þarf til að fylgjast með úrslitum sem birtast í blöðum frá hestamótum án þess að menn misskilji innihaldið eða geri ein- hverjar uppgötvanir sem ekki fá staðist. Áð síðustu er rétt að þakka Sigurði skólastjóra fyrir góð orð í garð undirritaðs en hann sagði í erindi sínu eitthvað á þá leið að áðurnefnd grein hafi verið það skemmtileg að hann hafi Ljtanynd VK. haldið henni til haga og verða það að teljast góð meðmæli hjá jafn litlum dagblaðaunnanda og Sig- urður segist vera. VK Tannlæknar slíta samningaviðræðum við Tryggingastofnun: Deilt um starfs- leyfi erlends tannlæknis Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440-B.S.1387 oOO°°°° o O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ OOo galv., 3/8 Lengdir: 6 metrar 4“ SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Tannlæknar hafa slitið samninga- viðræðum við Tryggingastofnun ríkisins vegna meintra brota stofn- unarinnar á samningum við Tann- læknafélag íslands. Tannlæknar telja, að Irani, sem hefur starfað sem tannlæknir á Neskaupstað um nokkurt skeið, hafi ekki til þess til- skilin leyfí. „Við viðurkennum ekki starfsleyfí hans, en í desember 1982 gaf Svavar Gestsson, þá félagsmála- ráðherra, út starfsleyfí fyrir þennan tannlækni og Tryggingastofnun ríkisins endurgreiðir honum reikn- inga samkvæmt taxta Tannlæknafé- lags fslands. Við teljum það í hæsta máta óeðlilegt að menn gangi inn í okkar samninga ef þeir standa utan félagsskapar okkar. Við teljum þetta brot á samningum,“ sagði Gunnar Þormar, formaður Tannlæknafélags íslands í samtali við blm. Mbl. „Háskóli fslands samþykkti að beiðni landlæknis sérstök hæfn- ispróf, sem erlendir tannlæknar skuli gangast undir til þess að fá starfsleyfi hér á landi. Tannlækn- irinn á Neskaupstað mætti til prófs, en af einhverjum ástæðum hætti við að þreyta það. Það næsta sem við vissum var að Svavar Gestsson skrifaði undir starfsleyfi honum til handa. Þetta sættum við okkur ekki við. Erlendir lækn- ar sem hér hefja störf verða að gangast undir sérstök hæfnispróf hér á landi til þess að fá starfs- leyfi. Þetta er mjög eðlilegur framgangsmáti. Á næstunni gang- ast tveir erlendir tannlæknar und- ir hæfnispróf í Háskóla íslands til þess að fá starfsleyfi. Annars þessara tannlækna er pólski tannlæknirinn, sem kom hingað til lands. Við teljum að tannlækn- irinn á Neskaupstað hefði átt að ganga undir hæfnispróf í Hí áður en skrifað var upp á starfsleyfi fyrir hann,“ sagði Gunnar Þormar ennfremur. Heilabrot fyrir fólk á öllum aldri BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur sent frá sér nýja bók í fíokki tómstundabóka. Bókin heitir Heilabrot og er heilaleik- fími fyrir fólk á öllum aldri. Guðni Kolbeinsson, rithöfundur, þýddi og staðfærði bókina. Heilabrotin eru hátt í tvö hundruð og reyna að sögn útgefanda, á at- hyglisgáfu, ályktunarhæfni, reikni- list og hugmyndaflug þeirra, sem við þau glíma. Öðru hverju er svo brugð- ið á leik meö græskulausu gamni. Á bókarkápu segir meðal annars: þessi bók er ekki ætluð yngstu kyn- slóðinni, heldur þeim sem búnir eru að slita barnsskónum. Þeir sem komnir eru í efri bekki grunnskóla ættu að komast langt með heilabrot- in og einnig framhaldsskólanemend- ur. En það eru ekki síst pabbar og mömmur, afar og ömmur sem hér ættu að fá verðug og spennandi við- fangsefni. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist setningu, prentun og bókband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.